Morgunblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2005 59 DAGBÓK VIÐ SELJUM ATVINNUHÚSNÆÐI FYRIR FYRIRTÆKI OG FJÁRFESTA I I I I I I VELDU EIGNAMIÐLUN eignamidlun@eignamidlun.is www.eignamidlun.is Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali ÚTSALA ÁRSINS! ALLT Á 100 KR. STK. – BÆKUR – TÍMARIT – JÓLASKRAUT – – HÚFUR – NÆRFÖT – LEIKFÖNG – O.FL. – AÐEINS Í 3 DAGA! FRÁBÆRT VERÐ (FÖSTUDAG, LAUGARDAG OG SUNNUDAG) LANGHOLTSVEGI 42 – OPIÐ FRÁ KL. 11-17. Afmælistilboð á öllum fatnaði og snyrtilínu dagana 1.-10. des. 15-25% afsláttur Ásnum – Hraunbæ 119 – Sími 567 7776 Opið virka daga kl. 11:00-18:00 – laugardaga kl. 11:00-14:00 er 2ja ára Út er komin í nýrri útgáfu SögufélagsJárnsíða og kristinréttur Árna bisk-ups Þorlákssonar. Að útgáfunnistanda sagnfræðingarnir Már Jóns- son og Magnús Lyngdal Magnússon ásamt Haraldi Bernharðssyni málfræðingi. Útgáfunni fylgir ítarlegur inngangur ásamt atriðaorða- skrá. Við frágang texta var farin sú leið að not- ast við nútímastafsetningu en halda málfarinu. Haraldur Bernharðsson málfræðingur sá um þá hlið málsins, í samvinnu við Má sem sá um Járnsíðu og Magnús sem annaðist kristinrétt- inn. Þess má geta að hvorugur textinn hefur komið út á Íslandi fyrr, en Járnsíða kom síðast út í Kaupmannahöfn árið 1847 og kristinréttur í Osló árið 1895. Lögbókin Járnsíða frá 1271 og kristinréttur Árna biskups Þorlákssonar í Skálholti frá 1275 voru fyrstu lögin fyrir Ísland eftir að það varð hluti af ríki Noregskonungs árin 1262–1264 og komu í stað lagasafnsins Grágásar. Már Jóns- son segir aðalhvatann að útgáfunni hafa verið þann að koma fram með nýja og aðgengilega útgáfu textanna sem þó lýtur ströngustu fræði- legu kröfum, en Már stóð að sams konar útgáfu Jónsbókar í fyrra. „Járnsíða er forveri Jóns- bókar en með þeim lögum var skilgreind ný skipan samfélags í landinu. Kristinréttur kom út nokkrum árum á eftir Járnsíðu og var und- irstaða kirkjustarfs og kristni í tæp 300 ár. Textarnir eru því undirstaða að skilningi á ís- lenskri sögu síðmiðalda sem var mikið blóma- skeið. Engu að síður hefur einungis verið hægt að nálgast þessa texta í eldgömlum útgáfum sem ekki er nokkur leið að nálgast nema á bestu söfnum. Kristinréttur var t.d. falinn í ritsafninu Norges gamle love, prentaður með gotnesku letri sem til dæmisnemendur mína hryllir við.“ Már bendir á að tímabilið sem um ræðir hafi verið vanrækt í fræðilegum rannsóknum og megi búast við auknum áhuga á því á næstu ár- um sem útgáfunni er reyndarætlað að stuðla að. „Þetta er tímabilið eftir hið svokallaða hrun þjóðveldisins sem lengi hefur verið litið á sem niðurlægingartímabil. En þegar lagatextarnir eru skoðaðir finnast þar engin merki um að innlimunin í norska ríkið hafi verið hörmuð af Íslendingum þó svo að ákveðin réttindabarátta hafi átt sér stað í kjölfarið á endurmótun laga- umhverfisins. Velmegun var mikil á þessum tíma og má ætla að það hafi verið breyttum lagabókstaf og tengslunum við Noreg að þakka. Það urðu róttækar breytingar á réttarfari, rétt- arfarsreglum, erfðareglum og eignalögum sem gera þarf nánari rannsóknir á. Af þessum sök- um spái ég því að þetta tímabil muni njóta vax- andi athygli á næstu árum og er nýjum út- gáfum lagatexta ætlað að vera skref í þá átt.“ Sagnfræði | Ný útgáfa Járnsíðu og kristinréttar Árna biskups Vanrækt og misskilið tímabil  Már Jónsson er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hann stundaði nám við Háskólann í Björg- vin, Sorbonne- háskóla í París og Há- skóla Íslands þaðan sem hann lauk dokt- orsprófi árið 1993. Már er kvæntur Mar- gréti Jónsdóttur, dós- ent í spænsku við Há- skólann í Reykjavík, og eiga þau þrjá syni. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is ef málfar skyldi kalla: „Þeir eru ekki að vanda sig við þetta“ o.s.frv. Ég mundi allt í einu eftir gömlum texta: „Allir eru að gera það gott – nema ég“ – og samdi ljóð, ef ljóð skyldi kalla: Allir eru að éta það, allir eru að éta það, allir eru að éta það, hver eftir öðrum, upp. Kristinn Kristmundsson. Lyklakippa í óskilum LYKLAKIPPA fannst í Söluturn- inum Glæsibæ síðastliðinn laug- ardag. Kippan er með málbandi og margir lyklar viðhangandi. Eig- andinn getur vitjað lyklakippunnar í Söluturninum Glæsibæ, eða hringt í síma 8994221. Gullhringur með glærum steinum tapaðist VEGLEGUR gullhringur með demöntum tapaðist 23.11. síðastlið- inn. Hringurinn er mjög tilfinn- ingatengt djásn. Hringurinn fylgdi fingri eigandans við Grandaveg, JSB Lágmúla, Hamraborg Kópa- vogi og við leikskólann Kjarrið í Kópavogi. Skilvís finnandi er vin- samlegast beðinn að hringja í síma 5545828 eða 8956378. Fundar- launum heitið. Er Vala Matt þensluhvetjandi? Í LJÓSVAKA Moggans sunnudag- inn 27. nóvember skrifar Ásgeir Ingvarsson athyglisverða grein þar sem leitt er lík- um að því að fjölmiðlakonan góðkunna, best þekkt sem Vala Matt, „leiði of- neyslu lands- manna“. Það er kannski best að það komi fram strax að und- irritaður er ekki tengdur Völu Matt á nokkurn hátt fyrir ut- an að móðir hennar kenndi honum í barnaskóla. Að fjölmiðlastarf Völu Matt sé höfuðorsök þess að fólk fari í „skrúðgönguna miklu“ sem hlykkj- ast um húsgagna- og fatabúðir landsins til þess að kaupa hluti sem það þarf ekki, er athyglisverð lífsskoðun. Það hljóta einnig að teljast vonbrigði fyrir Seðlabanka Íslands, sem einungis getur gripið til vaxtahækkana til þess að sporna við þenslu, ef það er svo Vala Matt sem knýr hana áfram. En ætli auglýsingar á síðum Moggans kyndi þá ekki einnig undir þenslu? Undirritaður hefur margoft keypt vöru eða þjónustu sem auglýst hefur verið í Mogg- anum og kynt þannig undir þensl- una. Að kaupa dagblað er ekki sjálfsagt og er eins þensluhvetj- andi og hvað annað, og að segja upp Mogganum er ein leið til þess að draga úr þenslu, enda er tryggð undirritaðs gagnvart Mogganum ekki lengur innmúruð og fer þverrandi með greinum sem þess- um. En undirrituðum þykir ennþá vænt um Moggann sinn, sem eitt sinn boðaði leiftursókn gegn verð- bólgu, en sér nú ástæðu til þess að fara í leiftursókn gegn Völu Matt. Heimur versnandi fer og nú eru síðustu forvöð fyrir Moggann að sannfæra undirritaðan um að hann eigi að halda áfram að kaupa hann. Sigfús Ásgeir Kárason. Að vera að standa sig ÉG fór seint á fætur í morgun og var rétt að ljúka við að lesa í Mogganum ágæta grein Halldórs Þorsteinssonar, „Ég er að standa mig …“, þegar þátturinn „Í viku- lokin“ var kominn áleiðis í útvarp- inu mínu. Aftur og aftur glumdi í eyrum þessi sama tíska í málfari, 1. e4 e5 2. Rf3 Rf6 3. Rxe5 d6 4. Rf3 Rxe4 5. c4 Be7 6. d4 Bg4 7. h3 Bh5 8. Bd3 Rf6 9. Rc3 O-O 10. d5 Rbd7 11. Be2 c5 12. dxc6 bxc6 13. Rd4 Bxe2 14. Dxe2 Hc8 15. O-O He8 16. Be3 Da5 17. Hfd1 Bf8 18. Dd2 Dh5 19. Rde2 Rc5 20. Rg3 Dg6 21. Hac1 Hb8 22. b4 Hxb4 23. Rce2 Ha4 24. Rf4 Dg5 25. Re6 De5 26. Rxf8 Hxf8 27. Bd4 De7 28. Rf5 Dd7 Staðan kom upp í 1. deild þýsku deildarkeppninnar. Florian Grafl (2413) hafði hvítt gegn Jan Werle (2509). 29. Rxg7! Rfe4 29…Kxg7 gekk að sjálfsögðu ekki upp vegna 30. Dg5+. 30. Dh6 f6 31. Rh5 Re6 32. f3 Rg3 33. Rxg3 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Snjöll blekking. Norður ♠95 ♥D9 S/NS ♦ÁD9632 ♣K109 Vestur Austur ♠G76 ♠ÁK104 ♥10432 ♥ÁG85 ♦105 ♦G4 ♣7542 ♣ÁG8 Suður ♠D832 ♥K76 ♦K87 ♣D63 Ítalirnir Lauria og Versace tóku þátt í haustleikunum í Denver og spiluðu í sveit George Jacobs ásamt Zia, Rosenberg og Katz. Þeir urðu í öðru sæti í Reisingermótinu, nokkru á eftir Nickell-sveitinni sigursælu (Hamman, Soloway, Rodwell, Meckstroth og Freeman). Í spilinu að ofan varð Versace sagnhafi í tveimur gröndum eftir upplýsandi sagnbaráttu: Vestur Norður Austur Suður -- -- -- Pass Pass 1 tígull Dobl 1 spaði Pass 2 tíglar Dobl Pass 2 hjörtu Pass Pass 2 grönd Pass Pass Pass Sú regla er orðin útbreidd meðal keppnismanna að spila út næst- hæsta spilinu gegn grandi frá léleg- um lit, frekar en fjórða hæsta. Vest- ur hóf því leikinn með hjartafjarka – öðru hæsta. Versace lét níuna úr borði og drap gosa austurs með kóng. Sjö slagir eru til reiðu, en sá áttundi er fjar- lægur. Til greina kemur að fara inn í borð á tígul og reyna að læðast framhjá laufás austurs, en þetta er ekki líklegt til árangurs – austur sér að sagnhafi er að stela áttunda slagnum og mun rjúka upp með lauf- ás og taka slagina á hjarta og spaða. Versace fann betri leið – hann spilaði hjarta á drottninguna í öðr- um slag! Austur hélt að Versace væri að byggja upp áttunda slaginn á hjartatíu og skipti yfir í smáan spaða. Versace fór upp með drottn- inguna og fékk þar úrslitaslaginn (enda ljóst að austur var með ÁK eftir doblin tvö). Þessi snjalla blekking byggðist á réttri túlkun á útspilinu. Frá bæj- ardyrum austurs gat fjarki vesturs verið næsthæsta frá 7432 eða 10432. Og með því að spila hjartanu sjálfur, sannfærði Versace austur um að tían væri hjá sagnhafa og því þyrfti vörn- in að fá fjóra slagi á spaða. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Fréttasíminn 904 1100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.