Morgunblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sigurjón Stef-ánsson fæddist á Hólum í Dýrafirði 15. ágúst 1920. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Sól- túni í Reykjavík 17. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Sigrún Árna- dóttir, húsmóðir, frá Hörgshóli í Vestur-Hópi í Vest- ur-Húnavatnssýslu, f. 16. júlí 1884, d. 15. feb. 1926, og Stefán Guðmundsson frá Kirkjubóli í Dýrafirði, síðar bóndi, skútuskip- stjóri og útgerðarmaður á Hólum í Dýrafirði, f. 14. maí 1881, d. 18. sept. 1970. Albræður Sigurjóns voru Árni Rósinkrans, f. 23. mars 1915, d. 20. mars 1972; Guðmund- ur Marías, f. 2. maí 1917, d. 11. mars 1941. Hálfsystkini samfeðra eru: Ragnheiður, f. 27. okt. 1911, d. 28. nóv. 1985; Sigrún, f. 27. sept. 1931; Guðbrandur, f. 6. des. 1932; og Haraldur, f. 6. mars 1938. Hinn 16. júlí 1949 kvæntist Sig- urjón Ragnhildi Jónsdóttur, f. 18. feb. 1926. Foreldrar hennar voru Stefanía Vilborg Grímsdóttir, húsmóðir, frá Nykhóli í Mýrdal, f. 20. ágúst 1889, d. 16. feb. 1942, og Jón Högnason, skipstjóri, frá Eystri-Sólheimum í Mýrdal, f. 13. feb. 1891, d. 1. maí 1989. Ragn- hildur og Sigurjón eignuðust fjög- ur börn. Þau eru: 1) Stefanía Vil- borg, f. 20. júní 1947, gift Axel Eiríkssyni, f. 21. sept. 1948. Synir þeirra eru: Sigurjón, f. 12. feb. 1973, d. 13. maí 1991; Grímur, f. 13. maí 1976; og Hjalti, f. 29. júlí 1981. 2) Jón, f. 20. jan. 1951, kvæntur Ingu Sól- nes, f. 11. apr. 1951. Synir þeirra eru: Karl Sólnes, f. 28. júlí 1978; Friðrik Sólnes, f. 30. nóv. 1979; og Pétur Sól- nes, f. 7. júní 1987. 3) Sigrún, f. 12. feb. 1955, gift Roberto A. Spanó, f. 16. apríl 1940. Dóttir Sigrún- ar er Ragnhildur, f. 27. nóv. 1991. 4) Stefán, f. 12. apríl 1959. Sambýliskona hans er Guðrún Dröfn Marinós- dóttir, f. 18. feb. 1957. Börn þeirra eru: Davíð, f. 24. apríl 1991; og Sólrún, f. 14. maí 1994. Sigurjón lauk fiskimannaprófi frá Stýrimannaskólanum 1945. Árið 1952 tók hann við skipstjórn á nýsköpunartogaranum Ingólfi Arnarsyni, RE 201, sem hann var skipstjóri á í 20 ár þar til hann tók við skuttogaranum Bjarna Bene- diktssyni, RE 210, og síðar nýjum Ingólfi Arnarsyni, RE 201. Hann varð framkvæmdastjóri Togara- afgreiðslunnar hf. árið 1977. Þeg- ar eftirlaunaaldri var náð vann hann við netagerð hjá Kristjáni Ó. Skagfjörð hf. um árabil. Sigurjón var einn af stofnendum Oddfell- ow-reglunnar nr. 9, Þormóðs goða, fyrir 50 árum. Hann var í stjórn sjómannadagsráðs og í stjórn skipstjóra- og stýrimanna- félagsins Ægis. Árið 1977 var Sig- urjón sæmdur riddarakrossi hinn- ar íslensku fálkaorðu og árið 1983 var hann sæmdur heiðursmerki sjómannadagsins. Útför Sigurjóns verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. Elsku pabbi minn, mig langar að kveðja þig með örfáum orðum. Ég get ekki annað en samglaðst þér að hafa verið leystur frá þeim sjúk- dómsraunum sem á þig voru lagðar, þú varst orðinn svo þreyttur. Ég veit í hjarta mínu að við munum hittast aftur seinna. Minningarnar streyma fram í hugann, t.d. aftur til bernsku- áranna þegar ég var lítil og fyrir- ferðarmikil hnáta. Þá var pabbi skipstjóri á Ingólfi Arnarsyni og Grímur heitinn frændi, móðurbróðir minn, 1. stýrimaður. Þeir voru mjög nánir, ekki einungis sem samstarfs- menn, heldur líka sem mágar og vin- ir. Oftar en ekki sigldu þeir með aflann og seldu, ýmist í Bretlandi eða Þýskalandi. Ég og systkini mín biðum með eftirvæntingu eftir komu pabba og Gríms heim, við vissum fyrir víst, að þeir kæmu með eitt- hvað gott og nytsamt, eins og ávexti, föt á mannskapinn og sælgæti. Þá var hátíð í bæ hjá okkur í fjölskyld- unni, því ekki var um auðugan garð að gresja hvað þennan varning snerti í verslunum á Íslandi í þá daga. Þegar pabbi og Grímur komu „úr túr“ var ekki stoppað lengur í höfn en rétt á meðan landað var, mesta lagi í rúman sólarhring. Þá var mikið að gera í eldhúsinu hjá mömmu, hún útbjó alls kyns kræsingar, því von var á miklum gestagangi, í rauninni var alltaf mikill erill heima. Eldhúsið heima er óvenju rúmgott, alltaf vildi fólk setjast þar inn, því eitthvað í andrúmsloftinu gerði það að verkum að þar ríkti alveg sérstök stemning, var bekkurinn oftar en ekki þéttset- inn og jafnvel margsetinn, mikið var spjallað og enn þá meira hlegið. Mikið lán og gifta fylgdi pabba all- an hans feril á sjó og nánast sama áhöfn fylgdi honum öll árin sem hann var skipstjóri. Pabbi kom í land árið 1977. Hann var og gæfumaður í einkalífi, hrein unun var að fylgjast með sambandi foreldra minna. Mamma stóð sem klettur við hlið pabba í hvívetna, öll verkefni voru leyst farsællega, virð- ing, traust og samvinna einkenndi þeirra hjónaband. Þau voru glæsileg hjón. Heiðarleiki, prúðmennska og hóg- værð voru þeir eiginleikar sem hvað mest bar á í fari þessa virðulega manns. Hann trúði á Guð, og bað hann að vera með sér á degi hverj- um, ekki bara þegar meðbyr var, heldur og þegar mótbyr var. Hann var alvörugefinn, hann var einfari, gaf sig lítið að fólki og vildi eiga sín- ar stundir með sjálfum sér. Þegar sá hamur var á honum, reyndist hann þurr á manninn, gat jafnvel reynst fáskiptinn en í skjóli þessara per- sónueinkenna leyndist dásamlegur húmor og kímnigáfa sem alltof fáir fengu að njóta og orðheppinn var hann svo sannarlega. Pabbi gat ver- ið hrókur alls fagnaðar, ef því var að skipta, hann virkilega naut þess að drekka gott viskí. Hann var mikill göngugarpur, auk þess tók hann daglega sína sundspretti í sundlaug- unum í Laugardal. Lestur góðra bóka var hans ær og kýr, Íslendinga sögur, mannkynssaga og hvers kyns sagnfræðirit voru í þaula lesin. Þá voru rit Halldórs Kiljans Laxness í miklu uppáhaldi, einnig hlustaði hann mikið á óperusöng og söng karlakóra. Þegar á móti blés í lífi okkar Öddu, dóttur minnar, reyndist pabbi okkur mæðgum haukur í horni. Því mun ég aldrei gleyma og fæ ekki fullþakkað. Enginn gladdist meira en hann, þegar Roberto kom inn í líf okkar Öddu, leitt að þeir félagar skyldu ekki fá notið vinskapar hvor við annan miklu fyrr. Elsku pabbi minn, þín er sárt saknað, ég bið góðan Guð að vernda þig og blessa á nýjum miðum. Kannski ertu bara kominn aftur upp í brú og farinn að kalla „hífop“ eða „lagó“ út um brúargluggann, hver veit. Einnig bið ég Guð um styrk til handa minni móður, sem nú stendur á erfiðum tímamótum. Mamma mín, þú hefur staðið þig eins og hetja í veikindum pabba, meira er ekki hægt. Af öllum þeim gæðum sem okkur veitir viturleg forsjá til ánægjuauka er vináttan dýrmætust (Epikúros.) Sjáumst síðar, pabbi minn. Þín Sigrún. Það er svo, að menn kynnast mörgum á lífsleiðinni, margir eru þeir áhugaverðir og skemmtilegir, aðrir síður. Ég varð þeirrar bless- unar aðnjótandi að kynnast Sigur- jóni fyrir um þremur árum, þegar ég kynntist dóttur hans, henni Sigrúnu, sem nú er konan mín. Sigurjón tók mér af ljúfmennsku og leið mér strax eins og einum úr fjölskyldunni. Það er ekki öllum gef- ið að sýna stórmennsku um leið og ljúfmennsku, það er einungis á færi gegnheilla og þroskaðra manna, en af hvoru tveggja átti Sigurjón í mikl- um mæli. Stuttur tími í árum er stundum al- veg nægjanlegur til að kynnast per- sónu vel og vinskapur þarf ekki allt- af langan tíma til að þróast upp í virðingu og væntumþykju. Samband okkar varð einmitt þannig, að ég öðl- aðist strax djúpa virðingu fyrir Sig- urjóni og fann, að honum varð hlýtt til mín, eiginlega við fyrstu kynni. Fátt ber föður betra vitni en upp- eldi viðkomandi á börnum sínum, það vita allir sem til fjölskyldunnar þekkja, að þar var vel til vandað, hafa börn hans fengið ríkulegar vöggugjafir og einnig notið leiðsagn- ar og föðurlegs stuðnings inn í full- orðinsárin, gæði sem ekki verða nægjanlega þökkuð. Sigurjón var í hópi þeirra manna, sem bera íslenskri menningu hvað best vitni í huga okkar, sem erum af öðru þjóðerni. Algerlega einlægur, vel menntaður, víðlesinn og laus við tilgerð. Slíkir menn eru bestu sendi- herrar staðbundinnar menningar, því með viðkynningu við þá, sést svo vel, að menning er svo alþjóðleg í grunninn. Nú að leiðarlokum er mér aðal- lega þakklæti og söknuður í huga vegna þess að mega ekki lengur eiga þroskandi samskipti við tengdaföður minn, en einnig er djúp virðing fyrir dagsverki hans sem heimilisföður og leiðbeinanda sinna barna. Öllum aðstandendum samhrygg- ist ég innilega, en bendi á, að okkar bíða endurfundir. Ef menn fara að fordæmi Sigurjóns er engu að kvíða og sameiginlega sigrumst við á sorg- inni. Robert Albert Spanó. Þegar ég minnist tengdaföður míns, Sigurjóns Stefánssonar, er mér efst í huga virðing og þakklæti. Hann var ósérhlífinn og fremur al- vörugefinn maður. En alltaf var stutt í hlýjuna og brosið og ekki síst þegar rifjuð var upp gömul tíð og slegið á létta strengi um fyrrum samferðamenn á sjónum. Það var hógvær og afar hlýr mað- ur sem mætti mér fyrst þegar ég kom inn í fjölskylduna fyrir hartnær 30 árum og alla tíð síðan hefur hann verið mér sem nákominn ættingi. Ég kveð tengdaföður minn með söknuði og þakka honum fyrir að taka mér eins og hann gerði. Guð blessi minningu um góðan og sannan mann. Inga Sólnes. Ég man ljóslifandi eftir fyrstu ferð minni á sjóinn. Þá hafði hann afi minn fengið skiprúm fyrir mig hjá honum Steingrími Þorvaldssyni á Vigra RE 71. Ég var skjótt kallaður til. Lá veikur uppi í rúmi heima þeg- ar ég fékk símtal frá afa um að Vigri færi klukkan 14. Þá var klukkan 11. Ég var kominn um borð klukkan tvö og skömmu síðar á ytri höfninni með augun full af tárum þegar yfir mig þyrmdi minningar forfeðra minna til sjós, þeirra Sigurjóns afa og Gríms heitins Jónssonar stýrimanns. Ein- stakar þóttu mér þær stundir þegar ég fékk að heyra frá fyrstu hendi sögur af honum Sigurjóni afa. Og eins þegar skipstjórinn hafði næði og tók að sýna mér á sjókorti hvar hann afi minn hafði „aldeilis verið að fá hann“. Þau sumur sem ég hef ver- ið á sjó síðan hafa verið mér afar dýrmæt af þeim sökum. Því ekki var hann afi minn vanur að segja mér ævintýrasögur af sjónum eða frækn- ar fiskisögur þó seint hafi ég gefist upp á því að veiða þær upp úr hon- um. Hann var lítillátur. Þeir eru orðnir margir sem hafa fundið hjá sér þörf fyrir að segja mér frá kynn- um sínum við hann afa minn til sjós. Allir hafa þeir borið til hans mikið þakklæti. Ungur piltur fékk eitt sinn pláss hjá afa á Ingólfi Arnarsyni sem hann var mjög hreykinn af. Hann og vinir hans áttu ekki til orð yfir þá heppni hjá honum því þennan túr hélt afi upp á 50 ára afmælið sitt úti á sjó. Allir voru drengirnir græn- ir af öfund yfir heppni sjóarans unga. Annan hitti ég sem var hjá afa í byrjun sumars ’77. Þá voru þeir að fá’ann. Í eitt skiptið þegar var verið að hífa kom pokinn svo kýldur að vindurnar höfðu ekki nógan kraft. Kom að þær gáfu eftir og pokinn tóka að síga út. Þá stökk afi út og greip í pokann og ætlaði að halda við! En enginn heldur tugum tonna og trollið seig aftur út. Hann tók til hendinni þar sem þurfti. Ekkert verk var of smátt. Í þessum túr sprengfyllti afi skipið af toppafla og skömmu síðar, á þjóðhátíðardaginn það sumar, var honum veitt fálka- orðan fyrir vel unnin störf til sjós. Sigurjón var ávallt aflaskipstjóri en alla tíð þekktur fyrir að vera nýt- inn á veiðarfæri og annað og var út- gerðarkostnaður þáverandi flagg- skips íslenska skuttogaraflotans, Ingólfs Arnarsonar, aðeins hluti af kostnaði annarra og minni skipa. Sumarið ’56 hafði sjómaður einn sótt fast að komast að hjá Sigurjóni á salt. Þegar hann datt loks inn var hann heima með tak í baki. Hann gat ekki misst af tækifærinu og fór um borð. Sigurjón tekur eftir að strák- urinn beitir sér ekki rétt á dekkinu og kallar hann upp í brú og spyr: „Hvað amar að?“ Strákurinn þorði ekki annað en að segja skipstjóran- um alla sólarsöguna af bakinu. Stráknum til mikillar undrunar hlífði skipstjórinn honum upp frá þessu við allri erfiðisvinnu, lét hann hjálpa til uppi í brú þegar verið var að hífa og annað. Þessi sjómaður bað fyrir kæra kveðju til afa þegar hann sagði mér þessa sögu sumarið 2002, þá farinn að sinna eftirlitsstörfum til sjós. Þessar minningar og margar fleiri um stóran mann sem var svo hæg- látur hlýja mér nú. Margt frá afa mínum hef ég tekið mér til fyrir- myndar. Það var þó ein saga sem ég man hann afi sagði mér. Hún var frá því þegar hann fékk sitt fyrsta pláss til sjós. Þá var hann bara gutti og plássið aðeins á litlum bát. Eftir ver- tíðina hafði hann eignast stígvélin sín og sjógallann. Hann gleymdi aldrei þegar og hvar hann fékk fyrsta plássið þótt lítið væri. Já, hann afi minn hefur kennt mér margt. Það sem er svo fallegt er hvað hann afi elskaði ömmu alltaf mikið. Samúðarkveðjur, elsku amma mín. Betri minningar gæti ég ekki átt. Grímur Axelsson. Nú þegar minn kæri tengdafaðir, Sigurjón Stefánsson, er látinn lang- ar mig að minnast hans. Hann var af vestfirskum og hún- vetnskum ættum kominn og komst áfram í lífinu fyrir eigin dugnað og verðleika. Hann fæddist og ólst upp á Hólum í Dýrafirði og hafði sterkar taugar til æskuslóðanna. Hann minnti mig svolítið á vestfirsku fjöll- in, svo tignarleg og hljóð. Í lífi hans skiptust á skin og skúrir. Hann missti móður sína sex ára gamall og var það honum skiljanlega erfið lífs- reynsla. Eins og títt var um börn á þessum tíma fór Sigurjón snemma að hjálpa til við bústörfin og þegar hann hafði burði til fór hann að skjökta á kænu í Hólasjónum og renna fyrir fisk til heimilisbrúks. Einnig gegndi hann þeim ábyrgðarmikla starfa að fara með mjólkina inn á Þingeyri til fastra kaupenda. Fyrir stuttan snáða var þetta langt ferðalag, yfir á að fara, og gat verið hættusamt og ekki hjálpaði myrkfælnin. Þegar þessi ár bar á góma sagði Sigurjón einhverju sinni að ekki hefði verið um marga kosti að ræða fyrir fátæk- an sveitadreng í Dýrafirðinum, það voru sveitastörfin, sjórinn eða eitt- hvert snudd inni á Þingeyri. Hann valdi sjóinn. Fimmtán ára komst hann á skakbáta og eftir það fór hann á vetrarvertíð og má segja að þar með hafi hann hleypt heimdrag- anum. Ég hitti Sigurjón fyrst árið 1970 þegar konan mín sem síðar varð kynnti mig fyrir honum. Hann spurði mig nokkurra almennra spurninga, ekki óvinsamlega, en samt eins og hann væri ekki alveg með hugann við stað og stund. Síðar lærði ég að þegar brottfarardagur- inn hjá skipstjóranum nálgaðist var eins og hann væri lagður af stað, svo upptekinn var hann af starfi sínu og þeirri ábyrgð sem því fylgdi. Kannski ekki að undra þar sem starf hans var algjörlega árangurstengt. Samverustundir okkar urðu stopul- ar næstu árin þar sem Sigurjón stundaði sjóinn af miklum dugnaði. Haustið 1971 var hann fenginn til að fara til Bilbaó á Spáni að fylgjast með smíði togaranna Bjarna Bene- diktssonar og Ingólfs Arnarsonar fyrir Bæjarútgerð Reykjavíkur og árið 1972 tók hann við Bjarna Bene- diktssyni og var skipstjóri á honum þar til smíði Ingólfs Arnarsonar lauk. Umskiptin frá gamla síðutog- aranum Ingólfi yfir í skuttogarnana Bjarna og Ingólf voru mikil, frá gufuvélaraflinu yfir í díselvélaraflið, eða það fannst okkur fjölskyldunni að minnsta kosti. Hann gerði lítið úr því og sagði þetta framþróun en við- urkenndi þó að öll aðstaða væri betri og öruggari fyrir áhöfnina. Áhöfnin fylgdi Sigurjóni öll af gamla Ingólfi yfir á nýju skipin en margir skip- verjanna höfðu verið með Sigurjóni í þetta fimm til tíu ár og þaðan af lengri tíma. Hann var fimm ár skip- stjóri á skuttogurunum og hélt upp- teknum hætti og var með aflahæstu skipstjórunum eins og hann hafði verið um langt árabil. Það segir kannski ekki alla söguna því rekstr- arleg afkoma skipanna var mjög góð þar sem nýting veiðarfæra var með því allra besta og olíukostnaður með því lægsta miðað við aflamagn. Hann var skipstjóri í 25 ár sem er langur tími í svo kröfuhörðu starfi. Starfi sem krefst þekkingar, áræði, útsjónarsemi, úthalds og einbeiting- ar. Að vera svo fengsæll skipstjóri við Íslandsstrendur í heil 25 ár er aðdáunarvert. Þegar rætt var um sjómannsfer- ilinn við Sigurjón minntist hann aldrei á álagið sem fylgdi skipstjóra- starfinu en játti því hins vegar að aflinn hefði oft verið góður en það sem hann var samt þakklátastur fyr- ir var að hafa aldrei misst mann eða nokkur hefði slasast alvarlega um borð hjá honum. Sigurjón ákvað að koma í land áð- ur en hann yrði of gamall til að breyta til og árið 1977 tók hann við stjórn Togaraafgreiðslunnar í Reykjavík og gegndi því starfi næstu árin. Það er mikil breyting fyrir sjó- mann að koma í land úr reglubund- inni hrynjandi sjómannslífsins í amstur og eril hvunndagsins í landi og tók minn kæri tengdafaðir því með stöku jafnaðargeði og fór að stunda sund og gönguferðir reglu- lega og hélt sér í góðu líkamlegu formi. Fyrir tengdamóður mína, Ragnhildi, sem hafði séð um barna- uppeldið að mestu leyti og rekið heimilið af miklum myndarskap öll þessi ár veit ég að það var langþráð stund að fá að njóta samvista við Sigurjón dagsdaglega og hafa hann sér við hlið. Heimili þeirra á Aust- urbrúninni hefur alltaf verið mið- punktur stórfjölskyldunnar, rausn- arlegt heim að sækja og léttleikinn þar í fyrirrúmi. Kjölfestan í lífi hans var Adda tengdamóðir mín og heim- ili þeirra. Drengirnir okkar Stefaníu hafa notið hljóðlátrar vináttu afa síns og þegar þeir sýndu áhuga á að komast í skipsrúm þá sagði hann þeim að þeir mættu nefna nafnið sitt ef lítið lægi við. Og það var eins og við manninn mælt að á skipsfjöl komust þeir. Ef ég ætti að lýsa Sigurjóni tengdaföður mínum með fáum orð- um, þá var hann heiðarlegur, hrein- skiptinn, reglufastur, metnaðarfull- ur en nægjusamur. Hann var ekki SIGURJÓN STEFÁNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.