Morgunblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 64
64 FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Það er orðinn fastur liður íjólaundirbúningi yngstukynslóðarinnar að telja nið- ur til jóla með aðstoð jóladagatals. Hér áður fyrr tíðkaðist að telja nið- ur til jóla með margvíslegum leið- um. Ein leiðin var til dæmis sú að koma 24 eldspýtum fyrir í kartöflu og svo var ein eldspýta fjarlægð daglega fram að aðfangadegi. Margvíslegar tegundir jóladaga- tala eru nú í boði en öll eiga þau sameiginlegt að innihalda 24 glugga sem opnast, einn fyrir hvern dag fram að jólum. Hvort bak við gluggann leynist jólamynd, leikfang eða súkkulaðimoli fer svo eftir gerð dagatalsins en einnig er möguleiki að bak við gluggann leynist vísbending um sjónvarps- þátt kvöldsins. Síðustu ár hafa sjón- varpsstöðvar víða um heim nefni- lega boðið yngstu áhorfendum sínum að telja niður til jóla með daglegum sjónvarpsþáttum og til- heyrandi jóladagatölum.    Stöð 2 frumsýnir í dag fyrsta þáttaf Galdrabókinni, jóladagatali stöðvarinnar, sem hefur verið í vinnslu undanfarin tvö ár. Þær Inga Lísa Middleton og Margrét Örnólfsdóttir skrifuðu handritið að þáttunum, Inga Lísa leikstýrir þeim og Margrét semur tónlistina. Inga Lísa leikstýrði Klæng sniðuga, jóla- dagatali Sjónvarpsins árið 1997 og segist hafa langað að gera sitt eigið dagatal síðan þá. „Ég fékk því grunnhugmyndina að Galdrabókinni sem ég fór með til Margrétar og við unnum þetta svo í sameiningu. Hún semur svo 18 lög sem fram koma í þáttunum og eru komin út á disk,“ segir Inga Lísa en vinnan við Galdrabókina hefur tek- ið um tvö ár. „Við erum búnar að vera í jóla- skapi í tvö ár, ætli við verðum ekki komnar úr jólaskapi þegar jólin koma loksins,“ segir Margrét. Galdrabókin var tekin upp í sum- ar. Hvernig tilfinning er það að koma sér í jólaskap í sumarblíð- unni? „Já það var svolítið fyndið að fara að finna til jólaskraut fyrir jólaþáttinn um hásumar,“ segir Inga Lísa. „Mér fannst líka sérkennilegt að vera að semja jólalög um hásumar,“ segir Margrét. „Ég hélt reyndar aldrei að ég ætti eftir að semja jóla- lög, það var aldrei á stefnuskránni. Ég var mjög ánægð með gömlu góðu jólalögin. En þetta var mjög gaman.“    Galdrabókin fjallar um drenginnAlexander sem er í pössun hjá frænku sinni í Reykjavík. Í antík- búð frænkunnar finnur hann Galdrabókina sem er stranglega bannað að nota. Hann laumast þó til að lesa uppúr henni galdraþulu og þeytir þar með sér, kettinum Pan og uglunni Ólafíu yfir í töfralandið Rimbúktú þar sem ýmislegt mis- jafnt er á seyði. Þar hefur vond norn lagt álög á alla sem hjálpuðu góðu norninni systur hennar þegar þær systur börðust um völdin í Rim- búktú. Sú vonda hafði yfirhöndina og lokaði systur sína inni í kastalat- urni sem er vandlega gætt af óg- urlegum dreka. Verkefni Alexand- ers og félaga er að aflétta álögunum með aðstoð góðra vina og Galdrabókarinnar auk þess að frelsa góðu nornina.    Jóladagatöl af þessu tagi erugjarnan hugsuð fyrst og fremst fyrir yngstu kynslóðina þótt þeir sem eldri eru megi að sjálfsögðu hafa gaman af líka. Voru höfund- arnir meðvitaðir um að efnið ætti að vera fyrir börn? „Ég verð að svara já og nei,“ svarar Inga Lísa. „Að mínu mati nær besta barnaefnið að höfða jafnt til barna sem fullorðinna og við höf- um sjálfsagt haft það í huga.“ „Sagan er alveg klassískt æv- intýri og miðast að börnum,“ segir Margrét. „En maður er meira að einbeita sér að gera eitthvað sem er skemmtilegt og gengur upp frekar en að hugsa fyrir hvern það er. Það fylgir því þó talsvert meira frelsi að skrifa fyrir börn.“ Aðalpersónur Galdrabókarinnar eru brúður, hannaðar af leik- mynda-, leikbrúðu- og bún- ingahönnuðinum Hlín Gunn- arsdóttur en með yfirumsjón með leikbrúðuhönnun og smíði fer Bernd Ogrodnik. „Það áttu alltaf að vera brúður í aðalhlutverkunum,“ segir Inga Lísa. „Sagan er mikil fantasía þar sem þetta gerist í öðrum heimi með tæknibrellum og öllu tilheyrandi þá hefðum verið komin upp í kostnað á Harry Potter mynd ef við hefðum ætlað að framleiða leikna þætti. Brúðurnar okkar eru líka mjög sterkar og hægt að ná öllu fram með þeim og gott betur.“ „Já það var mikill fengur að fá Bernd í lið með okkur,“ segir Mar- grét og Inga Lísa samsinnir heils- hugar. „Hann fann upp nýja aðferð í brúðugerð fyrir þættina. Brúð- urnar eru sambland af strengja- brúðum og handbrúðum. Þeim er stjórnað með strengjum en svo er hægt að ná fram svipbrigðum með handastjórn. Það var mjög gaman að vinna með þeim og buðu þær upp á mikla möguleika á túlkun karakteranna og þeirra tilfinninga- lífi og viðbrögðum,“ segir leikstjór- inn.    Aðalpersónurnar tala svo aðsjálfsögðu íslensku með aðstoð góðra manna og kvenna en um helstu leikraddir sjá Álfrún Örn- ólfsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Ólavía Hrönn Jónsdóttir og Sigrún Edda Björnsdóttir auk Margrétar. Birgitta Haukdal syngur svo tvö lög í þáttunum og Pétur Jóhann Sigfússon bregður á leik sem rappkanína. Þær Inga Lísa og Margrét hyggj- ast eftir áramótin reyna að koma Galdrabókinni á framfæri á er- lendri grund. „Já, við ætlum að kanna hvort það sé áhugi fyrir því. Það er þá lítið mál að snara þessu yfir á annað tungumál,“ segir Inga Lísa. „Ég held líka að sagan geti geng- ið hvar sem er. Þetta gerist í æv- intýraheimi sem ekki er til og fjallar um gildi þess að standa sam- an til að komast í gegnum erf- iðleika. Þetta er þessi klassíski boð- skapur sem á alstaðar við, að friðurinn sé betri en ófriðurinn,“ segir Margrét. Þær stöllur segjast ekki hafa nein sérstök lönd í huga. „Það er bara heimsyfirráð eða dauði,“ segir Inga Lísa og þær skellihlæja. „En þetta er búið að vera rosa- lega gaman og skemmtilegt að sjá þetta komast á koppinn því það er aldrei neitt víst í þessum bransa,“ segir Margrét. „Við erum búnar að skemmta okkur mjög vel við gerð þáttanna og vonum að aðrir eigi eftir að skemmta sér eins vel við að horfa á þá.“    Jóladagatalið og geisladisk meðlögunum er hægt að nálgast í verslunum og verður fyrsti þátt- urinn sýndur í kvöld eins og lög gera ráð fyrir. Auk þess að gefa vís- bendingar um efni hvers þáttar er jóladagatalið borðspil sem fjöl- skyldan getur spilað saman. Í dag klukkan 10 verður haldin smá jólahátíð á Ingólfstogi þar sem fyrsti glugginn í jóladagatalinu verður opnaður við hátíðlega at- höfn. Búið er að stækka jóladaga- talið umtalsvert en það nær utanum framhlið Tryggingamiðstöðv- arinnar við Aðalstræti. Víst er óhætt að fullyrða að þarna sé á ferðinni stærsta jóladagatal lands- ins. Klukkan 10 verður kveikt á jólatré á Ingólfstorgi og hálftíma síðar verður fyrsti gluggi dagatals- ins opnaður. Börn og fullorðnir eru velkomin að mæta og taka þátt í há- tíðahöldunum, dansa kringum jóla- tréð og syngja jólalög. Ekki seinna vænna því niðurtalningin er hafin... Galdrabókin opnast í dag ’Þetta gerist í æv-intýraheimi sem ekki er til og fjallar um gildi þess að standa saman til að komast í gegnum erf- iðleika.‘ AF LISTUM Birta Björnsdóttir Aðalpersónur Galdrabókarinnar eru brúður, hannaðar af hönnuðinum Hlín Gunnarsdóttur en með yfirumsjón með leikbrúðuhönnun og smíði fer Bernd Ogrodnik. Alexander, sem er í pössun hjá frænku í Reykjavík, reynir með hjálp vina sinna og Galdrabókarinnar að aflétta álögum í töfralandinu Rimbúktú. Morgunblaðið/Golli Höfundar Galdrabókarinnar, Inga Lísa Middleton og Margrét Örnólfsdóttir. birta@mbl.is Galdrabókin er á dagskrá Stöðvar 2 alla daga vikunnar fram að jól- um, klukkan 19.35 mánudaga til fimmtudaga, klukkan 20 á föstu- dögum og 18.20 um helgar. ALLIR helstu hjartaknúsarar heims, frá Frank Sinatra til Robb- ie Williams, hafa einhvern tímann á ferli sínum gefið út plötu þar sem þeir syngja þekkt dægurlög í stór- sveitarútsetningum. Nú hefur lát- únsbarkinn og útvarpsstjórinn Bjarna Ara tekið upp á hinu sama með hinum prýðilegasta árangri. Enda gat þetta ekki klikkað: Bjarni er hér með valinn mann í hverju horni, hljóðfæraleikara sem eru bókstaflega menntaðir í því að spila með stórsveitum og af- skaplega reyndir í því í ofanálag. Svo er Bjarni með déskoti góða söngrödd sem er þýðari en oft áður á Svíng, ekki jafnýkt og hún hefur átt til að hljóma í gegnum tíðina. Ekki svo að segja að hér sé frumleikinn í fyrirrúmi – en hann á heldur ekki að vera það. Lagavalið samanstendur af innlendum og erlendum dæg- urlögum, þeim erlendu hefur verið snarað yfir á íslensku. Ein ballaða hér, einn slagari þar, smá djass, smá bossa-nova; hvergi er farið út fyrir mörk væntinganna. Hlust- andinn getur hallað sér aftur, smellt fingrum, sveiflað fótum og leyft sér að njóta tónlistarinnar án nokkurrar truflunar. Þ.e.a.s. þar til sjötta lag plöt- unnar, „Ástar óður“, fer af stað, en þar nýtur Bjarni fulltingis Helga Björns. Bjartmar Guðlaugsson hefur samið nýjan texta við lag dönsku sveitarinnar Shu-bi-dua og þar má heyra línur á borð við „Ég er svo kúl og djöfull nastý. / Nýti öll göt og dúndra plast í“ og „Hann vill ekki þína móður / þó maðurinn sé ástar óður“. Viðlagið er á þessa leið: „All I wanna do is hurry home / and fuck you.“ Þetta er kannski ekki merkilegur texti, en hann kemur hlustandanum vissulega á óvart. Þá er viðlagið svo grípandi að maður raular ofangreinda línu innra með sér í nokkra daga á eft- ir. Maður getur andað léttar síð- ustu fjögur lög plötunnar, meira að segja þegar Bjarni syngur „Þögul nótt“ („Corcovado“). Aðdáendur Antonios Carlos Jobim eru skilj- anlega með öndina í hálsinum í hvert skipti sem lög hans eru leik- in – svo mörg hafa helgispjöllin verið hingað til. Bjarni gerir þetta hins vegar vel, útsetningin gæti hæglega hafa verið á Wave Jobims sjálfs. Við fáum einnig að heyra Bjarna blása í trompet í þessu lagi og ekkert er við það að athuga. Svíng er hæfilega stutt, tíu lög á innan við 35 mínútum, og hnit- miðuð. Platan er ekki listrænt stórvirki, síður en svo, en hún er skemmtileg og vel gerð. Umgjörð plötunnar er öll smekkleg (ef titill- inn er undanskilinn) og aðrir ábreiðusöngvarar/hjartaknúsarar mættu taka sér margt á þessari plötu til fyrirmyndar. Til fyrirmyndar TÓNLIST Geisladiskur Bjarni Arason syngur texta eftir ýmsa textahöfunda við lög eftir ýmsa laga- höfunda, innlenda sem erlenda með hjálp stórsveitar. Þórir Úlfarsson ann- aðist útsetningar og stýrir hljómsveit- inni. Sena gefur út. Bjarni Ara – Svíng  Atli Bollason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.