Morgunblaðið - 01.12.2005, Síða 41

Morgunblaðið - 01.12.2005, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2005 41 UMRÆÐAN Á ÁRATUGUNUM eftir seinni heimsstyrjöldina var ríkjandi sá hugsunarháttur að hagvöxtur þjóða væri drifinn áfram af umsvifum stórfyrirtækja og nytu svo aðrir að- ilar góðs af molum sem hrytu af því borði. Stórfyrirtækin væru vélarnar sem drifu áfram hagvöxtinn en aðrir fylgdu í kjölfarið og nytu góðs af. Þessu trúa fáir nú á dögum, enda er nú svo komið í Evrópu að allt að 70% nýrra starfa í hinu almenna atvinnu- lífi verða til í nýjum smáfyrirtækjum ann- ars vegar en hins veg- ar í litlum og meðal- stórum fyrirtækjum í vexti. Hagvöxtur und- anfarinna áratuga hef- ur einkum falist í því að virkja hugvit mannsins. Slík fram- leiðniaukning er auðvitað ákjós- anlegri en önnur þar sem ekki er verið að ganga á hráefni eða nátt- úruauðlindir að óþörfu. Þannig má reikna með því að fjármagn sem varið er til rannsókna skili sér margfalt til baka. Dæmi um vel heppnað verkefni af því tagi er verk- efnið Auður í krafti kvenna þar sem sköpuð voru 217 ný störf en heild- arkostnaður við verkefnið var 150 milljónir. Í ljósi þessarar reynslu er sér- kennilegt að sá flokkur sem öðrum fremur telur sig bera hag lands- byggðarinnar fyrir brjósti hefur sýnt takmarkaðan áhuga á því að styrkja þvílíka vaxtarbrodda. Þvert á móti þá hefur flokkurinn sem kennir sig við framsókn einungis eina patentlausn fyrir atvinnulíf á landsbyggðinni. Þar eiga menn að vinna í kerskálum. Þeir menn eru auðvitað fyrst og fremst karlmenn. En á landsbyggðinni er enginn skortur á körlum. Þvert á móti er það vandamál að konum fer þar stöðugt fækkandi miðað við karla. Og hvernig bætir álver úr því? Við því hafa aldrei fengist viðunandi svör. Hér er rétt að rifja upp mál- flutning álverssinna sem kom fram í frummatsskýrslu um umhverfisáhrif álvers í Reyðarfirði. Þar segir t.d.: „Ungar konur frá svæðinu sem gift- ar eru mönnum annars staðar frá og eiga e.t.v. lítil börn myndu hafa áhuga á að snúa til baka ef starf við hæfi býðst fyrir eiginmanninn og aðrir í fjölskyldunni eru búsettir á svæðinu.“ Ég veit ekki hvaða ungar konur það eru sem ætla að eiga framtíðarhorfur sínar undir því að starf bjóð- ist fyrir eiginmanninn, en þeir sem ætla að skapa störf fyrir konur með þeim hætti lifa greinilega í einhverjum öðrum veruleika en nú- tímanum. Kannski veruleika Framsókn- arflokksins. Þau stjórnvöld eru vandfundin sem ekki móta sér atvinnu- stefnu. Þau geta ýtt undir atvinnugreinar af vissu tagi með fjárhagslegum stuðningi eða ríkisframkvæmdum. Núverandi stjórnvöld hafa kosið að styrkja atvinnustarfsemi þar sem gengið er í auknum mæli á auðlindir þjóðarinnar, ýtt undir hagvöxt sem skapaður er með rányrkju. Þetta hafa þau gert í gegnum hið risa- vaxna ríkisbákn Landsvirkjun sem heldur orkuverði háu fyrir venju- lega Íslendinga til þess að geta nið- urgreitt orkuna sem seld er erlend- um fjármagnseigendum. Landsvirkjun stendur fyrir virkj- anaframkvæmdum sem enginn einkaaðili mynda hætta fé sínu í. Þær eru fjármagnaðar með erlend- um lánum sem íslenskir skattgreið- endur greiða síðan vexti fyrir. En auðvitað má reikna stórgróða af þessu með því að taka aldrei inn í dæmið fórnarkostnaðinn við að spilla náttúrunni eða nýta hana svona en ekki einhvern veginn öðru- vísi. Vissulega má auka tekjur landsmanna og hagvöxt með rán- yrkju. Það er ein leið til að reka at- vinnustefnu, sú leið sem felst í því að taka víxil sem síðan fellur á kom- andi kynslóðir. Álæðið á það nefni- lega sammerkt með gullæði fyrri tíma, að þar er tjaldað til einnar nætur. Miðað við slíkan íburð er atvinnu- stefna vinstrimanna vissulega hóf- stillt. Hún felst í því að styrkja frek- ar atvinnugreinar sem eru sjálfbærar, þar sem ekki er gengið á auðlindir sem fá áfram að vera til staðar handa komandi kynslóðum. Þar er heldur ekki boðið upp á þann kost að flytja inn erlent vinnuafl í stórum stíl til að vinna í þrælabúð- um við sultarlaun, vegna þess að einungis þannig gengur reiknings- dæmið upp. Og auðvitað verður ekki jafn mikil þensla, ekki jafn gaman, ekki jafn hraður bruni á verðbólgu- bálinu. Það er kannski ekki nógu flott og stórtækt að geta ekki lofað stór- verkefnum. Að dreifa fremur því afli sem ríkisvaldið hefur úr að spila á margar, smáar hendur sem vinna verkin. Þá missum við kannski af þenslu og ofhitnun, uppskeran tekur kannski aðeins lengri tíma. Munurinn er hins vegar sá að þá er ekki verið spilla eigum okkar og auðlindum, ekki að tjalda til einnar nætur. Þetta finnst einhverjum kannski vera úrræðaleysi, en ég kalla þetta að sýna ábyrgð. Kannski finnst einhverjum það kyndugt að nú sé svo komið að það séu íslenskir vinstrimenn sem halda uppi merki ábyrgðar og tala fyrir skynsamlegri nýtingu á sameiginlegum fjár- munum landsmanna. En það er auð- vitað vegna þess að félagshyggjan er í eðli sínu ábyrg stefna, á meðan sérhyggjan er í eðli sínu óábyrg. Sá sem ekki vill greiða skatta til sam- félagsins vill heldur ekki reka at- vinnustefnu sem kemur komandi kynslóðum til góða. Þeim sem ein- ungis hugsa um sjálfa sig er sjaldan treystandi til að taka ákvarðanir sem varða aðra. Álæðið er skammtímavíma Sverrir Jakobsson fjallar um byggðaþróun og stóriðju ’Vissulega má aukatekjur landsmanna og hagvöxt með rányrkju.‘ Sverrir Jakobsson Höfundur er sagnfræðingur. verð frá 4.490,- 9.490,- F6

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.