Morgunblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2005 55 Frá Hreppamönnum Í byrjun október var tekið til við spilamennskuna eftir sumarhlé en spilað er einu sinni í viku þ.e. á mánudagskvöldum. Nú fyrir skömmu var lokið við einmennings- keppni. Eina konan sem tók þátt í keppn- inni stóð uppi sem sigurvegari. Keppt er um kóngsbikarinn sem gefinn var til minningar um fjall- kónga tvo sem spiluðu með okkur á árum áður, Gest Guðmundsson frá Syðra-Seli og Helga S. Jónsson frá Ísabakka. Efstu sæti í keppninni: Margrét Runólfsdóttir 225 Karl Gunnlaugsson 205 Ari Einarsson 204 Gunnar Marteinsson 204 Pétur Skarphéðinsson 197 Viðar Gunngeirsson 196 Þá fór fram fyrir skömmu hin ár- lega keppni við spilafélaga úr Rang- árþingi eystra og fóru Hreppamenn halloka mjög en austanmenn, sem komu í heimsókn að Flúðum, sigruðu með 100 stigum gegn 40 stigum Hreppamanna. Það er eins og Njálu- blóð renni í æðum þeirra enn, svo mikil er bardagasnilldin. Nú stendur yfir tvímennings- keppni og er spilað á sex borðum. Úrslit frá þeim spennandi bardaga koma að lokinni keppni Bridsfélag Hafnarfjarðar Mánudaginn 28. nóvember voru spilaðar umferðir 5 og 6 í aðalsveita- keppninni. Talsverðar sviptingar leiddu til þess að staða efstu sveita er nú þessi: Guðlaugur Bessason 109 Sunnan 3 plús 1 101 Dalabúar 100 Einar Sigurðsson 93 Næsta mánudag 5. desember verður aðalsveitakeppninni svo fram haldið. Bridsdeild FEB í Reykjavík Tvímenningskeppni var spiluð í Ásgarði, Stangarhyl mánud. 28.11. Spilað var á 11 borðum og var með- alskorin 216 stig. Árangur N–S Bragi Björnsson – Albert Þorsteinss. 268 Sæmundur Björnss. – Oddur Halldórss. 234 Júlíus Guðmss. – Rafn Kristjánsson 233 Árangur A–V Hannes Ingibergss. – Viggó Nordqvist 282 Magnús Oddsson – Magnús Halldórss. 263 Tómas Sigurjónss. – Friðrik Jónss. 257 Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Áformað var að hefja þriggja kvölda barómeter tvímenning hjá fé- laginu en aðeins 14 pör mættu á staðinn og var þá ákveðið að spila eins kvölds Howell-tvímenning og reyna að hefja barómeterinn 5. des- ember þess í stað ef næg þátttaka fæst. Feðginin Anna Guðlaug Niel- sen og Guðlaugur Nielsen hafa verið í stuði hjá félaginu undanfarið og skoruðu mest í Howell-tvímenningn- um. Lokastaða efstu para: Anna G. Nielsen – Guðlaugur Nielsen 47 Jóhann Stefánsson – Guðm. Baldursson 43 Sigrún Pétursdóttir – Jóna Magnúsdóttir 40 Guðlaugur Sveinsson – Guðrún Jörgensen24 Ingibjörg Ottesen – Garðar F. Jónsson 10 Bridsfélag Selfoss og nágrennis Fimmtudaginn 17. nóvember sl. var þriðja og síðasta kvöldið í Mál- arabutlernum spilað. Lokastaða efstu para í mótinu varð þessi: Runólfur Þ. Jónsson – Stefán Short 65 Höskuldur Gunnarss. – Jón S. Péturss. 63 Björn Snorras. – Kristján M. Gunnarss. 57 Grímur Magnússon – Sigurður Vilhjálms- son/Gísli Þórarinsson 47 Þröstur Árnason – Þórður Sigurðsson 45 Fimmtudagskvöldið 24. nóvember sl. hófst síðan þriggja kvölda Hrað- sveitakeppni. Raðað var niður í sveitirnar með hliðsjón af úrslitum úr Málarabutlernum. Sjö sveitir taka þátt í mótinu. Efstu sveitir eru: Garðar, Gunnar, Gísli og Magnús 663 Þröstur, Þórður, Grímur og Sigurður 570 Ólafur S., Guðjón E., Örn G. og Páll S. 550 Árangur spilara er jafnframt reiknaður með butlerútreikningi. Efstu spilarar eru: Garðar Garðarsson 3,58 Gunnar Þórðarson 3,58 Gísli Hauksson 1,22 Magnús Guðmundsson 1,22 Nú er að komast skriður á heima- síðumál félagsins. Heimasíðan hefur fengið nýja slóð, http:// www.bridge.is/bsel og mun ritari sjá um að koma upplýsingum inn á síð- una á næstunni. Frá FEBH Þriðjudaginn 29. nóvember var spilað á 9 borðum og var meðalskor 216. Úrslit urðu þessi í N/S Bjarnar Ingimarss. – Kristján Ólafsson 242 Sverrir Jónsson – Oddur Halldórsson 236 Stígur Herlufsen – Sigurður Herlufsen 236 A/V Jón Gunnarsson – Sigurður Jóhannsson 253 Þorvarður S. Guðmss. – Jón Sævaldsson 250 Skarphéðinn Lýðss.– Jón Ól. Bjarnas. 230 Kauphallartvímenningurinn hafinn hjá BR Fyrsta kvöldið í hinum sviptinga- mikla Kauphallartvímenningi var spilað hjá félaginu þriðjudaginn 29. nóvember. Skorin eru há eins og sést á þeim sem náðu bestum árangri á fyrsta kvöldinu: Júlíus Sigurjónss. – Hrólfur Hjaltason 1051 Rúnar Einarsson – Guðjón Sigurjónsson 922 Sverrir Þórisson – Björn Friðriksson 877 Þorgeir Halldórss. – Garðar Þ. Garðarss.749 Matthías Þorvaldss. – Magnús Magnúss. 682 Sigtryggur Sigurðss. – Runólfur Pálss. 653 Bridsfélag Hreyfils Lokið er fjórum umferðum af fimm í hausttvímenningnum og er staða efstu para þessi: Birgir Kjartanss. – Árni Kristjánss. 367 Dagur Halldórss. – Björn Stefánss. 354 Daníel Halldórss. – Ágúst Benediktss. 353 Jón Sigtryggss. – Skafti Björnss. 341 Hæsta skor síðasta spilakvöld: Daníel Halldórss. – Ágúst Benediktss. 68 Dagur Halldórss. – Björn Stefánss. 64 Birgir Kjartanss. – Árni Kristjánsson 63 Jón Sigtryggss. – Skafti Björnss. 63 Spilað er á mánudagskvöldum í Hreyfilshúsinu. Bridsfélag Borgarfjarðar Mánudaginn 28. nóvember var spiluð fjórða umferð í aðaltvímenn- ingi félagsins og eru nú aðeins tvö kvöld eftir. Ef eitthvað hefur spenn- an í mótinu heldur aukist og ljóst að þeir sem áhuga hafa á sigri í mótinu þurfa heldur betur að vera á tánum síðustu tvö kvöldin. Flestir höfðu afskrifað þá félaga Sigga fiskifræðing og Stefán fjár- málastjóra. Í fyrstu umferð fengu þeir skell, 20 í mínus, en eftir það skoruðu þeir látlaust og höfðu 72% skor eftir kvöldið. Auðvitað ekki annað hægt en að taka ofan fyrir þeim. Sveinn og Magnús gefa ekkert eft- ir og heldur ekki Borgnesingarnir Jón – Rúnar – Unnsteinn, sem auð- vitað þekkja ekkert annað en sigur. Hvanneyringarnir Lárus og Svein- björn eru vart nema rólfærir þetta árið því undanfarin tvö ár hafa þeir verið búnir að vinna þetta mót á þessum tímapunkti. Gott að það skuli ekki vera eins og eitt af nátt- úrulögmálunum að þeir vinni. Úrslit urðu annar sem hér segir. Sigurður Einarss. – Stefán Kalmansson 111 Magnús Magnúss. – Sveinn Hallgrímss. 67 Sveinbjörn Eyjólfsson – Lárus Pétursson 56 Jón Eyjólfss – Baldur Björnsson 51 Og heildarstaðan er: Magnús Magnúss. – Sveinn Hallgrímss. 196 Jón – Rúnar – Unnsteinn 196 Sveinbjörn Eyjólfss. – Lárus Péturss. 182 Jón Eyjólfsson – Baldur Björnsson 167 Sigurður Einarss. – Stefán Kalmansson 165 Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Margrét Runólfsdóttir með Kóngs- bikarinn. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson RAUÐGRÆNT ríkisstjórnar- mynstur og velferðarríki framtíð- arinnar voru aðalefni fundar for- manna vinstri-grænu flokkanna í Helsinki 27.–28. nóvember. Fjár- málaráðherra Noregs, Kristin Hal- vorsen, formaður Sosialistisk Ven- streparti (SV), gerði grein fyrir málefnasamningi og fyrstu verk- efnum nýju norsku rauðgrænu rík- isstjórnarinnar. Í fréttatilkynningu frá Vinstri- hreyfingunni (VG) um fundinn kemur fram að norska stjórn- armynstrið hefur áhrif á pólitíska umræðu á hinum Norðurlönd- unum. Formaður VG á Íslandi, Steingrímur Sigfússon og Suvi- Anne Siimes, formaður Vinstri- flokksins í Finnlandi, hafa bæði setið í samsteypustjórnum. Reynsl- an frá Noregi eflir sömuleiðis um- ræðuna um rauð-grænar sam- steypustjórnir í Danmörku og Svíþjóð og þá með þátttöku Social- istisk Folkeparti (SF) sem Villy Søvndal leiðir og Vinstriflokksins sænska undir forystu Lars Ohly. Norrænu vinstri-grænu flokk- arnir hafa myndað með sér banda- lag, NGLA (Nordic Green Left Alliance), sem stendur fyrir fund- um a.m.k. einu sinni á ári þar sem formenn og framkvæmdastjórar flokkanna skiptast á skoðunum og reynslu, hafa samstarf um al- þjóðleg tengsl og fjalla um sérstök efni sem varða þróun hvers flokks fyrir sig. Áður en formennirnir hittust að þessu sinni fór fram ráð- stefna NGLA og austur-evrópskra umhverfishreyfinga, kvennahreyf- inga og verkalýðsfélaga á austur- vestur ráðstefnu í Ríga (www.east- west-network.org). „Fundurinn í Helsinki fól meðal annars í sér opið málþing í finnska þinghúsinu og á vegum finnska Vinstriflokksins þar sem fjallað var um framtíð velferðarríkisins á tímum alþjóðavæðingar. Á mál- þinginu kynntu formennirnir fjölda hugmynda og tillagna varð- andi þróun velferðarríkisins. Aðför nýfrjálshyggjunnar að velferð- arsamfélaginu mætir sífellt meiri andspyrnu í Evrópu. Fram kom að einmitt norræna velferðarríkið, þar sem velferðarkerfið er öflugt og samneyslan hlutfallslega mikil, er það kerfi sem best ræður við áhrif alþjóðavæðingarinnar, vegna sveigjanleika síns og mikillar áherslu á þátttöku allra í sam- félaginu. Fjöldi aðila hefur bent á þessa staðreynd, t.d.The Econom- ist, OECD, Sameinuðu þjóðirnar, og nú síðast í skýrslunni Norð- urlöndin – sem alþjóðlegt sig- ursvæði en skýrslan er unnin af dönsku fyrirtæki fyrir Norrænu ráðherranefndina. Baráttan fyrir eflingu velferðarríkisins er eitt höfuðverkefna flokkanna í vinstri- græna bandalaginu,“ að því er seg- ir í tilkynningu. Norrænir vinstri-grænir mynda nýtt bandalag Á myndinni eru Steingrímur Sigfússon (Vinstrihreyfingin – grænt fram- boð), Kristin Halvorsen, Sosialistisk Venstreparti í Noregi, Suvi-Anne Siimes, Venstreforbundet (VAS) í Finnlandi, Villy Søvndal, Socialistisk Folkeparti (SF) í Danmörku og Lars Ohly, Venstrepartiet í Svíþjóð. FRÉTTIR HÓTEL Reykjavík Centrum hlaut viðurkenningu Þróunarfélags mið- borgarinnar 2005 fyrir framlag til þróunar og uppbyggingar í miðborg Reykjavíkur, en þetta er í fjórtánda sinn sem viðurkenningin er veitt. Þá hlaut Franch Michelsen, úr- smíðameistari við Laugaveg 15, Njarðarskjöldinn, hvatning- arverðlaun Reykjavíkurborgar og Íslenskrar verslunar, sem ferða- mannaverslun ársins 2005, en Njarðarskjöldurinn var nú veittur í níunda sinn. Í umsögn dómnefndar Þróun- arfélags miðborgarinnar segir m.a. að glæsileg hótel hafi verið áberandi í uppbyggingu miðborgarinnar að undanförnu. Segir þar að uppbygg- ingin við Aðalstræti hafi tekist ein- staklega vel. „Þar er endurlífgaður gamli timburhúsastíllinn með sér- lega nærfærnum og fagmannlegum hætti,“ segir m.a. í umsögn dóm- nefndar. Hótel Reykjavík Centrum er í hjarta borgarinnar og byggt á göml- um grunni, en elsti hluti hússins við Aðalstræti 16 var byggður árið 1764. Báðum megin við húsið og fyrir aft- an það eru nýbyggingar, sem gerðar eru í stíl sögufrægra húsa sem áður stóðu við Aðalstræti, Fjalakattarins og Uppsala. Hótelið er í öllum þrem- ur byggingunum og tengibyggingu og útlit hótelsins er sótt til Reykja- víkur upp úr aldamótunum 1900. Við byggingu hótelsins komu í ljós rústir skála frá landnámsöld og á næsta ári verður opnuð sýning- araðstaða undir hótelinu. Fjórir ættliðir úrsmiða Við tilnefningu Njarðarskjald- arins fyrir ferðamannaverslun árs- ins er leitast við að verðlauna versl- un sem hefur náð góðum árangri í sölu- og markaðsstarfi til erlendra ferðamanna, sýnt frumkvæði og frumleika, veitir góða þjónustu og hefur á að skipa afgreiðslufólki sem býr yfir þjónustulund, góðri tungu- málakunnáttu og þekkingu á sölu- vörunum. Auk þess er lagt mat á út- lit verslunarinnar, lýsingu, merkingar og aðkomu. Það sem einkum stendur upp úr við valið að þessu sinni er árangur í sölu til erlendra ferðamanna sem og gott orðspor verslunarinnar. Orð- spori sem, að sögn dómnefndar, hef- ur farið langt út fyrir landsteinana. Úrsmíðaverslun Frank Michelsen byggist á traustum stoðum sem ná allt aftur til ársins 1909, þegar Frank Michelsen hinn fyrsti stofn- aði úrsmíðaverslun sína á Sauð- árkróki. Það er Frank Michelsen hinn þriðji sem er handhafi Njarð- arskjaldarins í ár en hann tók við starfi föður síns árið 1992. Hann hafði þá numið úrsmíði af föður sín- um rétt eins og hann hafði numið af föður sínum. Fjórði ættleggur úr- smiða í beinan karllegg starfar hjá Franch Michelsen og hyggur á stóra hluti í úrsmíðum og sölu í framtíð- inni. Morgunblaðið/Þorkell Fulltrúar Hotel Reykjavík Centrum taka við viðurkenningu Þróunarfélags miðborgarinnar. Tvö fyrirtæki í miðborginni hlutu viðurkenningar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.