Morgunblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Það sem hefur komið mér ánægjulegastá óvart er hversu fjölbreytt og sjálf-stætt skólastarfið er og hvað er veriðað vinna frábært starf inni í skól- unum.“ Þetta sagði Steinunn Valdís Ósk- arsdóttir borgarstjóri þegar hún heimsótti Norðlingaskóla í Norðlingaholti í gær. Hefur hún þá heimsótt alla 44 grunnskóla Reykjavík- urborgar. Segir Steinunn Valdís heimsóknirnar hafa verið eitt það skemmtilegasta sem hún hafi gert frá því hún tók við sem borgarstjóri fyrir réttu ári. Skóli án aðgreiningar „Þessir 44 skólar eru í raun mjög ólíkir. Þetta eru allt skólar sem starfa eftir sömu stefnu, hjá sama vinnuveitanda og eftir sömu hug- myndafræði en áherslurnar eru mjög ólíkar og ég er ekki alveg viss um að allir foreldrar geri sér grein fyrir því. Það er gjörólík nálgun á skólastarfið eftir skólum, jafnvel innan sama hverfis, en auðvitað eru markmiðin þau sömu. Þá er sjálfstæði skólastjórnenda áberandi þegar maður kemur inn í skólana. Það er alltaf verið að tala um að það sé svo mikil miðstýring í skól- unum en eftir þessar heimsóknir er ég sann- færð að svo sé ekki,“ sagði Steinunn Valdís. Steinunn Valdís segist hafa velt því fyrir sér eftir því sem leið á heimsóknirnar að ef til vill skilji ekki allir hvað átt sé við með einstaklings- miðuðu námi. „Það vita kannski mjög fáir for- eldrar fyrir hvað þetta stendur. Við höfum kannski ekki staðið í stykkinu við að fræða fólk um það hvað þetta snýst um og hvaða kosti þetta hefur í för með sér fyrir börnin sem ein- s i s á þ h e í Þarf að taka mið Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri tekur við Norðlingaskóla. Sædís Alma Sæbjörnsdóttir og Bry Eftir Sigurhönnu Kristinsdóttur sigurhanna@mbl.is Hjartavernd tilkynnti í gær upp-sögn 35 starfsmanna og takaþær gildi í dag, 1. desember,miðað við þriggja mánaða samningsbundinn uppsagnarfrest. Ástæða uppsagnanna er gríðarlega óhagstæð gengisþróun og kostn- aðarhækkanir innan- lands að sögn Vilmund- ar Guðnasonar for- stöðulæknis. Hjarta- vernd er með stærstan hluta sinna tekna í er- lendum myntum og nánast allan kostnað í krónum. Að mati Hjartaverndar er mik- ilvægt að stjórnvöld grípi til ráðstafana sem tryggi íslenskum hátæknifyrirtækjum sambærilegt rekstr- arumhverfi og gerist í nágrannalöndun- um. Minni umsvif Vegna óhagstæðs gengis þarf Hjarta- vernd að minnka umsvif öldrunarrann- sóknar sinnar, sem staðið hefur yfir frá árinu 2002. Rannsóknin er samstarfsverk- efni Hjartaverndar og bandarískra heil- brigðisyfirvalda sem hingað til hafa veitt í það 25,3 milljónir Bandaríkjadala. Hjarta- vernd leggur m.a. til húsnæði og starfs- fólk til rannsóknarinnar. Nú er hins vegar ljóst að framlag Bandaríkjamanna nægir ekki til að halda rannsókninni úti í þeim mæli sem verið hefur og ljóst að þeir treysta sér ekki til að leggja fram þá auknu fjármuni sem þarf til að ná endum saman. Að sögn Vilmundar hefði þurft nokkur hundruð milljóna til að halda verkefninu gangandi með sama hætti. „Við verðum að bregðast við þessum gengismálum með þeim hætti að draga saman seglin og minnka umfangið á öldr- unarrannsókninni,“ segir Vilmundur. „Það er þó ekki allt svart, við verðum enn með 38 starfsmenn og í mörgum öðrum verkefnum.“ Flestir háskólamenntaðir Í október sl. störfuðu 72 einstaklingar í 54 stöðugildum hjá Hjartavernd og Klín- ísku lífefnafræðistofunni ehf. (KLH), þar af 57 einstaklingar í 43 stöðugildum við öldrunarrannsóknina. Þeim verður nú fækkað um 35 sem fyrr segir. Um 80–90% þeirra starfsmanna sem sagt hefur verið upp eru háskólamennt- Þrjátíu og fimm starfsmönnum Hjartave Mikilvægt að t umhverfi hát Uppsagnir starfsmanna við öldrunarrannsókn Hjartavern Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is Vilmundur Guðnason „ÞETTA er gífurlegt áfall. Það er fyrst og fremst mjög mikil sorg hérna, bæði meðal stjórnenda og starfsmanna,“ segir Bylgja Valtýsdóttir, einn af trúnaðar- mönnum starfsmanna Hjartaverndar. „Hér er gífurlegur mannauður að fara úr húsi.“ Bylgja segir að trúnaðarmennirnir muni fylgja því eftir að farið verði að lög- um um hópuppsagnir og segir hún stjórn- endur Hjartaverndar hafa gert það hing- að til. „Við höfum átt mjög góð samskipti við stéttarfélögin og stjórnendur hér.“ Bylgja segir að spyrja megi hver verði örlög íslensks rannsóknarumhverfis þeg- ar gengið hefur þessi miklu áhrif. „Hvert stefnum við? Við erum að tala um starfs- fólk á heimsmælikvarða, sem hefur verið þjálfað hér upp í háskólaumhverfi.“ Hún seg göngu áfal vernd held Hún segir farið víða öflug vísin starfsfólki Sérþjálfa Starfsmen upp hafa f m.a. í Vers ur, SFR, L hjúkrunar lögum inna Menntun þ um að ræð liða, sérfræ ingu. Bylgj „Gífurlegur mann FULLVELDI ÍSLANDS Þegar Ísland fékk fullveldi 1. des-ember árið 1918 var langþráðumarki náð í baráttunni fyrir sjálfstæði, sem Íslendingar síðan fengu að fullu 1944. Á tíma sambandslaga- samninganna var síður en svo sjálfgefið að þjóðir fengju sjálfstæði og er það reyndar enn. Þá hafa fáar þjóðir fengið sjálfstæði með jafn átakalausum hætti og Íslendingar. Vissulega höfðu staðið deilur um réttarstöðu Íslendinga gagn- vart Dönum svo áratugum skipti, en þær snerust aldrei upp í blóðsúthelling- ar. Þær breytingar, sem átt hafa sér stað á Íslandi frá árinu 1918 eru með ólík- indum, en aflvaki þeirra var sá andi bjartsýni og dugs, sem þurfti til þess að ætla að lítil þjóð á eyju norður í Atlants- hafi gæti staðið á eigin fótum, þótt ekki megi gleyma því að innreið Íslendinga inn í tuttugustu öldina hófst ekki fyrir alvöru fyrr en í heimsstyrjöldinni síðari. Grunnurinn að þessum framförum var þó að vissu leyti lagður í sjálfstæð- isbaráttu þeirra manna sem mótuðu ís- lenska þjóðarvitund á nítjándu öldinni og í upphafi þeirrar tuttugustu. Á þeirra arfleifð byggir hið opna samfélag okkar daga. Fullveldi og sjálfstæði eru ekki lítil hlunnindi og síður en svo sjálfsögð. Sjálfstæði fylgir einnig mikil ábyrgð í hinu alþjóðlega samfélagi. Íslendingar hafa axlað þá ábyrgð með því að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi og leggja sitt af mörkum með ýmsu móti. En höfum við gert nóg? Þegar Ís- land var byggt upp á síðustu öld nutu Íslendingar margvíslegrar aðstoðar al- þjóðasamfélagsins. Ekki síst í ljósi þess er skylda okkar að bregðast við af ör- læti þegar aðrar þjóðir þurfa á aðstoð til uppbyggingar að halda. Í þeim efnum er framlag Íslendinga skammarlega lítið. Langt er frá því að við höfum náð þeim mörkum um framlag til þróunarmála, sem Sameinuðu þjóðirnar hafa sett, og íslensk stjórnvöld hafa aldrei gefið full- nægjandi svar við því hvers vegna. Íslenskt samfélag er nú að ganga í gegnum miklar breytingar, meðal ann- ars vegna þess fjölda fólks, sem flust hefur hingað frá öðrum löndum og sest hér að. Nú fer önnur kynslóð þessara innflytjenda að vaxa úr grasi og mik- ilvægt að henni sé skapaður vettvangur til að taka fullan þátt í því þjóðfélagi, sem hornsteinn var lagður að með full- veldinu 1918. Takist það ekki getur það haft afdrifaríkar afleiðingar, en hér eiga að vera allar forsendur til að ná árangri þegar stigið verður skrefið úr hinu eins- leita samfélagi inn í það fjölmenning- arlega. Í þeim efnum er ástæða til að líta aftur til þess tíma þegar Íslendingar börðust fyrir því að fá fullveldi á grund- velli þess að vera sjálfstæð þjóð með eigin menningararf og tungu og nota það opna lýðræðis- og réttarríki, sem reist var hér á landi á þeim forsendum, til að bjóða nýja Íslendinga velkomna þannig að þeir finni til hollustu við nýtt land. Það er því full ástæða til að halda full- veldisdaginn í heiðri og mætti huga að því að gera það með veglegri hætti en gert hefur verið. Íslendingar fengu sjálfstæði 1944, en með fullveldinu 1918 varð ekki aftur snúið. TILGANGSLAUS PRÓF? Það virðist vera álit yfirgnæfandimeirihluta framhaldsskólanema að þeir séu „[hafðir] að fíflum“, eins og einn þeirra, Ottó Elíasson, orðaði það í Morg- unblaðinu í gær, með því að vera gert að taka samræmd stúdentspróf í ákveðnum fögum. Þessa skoðun hafa nemendur á framhaldsskólastigi m.a. ítrekað með því að skila auðu í prófum, svara þeim rangt og hóta að sleppa því að mæta í þau próf sem nú standa yfir. Áþekk staða var upp á teningnum í vor. Eins og þá kom fram í Morgunblaðinu kveða reglur á um að nemendur þurfi að þreyta samræmd stúdentspróf til þess að útskrifast úr menntaskóla, en þrátt fyrir það eru eng- in ákvæði um að þeir þurfi að ná lág- markseinkunn. Ennfremur kom fram að háskólar litu ekki til niðurstaðna á þess- um samræmdu stúdentsprófum þegar þeir taka afstöðu til skólavistar umsækj- enda. Hagsmunaráð íslenskra fram- haldsskólanema (HÍF) hefur nú mót- mælt samræmdum stúdentsprófum harðlega og segir framkvæmd prófanna vanhugsaða og meingallaða, eins og m.a. kom fram á mbl.is í gær. Það er erfitt að sjá annað en að fram- haldsskólanemendur hafi rétt fyrir sér í þessu máli. Eins og fram kom í máli Þór- unnar Elísabetar Bogadóttur í Morgun- blaðinu í fyrradag verða einkunnir nem- enda í þessum prófum ekki í próf- skírteinum og hafa heldur ekki áhrif á það hvort þeir eru útskrifaðir eða ekki. Háskólar gera ekki kröfu til þess að ein- kunnir úr þessum samræmdu prófum séu tilgreindar í umsóknum, svo prófin virðast ekki varða hagsmuni nemend- anna mikið. Þvert á móti eru þau tíma- sett mjög nálægt þeim prófum sem skipt geta sköpum í námsframgöngu margra og því eðlilegt að þeir leggi áherslu á undirbúning þeirra frekar en sam- ræmdu prófin. Það er einna helst að prófin þjóni þeim tilgangi sínum að „veita fræðsluyfirvöld- um upplýsingar um námsárangur, m.a. eftir framhaldsskólum og hvort mark- miðum aðalnámskrár hafi verið náð“, eins og segir í reglugerð um fyrirkomu- lag og framkvæmd samræmdra stúd- entsprófa í framhaldsskólum. Þær upp- lýsingar má þó vefengja þar sem til að mynda er vafasamt „að bera saman kunnáttu nemenda af félagsfræðibraut annars vegar og eðlisfræðibraut hins vegar í stærðfræði“, eins og Edda Her- mannsdóttir, formaður Hugins, skóla- félags MA, bendir á í ofangreindri frétt í fyrradag en „þeir eiga að taka sama samræmda stúdentsprófið í stærð- fræði“. Eitt markmið fræðslufyrirvalda með stofnun fjölbrautaskóla var að fjölga valkostum á menntaskólastigi og auka fjölbreytni í námsfyrirkomulagi þessa aldursflokks, með það fyrir augum að sem flestir gætu fundið framhalds- skólamenntun við sitt hæfi. Framhalds- skólar í dag eru því mjög ólíkir. Fram- kvæmd samræmdra prófa virðist því á þessu námsstigi ekki þjóna sama til- gangi og samræmd próf í grunnskólum, þar sem námið er miklum mun einsleit- ara. Það virðist deginum ljósara að endur- skoða þarf reglur um samræmd stúd- entspróf og sníða framkvæmd þeirra að markmiðum sem þjóna tilgangi sínum betur en nú er, eða leggja þau af að öðr- um kosti. Próf verður að sníða þannig að nemendur geti tekið þau alvarlega og lit- ið á þau sem mikilvægan áfanga í námi sínu, en ekki bara tæki til að safna töl- fræðilegum upplýsingum við eftirlit með skólastarfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.