Morgunblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Opið 8-24 alla daga í Lágmúla og Smáratorgi „ÉG HITTI bóndann á Heiðabæ í Þingvallasveit fyrir nokkru og hann sendi mér þessa hænga í fóstur,“ segir Jón Stefánsson, org- anisti í Langholtskirkju og áhuga- maður um mat, sem nú er að láta myndarlega tíu punda bleikju- hænga úr Þingvallavatni síga á þurrklofti sínu á Langholtsveg- inum. „Þetta var jólamatur hér í eldgamla daga í Mývatnssveitinni og er enn gert í dag í litlum mæli. Fólk kom alls staðar að úr Þing- eyjarsýslu, meira að segja austan úr Möðrudal til að næla sér í jóla- hæng.“ Bændur í Þingvallasveitinni eru ekki kunnugir þessari verkunar- aðferð, en voru mjög forvitnir um hana að sögn Jóns, sem hefur yf- irleitt fengið þurrkuðu bleikjuna sína að norðan. „Frændur mínir hafa verkað þetta fyrir mig, en svo prófaði ég að gera þetta á loftinu hjá mér, þar sem ég reyni að líkja eftir kjöraðstæðum í náttúrunni,“ segir Jón. „Það þykir best að gera þetta á haustin þegar það er frost. Ég hengi þetta upp þar til þetta er orðið þurrt að utan en svo hendi ég þessu í frystikistuna hjá mér og hengi það síðan upp aftur og svo- leiðis til skiptis þangað til þetta er tilbúið. Ég prófaði þetta í fyrsta skipti með þorsk og það svínvirk- aði, þannig að ég ákvað að prófa þetta með silunginn og það var það sama.“ Silungur er ekki það eina sem Jón þurrkar á loftinu. Meðal þess sem þar má finna er kofareykt sauðahangikjöt fyrir jólin, en það er mest borðað hrátt eftir þurrk- un. Þá er þar svínslæri sem er nú orðið að því sem kallað er Parma- skinka. „Við erum t.d. þessa dag- ana að gæða okkur á læri sem er búið að hanga í 23 mánuði.“ Siginn silungur er mun mildari en það sem Íslendingar þekkja sem siginn fisk, hann er laus við kæsta bragðið sem mörgum er illa við. „Það er meira svona sætt bragð af honum,“ segir Jón. Jón Stefánsson organisti ræktar gamla þingeyska jólahefð Gómsætir signir bleikjuhængar eru á þurrkloftinu hjá Jóni Morgunblaðið/Ómar ÞAÐ er 62% munur á hæsta og lægsta verði vörukörfu með tíu algengum bakstursvörum samkvæmt verðkönn- un sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í matvöruverslunum á höfuðborgar- svæðinu í gær. Vörurnar í körfunni voru ódýrastar í Bónus en dýrastar í versluninni 10–11. Þá er mikill verðmunur á einstaka vörum til baksturs og einnig á tilbún- um jólakökum. Alls reyndist 298% munur á hæsta og lægsta verði tveggja kílóa poka af Dansukker-strásykri og rúmlega 159% munur var á hæsta og lægsta verði hálfs kílós poka af kók- osmjöli. Alls voru fjörutíu og fimm vöruliðir teknir fyrir í þessari könnun verðlags- eftirlits ASÍ og reyndist Bónus oftast með lægsta verðið og verslunin 10–11 með hæsta verðið. Tuttugu og fjórir vöruliðir af fjörutíu og fimm voru til bæði í Bónus og Krónunni og var einn- ar krónu verðmunur í sextán tilfellum. !  2 ! ! ! ! ! ! ! ! ! !     - 3 E:#   9::F "# $ # %&# % # '(  &) * &) &) + )    $#, -.. /-..  01/ ..  Mikill verð- munur á hrá- efni í jóla- baksturinn  Daglegt líf í desember NOVATOR Telecom Bulgaria, fyr- irtæki í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur náð sam- komulagi við Advent International sem felur í sér að Novator eignast kauprétt á öllum bréfum Advent í Viva Ventures, sem má leysa inn á næstu mánuðum og árum. Viva Ventures á 65% hlutafjár í búlg- arska símanum, BTC, og er Novat- or því í raun að taka við hlut Advent í BTC. Samkvæmt heimildum Morgunblaðs- ins keypti Björgólfur Thor 10% hlut til við- bótar í BTC og miðað við um 150 milljarða króna heildarverðmæti símafyrir- tækisins nema þau viðskipti um 15 milljörðum króna. Símafyrirtæki í fimm löndum Alls mun andvirði viðskiptanna með fyrirtækið, að endurfjármögn- un meðtalinni, nema um 100 millj- örðum króna. Félög tengd Björg- ólfi Thor eiga nú orðið síma- fyrirtæki í fimm löndum í Evrópu. Auk Búlgaríu eru það Finnland, Pólland, Tékkland og Grikkland. Samanlagt er sú fjárfesting Björg- ólfs Thors vel á annað hundrað milljarða króna. Björgólfur Thor var einn af stofnendum Viva Ventures og hef- ur verið stjórnarmaður í BTC. Hann segist af þessu tilefni hafa mikla trú á BTC og búlgarska fjar- skiptageiranum. „Ég er sannfærð- ur um að BTC og [farsímafyrir- tækið] Vivatel eigi eftir að leika mikilvægt hlutverk í þróun búlg- arska fjarskiptamarkaðarins,“ segir hann. Eftir Bjarna Ólafsson og Björn Jóhann Björnsson Björgólfur Thor Björgólfsson Ræður yfir 75% hlut í búlgarska símanum FYRIRTÆKIN Stímir, sem smíðar ýmis tæki og búnað fyrir álver, og Vélsmiðja Hjalta Einarssonar hafa sameinast. Við sam- eininguna verður til hópur tíu fyrirtækja sem starfa að hönnun, smíði, uppsetningu og við- haldi á ýmiss konar vélbúnaði og tækjum fyr- ir álver og iðnfyrirtæki auk þess að veita tæknilega ráðgjöf. Þetta stafar af því að átta fyrirtæki á þessum sviðum eru í eigu Vél- smiðju Hjalta Einarssonar. Samanlagður starfsmannafjöldi hins sameinaða fyrirtækis verður um 110 manns og veltan vel á annan milljarð króna. Fyrirtækin sem sameinast auk Stímis og Vélsmiðju Hjalta Einarssonar eru ITT-Iðn- tölvutækni, Ljósaberg, Landvélar, Straum- rás, Zink Stöðin, U.S.H. Sandblástur og málning, Pétur O. Nikulásson og Viðhald og iðntækni. Ingi B. Rútsson segir að Stímir hafi verið í mikilli sókn á erlendum mörkuðum undan- farin ár og gengið vel. Með sameiningu Stím- is og Vélsmiðju Hjalta Einarssonar opnist hins vegar miklir möguleikar til enn frekari sóknar, jafnt hér á landi sem erlendis. Vélsmiðja Hjalta Einarssonar er fjöl- skyldufyrirtæki sem Hjalti stofnaði fyrir um þremur áratugum og er í eigu fjölskyldu hans. Stímir er í eigu bræðranna Karls, Óskars, Sumarliða, Inga og Rúts Rútssona en þeir stofnuðu fyrirtækið ásamt föður sínum, Rúti Óskarssyni, árið 1995. | C14 Tíu vélbún- aðarfyrir- tæki undir einn hatt ÖLGERÐIN Egill Skallagríms- son hefur gert samning við Jap- an Tobacco um dreifingu og sölu á Iceland Spring-flöskuvatni í Japan. Andri Þór Guðmunds- son, forstjóri Ölgerðarinnar, segir það munu taka tvö til þrjú ár að vinna vatninu markað í Japan, en möguleikarnir sem samningnum fylgja séu mjög miklir. Iceland Spring sækir mjög á erlendis og verða um 6,3 milljónir lítra af vatni fluttar út til Bandaríkjanna á þessu ári en voru rúmlega 2,9 milljónir lítra á síðasta ári. Er þetta aukning um 117%. Andri Þór leggur þó áherslu á að menn hafi ekki smitast af „vatnsvírusnum“ og búist ekki við því að verða auðmenn á einni nóttu af því að selja vatn til út- landa. „Vatnsframleiðslan er góð aukabúgrein fyrir okkur hjá Ölgerðinni,“ segir Andri. | C1 Íslenskt vatn selt til Japans MARGIR nemendur gengu út úr samræmdu íslenskuprófi sem lagt var fyrir stúdentsefni í gær án þess að skrifa neitt á prófblaðið. Ingi Ólafsson, aðstoðarskólastjóri Verzlunarskóla Íslands, segir að um 25–30 hafi verið í hverri stofu í upphafi, en eftir klukkutíma hafi víða 2–3 setið eftir. 80–90% hafi því skilað auðu prófblaði.| 6 Morgunblaðið/Ásdís Gengu út úr prófi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.