Morgunblaðið - 01.12.2005, Page 31

Morgunblaðið - 01.12.2005, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2005 31 DAGLEGT LÍF | NEYTENDUR Hér verður mikið lagt upp úrstemningunni, þar sem sam-spil lita, lyktar og tóna er út- pælt. Andrúmsloftið verður rólegt og afslappað og aðeins leikin sinfón- íutónlist í búðinni,“ segja mágkon- urnar þær Kristín Reynisdóttir og Jóhanna Einarsdóttir sem opna 140 fermetra verslun sem kennd er við Söstrene Grene í Smáralind á morg- un. Þeir fjölmörgu Íslendingar sem hafa lagt leið sína til Kaupmanna- hafnar ættu að kannast við þessa verslun af Strikinu, en hugmyndina að því að opna slíka verslun hér- lendis, fékk Kristín einmitt í Kaup- mannahöfn þegar hún ranglaði óvart inn í búð systranna. Fyrsta búðin utan Danmerkur „Ég hélt að ég væri að koma inn á safn, því þarna er mjög sérstök stemning og ólík því sem maður á að venjast í verslunum. Ég féll fyrir vör- unum sem þarna eru í boði og þegar ég kom heim ákváðum við Jóhanna að skrifa þeim bréf og upplýsa um áhuga okkar á að opna svona verslun hér- lendis. Við fengum góð viðbrögð, því svo vel vildi til að þá hafði einmitt ný- lega verið tekin ákvörðun um að opna útibú á hinum Norðurlöndunum, en nú eru verslanir Söstrene Grene ein- göngu í Danmörku, sautján talsins. Verslunin hér hjá okkur er sú fyrsta sem er opnuð utan Danmerkur en svo opnar í Ósló í mars og í framhaldinu á hinum Norðurlöndunum.“ Allt milli himins og jarðar Systurnar Anna og Klara opnuðu fyrstu búðina fyrir þrjátíu árum í Kaupmannahöfn. „Þær ferðuðust mikið, gerðu góð kaup í útlöndum og fluttu heim með sér vörur sem þær seldu og að lokum var þetta orðið svo umsvifamikið að þær ákváðu að opna stóra verslun í sínu nafni. Þær keyptu eingöngu vörur sem þeim fannst fal- legar og á sanngjörnu verði. Nú orðið eru þær með hönnuði á sínum snær- um og láta hanna fyrir sig hluti og leita svo tilboða utan frá.“ Vörurnar koma frá öllum heimshornum og eru mjög fjölbreyttar: Gjafavörur, bús- áhöld, baðvörur, föndurvörur, tréleik- föng, jólaskraut, kaffi, te, ávaxta- drykkir og spennandi matvara. Reynt er að stilla verðinu í hóf og svo verður einnig með verslunina hér á landi. „Þær hafa alltaf lagt mikið upp úr því að neytendur fái að njóta þeirra góðu kjara sem þær njóta og við höldum því í heiðri.“ Systurnar Grene komnar til Íslands Morgunblaðið/Ásdís Kristín Reynisdóttir og Jóhanna Einarsdóttir í nýju búðinni.  VERSLUN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.