Morgunblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2005 31 DAGLEGT LÍF | NEYTENDUR Hér verður mikið lagt upp úrstemningunni, þar sem sam-spil lita, lyktar og tóna er út- pælt. Andrúmsloftið verður rólegt og afslappað og aðeins leikin sinfón- íutónlist í búðinni,“ segja mágkon- urnar þær Kristín Reynisdóttir og Jóhanna Einarsdóttir sem opna 140 fermetra verslun sem kennd er við Söstrene Grene í Smáralind á morg- un. Þeir fjölmörgu Íslendingar sem hafa lagt leið sína til Kaupmanna- hafnar ættu að kannast við þessa verslun af Strikinu, en hugmyndina að því að opna slíka verslun hér- lendis, fékk Kristín einmitt í Kaup- mannahöfn þegar hún ranglaði óvart inn í búð systranna. Fyrsta búðin utan Danmerkur „Ég hélt að ég væri að koma inn á safn, því þarna er mjög sérstök stemning og ólík því sem maður á að venjast í verslunum. Ég féll fyrir vör- unum sem þarna eru í boði og þegar ég kom heim ákváðum við Jóhanna að skrifa þeim bréf og upplýsa um áhuga okkar á að opna svona verslun hér- lendis. Við fengum góð viðbrögð, því svo vel vildi til að þá hafði einmitt ný- lega verið tekin ákvörðun um að opna útibú á hinum Norðurlöndunum, en nú eru verslanir Söstrene Grene ein- göngu í Danmörku, sautján talsins. Verslunin hér hjá okkur er sú fyrsta sem er opnuð utan Danmerkur en svo opnar í Ósló í mars og í framhaldinu á hinum Norðurlöndunum.“ Allt milli himins og jarðar Systurnar Anna og Klara opnuðu fyrstu búðina fyrir þrjátíu árum í Kaupmannahöfn. „Þær ferðuðust mikið, gerðu góð kaup í útlöndum og fluttu heim með sér vörur sem þær seldu og að lokum var þetta orðið svo umsvifamikið að þær ákváðu að opna stóra verslun í sínu nafni. Þær keyptu eingöngu vörur sem þeim fannst fal- legar og á sanngjörnu verði. Nú orðið eru þær með hönnuði á sínum snær- um og láta hanna fyrir sig hluti og leita svo tilboða utan frá.“ Vörurnar koma frá öllum heimshornum og eru mjög fjölbreyttar: Gjafavörur, bús- áhöld, baðvörur, föndurvörur, tréleik- föng, jólaskraut, kaffi, te, ávaxta- drykkir og spennandi matvara. Reynt er að stilla verðinu í hóf og svo verður einnig með verslunina hér á landi. „Þær hafa alltaf lagt mikið upp úr því að neytendur fái að njóta þeirra góðu kjara sem þær njóta og við höldum því í heiðri.“ Systurnar Grene komnar til Íslands Morgunblaðið/Ásdís Kristín Reynisdóttir og Jóhanna Einarsdóttir í nýju búðinni.  VERSLUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.