Morgunblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 54
54 FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Ég lít út um gluggann og lygni svo aftur augum í mildu skini mánans sé þá fyrir hugskotssjónum svipmyndir birtast og endurspila allar mínar uppáhalds senur Þú í essinu þínu dansandi flottur og fágaður geislandi af húmor og hlátrasköllum stjarna meðal stjarna það er minning mín um þig Þú sem sigldir gegnum lífsins stríðu strauma sem sigldir gegnum lífsins stríðu strauma þér var að lokum vaggað í svefn af blíðri báru sem bar þig í aðra veröld – ofar skýjum Svo opna ég augun og horfi á mánann – hálfan – háleitan – og glottandi út í annað hann er að hlæja með þér og mig langar svo að vita – hjartans vinur hvað þú varst að spauga – einmitt núna (Þorgerður Mattía.) Kveðja. Þín dóttir, Ólöf. Mig langar til að minnast elsku- legs afa míns í nokkrum orðum. Þegar maður hugsar til baka með söknuði er ekki annað hægt en að BJARNI EINAR BJARNASON ✝ Bjarni EinarBjarnason fædd- ist í Reykjavík 12 júlí 1921. Hann lést á Landspítalanum – háskólasjúkrahúsi 23. nóvember síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Frí- kirkjunni í Hafnar- firði 30. nóvember. brosa. Hann afi var nefnilega ótrúlega mikill húmoristi. Hann sá alltaf spaugi- legu hliðarnar á öllu. Hann var ótrúlega hnyttinn í tilsvörum og gerði oft hvers- dagsleg atvik að því- líkum skemmtisögum að nærstaddir veltust um af hlátri. Á þess- ari stundu hefði hann viljað að fjölskyldan kæmi saman og héldi stórt og mikið kveðju- partí, þar sem allir væru glaðir og kátir og skiptust á bröndurum og skemmtisögum. Já, það hefði hann sko viljað. En afi var ekki bara brandara- kall. Hann var líka ótrúlega greiða- samur og vildi allt fyrir alla gera. Ef eitthvað þurfti með eða mann vantaði einhverja aðstoð, er honum best lýst með orðunum „ég kem strax“. Hann var alltaf boðinn og búinn. Það var svo margt sem hann gerði fyrir okkur Kristínu Sunnu, sem við erum honum óendanlega þakklátar fyrir. Þrátt fyrir 50 ára aldursmun, sem fyrir sumum er eins og himinn og haf, þá vorum við miklir félagar, og það leið ekki sá dagur að hann hringdi ekki til þess að spjalla og athuga hvernig við hefðum það. Þess á milli sem hann kom til okkar í mat. Hann „átti“ sín sæti við eldhúsborðið og í stofunni, og mikið rosalega hefur verið tóm- legt að fá hann ekki í heimsókn. Honum fannst alltaf svo gott að koma til okkar allra og kom til skiptis í mat til mín, mömmu og Sæ- rúnar, og veit ég að hann mat það mjög mikils og fannst voða gott að koma til okkar. Það var alltaf gam- an að fá hann í heimsókn. Hann var alltaf svo ljúfur og vinalegur og hafði oft frá mörgu skemmtilegu að segja. Hann vildi okkur Kristínu Sunnu allt það besta og gerði allt sem í hans valdi stóð til að svo gæti orðið. Ég get eiginlega ekki lýst því hvað allt er tómlegt án hans. Hann var alltaf fastur punktur í tilverunni sem aldrei brást. Mikið óskaplega sakna ég hans. Það er svo óendanlega margs að minnast. Hann var afar stoltur af fjölskyldu sinni og þreyttist aldrei á að segja hverjum sem heyra vildi, hvað hann ætti nú góða að, sem allt vildu fyrir hann gera. Ég sagði þá svo oft við hann að þetta hlyti að vera í genunum. Þá hló hann. Hann var ofsalega hress alltaf og dugleg- ur þrátt fyrir veikindin og að vera orðinn 84 ára gamall. Hann gerði allt sjálfur, alltaf með tuskuna á lofti og þar af leiðandi var alltaf allt svo hreint og fínt hjá honum. Svo keyrði hann eins og herforingi sinn hreina og fína ameríska bíl, sem svo sannarlega var í hans huga sem einn af fjölskyldunni. Ég gæti skrifað heila bók til minningar um óforbetranlegan mann sem var engum líkur, en minningarnar geymi ég í hjarta mínu og minnist allra góðu stund- anna sem við áttum saman. Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt svona yndislegan afa sem var mér svo af- skaplega kær. Með innilegu þakk- læti fyrir allt það sem hann gerði fyrir mig og Kristínu Sunnu, viljum við mæðgur kveðja yndislega mann sem var okkar klettur sem alltaf var hægt að treysta á. Guð blessi okkar elskulega afa og langafa. Við kveðjum hann með söknuði og full- ar þakklætis fyrir allt og allt. Minn- ing hans lifir ávallt í hjarta okkar. Blessuð sé minning hans. Þínar Steinþóra og Kristín Sunna. Elsku afi. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði. Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Blessuð sé minning þín. Kveðja. Þinn nafni, Bjarni Leó. Gamall vinur, Bjarni Einar Bjarnason er fallinn frá. Ég kynnt- ist Bjarna árið 1973 þegar ég hóf störf við álverið í Straumsvík. Þó töluverður aldursmunur væri á okk- ur varð okkur fljótt vel til vina. Bjarni var vörpulegur og ótrúlega snar í snúningum á þessum árum. Einnig virtist mér hann vera for- inginn í hópnum sem samanstóð af miklu leyti af gömlum togarajöxlum og mönnum sem höfðu ýmislegt reynt í lífinu. Ég var ungur og óreyndur og mér fannst ég einstak- lega heppinn að Bjarni skyldi taka mig undir sinn verndarvæng svo ég yrði samþykktur í hópnum. Við Bjarni áttum eftir að starfa saman í mörg ár og frá þeim tíma er ótrú- lega margs að minnast sem tengdist gamansemi hans og uppátækjum. Hann hafði einstakt lag á að koma mér í gott skap og láta mig hætta að hugsa um að lífið væri stundum erfitt og leiðinlegt. Bjarni hafði vissulega ríka skapsmuni og gat verið fastur fyrir fyndist honum að sér vegið. En oftast fannst mér húmorinn og stráksskapurinn vera ríkjandi í fari hans. Einhvern veg- inn var það svo að ég skynjaði aldr- ei aldursmuninn á okkur því Bjarni var alla tíð ungur í anda. Bjarni brenndist tvívegis illa á löngum starfsferli sínum hjá ál- verinu og mér mun seint líða úr minni hvað hann tók áföllunum af miklu æðruleysi. Það var gott að koma til Bjarna og Júllu, konunnar hans, á þessum árum. Hún var kjarnmikil og hlý kona sem tók mér einstaklega vel og horfði fram hjá því þótt ég væri stundum brokk- gengur á mínum yngri árum. Oftar en ekki fór ég frá þeim vel nestaður af fiski, slátri og öðru góðgæti sem kom sér vel á fyrstu árunum eftir að ég stofnaði mína fjölskyldu. Hennar minnist ég af hlýju og virð- ingu. Ég renni í grun að Bjarna hefði ekkert líkað það sérstaklega vel að um sig væri skrifuð eintóm lofrulla en fyrir mér var hann einfaldlega mikill gleðigjafi. Ég kveð þig með virðingu, gamli vinur. Sjáumst síð- ar. Aðstandendum Bjarna votta ég mína innilegustu samúð. Hrafn Þórðarson. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, KRISTVIN JÓSÚA HANSSON húsasmíðameistari, Efstasundi 94, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstu- daginn 2. desember kl. 15.00. Anna G. Hallsdóttir, Þorbjörg Kristvinsdóttir, Bjarni B. Sveinsson, Höskuldur Kristvinsson, Barbara J. Kristvinsson, Hallur Kristvinsson, Sigrún Einarsdóttir, Katla Kristvinsdóttir, Jóhann Thoroddsen, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, KRISTINN JÓN LEVÍ JÓNSSON húsasmíðameistari, til heimilis í Sundstræti 31A, Ísafirði, verður jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju laugardag- inn 3. desember kl. 14.00. Anna Sigríður Kristjánsdóttir, Ragnhildur Guðný Flyger, Henning Beck Flyger, Matthías Kristinsson, Björk Gunnarsdóttir, Sigríður Júlíana Kristinsdóttir, Jens Andrés Guðmundsson, Bjarney Kristinsdóttir Vatne, Øystein Vatne, Guðmundur Kr. Kristinsson, Elsa Jóna Sveinsdóttir, afabörn og langafabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýju vegna andláts og útfarar ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞÓRUNNAR Þ. GUÐMUNDSDÓTTUR frá Skálum á Langanesi. Úförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir til starfsfólks á dvalarheimilinu Garðvangi, Garði, fyrir frábæra umönnun og hlýju. Guðbjörn Ragnarsson, Stefanía Finnsdóttir, Georg H. Ragnarsson, Olga Ragnarsdóttir, Kristján G. Valdimarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Alúðarþakkir kunnum við þeim, sem sýndu okkur hluttekningu og vinarhug við andlát eiginkonu minnar og móður okkar, INGIBJARGAR ÞÓRÓLFSDÓTTUR, Vogatungu 35, Kópavogi. Starfsfólki hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíðar, sem annaðist hana um árabil, þökkum við af einlægni. Halldór Þórðarson, Guðmundur Halldórsson, Þórólfur Halldórsson, Ágústa Halldórsdóttir, Auðbjörg Halldórsdóttir. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HILMIR HINRIKSSON, Bláskógum 11, Hveragerði, verður jarðsunginn frá Hveragerðiskirkju laugar- daginn 3. desember kl. 14.00. Erlendur Hilmisson, Hólmfríður K. Hilmisdóttir, Björg Hilmisdóttir, Hjörtur Már Benediktsson, Brynjólfur Hilmisson, Anna Viktoría Högnadóttir, Júlíana Hilmisdóttir, Viktor Sigurbjörnsson, Harpa Hilmisdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Morgunblaðið birtir minningargrein- ar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkostur- inn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingar- degi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bil- um - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsing- ar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi að- eins fram í formálanum, sem er feit- letraður, en ekki í minningargreinun- um. Undirskrift Minningargreinahöfund- ar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir Ef mynd hefur birst í tilkynn- ingu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráð- legt að senda hana á myndamót- töku: pix@mbl.is og láta umsjónar- menn minningargreina vita. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.