Morgunblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 326. TBL. 93. ÁRG. FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Daglegt líf í desember Alda og Hörður Jónsbörn eru jólabörn fram í fingurgóma | 28 Viðskipti | Danskar fasteignir freista  Kuldahrollur í orkumálum Íþróttir | Deilumál hjá Þrótti Hasselbaink viðurkennir spilafíkn Málið | Stúdíósánd ofmetið  Nýja Ford-fyrirsætan www.postur.is 5.12. er síðasti öruggi skiladagur á jólapökkum til landa utan Evrópu! STEINUNN Valdís Óskars- dóttir borgarstjóri segir ýmis vandamál tengjast hugmynda- fræðinni um skóla án aðgrein- ingar og að taka verði mið af at- hugasemdum kennara í þeim efnum. „Kennarar segjast ekki ráða við hlutina án þess að fá að- stoð í formi þroskaþjálfa, fleiri kennara eða fjármagns,“ segir Steinunn Valdís, sem sl. hálft ár hefur heimsótt alla 44 grunnskóla borgarinnar og hlustað eftir athuga- semdum jafnt nemenda sem kennara. Fór hún í síð- ustu heimsóknina í gær þegar hún heimsótti Norð- lingaskóla í Norðlingaholti sem tók til starfa í haust. Í skólum borgarinnar er unnið út frá hugmynd- um um skóla án aðgreiningar, þar sem sérdeildir skólanna hafa í einhverjum mæli verið lagðar niður, og hugmyndum um einstaklingsmiðað nám. Að sögn Steinunnar Valdísar hafa margir kenn- arar haft á orði að þeir ráði ekki við hlutina án þess að fá aðstoð inn í bekkina og nefndi hún dæmi af kennara með 20 manna bekk þar sem 5 einstakling- ar eru með hegðunarfrávik. „Ég finn að þetta liggur mikið á mörgum kennurum. En ég er viss um að þessi hugmyndafræði er rétt, „skóli án aðgreining- ar“. Ég held að það þurfi að taka mið af þessum at- hugasemdum og hugsanlega setja meiri stuðning í einhverju formi inn í skólana, það þarf kannski ekki alltaf að vera í formi fjármagns en það þarf að vera í formi fræðslu og stuðnings við kennara.“ Steinunn segist hafa öðlast nýjan skilning á einkaskólunum eftir að hafa heimsótt þá. „Þessir skólar eiga það sammerkt að vera litlar einingar sem halda vel utan um sinn nemendahóp. Þeir búa ekki alltof vel fjárhagslega en við höfum þó verið að auka framlag til þeirra á undanförnum árum.“ Hlusta þarf á kennarana  Þarf að taka mið | 36 Að mati borgarstjóra þarf að styðja betur við „skóla án aðgreiningar“ Steinunn Valdís Óskarsdóttir Hefur fengið nýjan skilning á starfi einkaskólanna í borginni Viðskipti, Íþróttir og Málið HERSVEITIR stjórnarinnar í Bagdad munu í auknum mæli á næstu mánuðum taka forystuna í baráttunni gegn uppreisnarmönnum í Írak en þau umskipti krefjast „tíma og þol- inmæði“, að sögn George W. Bush Bandaríkjaforseta. Hann flutti í gær ræðu á fundi með flotaskólanemum í Annapolis í Maryland og sagði m.a. að ekki kæmi til greina að tímasetja nú þegar hvenær bandaríska herliðið yrði flutt frá Írak. Það yrði ekki gert nema fullur sigur væri í augsýn. „Við munum hafa sigrað þegar hermdarverkamenn og liðsmenn Saddams geta ekki lengur ógnað lýð- ræðinu í Írak, þegar íraskar örygg- issveitir geta tryggt eigin borgurum öryggi og þegar Írak er ekki lengur griðastaður fyrir hermdarverkamenn sem skipuleggja nýjar árásir á okk- ur,“ sagði Bush. Um leið og forsetinn flutti ræðu sína var dreift 35 blað- síðna plaggi frá stjórn hans um stefn- una í Írak og ber það heitið „Áætlun um sigur í Írak“. Er þar leitt getum að því að hægt verði að fækka í herlið- inu í Írak 2006. Forsetinn viðurkenndi að illa hefði gengið að þjálfa fleiri liðsmenn í her og öryggissveitum Íraka, borið hefði á því að þeir flýðu þegar í harðbakk- ann slægi. En árangur hefði náðst síð- ustu mánuði. Bush sagði að verkefni bandaríska herliðsins myndu breyt- ast, minna yrði um að það yrði sent í eftirlitsferðir, það myndi hverfa úr borgunum og leggja meiri áherslu en áður á afmarkaðar aðgerðir gegn mikilvægum skotmörkum. En yfir- menn herja í Írak myndu ákveða hve marga hermenn þyrfti, ekki stjórn- málamenn í Washington. „Þreytt mælskubrögð“ Andstæðingar Bush töldu fátt nýtt hafa komið fram í ræðunni. Leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, Harry Reid, sagði forsetann hafa endurtekið „enn einu sinni þreytt mælskubrögð sín um að „halda kúrsinum stöðug- um“ og enn einu sinni missti hann af tækifæri til að móta raunverulega stefnu um sigur í Írak þannig að her- menn okkar geti snúið heim“. Bush biður um „tíma og þolinmæði“ Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is Lyon, París. AP, AFP. | Læknar hafa í fyrsta skipti í sögunni grætt hluta af andliti látinnar mannveru á andlit annarrar. Voru það læknar í borg- unum Amiens og Lyon í Frakklandi sem unnu þetta afrek í sameiningu á sunnudag. Læknar skýrðu ekki frá aðgerðinni fyrr en í gær, þeir vildu fullvissa sig um að allt hefði gengið að óskum. „Almennt ástand sjúklingsins er prýðilegt og allt lít- ur eðlilega út,“ sagði í yfirlýsingu læknanna. Sjúk- lingurinn er 38 ára gömul kona frá Valenciennes. Hún missti neðrihluta andlitsins (nef, varir og höku) þegar hundur réðst á hana. Læknarnir fluttu húð, fitu og æðar af látnum líf- færagjafa, sem hafði veitt samþykki sitt, og græddu líffærin á konuna, að sögn eins læknanna, Jean-Michel Dubernard. Konan mun að sögn læknanna ekki líta út eins og líf- færagjafinn en hún mun heldur ekki líta út eins og hún gerði fyrir slysið. Konan fékk víðtæka sálfræðiráð- gjöf fyrir aðgerðina sem stóð yfir í fimm klukkustundir. Hún verður á lyfjum sem hjálpa líkamanum að samþykkja ágræddu líffærin, oft hafnar líkaminn slíkum líffærum sem aðskotahlutum. Ekki er vitað hvort andlitshreyfingar konunnar verða fullkomlega eðlilegar. Kona fær nýtt andlit Jean-Michel Dubernard FARÞEGUM sem ferðast með strætó á höfuðborgarsvæðinu hefur fækkað um 6–8% milli ára samkvæmt upplýsingum frá Ásgeiri Eiríkssyni, framkvæmdastjóra Strætó bs. Eru þá fyrstu 10 mánuðir þessa árs bornir saman við fyrstu 10 mánuði ársins 2004. Farþegum hefur verið að fækka um 3% að jafnaði á milli ára undan- farin ár og er fækkunin því meiri en verið hefur. Nýtt leiðakerfi sem tekið var í notkun í sumar á einhvern þátt í þessari fækkun, að sögn Ásgeirs. Tekjuáætlun Strætó bs. fyrir þetta ár kemur því líklega ekki til með að standast, segir Ásgeir, og útlit er fyr- ir að um 40 milljónir vanti upp á. Hann segir að nú sé verið að vinna að úttekt á nýja leiðakerfinu og í kjölfar- ið verði gerðar tillögur um endurbæt- ur á því. Verður þá reynt að mæta þeim athugasemdum og ábendingum sem borist hafa frá farþegum og vagnstjórum. Segir Ásgeir að þó að búið sé að kynna nýja leiðakerfið sé öll markaðssókn eftir og hún fari brátt í hönd. Farþegum Strætó fækkaði um 6 til 8% milli ára Reuters Bush forseti kom seinna á vettvang í flotaskólanum í Maryland en vænst hafði verið. Nokkrir af nemendunum voru orðnir þreyttir á biðinni. Beðið eftir forsetanum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.