Morgunblaðið - 01.12.2005, Page 55

Morgunblaðið - 01.12.2005, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2005 55 Frá Hreppamönnum Í byrjun október var tekið til við spilamennskuna eftir sumarhlé en spilað er einu sinni í viku þ.e. á mánudagskvöldum. Nú fyrir skömmu var lokið við einmennings- keppni. Eina konan sem tók þátt í keppn- inni stóð uppi sem sigurvegari. Keppt er um kóngsbikarinn sem gefinn var til minningar um fjall- kónga tvo sem spiluðu með okkur á árum áður, Gest Guðmundsson frá Syðra-Seli og Helga S. Jónsson frá Ísabakka. Efstu sæti í keppninni: Margrét Runólfsdóttir 225 Karl Gunnlaugsson 205 Ari Einarsson 204 Gunnar Marteinsson 204 Pétur Skarphéðinsson 197 Viðar Gunngeirsson 196 Þá fór fram fyrir skömmu hin ár- lega keppni við spilafélaga úr Rang- árþingi eystra og fóru Hreppamenn halloka mjög en austanmenn, sem komu í heimsókn að Flúðum, sigruðu með 100 stigum gegn 40 stigum Hreppamanna. Það er eins og Njálu- blóð renni í æðum þeirra enn, svo mikil er bardagasnilldin. Nú stendur yfir tvímennings- keppni og er spilað á sex borðum. Úrslit frá þeim spennandi bardaga koma að lokinni keppni Bridsfélag Hafnarfjarðar Mánudaginn 28. nóvember voru spilaðar umferðir 5 og 6 í aðalsveita- keppninni. Talsverðar sviptingar leiddu til þess að staða efstu sveita er nú þessi: Guðlaugur Bessason 109 Sunnan 3 plús 1 101 Dalabúar 100 Einar Sigurðsson 93 Næsta mánudag 5. desember verður aðalsveitakeppninni svo fram haldið. Bridsdeild FEB í Reykjavík Tvímenningskeppni var spiluð í Ásgarði, Stangarhyl mánud. 28.11. Spilað var á 11 borðum og var með- alskorin 216 stig. Árangur N–S Bragi Björnsson – Albert Þorsteinss. 268 Sæmundur Björnss. – Oddur Halldórss. 234 Júlíus Guðmss. – Rafn Kristjánsson 233 Árangur A–V Hannes Ingibergss. – Viggó Nordqvist 282 Magnús Oddsson – Magnús Halldórss. 263 Tómas Sigurjónss. – Friðrik Jónss. 257 Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Áformað var að hefja þriggja kvölda barómeter tvímenning hjá fé- laginu en aðeins 14 pör mættu á staðinn og var þá ákveðið að spila eins kvölds Howell-tvímenning og reyna að hefja barómeterinn 5. des- ember þess í stað ef næg þátttaka fæst. Feðginin Anna Guðlaug Niel- sen og Guðlaugur Nielsen hafa verið í stuði hjá félaginu undanfarið og skoruðu mest í Howell-tvímenningn- um. Lokastaða efstu para: Anna G. Nielsen – Guðlaugur Nielsen 47 Jóhann Stefánsson – Guðm. Baldursson 43 Sigrún Pétursdóttir – Jóna Magnúsdóttir 40 Guðlaugur Sveinsson – Guðrún Jörgensen24 Ingibjörg Ottesen – Garðar F. Jónsson 10 Bridsfélag Selfoss og nágrennis Fimmtudaginn 17. nóvember sl. var þriðja og síðasta kvöldið í Mál- arabutlernum spilað. Lokastaða efstu para í mótinu varð þessi: Runólfur Þ. Jónsson – Stefán Short 65 Höskuldur Gunnarss. – Jón S. Péturss. 63 Björn Snorras. – Kristján M. Gunnarss. 57 Grímur Magnússon – Sigurður Vilhjálms- son/Gísli Þórarinsson 47 Þröstur Árnason – Þórður Sigurðsson 45 Fimmtudagskvöldið 24. nóvember sl. hófst síðan þriggja kvölda Hrað- sveitakeppni. Raðað var niður í sveitirnar með hliðsjón af úrslitum úr Málarabutlernum. Sjö sveitir taka þátt í mótinu. Efstu sveitir eru: Garðar, Gunnar, Gísli og Magnús 663 Þröstur, Þórður, Grímur og Sigurður 570 Ólafur S., Guðjón E., Örn G. og Páll S. 550 Árangur spilara er jafnframt reiknaður með butlerútreikningi. Efstu spilarar eru: Garðar Garðarsson 3,58 Gunnar Þórðarson 3,58 Gísli Hauksson 1,22 Magnús Guðmundsson 1,22 Nú er að komast skriður á heima- síðumál félagsins. Heimasíðan hefur fengið nýja slóð, http:// www.bridge.is/bsel og mun ritari sjá um að koma upplýsingum inn á síð- una á næstunni. Frá FEBH Þriðjudaginn 29. nóvember var spilað á 9 borðum og var meðalskor 216. Úrslit urðu þessi í N/S Bjarnar Ingimarss. – Kristján Ólafsson 242 Sverrir Jónsson – Oddur Halldórsson 236 Stígur Herlufsen – Sigurður Herlufsen 236 A/V Jón Gunnarsson – Sigurður Jóhannsson 253 Þorvarður S. Guðmss. – Jón Sævaldsson 250 Skarphéðinn Lýðss.– Jón Ól. Bjarnas. 230 Kauphallartvímenningurinn hafinn hjá BR Fyrsta kvöldið í hinum sviptinga- mikla Kauphallartvímenningi var spilað hjá félaginu þriðjudaginn 29. nóvember. Skorin eru há eins og sést á þeim sem náðu bestum árangri á fyrsta kvöldinu: Júlíus Sigurjónss. – Hrólfur Hjaltason 1051 Rúnar Einarsson – Guðjón Sigurjónsson 922 Sverrir Þórisson – Björn Friðriksson 877 Þorgeir Halldórss. – Garðar Þ. Garðarss.749 Matthías Þorvaldss. – Magnús Magnúss. 682 Sigtryggur Sigurðss. – Runólfur Pálss. 653 Bridsfélag Hreyfils Lokið er fjórum umferðum af fimm í hausttvímenningnum og er staða efstu para þessi: Birgir Kjartanss. – Árni Kristjánss. 367 Dagur Halldórss. – Björn Stefánss. 354 Daníel Halldórss. – Ágúst Benediktss. 353 Jón Sigtryggss. – Skafti Björnss. 341 Hæsta skor síðasta spilakvöld: Daníel Halldórss. – Ágúst Benediktss. 68 Dagur Halldórss. – Björn Stefánss. 64 Birgir Kjartanss. – Árni Kristjánsson 63 Jón Sigtryggss. – Skafti Björnss. 63 Spilað er á mánudagskvöldum í Hreyfilshúsinu. Bridsfélag Borgarfjarðar Mánudaginn 28. nóvember var spiluð fjórða umferð í aðaltvímenn- ingi félagsins og eru nú aðeins tvö kvöld eftir. Ef eitthvað hefur spenn- an í mótinu heldur aukist og ljóst að þeir sem áhuga hafa á sigri í mótinu þurfa heldur betur að vera á tánum síðustu tvö kvöldin. Flestir höfðu afskrifað þá félaga Sigga fiskifræðing og Stefán fjár- málastjóra. Í fyrstu umferð fengu þeir skell, 20 í mínus, en eftir það skoruðu þeir látlaust og höfðu 72% skor eftir kvöldið. Auðvitað ekki annað hægt en að taka ofan fyrir þeim. Sveinn og Magnús gefa ekkert eft- ir og heldur ekki Borgnesingarnir Jón – Rúnar – Unnsteinn, sem auð- vitað þekkja ekkert annað en sigur. Hvanneyringarnir Lárus og Svein- björn eru vart nema rólfærir þetta árið því undanfarin tvö ár hafa þeir verið búnir að vinna þetta mót á þessum tímapunkti. Gott að það skuli ekki vera eins og eitt af nátt- úrulögmálunum að þeir vinni. Úrslit urðu annar sem hér segir. Sigurður Einarss. – Stefán Kalmansson 111 Magnús Magnúss. – Sveinn Hallgrímss. 67 Sveinbjörn Eyjólfsson – Lárus Pétursson 56 Jón Eyjólfss – Baldur Björnsson 51 Og heildarstaðan er: Magnús Magnúss. – Sveinn Hallgrímss. 196 Jón – Rúnar – Unnsteinn 196 Sveinbjörn Eyjólfss. – Lárus Péturss. 182 Jón Eyjólfsson – Baldur Björnsson 167 Sigurður Einarss. – Stefán Kalmansson 165 Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Margrét Runólfsdóttir með Kóngs- bikarinn. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson RAUÐGRÆNT ríkisstjórnar- mynstur og velferðarríki framtíð- arinnar voru aðalefni fundar for- manna vinstri-grænu flokkanna í Helsinki 27.–28. nóvember. Fjár- málaráðherra Noregs, Kristin Hal- vorsen, formaður Sosialistisk Ven- streparti (SV), gerði grein fyrir málefnasamningi og fyrstu verk- efnum nýju norsku rauðgrænu rík- isstjórnarinnar. Í fréttatilkynningu frá Vinstri- hreyfingunni (VG) um fundinn kemur fram að norska stjórn- armynstrið hefur áhrif á pólitíska umræðu á hinum Norðurlönd- unum. Formaður VG á Íslandi, Steingrímur Sigfússon og Suvi- Anne Siimes, formaður Vinstri- flokksins í Finnlandi, hafa bæði setið í samsteypustjórnum. Reynsl- an frá Noregi eflir sömuleiðis um- ræðuna um rauð-grænar sam- steypustjórnir í Danmörku og Svíþjóð og þá með þátttöku Social- istisk Folkeparti (SF) sem Villy Søvndal leiðir og Vinstriflokksins sænska undir forystu Lars Ohly. Norrænu vinstri-grænu flokk- arnir hafa myndað með sér banda- lag, NGLA (Nordic Green Left Alliance), sem stendur fyrir fund- um a.m.k. einu sinni á ári þar sem formenn og framkvæmdastjórar flokkanna skiptast á skoðunum og reynslu, hafa samstarf um al- þjóðleg tengsl og fjalla um sérstök efni sem varða þróun hvers flokks fyrir sig. Áður en formennirnir hittust að þessu sinni fór fram ráð- stefna NGLA og austur-evrópskra umhverfishreyfinga, kvennahreyf- inga og verkalýðsfélaga á austur- vestur ráðstefnu í Ríga (www.east- west-network.org). „Fundurinn í Helsinki fól meðal annars í sér opið málþing í finnska þinghúsinu og á vegum finnska Vinstriflokksins þar sem fjallað var um framtíð velferðarríkisins á tímum alþjóðavæðingar. Á mál- þinginu kynntu formennirnir fjölda hugmynda og tillagna varð- andi þróun velferðarríkisins. Aðför nýfrjálshyggjunnar að velferð- arsamfélaginu mætir sífellt meiri andspyrnu í Evrópu. Fram kom að einmitt norræna velferðarríkið, þar sem velferðarkerfið er öflugt og samneyslan hlutfallslega mikil, er það kerfi sem best ræður við áhrif alþjóðavæðingarinnar, vegna sveigjanleika síns og mikillar áherslu á þátttöku allra í sam- félaginu. Fjöldi aðila hefur bent á þessa staðreynd, t.d.The Econom- ist, OECD, Sameinuðu þjóðirnar, og nú síðast í skýrslunni Norð- urlöndin – sem alþjóðlegt sig- ursvæði en skýrslan er unnin af dönsku fyrirtæki fyrir Norrænu ráðherranefndina. Baráttan fyrir eflingu velferðarríkisins er eitt höfuðverkefna flokkanna í vinstri- græna bandalaginu,“ að því er seg- ir í tilkynningu. Norrænir vinstri-grænir mynda nýtt bandalag Á myndinni eru Steingrímur Sigfússon (Vinstrihreyfingin – grænt fram- boð), Kristin Halvorsen, Sosialistisk Venstreparti í Noregi, Suvi-Anne Siimes, Venstreforbundet (VAS) í Finnlandi, Villy Søvndal, Socialistisk Folkeparti (SF) í Danmörku og Lars Ohly, Venstrepartiet í Svíþjóð. FRÉTTIR HÓTEL Reykjavík Centrum hlaut viðurkenningu Þróunarfélags mið- borgarinnar 2005 fyrir framlag til þróunar og uppbyggingar í miðborg Reykjavíkur, en þetta er í fjórtánda sinn sem viðurkenningin er veitt. Þá hlaut Franch Michelsen, úr- smíðameistari við Laugaveg 15, Njarðarskjöldinn, hvatning- arverðlaun Reykjavíkurborgar og Íslenskrar verslunar, sem ferða- mannaverslun ársins 2005, en Njarðarskjöldurinn var nú veittur í níunda sinn. Í umsögn dómnefndar Þróun- arfélags miðborgarinnar segir m.a. að glæsileg hótel hafi verið áberandi í uppbyggingu miðborgarinnar að undanförnu. Segir þar að uppbygg- ingin við Aðalstræti hafi tekist ein- staklega vel. „Þar er endurlífgaður gamli timburhúsastíllinn með sér- lega nærfærnum og fagmannlegum hætti,“ segir m.a. í umsögn dóm- nefndar. Hótel Reykjavík Centrum er í hjarta borgarinnar og byggt á göml- um grunni, en elsti hluti hússins við Aðalstræti 16 var byggður árið 1764. Báðum megin við húsið og fyrir aft- an það eru nýbyggingar, sem gerðar eru í stíl sögufrægra húsa sem áður stóðu við Aðalstræti, Fjalakattarins og Uppsala. Hótelið er í öllum þrem- ur byggingunum og tengibyggingu og útlit hótelsins er sótt til Reykja- víkur upp úr aldamótunum 1900. Við byggingu hótelsins komu í ljós rústir skála frá landnámsöld og á næsta ári verður opnuð sýning- araðstaða undir hótelinu. Fjórir ættliðir úrsmiða Við tilnefningu Njarðarskjald- arins fyrir ferðamannaverslun árs- ins er leitast við að verðlauna versl- un sem hefur náð góðum árangri í sölu- og markaðsstarfi til erlendra ferðamanna, sýnt frumkvæði og frumleika, veitir góða þjónustu og hefur á að skipa afgreiðslufólki sem býr yfir þjónustulund, góðri tungu- málakunnáttu og þekkingu á sölu- vörunum. Auk þess er lagt mat á út- lit verslunarinnar, lýsingu, merkingar og aðkomu. Það sem einkum stendur upp úr við valið að þessu sinni er árangur í sölu til erlendra ferðamanna sem og gott orðspor verslunarinnar. Orð- spori sem, að sögn dómnefndar, hef- ur farið langt út fyrir landsteinana. Úrsmíðaverslun Frank Michelsen byggist á traustum stoðum sem ná allt aftur til ársins 1909, þegar Frank Michelsen hinn fyrsti stofn- aði úrsmíðaverslun sína á Sauð- árkróki. Það er Frank Michelsen hinn þriðji sem er handhafi Njarð- arskjaldarins í ár en hann tók við starfi föður síns árið 1992. Hann hafði þá numið úrsmíði af föður sín- um rétt eins og hann hafði numið af föður sínum. Fjórði ættleggur úr- smiða í beinan karllegg starfar hjá Franch Michelsen og hyggur á stóra hluti í úrsmíðum og sölu í framtíð- inni. Morgunblaðið/Þorkell Fulltrúar Hotel Reykjavík Centrum taka við viðurkenningu Þróunarfélags miðborgarinnar. Tvö fyrirtæki í miðborginni hlutu viðurkenningar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.