Morgunblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2005 33 MENNING Jólasöfnun Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er hafin Þeir sem vilja leggja nefndinni lið vinsamlega hafið samband á skrifstofutíma í síma 551 4349 eða á netfangið maedur@simnet.is. Einnig er hægt að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119. Dagana 28. og 29. nóv. og 5. og 6. des. er tekið á móti umsóknum vegna jólaúthlutunar. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Sólvallagötu 48. • M.Ed. (Master of Education) í stærðfræði og kennslu- fræði. Meistaranám fyrir verðandi kennara sem vilja verða framúrskarandi í kennslu stærðfræði og raungreina á grunn- og framhaldsskólastigi. • M.Ed. (Master of Education) í lýðheilsu- og kennslufræði. Rannsóknarmiðað meistaranám fyrir verðandi kennara sem vilja leggja áherslu á lýðheilsu í starfi sínu innan skóla. • M.P.H. (Master of Public Health) í lýðheilsufræði. Rannsóknarmiðað meistaranám í lýðheilsufræði, fyrir fólk sem vill vinna að stjórnun og stefnumótun innan stofnana og fyrirtækja sem hafa með málefni barna og ungmenna að gera svo og þá sem hyggjast vinna með börnum og ungmennum í skipulögðu starfi á vettvangi. Opið fyrir umsóknir til 9. desember Deildin leggur áherslu á metnaðarfullt nám kennara og annars fagfólks sem sinnir þekkingu og þroska barna og unglinga. Deildin hefur verið mótuð og skipulögð í samstarfi við virta bandaríska háskóla í fremstu röð á sviði kennaramenntunar og lýðheilsu; Columbia University í New York og Penn State University í Pennsylvaníu. Prófessorar frá þessum háskólum verða meðal þeirra sem kenna við deildina. Nánari upplýsingar má nálgast á: www.ru.is eða hjá Ingu Dóru Sigfúsdóttur, ingadora@ru.is OFANLEITI 2, 103 REYKJAVÍK • HÖFÐABAKKA 9, 110 REYKJAVÍK SÍMI: 599 6200 www.ru.is Meistaranám í stærðfræði og kennslufræði lýðheilsu- og kennslufræði lýðheilsufræði F A B R IK A N MÉR þykir Bandamenn vera ansi hreint merkilegur hópur. Þau gegna hlutverki fornleifafræðingsins í ís- lensku leikhúsi, grufla í fornum fræðum og dusta grómið af göml- um handritum. Leiklestrar þeirra á týndum leikritum á borð við Álf í Nóatún- um sameina skemmtigildi og fræðslu. Bandamenn taka hlutverk sitt alvarlega, en sem betur fer ekki leiklistina sjálfa hátíðlega, og þegar best lætur, eins og í frumverkinu Bandamannasögu, krækja þau í bernskan og hömlulausan leikstíl sem óupplýst fólk kennir við áhuga- mennsku en er í raun ein af upp- sprettum lifandi leikhúss. Um þessar mundir eru Banda- menn að grúska í gömlum dans- kvæðum og öðrum dægrastytting- arskáldskap fyrri alda, og buðu til dagskrár í Þjóðleikhúskjallaranum til að viðra efniviðinn, sem greinilega var ekki kominn ýkja langt í vinnslu, en nægilega þó til að gefa hugmynd um möguleikana og þá lítt nýttu auð- legð sem þarna leynist. Um flutninginn er í sjálfu sér ekki margt að segja. Leikhópurinn var af- slappaður og kátur með möppurnar sínar, flutti textann (oftast) af öryggi og einfaldar sviðshreyfingar næsta fumlausar. Búningar svört betriföt en sviðið skreyttu brúður úr fyrri verkum hópsins, þar af tvær sem fengu aðeins að vera með, enda ætt- aðar úr sama jarðvegi og verið var að róta í þetta kvöld: Háa-Þóra og Finn- gálknið. Tónlist Guðna Franzsonar vel heppnuð og viðeigandi, en mest var þó sungið undir hefðbundnum þjóðlegum lagboðum. Og sungið vel, með nýliðann Jóhönnu Vigdísi í far- arbroddi. Mest var áberandi og eft- irminnilegast hve gaman hópnum þótti að kynna okkur efnið, hve stolt þau báru það á borð. Hér var inni- haldið í forgrunni. Þó svo allskyns kveðskap hafi borði á góma, öfugmælavísur, bænir, jafnvel galdraþulur, voru það dans- kvæðin sem mynduðu kjarnann. Það er sterkur seiður í þessum gömlu kvæðum, og freistandi að bera til- finninguna við að hlýða á þau flutt saman við þá sem kviknar í fær- eyskum dansi. Það er auðvelt að sökkva sér ofan í þjóðernislega sjálfsvorkunn og öfund þegar manni gefst kostur á að upplifa og taka þátt í hinni sprelllifandi hefð nágranna okkar, gleyma sér í hrynjandinni, vera þátttakandi en ekki áhorfandi. Eins er það saknaðarblandin gleði að hlýða á FLUTNING á samskonar kvæðum, þar sem þaulmenntaðir leikarar undir stjórn ástríðumanns um fornan arf hafa lagt á sig grúsk og erfiði til að finna og æfa eitthvað sem á næsta bæ er hverju barni munntamt. En í öllum vanköntum býr tæki- færi, segir nútíminn. Framandleik- inn og dularblærinn sem umlykur þessi ljóð getur orðið helsti styrkur þeirra í hverjum þeim búningi sem Sveinn og Bandamenn hans munu skapa þeim endist þeim erindið. Endurtúlkun, endursköpun, rann- sókn á hvaða erindi þetta efni á í dag, er möguleg einmitt vegna þess að kvæðin eru ekki á hvers manns vör. Þessi kvöldstund í Þjóðleik- húskjallaranum var eins og heim- sókn í eldhúsið hjá meistarakokki. Okkur var sýnt hráefnið, aðeins brugðið á leik með það, en sjálf mat- reiðslan fer síðan fram bak við luktar dyr eins og vera ber. Skemmtileg heimsókn – og vatn í munninum. Forn forréttur LEIKLIST Bandamenn Leikstjóri: Sveinn Einarsson, tónlist: Guðni Franzson. Flytjendur: Borgar Garð- arsson, Felix Bergsson, Jakob Þór Ein- arsson, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Stef- án Sturla Sigurjónsson og Þórunn Magnea Magnúsdóttir. Þjóðleikhúskjallaranum 29. nóvember. Komi þeir sem koma vilja Þorgeir Tryggvason Sveinn Einarsson MYNDLISTARSÝNING Gíu (Gígju Thoroddsen) verður opnuð í dag kl. 14:00, að Túngötu 7 í húsi Geðhjálpar. Léttar veitingar í boði. Sýningin sem er sölusýning verður opin alla daga frá 9-16 og stendur til 15. janúar 2006. Gígja Thoroddsen er fædd 4. febr- úar 1957 og býr í Reykjavík. Gígja sem tekið hefur upp listamanna- nafnið Gía stundaði nám hjá Hring Jóhannessyni, listmálara í Myndlista- skóla Reykjavíkur 1975 – Vallekille lýðháskólanum í Danmörku 1975 – Sótti þriggja mánaða teikninámskeið í Árhúsum, Danmörku 1976 og leik- list hjá Helga Skúlasyni, leikara 1977. Fjölbreytni í efnisvali einkennir verk Gíu en verkin eru eru fyrst og fremst olíu- og vatnslitamyndir. Áður en Gígja veiktist, 26 ára göm- ul, starfaði hún m.a. hjá Eimskipa- félagi Íslands við afgreiðslustörf, Sambandi íslenskra samvinnufélaga við bókhald og við umönnun barna. Gía sýnir í húsi Geðhjálpar AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.