Morgunblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Yderligere information og ansøgsskema finder du på www.norden.org Ansøgningsfristen er den 31. oktober 2005 Nordiska ministerrådet Store Strandstræde 18 DK-1255 Köpenhamn K www.norden.org Nordisk Ministerråd udbyder ana- lytiske studier om kundskab og innovation med en samlet budget- ramme på DKK 1.440.000 Nordisk Ministerråd ønsker at gennemføre en række studier med sigte på politikudvikling indenfor området kundskab og innovation: • Studie 1: Samspilsstrategier mellem forskning, højere uddannelse og næringslivet – hvor står vi, hvad virker? Komparativt studie mellem de nordiske lande. Budgetramme: DKK 335.000 • Studie 2: Komparativ analyse af de nordiske landes sys- temer for kvalitetssikring indenfor højere uddannelser. Budgetramme: DKK 235.000 • Studie 3: Konsekvenserne ved at åbne nationale forskningsprogrammer på tværs af Norden – fordele og ulemper, og hvad er alternativomkostningerne ved ikke at åbne? Budgetramme: DKK 535.000 (Forstudie: DKK 75.000) • Studie 4*1: Læsefærdigheder i de nordiske lande – hvorledes forklares bl.a. konklusionerne fra Pisa-undersøgelserne? Budgetramme: DKK 335.000 Den fulde beskrivelse af udbudet og studierne kan læses på http://www.norden.org/it/sk/NMR-studier.pdf Ministerrådet ønsker et skriftligt tilbud senest den 19. december 2005. *1) Under forudsætning af, at studiet godkendes. ÖRYRKJABANDALAG Íslands hefur stefnt íslenska ríkinu og krafist þess að viðurkennt verði með dómi að 25. mars 2003 hafi komist á sam- komulag milli Öryrkjabandalagsins og heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra, f.h. íslenska ríkisins um hækk- un lífeyris þeirra sem metnir hafi verið 75% öryrkjar eða meira. Ör- yrkjabandalagið telur að ekki hafi verið staðið við samkomulagið og krefst þess að það verði efnt. Öryrkjabandalagið byggir á því að í umræddum samningi hafi íslenska ríkið skuldbundið sig til að setja regl- ur eða lög sem hækkuðu lífeyri ör- yrkja þannig að grunnörorkulífeyrir þeirra sem metnir yrðu 75% öryrkjar eða meira 18 ára eða yngri skyldi tvö- faldast. Þannig skyldi hækkunin skv. aldurstengdri örorkuuppbót nema 20.630 kr. árið 2004 og grunnörorku- lífeyrir 18 ára og yngri samtals vera 41.260 kr. árið 2004. Hækkun grunnörorkulífeyris myndi síðan minnka hlutfallslega eft- ir því sem einstaklingur væri eldri þegar hann er greindur öryrki. Skyldi lækkunin nema 2,04%, eða 421 kr., fyrir hvert aldursár sem ein- staklingur yrði eldri greindur öryrki. Lífeyrisviðaukinn skyldi lækka um 421 kr (2.04%) fyrir hvert aldursár uns 67 ára aldri væri náð. Samkvæmt samkomulaginu skyldi það gilda frá 1. janúar 2004, þ.e. grunnlífeyrir ör- yrkja skyldi hækka frá og með 1. jan- úar 2004 á þann hátt sem áður segir. Telja vanta hálfan milljarð Í stefnunni kemur fram að sam- kvæmt mati Tryggingastofnunar ríkisins 10. apríl 2003 myndi kosta rúmlega 1,5 milljarða að efna sam- komulagið. Þegar mælt var fyrir fjárlagafrumvarpi ársins 2004 hefði verið gert ráð fyrir einum milljarði til efnda samkomulagsins. Sett voru lög (130/2003) en samkvæmt þeim var full aldurstengd örorkuuppbót látin nema sömu fjárhæð og örorkulífeyrir en lækkunin á milli aldursflokka var mun meiri fyrir þá sem eldri höfðu verið metnir til örorku, en fram kom í samkomulaginu. Í staðinn fyrir að lækka um 2,04% á milli aldursára (421 kr) lækkaði þessi fjárhæð um 5% annað hvert aldursár frá 18-27 ára en um 10% annað hvert aldursár frá 28-43 ára. Segir í stefnunni að rík- ið hafi ekki enn hækkað grunnlífeyri öryrkja þannig að samkomulagið hafi verið efnt að fullu. Þá er þess krafist að ríkinu sé skylt að efna samkomulagið með því að leggja fyrir Alþingi, innan 15 starfsdaga Alþingis frá lokadómi í málinu, að viðlögðum milljón króna dagsektum fyrir hvern dag, frum- varp til laga um að frá og með 1. jan- úar 2004 skuli grunnörorkulífeyrir þeirra sem metnir hafa verið 75% ör- yrkjar eða meira á aldrinum 18 til 66 ára hækka samkvæmt samkomulag- inu. Rut Júlíusdóttir héraðsdómslög- maður fer með málið fyrir hönd Ör- yrkjabandalagsins. Öryrkjar stefna ríkinu vegna vanefnda samkomu- lags um örorkulífeyri VEFURINN arni.hamstur.is var valinn besti ein- staklingsvefurinn í samkeppni um Íslensku vef- verðlaunin 2005. Eigandi vefjarins er Árni Torfa- son ljósmyndari, sem er lesendum Morgun- blaðsins að góðu kunnur fyrir myndir sínar á síðum blaðsins. Verðlaunin í ár voru veitt af ÍMARK og nokkrum aðilum í grasrót vefiðnaðar- ins, væntanlegum vísi að samtökum vefiðnaðarins, að því er segir á heimasíðu verðlaunanna (www.vefverdlaun.is). Alls bárust um 4.900 til- nefningar vegna verðlaunanna í ár. Árni opnaði vef sinn í apríl 2002. Þá var hann nemandi í myndlist í Fjölbrautaskólanum í Breið- holti og segist hafa ákveðið að prófa. „Ég hef mikla þörf fyrir að tjá mig og í byrjun var hug- myndin að vera með ljósmyndir á netinu,“ sagði Árni. Hann hafði þá lokið stúdentsprófi frá Verzl- unarskóla Íslands. Á árunum í Verzló keyptu hann og nokkrir skólafélagar lénið hamstur.is. „Við byrjuðum með fréttavef með fréttum sem okkur þótti skemmtilegri en almennt eru á frétta- vefjum,“ segir Árni. „Þegar ég svo byrjaði með eigin vef skráði ég hann sem arni.hamstur.is, en hafði hugsað mér að kaupa annað nafn síðar. Svo festist hamstursnafnið við mig og það varð aldrei úr að ég keypti mér annað vefnafn,“ segir Árni, sem sumir kalla „Árna hamstur“. Fékk vinnu í gegnum vefinn Það var í gegnum vefinn sem Árni fékk vinnu sem ljósmyndari á Morgunblaðinu. Hann segir að nokkrir í hópi ljósmyndara blaðsins hafi fylgst með síðunni og litist svo vel á ljósmyndirnar að honum var boðin vinna á blaðinu í jólafríinu 2002. Síðan hefur Árni verið sumarmaður á Morg- unblaðinu og einnig í lausamennsku. Árni segir að vinnan við vefinn taki mismikinn tíma á degi hverjum. „Ég reyni að skrifa eitthvað á hverjum degi, að minnsta kosti eina færslu dag- lega, og set svo inn ljósmyndir eftir því sem ég tek þær.“ Á vefnum er hægt að skoða fjölda mynda- albúma. Þar má m.a. skoða myndir frá tónleikum, leiksýningum, íþróttaleikjum og öðru sem Árna þykir áhugavert. Eitt albúmið nýtur nokkurrar sérstöðu. Það geymir myndir frá verkefni sem fólst í að Árni tók eina sjálfsmynd á hverjum degi í 100 daga og setti á vefinn. „Það var stuttu eftir að ég tók mig til og ákvað að prófa hvort ég gæti skrifað 100 færslur á einum sólarhring, sem tókst,“ segir Árni. Hamborgarar eða súrar gúrkur Nýjasti þátturinn á síðunni er matargagnrýni um vinsælan, en oft vanmetinn rétt, hamborgara með frönskum. Veitingarýnina stundar Árni með frænda sínum, Páli Eiríki Kristinssyni. Þeir eru búnir að fara á sjö veitingastaði og prófa ham- borgara. Á síðunni má lesa einkunnagjöf um fimm hamborgara og umsagnir um tvo til viðbótar eru í vinnslu. Réttirnir fá einkunnir í hamborgurum og frönskum, en einn hamborgarinn þótti þeim frændum svo lélegur að hann verðskuldaði aðeins súra gúrku. „Ég hef mikla þörf fyrir að tjá mig“ Morgunblaðið/Árni Torfason Vefur Árna Torfasonar, arni.hamstur.is, valinn besti einstaklingsvefurinn 2005 Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is TENGLAR ............................................................... arni.hamstur.is ÓSLÓARTRÉÐ er risið á Austur- velli í Reykjavík. Ljósin á því verða tendruð næstkomandi sunnudag, 4. desember og hefst athöfnin kl. 15.30, að því er fram kemur á heimasíðu Reykjavíkurborgar. Íbúar Óslóar, höfuðborgar Nor- egs, hafa fært Reykvíkingum jólatré allt frá árinu 1951. Tréð hef- ur ævinlega verið sett upp á Aust- urvelli og ljósin á því tendruð við hátíðlega athöfn. Fyrstu árin var jafnan kveikt á trénu síðasta sunnu- dag fyrir jól en eftir því sem jóla- undirbúningur hófst fyrr færðist sú athöfn framar í dagatalinu. Er þessi athöfn löngu orðin fastur lið- ur í jólaundirbúningi borgarbúa. Á sunnudaginn kemur mun Lúðrasveit Reykjavíkur leika jóla- lög á Austurvelli frá kl. 15.30. Gutt- orm Vik, sendiherra, mun afhenda Reykvíkingum jólatréð fyrir hönd Óslóarbúa. Kristín Magnúsdóttir, 7 ára gömul norsk-íslensk stúlka, mun kveikja ljósin á trénu. Óslóartréð sett upp á Austurvelli Morgunblaðið/ÞÖK HVORT kalla megi Ísland Prísland er efni greinar í Boston Herald um vesturferðir okkar Íslendinga til Bandaríkjanna í leit að góðum til- boðum. Segir í greininni að á meðan Bandaríkjamenn vakni snemma til að ná bestu tilboðunum í búðum ferðist Íslendingar 2.500 mílur til þess hins sama. Er lágu gengi doll- arsins réttilega kennt um og telur blaðið að um þúsund Íslendingar muni versla í Boston fyrir þessi jól- in. Kári Gunnlaugsson, yfirdeildar- stjóri Tollgæslunnar á Keflavíkur- flugvelli, segir Ameríkufara meðvit- aðri en áður um að fara með varning sinn til tollaafgreiðslu við komuna til landsins. Nefnir hann sem dæmi að á mánudag hafi um 40-50 manns greitt gjöld af varningi sínum, sem nemi samtals um hálfri milljón króna. Gjöldin af innfluttum varn- ingi fólks í heildina skipti því mörg- um milljónum árlega og upphæðin hækki sífellt samhliða auknum áhuga Íslendinga á verslun í útlönd- um. „Fólk hefur verið stoppað með umframvarning en það eru líka margir sem fara í rauða hliðið og greiða sín gjöld af þeim fatnaði og öðrum varningi sem það kaupir,“ segir Kári. „Okkur finnst fólk með- vitaðra um það en áður.“ Kíló eftir kíló af mat Hann segir fólk yfirleitt halda kvittunum fyrir vörurnar vel til haga en meðal þess sem það sé að borga gjöld af séu fartölvur og fatn- aður. Að sögn Kára má flytja til landsins varning fyrir allt að 46 þús- und krónum án þess að borga gjöld en þó má einstakur hlutur ekki kosta meira en 23 þúsund, þ.e. sé vara dýrari þarf að borga gjöld af mismuninum. Fólk geti því verslað fyrir eins háar fjárhæðir og því sýn- ist, svo lengi sem vörurnar séu til einkanota og komi það við í rauða tollhliðinu á leiðinni heim í stað þess græna. Hann segir þó alltaf brenna við að fólk reyni að koma dýrum varningi til landsins án þess að greiða gjöld. Í hverri viku sé farið með um 100-200 kíló af matvælum, sem gerð hafi verið upptæk í tollinum, til brennslu. Flytja má þrjú kíló af mat til landsins, þar með talið sælgæti, en ekki má flytja inn hvað sem er. Ísland eða Prísland? Ferðalangar greiða gjöld sín
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.