Morgunblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR AKUREYRI LANDIÐ Sauðárkrókur | Út eru komnar tvær veglegar bækur um friðaðar kirkjur í Skagafirði, en bækurnar eru í ritröð um slíkar kirkjur á Ís- landi. Var útgáfa þess- arar bókaraðar ákveð- in í tengslum við eitt þúsund ára afmæli kristni á Íslandi, og var ákveðið að byrja á prófastsdæmum hinna fornu biskupsstóla Skálholts og Hóla. Í tilefni af útgáfu bókanna var opnuð sýning í Safnahúsinu á Sauðárkróki, þar sem eru á veggspjöldum sýndar umræddar kirkjur og það sem helst einkennir þær, auk þess sem í sýning- arkössum eru meðal annars ýmsir gamlir kirkjugripir, og frum- teikningar úr teikningabók Árna Jónssonar trésmiðs, sem nýlega eru fundnar, og taldar eru vera af kirkjunum í Goðdölum og Felli. Þorsteinn Gunnarsson arkitekt gerði grein fyrir þeim kirkjum sem friðaðar eru í Skagafirði. Sagði hann frá byggingarsögu kirknanna og benti á að þrátt fyrir ein- angrun og oft lítil efni, voru kirkjurnar reistar af stórhug og báru einnig oftar en ekki merki erlendra strauma og stefna í byggingarlist. Þá drap hann einnig á merka gripi sem þessi öldnu guðshús geyma. Dalla Þórðardóttir, prófastur á Miklabæ, opnaði sýn- inguna formlega og lýsti ánægju sinni með að þessar glæsilegu bækur væru komnar út, og sem hún sagði að innihéldu mjög mikinn fróðleik um kirkjurnar og búnað þeirra. Sagði sr. Dalla að Héraðsnefnd prófastsdæmisins hefði ákveðið að eintak af bókunum yrði sent hverri kirkju til eignar. Fjölmargir gestir voru viðstaddir opnunina og þágu veitingar í boði sýningarhaldara. Kirkjulistarsýning í Safna- húsinu á Sauðárkróki Morgunblaðið/Björn Björnsson Opnun Dalla Þórðardóttir, pró- fastur á Miklabæ, opnar kirkju- listarsýninguna í Safnahúsinu. Kirkjurnar voru reistar af stórhug Reykjahverfi | „Hugmyndin að fram- leiðslu á lúxuskjöti til veitingahúsa vakn- aði aftur í vor þegar við komum í sveit- ina,“ segir Atli Jespersen sem nýlega flutti ásamt fjölskyldu sinni að Steinholti í Reykjahverfi. „Reyndar byrjaði þetta hjá mér fyrir nokkrum árum þegar kunningi minn fór að tala um þennan búskap, en þetta er orðið að veruleika og nú búum við með 200 kjötdúfur.“ Atli og kona hans, Elín Sigurborg Harðardóttir, keyptu dúfurnar í haust úr Austur-Landeyjum og eru þau eina fólkið í landinu sem býr með dúfur með það að markmiði að selja kjöt til veitingahúsa. Dúfur þessar eru af kjötkyni og því þyngri en venjulegar dúfur sem víða eru í borgum Evrópu. Þessar dúfur komu fyrst til landsins árið 2000 frá Noregi, en fyr- irtækið Hafursfell ehf. sem um þær var stofnað á sínum tíma, varð aldrei mjög stórt. Það fyrirtæki fengu þau keypt með dúfunum og er Elín stjórnandi þess. „Draumurinn er að fjölga í allt að 3.000 þúsund dúfur eða 1.500 pör og framleiða nægilegt kjöt á markaðinn því hann er fyrir hendi,“ segir Atli og bætir við að sláturvigt kjötdúfnanna sé 420 grömm að meðaltali. „Sumar dúfur eru allt að 500 grömm sem er mun þyngra en innfluttu dúfurnar sem hér er að finna í mat- vöruverslunum. Það eru sumt franskar dúfur sem eru eins og smáfuglar.“ Mikill stofnkostnaður Húsnæðið sem þau eru með er í minka- skála á næsta bæ þar sem heitir Stekkjar- holt og hefur Atli innréttað 100 fermetra pláss fyrir dúfurnar, einangrað vel og er með upphitun og loftræstingu. Hann hef- ur því lagt mikla vinnu í byrjunina og hugsar sér að auka við sig plássið í skál- anum um 4 til 5 hundruð fermetra til þess að komast í þá bústærð sem hann stefnir að. Aðspurður segir hann að það kosti mik- ið að koma þessu upp en því miður eigi þau ekki rétt á stofnláni eins og bændur í öðrum búgreinum. Fara verði aðrar leiðir í því að útvega fjármagn, en alls kosti það um fjórar milljónir að láta drauminn ræt- ast og er þá hans vinna ótalin. Þá skal geta þess að dúfunum verður slátrað í löggiltu fuglasláturhúsi sem stað- sett er í Hvalfirði en öll kjötvara sem seld er þarf að fara í gegnum heilbrigð- isskoðun. Það kostar mikið að koma upp viðurkenndu sláturhúsi og það er háð reglugerðum af ýmsum toga sem getur verið dýrt að uppfylla. Fyrstu ungarnir komnir Að sjá eru dúfurnar mjög ánægðar á nýja staðnum og þar er þurrt og vistlegt. Uppistaðan í fóðrinu er ómalaður maís, en Atli bætir við skeljakalki og varpfóðri. Nú þegar liggja margar dúfur á eggjum og sumar eru komnar með unga þrátt fyr- ir mikið rask í haust vegna flutningsins norður. Þær liggja yfirleitt á 1 til 2 eggj- um og skiptast karlinn og kerlingin á að halda hita á eggjunum. Sem sagt: Jöfn vinnuskipting á dúfnaheimilinu. Þær unga út oft á ári og er framleiðslugeta parsins talin 8,2 ungar, ef vel gengur. Atli segir að nokkuð sé í að þau geti selt umtalsvert magn af kjöti því nú fari mikið í það að fjölga í stofninum og setja verði flesta fugla á til framhaldsræktunar. Lík- lega taki þetta tvö ár. Þá er líka eftir að stækka húsnæðið en Atli er lærður smiður og mun því ekki þurfa að fá aðkeyptan verktaka í það. Fjölskyldan er ánægð með það að hafa flutt frá Akureyri þar sem þau voru áður, en kona hans Elín var í sveit á Barða- strönd sem barn og kann betur við sig í dreifbýli. Atli er sveitamaður af lífi og sál, en hann er alinn upp í Miðhvammi í Að- aldal og því nálægt æskustöðvunum. Elín er næringarráðgjafi við Heilbrigð- isstofnun Þingeyinga, en hann vinnur sem smiður hjá fyrirtækinu Söginni ehf. Eina dúfnabú landsins sem framleiðir kjöt er rekið í Reykjahverfi Jöfn skipting á dúfnaheimilinu Morgunblaðið/Atli Vigfússon Dúfnabú Atli Jespersen með eina væna dúfu í búinu. Í baksýn sjást hreiðrin þar sem dúfurnar verpa og unga út. Lítið er slátrað fyrstu árin því verið er að byggja upp stofn. Eftir Atla Vigfússon SIGBJÖRN Gunnarsson lét af störf- um sem sveitarstjóri í Skútustaða- hreppi í gær, en starfinu hefur hann gegnt í 8 ár og 11 mánuði, frá því 2. janúar 1997. Enginn hefur gegnt þessu starfi svo lengi til þessa. Hann ætlar að fara í síðbúið sum- arfrí til að byrja með, en hefur svo í hyggju að skella sér af krafti í bæj- armálapólitíkin á Akureyri. „Því er ekki að leyna að það eru hugmyndir í gangi um hefja afskipti af bæj- armálum á Akureyri,“ sagði Sig- björn. Hann sagði fólk hafa komið að máli við sig varðandi þessi mál og hvatt hann til þátttöku. Sigbjörn sagðist ekki flokksbundinn, en ræt- ur hans liggja í Alþýðuflokknum og fyrir þann flokk sat hann á sínum tíma á Alþingi. „Eins og allir vita var ég svo gott sem rekinn úr Sam- fylkingunni fyrir að vinna prófkjör, það má ekki,“ sagði Sigbjörn og kvað af og frá að hann ætti samleið með þeim flokki. Vildi ekki fara nán- ar út í þá sálma, sagði það brátt koma í ljós fyrir hvaða flokk hann hygðist vinna. Hann sagði mun auðveldara núna en fyrir 15 til 20 árum að skella sér í slíkan slag og hann hlakkaði til að taka þátt í baráttunni. Hann byggi nú yfir meiri reynslu og þekkingu en áður og þá skipti einnig máli að börnin væru vaxin úr grasi, farin að heiman og tími því rýmri til að sinna stjórnmálum. „Þetta verður bara spennandi. Ég hef ánægju af því að standa í baráttu, sá neisti er enn fyr- ir hendi og það eru mörg verk að vinna í gamla bænum mínum.“ Sigbjörn og eiginkona hans Guð- björg Þorvaldsdóttir hafa flutt til Akureyrar á ný, „við erum að koma heim aftur“, sagði hann, „og mörg- um þykir það ákaflega merkilegt, verða hissa og finnst að ég held eðli- legra að við færum beint suður. Mér finnst það talsvert alvarlegt mál að til að mynda Akureyringum þyki skrýtið að við skulum vilja flytja aft- ur heim, þá er eitthvað að. Það er þá örugglega eitthvað sem betur mætti fara ef svo er“. Sigbjörn sagði þau hjón bæði vera Akureyringa „og okkur þykir vænt um bæinn okkar“. Börn þeirra búa þó fyrir sunnan og í Noregi, en eru engu að síður harðir Akureyringar eins og hann orðaði það. Viðburðaríkur tími og stundum átök Sigbjörn hefur setið 172 sveitar- stjórnarfundi á ferlinum og á þeim hafa verið 23 sveitarstjórnarmenn. „Þetta hefur verið fínn tími,“ sagði Sigbjörn. „Mér finnst ég hafa fengið nokkru áorkað og þó ég segi sjálfur frá er ég bara ánægður með mín störf hér. Þetta hefur verið ákaflega viðburðaríkt og stundum átök, meira út á við en hér innan sveitar“. Sigbjörn sagðist hvað ánægðastur með að hafa náð í gegn breytingum á lögum um verndun Mývatns og Laxár. Breytingar væru að birtast heimamönnum um þessar mundir. „Nú er hægt að framkvæma víð- ast hvar í Mývatnssveit, án þess að byrja á því að óska leyfis hjá Um- hverfisstofnun, en afgreiðslan var oftast á þá lund að erindum var hafnað,“ sagði Sigbjörn og benti á að neitunarvaldið hefði verið hjá fólki við skrifborð í Reykjavík. „Það gengur ekki.“ Sigbjörn hóf umræðu um breyt- ingar á lögunum strax og hann hóf störf hjá Skútustaðahreppi, en lögin þekkti hann ágætlega frá fyrri tíð, fylgdist m.a. með svonefndri Lax- árdeilu á sínum tíma. „Þessi lög voru til mikilla vandræða, en mér var strax sagt að gleyma því að reyna að ná fram á þeim breyt- ingum. Sveitarstjórn lagðist að stórum hluta gegn því þegar ég hóf baráttu fyrir að fá þessu hnikað. En þetta hafðist að lokum og allir urðu sáttir,“ sagði Sigbjörn, hann hóf um- ræðu um breytingar á lögunum árið 1997, ný lög tóku svo gildi á liðnu ári, 2004. Af minnisverðum atburðum nefn- ir Sigbjörn einnig heiftarlega bar- áttu um Kísiliðjuna í kringum árið 2000 þegar unnið var að því að fá áframhaldandi leyfi fyrir rekstri hennar en til þurfti nýtt umhverf- ismat. Leyfið fékkst, en „þetta kost- aði oft blóð, svita og tár“, eins og sveitarstjórinn fyrrverandi orðaði það. „En þetta var gaman, ég er baráttumaður, er þrasgjarn og þrár,“ sagði hann og benti á að það væri ef til vill það sem væri líkt með sér og Mývetningum. Í hálfgerðu bríaríi Sigbjörn sótti um starf sveitar- stjóra eftir að hafa ekki náð endur- kjöri á þing, „ í hálfgerðu bríaríi“. Heyrði síðar í sveitinni að umsóknin hefði ekki hlotið miklar undirtektir. Hann þótti ekki koma úr góðum flokki, kratar ekki margir, „það voru þó Ísak vinur minn og hundurinn hans, sem fylgdu flokknum að mál- um“. Aðrir kostir voru að sögn Sig- björns kannaðir fyrst, en hann á endanum ráðinn. „Mývetningar hafa farið ágætlega með mig, mér hefur líkað afar vel að sinna þessu starfi.“ Sigbjörn Gunnarsson lætur af störfum sveitarstjóra í Skútustaðahreppi Morgunblaðið/Kristján Í bæjarmálin Sigbjörn Gunnarsson lét af störfum sem sveitarstjóri í Skútustaðahreppi í gær, en hann fer í síðbúið sumarfrí og skellir sér að því búnu í bæjarmálapólitík- ina á Akureyri. Skellir sér í bæjarmálin Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is Tónleikar | Hymnodia – Kammer- kór Akureyrarkirkju kemur fram á hádegistónleikum Tónlistarfélags Akureyrar föstudaginn 2. desember kl. 12.15. Tvö kórverk eftir banda- rísk tónskáld eru uppistaðan í efnis- skránni, verkið Pilgrims’ Hymn eftir Stephen Paulus og verk eftir ungt tónskáld, Eric Whitacre. Þá verður flutt útsetning eftir Michael Jón Clarke, á þekktum negrasálmi og loks flytur Hymnodia kórspuna sem leysist upp í þekktu jólalagi.    Hringlandi | Í nýrri spá Veður- klúbbsins á Dalbæ í Dalvíkurbyggð kemur fram að desember verði nokkuð líkur nóvembermánuði, heldur kaldari, því voru félagar sam- mála um. Búast má við svipuðum hringlanda í veðrinu og í liðnum mánuði, hugsanlega heldur meiri snjór, þó ekki til baga.    Alnæmi | Samtökin ’78 á Norður- landi og FAS, Samtök foreldra og aðstandenda samkynhneigðra á Norðurlandi, standa fyrir blysför frá Ráðhústorgi í dag, fimmtudaginn 1. desember kl. 17.30, á alþjóðlegum degi alnæmis. Gengið verður að Ak- ureyrarkirkju. Þar mun sr. Óskar H. Óskarsson sóknarprestur taka á móti hópnum. Allir sem vilja sýna samstöðu og styrk þeim sem eiga um sárt að binda vegna þessa illvíga sjúkdóms eru hvattir til að taka þátt í göngunni.    Vinnuslys | Karlmaður um fimm- tugt féll niður úr stiga, um þriggja metra fall, en hann var við vinnu sína í flugskýli á Akureyrarflugvelli skömmu eftir hádegi í gær. Hann hlaut hugsanlega einhver beinbrot samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.