Morgunblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MEÐ 75% Í SÍMANUM Novator Telecom Bulgaria, fyr- irtæki í eigu Björgólfs Thors Björg- ólfssonar, hefur samið við Advent International um að Novator eignist kauprétt á öllum bréfum Advent í Viva Ventures, sem má innleysa á næstu mánuðum og árum. Viva Ventures á 75% hlutafjár í búlg- arska símanum, BTC. Neitar að tímasetja brottför George W. Bush Bandaríkja- forseti flutti í gær ræðu um stefnuna í Írak og sagði m.a. að ekki kæmi til greina að tímasetja áætlun um það hvenær bandaríska herliðið færi heim. Slíkar ákvarðanir myndu fara eftir mati yfirmanna hersins á svæð- inu en ekki hugmyndum stjórnmála- manna í Washington. Skóli án aðgreiningar Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri segir ýmis vandamál tengjast hugmyndafræði um skóla án aðgreiningar og að taka verði mið af athugasemdum kennara. Farþegum fækkar Farþegum sem ferðast með strætó á höfuðborgarsvæðinu hefur fækkað um 6–8% milli ára. Tekju- áætlun Strætó bs. fyrir þetta ár kemur sökum þessa sennilega ekki til með að standast og útlit er fyrir að um 40 milljónir vanti upp á. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Viðhorf 38 Úr verinu 18 Umræðan 38/50 Erlent 20/21 Bréf 50 Minn staður 22 Minningar 50/54 Höfuðborgin 24 Myndasögur 58 Austurland 24 Dagbók 58/60 Akureyri 26 Staður og stund 60 Landið 26 Leikhús 62 Daglegt líf 28 Bíó 66/69 Neytendur 30/31 Ljósvakamiðlar 70 Menning32/35, 61/69 Veður 71 Forystugrein 36 Staksteinar 71 * * * Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingabæklingur frá Jack&Jones. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " # $ %           &         '() * +,,,                    GEFIÐ VINUM ERLENDIS ÁSKRIFT AÐ ICELAND REVIEW Í JÓLAGJÖF VOL 43 4 - 2005 ICELAND REVIEW , !7HA0B9-bajaab! COD LIVER OIL: HOAX OR HOLY GRAIL? MARY ELLEN MARK’S PHOTOS FROM REYKJAVÍK ICELAND LENDS A HAND IN MOZAMBIQUE DRYING OUT IN THE DARK AND WHAT’S IN THE WATER? LONG LIVE ICELAND ISK 899 USD 7.50 DKK 89 w w w .i c e la n d re v ie w .c o m Iceland Review er þekkt sem helsta tímaritið um Ísland á ensku. Sendið vinum og viðskiptavinum gjafaáskrift fyrir jólin strax í dag og verið með okkur frá upphafi nýs tíma. Pantaðu áskrift á www.icelandreview.com eða í síma 512 7575 • Áskrifendur IR koma frá meira en 100 löndum. • Jólagjöf sem minnir vini erlendis á Ísland fjórum sinnum á ári. • Áskrift að blaðinu er einungis 3.400 krónur og fá nýir áskrifendur litla bók að gjöf, Memoires of Reykjavik með ljósmyndum eftir Pál Stefánsson. ALDRAÐ og veikt fólk sem þarf á félagslegri heimaþjónustu að halda býr nú við nokkra skerðingu vegna manneklu í þessum umönnunargeira en þó er ástandið mismunandi eftir hverfum. Sautján stöðugildi vantar í heimaþjónustuna sem starfrækt er á vegum þjónustu- og rekstrarsviðs Reykjavíkurborgar. Fullmannað er hins vegar í 173 og hálft stöðugildi og nemur því skerðingin tæpum 10%. Að sögn Regínu Ásvaldsdóttur sviðstjóra er fullmannað í Grafar- vogi, Breiðholti og nánast í miðborg og Hlíðum en fólk vantar í Laug- ardal, Háaleiti, Árbæ og Vesturbæ. „Maður veltir því fyrir sér hvort íbúasamsetningin í hverfunum teng- ist því hversu vel það gengur að fá fólk til starfa við heimaþjónustuna,“ segir Regína. „Í nýjustu hverfunum, þar sem yngsta fólkið býr, t.d. í Grafarholti, hefur gengið mjög illa að fá fólk. Langflestir þeirra sem vinna við heimaþjónustuna eru kon- ur á miðjum aldri og þeim er best lýst sem algerum hetjum. Deildar- stjórarnir reyna eftir fremsta megni að sjá til þess að þjónustan sé skert sem minnst og að sem flestir fái þjónustu.“ Heimaþjónustan felst einkum í þrifum heima hjá fólki og þurfa sumir sem fá hálfsmánaðarleg þrif að bíða í fáeinar vikur á þeim svæð- um sem erfiðast hefur gengið að manna stöðurnar. Á þjónustumið- stöðvum er einnig boðið upp á svo- kallað innlit um kvöld og helgar til eldra fólks og sjúklinga og hefur sú þjónusta verið að aukast að undan- förnu. Þar er um að ræða allt að hálftímaheimsóknir til fólks til að at- huga hvort allt sé í lagi. Mjög viðkvæm þjónusta Í þeim tilvikum þar sem heima- þjónustan hefur verið skert er fólk alltaf látið vita þegar starfsmaður kemst ekki á staðinn og reynt að at- huga hvort betur gangi í næsta skipti. „Þetta er mjög viðkvæm þjónusta og auðvitað hefur skortur á fólki í láglaunastörf bitnað á þessari þjónustu. Hins vegar standa yfir kjarasamningaviðræður við Reykja- víkurborg og við bindum mjög mikl- ar vonir við að þær leiði til launa- hækkana í þessum störfum.“ Búist er við að viðræðurnar verði leiddar til lykta fyrir jól að sögn Regínu. Hún segir vissulega slæmt að þurfa að búa við skerðingu á þjónustu í jólamánuðinum en hinu megi ekki gleyma að þjónusta sé veitt inn á rúmlega 2.800 heimili. „Þau heimili sem eru með skerta þjónustu eru um 130 talsins þannig að flestir fá hefðbundna heimaþjónustu. Á bið- lista eru um 80 manns. Ég vonast til að með hækkandi launum munum við geta laðað til okkar fleira starfs- fólk.“ Regína segir töluverðar manna- breytingar í þessum störfum, ekki síst nú á þenslutímum, en það er einkum yngra fólkið sem endist stutt. Eldra starfsfólkið hefur á hinn bóginn myndað ákveðinn kjarna í starfseminni og verið velflest lengi að störfum fyrir heimaþjónustuna. Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is Aldraðir og sjúkir búa við nærri 10% skerðingu í heimaþjónustu Mikið álag er hjá starfsfólki í heimaþjónustu hjá Reykjavíkurborg THELMA Ásdísardóttir hefur verið útnefnd Kona ársins af tímaritinu Nýju lífi. Tilkynnt var um útnefninguna við hátíð- lega athöfn sem fram fór í Iðnó síðdegis í gær. Telma lýsti í bók sem Gerður Kristný skrifaði eft- ir frásögn hennar grófu kyn- ferðislegu ofbeldi sem hún var beitt af hálfu föður síns og fleiri karlmanna árum saman í æsku. Gullveig Sæmundsdóttir, rit- stjóri Nýs lífs, segir að frásögn Thelmu í bókinni sé áhrifarík. „Hún sýnir svo mikinn kjark að okkur fannst engin önnur kona koma til greina. Af því að við teljum að hún sé að hjálpa svo mörgum öðrum ungum konum, litlum stelpum, sem búa við það sama og hún bjó við árum sam- an, þ.e. kynferðislegt ofbeldi í föðurhúsum. Við erum alltaf að leita að konum sem eru hvatn- ing og fyrirmynd fyrir aðrar konur, og við teljum að Thelma sé það svo sannarlega,“ segir Gullveig. Vigdís Finnbogadóttir, fyrr- verandi forseti Íslands og sú sem fyrst var útnefnd Kona árs- ins hjá Nýju lífi, afhenti Thelmu blóm og báðar ávörpuðu þær samkomuna. Þetta er í 15. sinn sem Nýtt líf útnefnir konu ársins á Íslandi. Morgunblaðið/ÞÖK Frú Vigdís Finnbogadóttir og Thelma Ásdísardóttir sem í gær var út- nefnd Kona ársins hjá tímaritinu Nýju lífi. Thelma Ásdísardóttir Kona ársins BOR tvö við Kárahnjúka gengur vel eftir að hann komst yfir misgengi sem tafið hafði framkvæmdir við gangaborun um margra mánaða skeið. Borinn er nú í þéttu bergi og boraði rúma 100 metra í síðustu viku og fyrstu tvo dagana í þessari viku boraði hann 70–80 metra. „Þetta gengur ágætlega,“ sagði Sigurður St. Arnalds, upplýsinga- fulltrúi Landsvirkjunar vegna Kára- hnjúka, í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að hins vegar hefði bor 1 hægt á sér, en hann væri nú að fara í gegnum misgengi sem lægi skáhallt á göngin og það gerði það að verkum að styrkja þyrfti berg jafnóðum fyrir aftan hann til öryggis og það hægði á framkvæmdum tímabundið. Það tæki hins vegar fljótt af. Hagstæð- ara berg væri framundan. Sigurður sagði einnig að hvað varðaði þriðja borinn væri búið að snúa honum við. Verið væri að ljúka við að setja hann saman inni í fjallinu og gera hann kláran til að bora á móti bor 2 og vonandi myndi hann komast af stað eftir svona tvær vik- ur. Sigurður bætti því við að enn væri unnið við að steypa klæðningu á stífl- una þótt kominn væri harðavetur. Þar hefðu menn sett sér að ná ákveðnum áfanga áður en hætt yrði og gert hlé vegna veðurs. Ljóst væri að framkvæmdir við steypuklæðn- inguna myndu standa eitthvað fram í desember áður en hlé yrði gert. Framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun Bor 2 boraði 70–80 m á tveimur dögum VIÐSKIPTAVINUR World Class í Laugum komst í hann krappan í gær þegar hann kom að manni sem var að brjótast inn í bíla. Þegar við- skiptavinurinn gerði athugasemdir við atferli mannsins gerði hann sér lítið fyrir og sló hann í andlitið með hafnaboltakylfu úr tré. Vankaðist hinn árvökuli vegfarandi nokkuð við höggið og fékk heilahristing, en náði þó tökum á þjófnum og hélt honum niðri þangað til lögreglu bar að. Sökum líflátshótana hins hand- samaða í garð viðskiptavinarins vildi hann ekki ræða atburðinn við Morgunblaðið undir nafni. Þjófurinn barði mann með kylfu HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest úr- skurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að karlmaður, sem talinn er vera frá Moldavíu, sæti farbanni til 7. desember. Maðurinn kom hingað til lands í október með flugi frá Fær- eyjum ásamt fjölskyldu sinni en var handtekinn hinn 15. nóvember þeg- ar hann kom í land en hann hafði fengið vinnu til sjós. Hann var þá með falsað grískt vegabréf í fórum sínum. Í fyrirtöku málsins í Héraðs- dómi Reykjavíkur 23. nóvember hélt maðurinn því fram að hann hefði fengið vegabréfið með lög- mætum hætti og verið í góðri trú um að það væri löglegt. Farbann staðfest
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.