Morgunblaðið - 01.12.2005, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 01.12.2005, Qupperneq 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2005 61 MENNING Staðurogstund http://www.mbl.is/sos VEITINGASTAÐURINN Café Rosenberg, sem hefur undanfarin ár verið að skapa sér sess sem einn helsti vettvangur „grasrótar- tónlistar“ á Íslandi heldur nú um helgina upp á 2 ára afmæli sitt. Þórður, vert á Rosenberg, teflir fram þremur af sínum eftirlæt- issveitum til að leika nú á afmæl- ishelginni. En það eru poppsveitin Santiago, sem leikur í kvöld, „þung- lyndisdúettinn“ Mogadon, sem flyt- ur eftirlætislög sín á föstudags- kvöldið og hin fjölbreytilega sveit Hraun, sem heldur tónleika, sem breytast í allsherjarteiti á laug- ardagskvöldið. Afmælistón- leikar Café Rosenberg Santiago leikur í kvöld. KIRKJUR Íslands er bersýnilega hið merkasta ritsafn. Bindin fjögur, sem á undan þessum fóru, fjalla um friðlýstar kirkjur í Árnesprófasts- dæmi, alls 19 kirkjur. Nú koma tvö bindi til viðbótar um friðlýstar kirkjur í Skagafjarðarprófastsdæmi. Í fimmta bindinu eru kirkjur ,,vest- an Vatna, níu talsins: Goðdalakirkja, Hvammskirkja, Ketukirkja, Reykja- kirkja, Reynistaðarkirkja, Sauð- árkrókskirkja, Silfrastaðakirkja, Sjávarborgarkirkja og Víðimýr- arkirkja. Allar eru kirkjur þessar timburkirkjur, nema hin víðfræga Víðimýrarkirkja, sem er torfkirkja og elst í þessum hópi, byggð 1834. Timburkirkjurnar átta eru byggðar á árunum 1854–1904. Elst þeirra er Sjávarborg- arkirkja, en yngst Goðdala- kirkja. Í sjötta bindinu eru kirkjur ,,austan Vatna, átta talsins: Barðskirkja, Fells- kirkja, Grafarkirkja, Hof- skirkja, Hofsstaðakirkja, Hóladómkirkja, Knapp- staðakirkja og Viðvík- urkirkja. Timburkirkj- urnar eru sex, byggðar á tímabilinu 1840–1905. Elst er Knappstaðakirkja í Stíflu og er hún jafnframt elsta timburkirkja lands- ins. Yngst er Hofsstaðakirkja byggð 1905. Þá er torfkirkjan í Gröf á Höfðaströnd. Að stofni til og formi er hún ævagömul, en hefur verið endurnýjuð, eins og raunar Víðimýr- arkirkja einnig. Dómkirkjan á Hól- um í Hjaltadal er byggð úr höggnum steini úr Hólabyrðu árið 1763 og er hún elsta kirkja landsins. Höfundar að þessari miklu kirkju (húsa) sögu eru tólf og hefur þátt- taka þeirra verið með ýmsum hætti og skrif sumra eru frá fyrri tíð (t.a.m. Kristjáns Eldjárn og Kristmundar Bjarnason- ar). En alla samræmingu texta og mynda hafa rit- stjórarnir að sjálfsögðu ann- ast auk þess að skrifa mik- inn texta sjálfir. Umfjöllun um kirkjurnar er með skipulögðum hætti. Fyrst er fjallað um kirkju- staðinn og kristnihald þar. Er það skýrt og greinargott yfirlit og afar fróðlegt. Þar er sagan rakin eins langt aftur og heimildir leyfa. Þá kemur byggingarsaga. Er þar greint frá því sem vitað er um eldri kirkjur og að lokum komið að núverandi kirkju. Þar er frásögnin að vonum ítarlegust. Sagt er frá kirkjusmíðinni og forsmiðum. Kirkj- unni er lýst bæði hið ytra og innra. Fjallað er um byggingarlist (stíl o.þ.h.), kirkjubúnað og messuföng. Margir gamlir kirkjumunir eru geymdir á söfnum og er þeim grip- um lýst. Þá er greint frá helstu minningamörkum (legsteinum, minningatöflum). Hverjum kafla (þ.e. hverri kirkju) fylgir tilvís- anaskrá, Mynda- og teikningaskrá og síðast úrdráttur á ensku. Þar sem bindin tvö teljast ein heild – þ.e. fyrir sama prófastsdæmi – er heimildaskrá fyrir þau bæði í lok 6. bindis, nafnaskrá, orðskýr- ingar og upptalning höfunda ásamt smágrein um hvern þeirra Í upphafi 5. bindis er gerð grein fyrir tilhögun ritsins og verkaskipt- ingu. Mikill fjöldi mynda er í ritinu, gullfallegar og ágætlega gerðar yf- irleitt. Flestar eru þær gerðar af Ív- ari Brynjólfssyni, ljósmyndara Þjóð- minjasafns Íslands. Nokkrar gamlar myndir eru hér einnig, svo og mikill fjöldi uppdrátta. Það þyrfti langt mál til að gera fullnægjandi grein fyrir þessu merka riti og þá umsögn þyrfti fag- maður að gera. Ég get einungis látið þess getið að við fljótan yfirlestur sýnist mér að hér hafi verið frábær- lega vel að verki staðið og höfundar hafi lagt mikla alúð og umhyggju við verk sitt og trausta fagmennsku. Sú vinna á mikið lof skilið. Sjálfur hef ég alla tíð haft sterkar taugar til íslensku timburkirknanna og svo að ég láti eftir mér að viðra eigin fordóma finnst mér þær einu ,,alvöru“ guðshúsin. Þau bera með sér einhvern hlýjan yndisleik og heilagleika, sem ég finn ekki annars staðar. Mér finnst líka skína í gegn að þeim sem skrifa um kirkjurnar í þessu riti hafi fundist eitthvað líkt. Í ritinu kemur líka fram að yfirleitt lætur sóknarfólkið sér annt um kirkjur sínar, leggur á sig ómælda sjálfboðavinnu til að halda þeim og kirkjugörðunum við og prýða og færa kirkjum sínum fallegar gjafir. Það var mikið þarfaverk að frið- lýsa þessar gömlu kirkjur og ekki síður þarft að gera þeim þau mynd- arlegu skil sem hér er gert. Fyrir það eiga allir sem hlut eiga að máli þakkir skildar. Friðlýstar kirkjur í Skagafirði BÆKUR Byggingarlist Ritstjórn: Jón Torfason, Þorsteinn Gunn- arsson. Þjóðminjasafn Íslands, Húsafrið- unarnefnd ríkisins, Fornleifavernd rík- isins, Biskupsstofa, Byggðasafn Skagfirðinga. 5. bindi, 291 bls. 6. bindi, 319 bls. Hið íslenzka bókmenntafélag, 2005. KIRKJUR ÍSLANDS Þorsteinn Gunnarsson Sigurjón Björnsson „Í UPPHAFI var Orðið, og Orðið var hjá Guði, og Orðið var Guð“. Svo hefst Jóhannesarguðspjall, á orði sköpunar í íslenskri þýðingu. En það er þannig með orð manna að þau eru bundin takmarkaðri tungu þar sem þau hlaðast merkingu, túlkunum og skilgreiningum sem kunna að leiða til sundrungs og misskilnings jafnt sem samstöðu og skilnings. Orðið sem um ræðir er hins vegar „hið lifandi orð“, sem hefur ekki fyrirfram gefna skil- greiningu. Það er handan við hug- myndalega merkingu og er í eðli sínu ósnert og ósagt. „Hið lifandi orð“ viðkemur sýningu Jóns Laxdal, „Ekki orð“, í Hafn- arborg, án þess að listamaðurinn sé endilega að fást við það á trúarlegum forsendum. Á sýningunni eru mynd- verk og skúlptúrar sem Jón hefur unnið á síðastliðnum 12 árum þar sem listamaðurinn spilar saman orðum og formum sem hann vinnur úr gömlum dagblöðum og bókum. Orðin hafa oft á tíðum enga merkingu eða eru kannski á annarri tungu eða bara bull. Sum hver hafa einhverja merk- ingu en eru þá úr rökrænu samhengi við önnur orð og stundum má lesa hluta úr bókatextum sem blandast svo saman þannig að textinn verður sundurslitinn. Þess háttar meðferð á orðum svipar nokkuð til Dada- stefnunnar fyrir tæpri öld síðan hvort sem á við um myndlistarmenn eins og Kurt Schwitters eða skáld á borð við Hugo Ball. Jón er aftur á móti í öðr- um fagurfræðilegum þönkum en Dadaistarnir voru og þá nær fagur- fræði strangflatarlistar og mínimal- isma. Hann rífur gömul dagblöð og bækur í einingar og límir saman. Lit- brigði á milli pappírseininga skapa fínlegan blæ þannig að efniskennd og geometrísk formfræði spila ekki síð- ur rullu en orð eða stafir. Í verkum eins og „Myndir“ frá árinu 1993 er listamaðurinn nær eingöngu að vinna með grunnform og í stórum verkum eins og „Bæn“ og „Ritgerð Maós I, II og III“ frá árinu 2002 verða línubil og aðrar eyður í texta hluti af formrænu myndflatarins þannig að maður fer að meta tómið sem er á milli orðanna. Þögnina. Og af þeim sökum hugsaði ég um „hið lifandi orð“. Verkin eru þó fjarri því að vera tímalaus þótt þau segi „ekki orð“. Efniskennd þeirra er nokkuð bundin tíma því sum dagblöðin eru allt að hálfrar aldar gömul og gulnuð eftir því. Einnig er listamaðurinn gjarn á að halda setningum sem vísa til póli- tískrar umræðu, „Fylgirit þingtíð- inda sósjalistaflokksins“, „um starf sósjalista“ o.s.frv. Þessar setningar á gulnuðum dagblaðasíðum minna á liðinn tíma þegar pólitísk umræða snerist um hægri eða vinstri, komma eða kapítalista. Í dag snýst hún einna helst um „popúlisma“. Pólitík er ann- ars fyrirbæri sem á illa með að sam- ræma sig „hinu lifandi orði“. Hún gengur út á vald, ákvörðunarvald, fjárvald o.s.frv. og innan trúarbragða má jafnan finna þessa tvennu. Þ.e. einlæga trú á „hið lifandi orð“ og póli- tískt stýrikerfi sem drepur það. Þessa tvennu má líka finna í verkum Jóns. Tærleika og óhreinindi, gleði og depurð, líf og dauða. Ég hef séð nokkrar sýningar frá Jóni Laxdal í smærri skala og þótt verk hans jafnan forvitnileg en lokuð og dálítið þurr. En ég upplifði sýn- inguna í Hafnarborg talsvert öðru- vísi. Uppsetningin er sérlega vönduð og verkin í hörkusamræðum sín á milli sem og í samræðum við rýmið. Listaverkin njóta sín afar vel í þetta stóru sýningarrými þar sem þau fá fjarlægð og skýrast síðan þegar nær dregur sem gefur manni hæfilega óvissu og að sama skapi tækifæri á að nálgast þau frá ólíkum sjónarhornum og finna fleiri möguleika til túlkunar sem/og upplifun. Þá er ánægjulegt að sjá Jón vera að breiða svona úr sér með sýning- arröð sem hann lagði af stað með frá Akureyri til Reykjavíkur, Hafn- arfjarðar, Þórshafnar og Kölnar. En Jón hefur til þessa verið nokkuð bundinn sínum heimaslóðum sem „lókal“ listamaður á Akureyri. Mæli ég eindregið með sýningunni í Hafn- arborg sem til þessa hefur víst verið skammarlega fásótt. Hún kom mér verulega á óvart. Lifandi orð MYNDLIST Hafnarborg Opið alla daga nema þriðjudaga kl. 11– 17. Sýningin stendur út árið 2005. Jón Laxdal Jón B.K. Ransu Morgunblaðið/Golli „Uppsetningin er sérlega vönduð og verkin í hörkusamræðum sín á milli sem og í samræðum við rýmið,“ segir Jón B.K. Ransu meðal annars. Félagsstarf Árskógar 4 | Bað kl. 8–16, handav. kl. 9–16.30, smíði/útskurður kl. 9– 16.30, boccia kl. 9.30, helgistund kl. 10.30, leikfimi kl. 11, myndlist kl. 13.30. Kynningarfundur um menn- ingar- og listahátíð eldri borgara í Breiðholti, 4. des. kl. 15. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, hárgreiðsla, böðun, leikfimi, myndlist, bókband, fótaaðgerð. Bólstaðarhlíð 43 | Bankinn opinn á morgun kl. 9.30 en ekki miðvikudag- inn 7. des. Dalbraut 18 – 20 | Fastir liðir. Jóla- hlaðborð kl. 17 2. des. Skráningu lok- ið. Sími 588-9533. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13. Félag kennara á eftirlaunum | Bók- menntaklúbbur í KÍ-húsi kl. 14–16. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Glerskurður kl. 9, málun kl. 13, ull- arþæfing og perlur kl. 13.30 og gler- skurðarhópur kl. 16, í Kirkjuhvoli. Vatnsleikfimi kl. 9.45 og karla- leikfimi kl. 13.15, í Mýri. Opið í Garða- bergi kl. 12.30–16.30, þar er handa- vinnuhorn. Félagsstarf Gerðubergs | Heimsókn í Ártúnsskóla kl. 10, samverustund kl. 10.30, vinnustofur opnar kl. 12.30, m.a. myndlist, rósamálun o.fl. Veit- ingar í hádegi og kaffitíma í Kaffi Berg. Allar uppl.á staðnum s. 5757720 og wwwgerduberg.is. Strætó S4 og 12 stoppa við Gerðu- berg. Félagsstarfið Langahlíð 3 | Hár- greiðslu- og fótaaðgerðastofur opna kl. 10, almenn handavinna kl. 13 og bingó kl. 15. Furugerði 1 | Kl. 9, aðst. við böðun, alm. handavinna. Kl. 13.30 verður kvenfatasala, kaffiveitingar kl. 15, bingó á föstudag kl. 14. Hraunbær 105 | Kl. 9 perlusaumur, postulínsmálun, hjúkrunarfræðingur á staðnum. Kaffi og spjall. Hár- greiðsla. Kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 12 hádegismatur, kl. 14 félagsvist og kl. 15 kaffi. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9, djass kl. 11, pútt kl. 10, glerbræðsla kl. 13 og bingó kl 13. Hvassaleiti 56–58 | Hannyrðir hjá Halldóru kl. 9–16, boccia kl. 10–11, fé- lagsvist kl. 13.30, vinningar, kaffi- meðlæti. Böðun fyrir hádegi. Fótaað- gerðir s. 5882320. Hársnyrting s. 5173005. Hæðargarður 31 | Fastir liðir. Skrán- ing hafin á jólahlaðborð sem verður 9. des. kl. 17. Skráningu lýkur 5. des. Korpúlfar, Grafarvogi | Sundleikfimi í Grafarvogssundlaug á morgun kl. 9.30. Mæðrastyrksnefnd Kópavogs | Mæðrastyrksnefnd Kópavogs verður með aukaopnun á fimmtudögum fram að jólum. Opið verður á sama tíma á þriðjudögum, kl. 16–18. Mót- taka er á sama tíma. Norðurbrún 1 | Vinnustofa opin kl. 9–16.30, leir kl. 9–12 og 13–16.30, boccia kl. 10. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9.30–12.30. Bókband og penna- saumur kl. 9–13, morgunstund kl.9.30, boccia kl. 10, hárgreiðsla og fótaaðgerðarstofur opnar, hand- mennt alm. kl. 13–16.30, glerskurður kl. 13, frjáls spilamenska kl. 13. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Kyrrðar- og fyr- irbænastund kl. 12 og hádegisverður á eftir. – Opið hús fyrir eldri borgara kl. 15. Upplestur, almennur söngur og hljóðfæraleikur, einsöngur: Óskar Pétursson. Áskirkja | Foreldrum er boðið til samveru með börn sín í safn- aðarheimili II kl. 10–12. Opið hús kl. 14–17. Samsöngur undir stjórn org- anista. Kaffi og meðlæti. Aðventu- fundur kl. 17 og 18. Digraneskirkja | Foreldramorgnar kl. 10 á neðri hæð. Leikfimi I.A.K. kl. 11.15, bænastund kl. 12. Barnastarf 6–9 ára kl. 17–18 á neðri hæð. Ung- lingastarf kl. 19.30–21.30 á neðri hæð. www.digraneskirkja.is. Garðasókn | Kyrrðar- og fyrirbæna- stund í Vídalínskirkju kl. 22. Tekið er við bænarefnum af prestum og djákna. Boðið upp á kaffi í lok stund- arinnar. Hallgrímskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, íhugun. Málsverður í safnaðarheimili eftir stundina. Hjallakirkja | Kirkjuprakkarar, 6–9 ára börn, hittast kl. 16.30–17.30. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Eld- urinn – fyrir fólk á öllum aldri – sam- vera kl. 21. Lofgjörð, vitnisburðir og kröftug bænastund. Jólasamvera eldri borgara kl. 15. Hafliði Krist- insson talar, söngur, kaffi og með- læti. Allir velkomnir. KFUM og KFUK | Fundur í AD KFUM kl. 20 á Holtavegi. Ólafur Eg- ilsson, fyrrverandi sendiherra í Kína, sér um efni. Hugleiðingu hefur sr. Gísli Jónasson. Allir karlmenn eru velkomnir. Laugarneskirkja | Kyrrðarstund í hádegi. Jólasamvera eldri borgara kl. 14, sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir og Edda Andrésdóttir kynna nýja bók. Ungt fólk frá Tónskóla Sig- ursveins leikur. Kl. 20 „Sorgin og jól- in“. Erna Blöndal, söngkona, kemur fram ásamt hljómsveit. Ókeypis að- gangur. Selfosskirkja | Morguntíð sungin í kl. 10. Fyrirbænir – einnig er tekið við bænarefnum. Kaffi í safnaðarheim- ilinu á eftir. Sr. Gunnar Björnsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.