Morgunblaðið - 01.12.2005, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 01.12.2005, Qupperneq 22
Akureyri | Snjóframleiðsla hófst í Hlíðarfjalli í vikunni. Þar eru nú keyrðar fjórar snjóvélar af full- um krafti allan sólarhringinn, enda aðstæður til snjófram- leiðslu hinar bestu. Skíðasvæðið hefur verið opið undanfarnar vik- ur en þar hafa aðstæður til skíða- og snjóbrettaiðkunar verið með allra besta móti á náttúrulegum snjó, að sögn Guðmundar Karls Jónssonar, forstöðumanns Skíðastaða. Bæði heimamenn og gestir hafa því tekið hressilega við sér og fjölmennt í fjallið. Fé- lagarnir Gestur, Baldur og Jón Dan, úr Brekkuskóla, voru í úti- vistarfræði í fjallinu í gær og þeir fundu vel fyrir því hversu öflugar snjóvélarnar voru, þar sem þeir stóðu undir einni bununni. Morgunblaðið/Kristján Snjóframleiðsla hafin Hlíðarfjall Höfuðborgin | Akureyri | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Þörf á aukinni túlkun | Alls er 61 barn af erlendum uppruna á leikskólum Reykja- nesbæjar. Er það um 8% barna á leikskól- unum. Kom þetta fram á síðasta fundi fræðsluráðs. Í hverjum skóla eru töluð fjögur til sex erlend tungumál. Fram kemur í bókun fræðsluráðs að þetta bendi til aukinnar þarfar á túlkaþjónustu og gerð kynning- arbæklinga. Fræðsluráð óskaði eftir til- lögum frá fræðsluskrifstofu um tilhögun þessarar þjónustu. Á sama fundi kom fram að meirihluti barna á leikskólum er strákar, eða 55%. Alls voru 642 börn í leikskólum í nóvember.    Skemmdir í Strákagöngum | Hurð að vestanverðu í Strákagöngum var skemmd töluvert nú nýlega en tveir neðstu flekar hurðarinnar eru ónýtir með öllu að því er fram kemur á vefnum Lífið á Sigló. Þar segir að vegagerðarmönnum þykir með ólíkindum að þeir sem eiga leið um göngin skuli ekki virða ljósabúnað, eða slár sem eru í loftinu til að vara við of mik- illi hæð á farmi og/eða bíði þar til rauða stöðvunarljósið er slokknað og hurðir full- opnaðar, auk þess að vera það kærulausir eða óheiðarlegir að láta ekki vita af slíku. Lögregla kannar málið og eru ákveðnar grunsemdir uppi um hvaða bifreið var þarna á ferðinni, en hún var á leið til Siglufjarðar. Starfsmenn SR-Vélaverkstæðis eru að vinna að viðgerðum, meðal annars að smíða nýja hurðarfleka í stað þeirra ónýtu. fræðsla fyrir skógrækt- arbændur í allt að þrjú ár (sex annir). Markmið Grænni skóga er að gera þátttakendur betur í stakk búna til að taka virkan þátt í mótun og framkvæmd skógrækt- ar og landgræðslu á bú- jörðum með það að mark- miði að auka land- og Tuttugu og sjö bænd-ur á Vesturlandihafa skráð sig í Grænni skóga, sem ætlað er öllum fróðleiksfúsum skógarbændum, sem vilja ná hámarksárangri í skógrækt. Fyrsta nám- skeiðið var haldið á Hvanneyri um síðastliðna helgi. Námið samanstendur af 19 námskeiðum þar sem 13 eru skyldu- námskeið. Landbún- aðarháskólinn sér um framkvæmd námsins en einnig koma að náminu Skógrækt ríkisins, Land- græðsla ríkisins, Vest- urlandsskógar og Félag skógarbænda á Vest- urlandi. Nú eru Grænni skógar í gangi í fjórum landsfjórð- ungum, Austurlandi, Suð- urlandi og Vestfjörðum, auk Vesturlands. Grænni skógar er heildstæð skóg- ræktar- og landgræðslu- búsetugæði, verðgildi og fjölþætt notagildi jarða í umsjón skógarbænda. Náminu er ætlað að nýtast þeim sem stunda eða hyggjast stunda skóg- rækt og landgræðslu, einkum skógarbændum og þeim sem þjónusta landshlutabundin skóg- ræktarverkefni. Skógarbændur Þátttakendur í Grænni skógum á Vest- urlandi ásamt starfsmönnum Vesturlandsskóga sem voru meðal annarra leiðbeinendur á fyrsta námskeið- inu. Grænskóganámskeiðið var haldið á Hvanneyri. Mennta sig í bændaskógrækt Davíð Hjálmar Har-aldsson heyrði ísjónvarpsfréttum af Belga nokkrum sem bjó með þremur konum og átti með öllum börn. Var nú hið þrítugasta væntanlegt og var hann til í að eignast fleiri: Litast margt af löngum vana, lítið haggast Belgi sá er gengur um með góðan krana og gjarna hefur skrúfað frá. Rúnar Kristjánsson orti til varnar íslenska hest- inum þegar menn töluðu um að hann væri bestur sem „saltkjöt“: Seint munu hestsins sigrar taldir, Sagan um það vitni ber. Þarfastur sem þjónn um aldir þótti hann - sem vitað er. Sé ég því á sálarlínum, sögubjarta frægðarrún, Skúla ríða á Sörla sínum, Svein á Kóp og Árna á Brún. Sé ég þá á velli víðum, vinum strjúka um makka enn. Og með þeim í flokki fríðum fara landsins hestamenn. Hestar og saltkjöt pebl@mbl.is Grímsnes | Sveitarstjórn Grímsness- og Grafningshrepps ákvað nýlega að taka tilboði Auðsala ehf. í Ljósafossskóla, ásamt kennaraíbúðunum Ási, Brúarási 1 og 2, og um átta hektara lands. Skólinn var í haust fluttur í nýja skólabyggingu að Borg. Þrjú kauptilboð bárust í skólann og íbúðirnar og sveitarstjórn mat tilboð Auðsala hagstæðast, að því er fram kem- ur í fundargerð sveitarstjórnar. Sam- þykkt sveitarstjórnar er gerð með þeim fyrirvara að samkomulag náist við menntamálaráðuneytið um eignarhlut ríkisins í skólahúsnæðinu og einu íbúðar- húsanna. Húsnæði Ljósafoss- skóla selt Suðurkjördæmi | Aðalfundur Kjördæm- isráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjör- dæmi, sem haldinn var á Höfn í Horna- firði á dögunum, samþykkti ályktun þar sem þingmenn flokksins og ríkisstjórn eru hvött til að gera stórátak í málefnum aldraðra hið fyrsta. Lagt er til að húsnæðisvandi hjúkr- unarheimila verði leystur, heimahjúkrun aukin og rekstrarskilyrði dvalar- og hjúkrunarheimila lagfærð. Grunnlífeyrir verði skattfrjáls og færður að þróun lág- markslauna og launavísitölu og skerð- ingarhlutföll lífeyris verði afnumin. Sigurður Valur Ásbjarnarson var end- urkjörinn formaður Kjördæmisráðsins. Með honum í stjórn eru Björk Páls- dóttir, Unnur Brá Konráðsdóttir, Gunn- laugur Grettisson, Viktor B. Kjartans- son, Björn Ingi Gíslason og Aldís Hafsteinsdóttir. Gert verði átak í málefn- um aldraðra ♦♦♦ Borgarkvartett á Borg | Borgar- kvartettinn skemmtir með söng á árlegum jólatónleikum sem haldnir verða í félags- heimilinu Borg í Grímsnesi næstkomandi laugardag, klukkan 20.30. Borgarkvartettinn skipa þeir Þorvaldur Halldórsson, Atli Guðlaugsson, Ásgeir Páll Ágústsson, og Þorvaldur Þorvaldsson. Boðið verður upp á kaffi og smákökur. Harlem Globetrotters í Eyjum | Stærsti viðburður sem fram hefur farið í Eyjum á sviði skemmtana og menningar verður 22. apríl næstkomandi þegar hið heimsfræga sýningar- og keppnislið Harlem Globetrotters skemmtir í íþrótta- húsinu. Á vef Frétta í Vestmannaeyjum segir að Harlem Globetrotters komi hingað til lands í apríl, sýni tvisvar á höfuðborgarsvæðinu og einu sinni í Vestmannaeyjum. Skemmti- stofan stendur fyrir ferðinni til Eyja og hafa náðst samningar um það. Harlem Globetrotters er elsta sýningar- og skemmtilið heims og hafa þeir verið á ferðinni í rúm 85 ár og sýnt fyrir milljónir manna um allan heim.    ♦♦♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.