Morgunblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 28
ídesember JÓLIN KOMA HVAÐ KOSTA KÖKURNAR? SYSTKININ ALDA OG HÖRÐUR BAKA SAMAN „OKKUR finnst desember og jólin frábær tími. Við erum mikil jóla- börn og elskum allar jólahefðir,“ segja þau systkinin Alda og Hörður Jónsbörn. Alda er 17 ára en Hörð- ur 13 ára og þau tóku upp á því fyrir nokkrum árum að sjá sjálf að mestu um smákökubaksturinn fyrir jólin á heimilinu. „Þegar ég er kom- in í próflestur, eins og núna, þá finnst mér svo gott að gera eitthvað allt annað en að læra og smáköku- baksturinn hreinlega kallar á mig. Og mér finnst gott að narta í smá- kökur þegar ég er að lesa fyrir prófin,“ segir Alda sem er á þriðja ári í MH. Þeim finnst báðum jólasmákökur rosalega góðar og segjast þurfa að baka oftar en einu sinni því þær klárist alltaf ótrúlega fljótt. „Ég gæði mér alltaf á nokkr- um á hverjum degi þegar ég kem heim úr skólanum,“ segir Hörður sem hafði legið í uppskriftabókum kvöldið áður og valið sér fjórar uppskriftir til að baka. „Kókos- topparnir eru í miklu uppáhaldi hjá mér en Alda er meira fyrir mar- enstoppa sem hún setur lakkrísbita inn í.“ Pakkadagatal og jólasnjór Þau sprella mikið við baksturinn, mála sig, setja upp jólasveinahúfur og spila jólalög. „Þá komumst við í svo mikið jólaskap. Baksturinn á að vera skemmtilegur með mátulega miklum fíflagangi eins og okkur einum er lagið að viðhafa í eldhús- inu,“ segja þau systkinin og bæta við að þau fyllist friði og hamingju þegar þau komast í alvöru jólaskap. Þeim finnst nauðsyn- legt að hafa jóla- hefðir og þær sem flestar. „Ein af hefðunum í okkar fjölskyldu er að fjölskyldan fer saman á að- fangadagsmorgun í kirkju- garðinn og við setjum eitthvað fallegt á leiðið hans afa, og þá vilj- um við helst að jólasnjórinn sé kominn. Hann setur svo mikinn svip á umhverfið. Við fáum alltaf möndlugraut heima í hádeginu eftir heimsóknina til afa og það er mjög notalegt og að sjálfsögðu er möndlugjöf fyrir þann sem fær möndluna. Hér er líka alltaf pakka- dagatal í desember fyrir hvert okk- ar systkinanna og á síðasta deg- inum, aðfangadag, inniheldur pakkinn yfirleitt bók eða eitthvað annað sem er stærra en dagana á undan.“ Heimatilbúni ísinn bestur Þeim finnst báðum að maturinn um jólin skipti miklu máli. „Eitt af því sem gerir jólin svo hátíðleg er góði maturinn. Við borðum yfirleitt lambakjöt í aðalrétt og finnst það rosalega gott en við erum ekkert sérlega hrifin af forréttinum, sem er líka alltaf sá sami, einhver rækjukokteill sem mömmu og pabba finnst góður. En heimatilbúni ís- inn í eftirmatinn er alveg æðislegur! Mamma og Arn- aldur yngsti bróðir okkar búa hann alltaf til.“ Þau segjast sakna þess svolítið að fara upp í sveit til afa og ömmu á aðventunni og skera út laufabrauð. „Það var alltaf svaka stemning í því. Þá komu bræður mömmu og krakkarnir þeirra líka og við vorum alltaf svo mörg að skera út. En nú eru amma og afi flutt og þessi siður var lagður af. Við skárum út laufabrauð um dag- inn í Laugarnesskóla,“ segir Hörð- ur sem er nemandi þar. Kókoskökur með haframjöli (40–50 stykki) 100 g smjör 3 dl haframjöl 1¼ dl kókosmjöl 1½ dl sykur 1 egg 1 tsk lyftiduft 1 msk hveiti suðusúkkulaði Bræðið smjörið og hellið því yfir haframjölið. Blandið kókosmjöli, sykri, eggi, lyftidufti og hveiti vel saman við. Setjið deigið með te- skeið, ekki mjög þétt, á smurða plötu eða plötu klædda bök- unarpappír. Bakið við 190°C í u.þ.b fimm mínútur. Kælið. Bræðið súkkulaðið og penslið botninn á kökunum. Geymið í vel lokuðum plastpoka á köldum stað eða í frysti. Kókostoppar (60 stykki) 2 egg, meðalstór 100 g sykur 200 g kókosmjöl súkkulaði, bráðið eða spænir Stillið ofninn á 200°C, þeytið egg og sykur í þykka froðu, hrærið kók- osmjölinu varlega saman við, látið deigið í toppa á vel smurða plötu eða bökunarpappír. Ef deigið rennur út á plötunni þarf að bæta einni til tveimur mat- skeiðum af kókosmjöli eða hveiti út í það. Bakið kökurnar í 10–15 mínútur. Ef vill má dýfa toppunum í brætt súkkulaði. Ljúffengar smákökur með hvítu Toblerone 2 eggjahvítur 100 g Muskovado-sykur 3 msk kakó 1 tsk vanilludropar 150 g hvítt Toblerone, saxað Hitið ofninn í 150°C, stífþeytið eggjahvíturnar og hrærið sykurinn og kakóið smám saman út í. Blandið vanilludropum og Toblerone var- lega saman við. Setjið deigið með matskeið á smjörpappírsklædda bökunarplötu og bakið í u.þ.b. eina klukkustund. Látið kökurnar kólna í ofninum í tvær klukkustundir.  JÓLABAKSTUR | „Mér finnst gott að narta í smákökur þegar ég er að lesa fyrir prófin“ Jólabörn fram í fingurgóma Morgunblaðið/Ómar Alda og Hörður tóku upp á því fyrir nokkrum árum að sjá að mestu um smákökubaksturinn á heimilinu. Kókostopparnir eru í uppáhaldi hjá Herði en Alda er meira fyrir marenstoppana. Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is BAKARAR í Landssambandi bak- arameistara tóku upp á þeirri ný- breytni í fyrra að baka sérstaka köku í tilefni fullveldisdagsins 1. desember. Fullveldiskakan verður aftur í boði í bakaríum innan Landssambands bakarameistara í ár frá 1. desember og fram eftir mánuðinum. Með þessu framtaki vill Lands- samband bakarameistara minna þjóðina á fullveldisdaginn og hefja hann á ný til þeirrar virðingar sem honum ber, segir í fréttatilkynn- ingu.  NÝTT Fullveldiskaka HAFIN er sala á foie gras, anda- og gæsalifur í ýmsu formi, frá franska framleiðandanum Labeyrie. Vör- urnar fást í í Hagkaupum og Nóa- túni. Labeyrie er dótturfélag SÍF hf. í Frakklandi og leiðandi á mark- aði fyrir anda- og gæsalifur þar í landi. Í fréttatilkynningu frá Labeyrie kemur fram að foie gras sé að- allega framleitt í suðvesturhluta Frakklands og sé eftirsóttur sæl- keramatur, bæði sem ljúffengur veisluforréttur og tækifærismatur. Labeyrie býður upp á breiða vörulínu úr anda- og gæsalifur en þetta er í fyrsta sinn sem Íslend- ingum gefst möguleiki á að kaupa afurðir félagsins. Foie gras er gjarnan borið fram með þurru kexi, ristuðu brauði eða baguette-brauði. Einnig er foie gras ljúffengt með blini (rúss- neskum pönnukökum) og gott er að hafa sætt hlaup með, t.d. rifs- berjahlaup. Anda- og gæsalifur UMHVERFISSVIÐ Reykjavíkur- borgar hefur innkallað af markaði Hátíðarblöndu, sem er blandað fros- ið grænmeti með best fyrir dagsetn- inguna 08.11.2007. Varan reyndist innihalda aðskotahlut og hefur framleiðslulotan því verið tekin af markaði og er nú hvergi í sölu. Umhverfissvið beinir því til neyt- enda sem kunna að hafa keypt og eiga Hátíðarblöndu með best fyrir dagsetningu 11.08.2007, að skila henni til þeirrar verslunar þar sem hún var keypt. Hátíðarblanda er frá vörumerk- inu Íslenskt meðlæti hf. en dreifing- araðili er Eggert Kristjánsson hf.  GRÆNMETI Innköllun á Hátíðarblöndu daglegtlíf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.