Morgunblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR STJÓRNENDUR 365 prent- og ljósvakamiðla ætla að hætta við að flytja 120 starfsmenn til við- bótar í húsnæði fyrirtækisins í Skaftahlíð og ráða öryggisverði til að gæta þess að löglega sé lagt, en íbúar við götuna hafa mótmælt aukinni um- ferð og fjölda bíla starfsmanna 365 sem lagt hef- ur verið ólöglega vegna skorts á bílastæðum. Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsráðs Reykjavíkur, átti viðræður við forsvarsmenn 365 í gær og fyrradag og segir hann að fyrirtækið ætli að ganga lengra en því beri skylda til í við- leitni við að bregðast við kvörtunum íbúa. „Við ræddum áhyggjur íbúa af ástandinu í göt- unum í tengslum við flutning fyrirtækisins, sem ég held að séu áhyggjur sem allir taka undir,“ segir Dagur. „Ástandið í götunum hefur ekki verið gott og við vorum sammála um það í þess- um viðræðum að það þurfi að taka á því af ábyrgð og festu, og ég er ánægður með nið- urstöðuna,“ segir Dagur. Áfram við Krókhálsinn Gunnar Smári Egilsson, framkvæmdastjóri 365 prent- og ljósvakamiðla, segir að félagið verði áfram með aðstöðu við Krókháls, þar verði áfram framleiddir þættir aðrir en þeir sem snúa að dægurmálum og fréttum. Auk þess verði ákveðnar deildir fyrirtækisins til húsa þar áfram, t.d. flutnings- og þýðingardeild og þjónustuver. „Fyrirtækið mun standa fyrir átaki gegn bílum sem lagt er ólöglega, og hafa fengið öryggisþjón- ustufyrirtækið Securitas með sér í lið í því efni. Borgaryfirvöld ætla að endurbæta hraðahindr- anir og fjölga þeim, auk þess sem við erum með til skoðunar að loka íbúðargötum til að stoppa gegnumakstur, en það getur kallað á formlega breytingu á skipulagi, svo það mál er ekki full- unnið,“ segir Dagur. Enn fremur hefur verið gefið leyfi til að byggja bílakjallara fyrir 75 bíla á lóð 365 og segir Gunnar Smári að vinna við kjallarann hefjist næsta sumar. „Óánægjan [hjá íbúunum] á sér í sjálfu sér 30 ára sögu, alveg frá því þessi hús voru byggð. Ég á ekki von á að það breytist, en það er heldur ekki þannig að fyrirtæki þurfi að sækja um leyfi, frekar en fólk almennt, til þess að flytjast á milli húsa. Ég lít hins vegar á það sem skyldu mína og skyldu borgaryfirvalda að koma til móts við ábendingar eftir því sem hægt er,“ segir Dagur, aðspurður hvort aðgerðirnar dugi til að slá á óánægju íbúa í nágrenni 365 prent- og ljós- vakamiðla. Sómi af því að axla ábyrgð „Mér finnst raunar ákveðinn sómi af því að fyrirtækið bregðist svona við þessum áhyggju- röddum og finni 120 starfsmönnum aðrar starfs- stöðvar, og í raun axli það ábyrgð umfram sínar skyldur með því að kalla til öryggisverði, og leggja í kostnað við að stýra notkun bílastæða í götunum þarna, sem auðvitað var vandamál löngu áður en 365 flutti inn á þetta svæði,“ segir Dagur. 365 prent- og ljósvakamiðlar bregðast við mótmælum íbúa við Skaftahlíð í Reykjavík Fleiri starfsmenn ekki fluttir Morgunblaðið/Ásdís Þessi ökumaður lagði við brunahana við húsnæði 365 prent- og ljósvakamiðla í gær. Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is „ÞAÐ er ánægjulegt að það sé komið til móts við okkur, það er alveg klárt að þarna verða færri en gert var ráð fyrir, það munar um 120 manns. Það hlýtur að minnka álagið miðað við það sem fyrirséð var,“ segir Hilmar Sig- urðsson, formaður nýstofnaðra Íbúasamtaka 3. hverfis, og íbúi við Skaftahlíð. Hann segist vonast til þess að þetta sé fyrsta skrefið að því að 365 prent- og ljósvakamiðlar og Reykjavíkurborg setjist niður með íbúunum til að leysa þetta vanda- mál. Hann viðurkennir þó að besta lausnin fyrir íbúana væri að starfsemi 365 flyttist úr götunni og í staðinn yrði þar sett upp íbúavæn þjónusta, t.d. heilsu- gæsla. Hilmar segir ástandið í götunni hafa verið afar erfitt, bílum lagt beggja vegna götunnar svo varla sé rúm fyrir bíla að keyra á milli, hvað þá að mætast, og af því hljótist bæði tafir og verði jafnvel árekstrar. Íbúar hafi jafnvel lent í því að lagt var fyrir bílskúr þeirra svo bíllinn var lokaður inni. Ekki er víst að það dugi að vera með öryggisvörð til að stöðva fólk í að leggja ólöglega, enda segir Hilmar ljóst að bílstjórarnir muni leggja einhvers staðar, og í raun sé bara verið að beina þeim lengra inn í hverfið. Það sé engan veginn viðunandi lausn. Fyrsta skrefið að lausn vandamálsins? FRJÁLS framlög vegna bleiku slaufunnar svokölluðu námu 1,4 milljónum króna, en ágóðinn rennur til fræðslu og for- varna um gildi brjóstaskoðunar og brjóstakrabbameins- leitar. Krabbameinsfélagið og Samhjálp kvenna fengu styrkinn afhentan í vikunni. Í mörgum löndum hefur októbermánuður ár hvert verið helgaður árvekni um brjóstakrabbamein. Íslendingar tóku nú í sjötta sinn þátt í þessu átaki á þann hátt að á þrjátíu út- sölustöðum Estée Lauder snyrtivara var dreift bleikum slaufum, tákni átaksins, og tekið við frjálsum framlögum í sérmerkta söfnunarbauka. Ágóðanum, 1400 þúsund krón- um, verður varið til að fræðslu og forvarna um gildi brjósta- skoðunar og brjóstakrabbameinsleitar. Árveknisátakið fólst einnig í því að vekja athygli á þessum sjúkdómi, sem tíunda hver kona á Íslandi greinist með ein- hvern tíma á lífsleiðinni, fræða um hann og hvetja konur til að nýta sér boð Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins um röntgenmyndatöku. Konurnar brugðust vel við því að óvenju góð aðsókn var í október. Í tengslum við átakið voru Bessastaðir lýstir upp í bleik- um lit í byrjun október, í boði Orkuveitu Reykjavíkur, og bleiku ljósi varpað á mannvirki á mörgum öðrum stöðum á landinu. Í frétt frá Krabbameinsfélaginu segir að félagið meti mik- ils þennan stuðning við baráttuna gegn brjóstakrabbameini og vilji þakka öllum sem lögðu lið við októberátakið. Morgunblaðið/Ómar Sigurður Björnsson, formaður Krabbameinsfélags Íslands, og Guðrún Sigurjónsdóttir, formaður Samhjálpar, tóku við ágóða af söfnun vegna bleiku slaufunnar frá Evu Garðarsdóttur Kristmanns og Guðlaugi Kristmanns frá Estée Lauder. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var viðstaddur afhendinguna. 1,4 milljónir söfnuðust með bleiku slaufunni GRUNUR um að nauðgarar hafi eitrað fyrir fórnarlömbum sínum með lyfjum vaknar í um 5–7 málum á hverju ári. Blóðrannsókn fer aðeins fram ef málið er kært til lögreglu en Eyrún Jónsdóttir, umsjónarhjúkr- unarfræðingur Neyðarmóttöku vegna nauðgana, telur að betur færi á því að Neyðarmóttakan fái fjár- magn til að láta gera slíkar rann- sóknir, óháð því hvort málin eru kærð eða ekki. Konur eru um 96% þeirra 115–120 einstaklinga sem leita til Neyðar- móttökunnar ár hvert. Um 37% þeirra sem þangað koma eru yngri en 18 ára og 67% eru yngri en 25 ára. Hugsanlega gefið sljóvgandi lyf Fyrir stuttu var 28 ára gamall maður, Stefán H. Ófeigsson, dæmd- ur í 2½ árs fangelsi fyrir að nauðga stúlku, fæddri árið 1986, á hrotta- fenginn hátt. Fram kom í dómnum að stúlkan taldi hugsanlegt að hann hefði gefið henni sljóvgandi lyf áður en hann réðst á hana. Þó að minni hennar af árásinni hefði verið glopp- ótt varðandi sum atriði mundi hún eftir henni og streittist bæði á móti og gaf skýrlega til kynna að hún vildi að maðurinn hætti. Jafnframt kemur fram að hún dró að leggja fram kæru þangað til starfsmaður á Neyð- armóttökunni hafði samband við hana og sagði henni að önnur kona hefði lent í sama manni og ráðlagði henni að hafa samband við lögfræð- ing. Í framhaldi af því ákvað hún að leggja fram kæru vegna málsins. Rétt er að taka fram að Stefán H. Ófeigsson neitaði því að hafa byrlað stúlkunni ólyfjan og hann neitaði jafnframt að hafa átt nokkurt kyn- ferðislegt samneyti við hana. Áverk- ar á líkama stúlkunnar þóttu hins vegar renna stoðum undir trúverð- uga frásögn hennar en að sama skapi þótti frásögn Stefáns ótrú- verðug. Þá segir í dómnum að lög- reglumaður sem hafði afskipti af stúlkunni eftir að hún fór af heimili Stefáns, fannst hún vera í annarlegu ástandi og ekki í dæmigerðu ölv- unarástandi. Vinkona hennar bar einnig um að stúlkan hefði verið und- ir áhrifum áfengis en vel áttuð á stað og stund þegar hún skildi við hana um klukkan átta um morguninn, daginn sem hún varð fyrir árásinni. Um fimm klukkustundum síðar, þegar vinkona hennar hringdi í hana, hafi hún verið undir ann- arlegum áhrifum eða mun drukknari en um morguninn. Eftir að stúlkan kom á Neyð- armóttöku, að kvöldi dagsins sem árásin var framin, var tekið úr henni blóðsýni en niðurstaða rannsóknar á því var að hún hefði hvorki verið undir áhrifum áfengis né þeirra lyfja sem rannsóknin náði til. Dýrar rannsóknir Eyrún Jónsdóttir hjá Neyðarmót- tökunni segir að oft sé erfitt að skera úr um hvort eitrað hafi verið fyrir fórnarlömbum nauðgana. Lyf sem notuð séu til slíks skiljist gjarnan hratt frá blóði og því mikilvægt að viðkomandi leiti sem allra fyrst til Neyðarmóttökunnar. Blóðsýni geymast í allt að eitt ár og sé sýni tekið fljótlega eftir að árás hefur verið framin er því hægt að greina lyfin allt að einu ári síðar. Rannsóknir á því hvort lyf séu í blóði kosta frá 40.000–100.000 krón- ur. Eyrún segir að Neyðarmóttakan hafi ekki efni á því að láta gera slíkar rannsóknir og þær eru aðeins gerðar ef mál hefur verið kært til lögreglu. Hún telur að betra væri að Neyð- armóttakan fengi heimildir til að láta gera slíkar rannsóknir er ástæða væri til. Fólk sem verði fyrir nauðg- unum þar sem grunur léki á því að því hefði verið byrluð ólyfjan, myndi oft lítið sem ekkert eftir árásunum og vildi jafnvel ekki leggja fram kæru fyrr en staðfest hefði verið að eitrað hefði verið fyrir þeim. Eyrún segir að mikilvægast sé að taka meira tillit til upplifunar og frá- sagnar fórnarlambanna, fremur en að einblína á hvort tiltekin efni hafi verið í líkama þeirra. Ástæða sé til að horfa í auknum mæli til þess hvort báðir aðilar hafi átt kynmök af fúsum og frjálsum vilja. Í Noregi sé m.a. farið að dæma fyrir nauðgun af gáleysi og menn krafðir svara um það hvers vegna þeir hafi komið fram vilja sínum gegn manneskju sem hvorki hafi getað samþykkt eða neitað að taka þátt í kynferðislegum athöfnum vegna áhrifa lyfja eða áfengis. Grunur um lyfjanauðganir vaknar 5 til 7 sinnum á ári Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.