Morgunblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN F átt gleður okkur smælingjana meira en að sjá aumingja þotuliðið fá ný áhuga- mál. Nú er Albert Grimaldi, fursti í Mónakó, búinn að ákveða að bjarga norður- slóðum, ef ekki öllum heiminum undan afleiðingum gróðurhúsa- áhrifanna með því að fara á hunda- sleða á Norðurpólinn næsta vor – ef ísinn verður á sínum stað. Svona geta menn geta orðið leiðir á að vera frægir fyrir að vera bara frægir. Leiðir á blíðviðrinu við Miðjarðarhaf, rekstri spilavítisins gamla í Monte Carlo, nuddinu í milljarðamæringunum í skatta- skjólinu, eilífum veisluhöldum. Að sjálfsögðu getur það orðið slæmt fyrir ýmislegt í lífríkinu ef ísinn bráðnar hratt og hverfur, enginn mótmælir því. Öll verðum við líka smeyk þegar við sjáum hugsanleg teikn um snöggar breytingar á umhverfinu. Á móti kemur reyndar að nýjar sigl- ingaleiðir opnast ef minna verður um hafís. En ég hef ekki látið sannfærast um að menn eigi mesta sök á því að loftslag fari hlýnandi. Eitthvað í þeim málflutningi ber í allt of ríkum mæli einkenni þess að nútímafólk getur sjaldan ímyndað sér annað en að allt í náttúrunni snúist um gerðir manna. Mörgum finnst líklega að það sé móðgun við almáttugan manninn og vísindin að segja að sumt ráði hann ekki við heldur verði að sætta sig við það og laga sig að því. Þeir geta heldur ekki hlustað á þá hógværu vísindamenn sem benda á að kyrrstaða sé ekki til í nátt- úrunni. Hún er stöðugt að breyt- ast og sumar sveiflurnar skiljum við alls ekki og stjórnum ekki. Þær bara verða. Það eina sem er alveg víst er að loftslagsbreytingar hafa riðið yfir jörðina öðru hverju alla og stund- um með sáralitlum fyrirvara. Það hafa menn séð með því að rann- saka borkjarna úr Grænlands- ísnum. Og ekki höfðu menn áhrif á loftslag fyrir 10 þúsund árum, þeir notuðu hvorki kol né olíu. Eitthvað annað var að verki en við vitum ekki hvað. Fyrir nokkrum áratugum tókst fáeinum villuráfandi vís- indamönnum nærri því að hræða úr mér og fleira fólki líftóruna með því að fullyrða að ný ísöld væri að bresta á. Er mér vorkunn þó að ég trúi varlega þeim sem nú gala hæst um aðrar skelfingar? Sagt er frá nýjasta áhugamáli Alberts fursta, gróðurhúsaáhrif- unum, í grein eftir sænskan blaða- mann í blaðinu okkar á þriðjudag. Ef marka má greinina, sem á köfl- um er fremur torskilin, virðast gróðurhúsaáhrifin geta valdið samtímis nýrri ísöld og því að allur ís í heiminum bráðni. Hækkun sjávarborðs gæti tekið hundruð ára en „vísindamenn vita það ekki fyrir víst“. Ekki fyrir víst, nei, og minnstu munaði að ég fyrirgæfi allt bullið í greininni vegna þessarar litlu aukasetningar. Ekkert er jafn óþolandi í heimsendatrúboði þeirra sem innst inni virðast fagna gróðurhúsaáhrifunum og fullyrð- ingar um að vísindamenn hafi sannað eitt eða annað og séu allir sammála um að svo sé. Þeir sem kynna sér sjálfir á Netinu skýrslur Loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna, sem koma út með nokkurra ára bili, vita ofur vel að hvarvetna eru í þeim fyrirvarar við niðurstöður mælinga. Og síðan bætt við að málið þurfi að rann- saka frekar. Varla ætti það að þurfa að vefjast fyrir okkur hinum að geysilega flókið hlýtur að vera að spá með öryggi um breytingar á loftslagi þegar ekki er einu sinni hægt að spá með vissu um veðrið eftir mánuð. Ekki ætla ég að lasta að Albert fursti sýni hreysti sína með því að takast á við náttúruöflin, berjast við kulda og aðrar hættur. En hagsmunabarátta Mónakómanna er allt of augljós í þessu fjölmiðla- væna framtaki hans. Albert rekur nefnilega öflugt fyrirtæki sem einnig er kallað ríki. Líklega hefur yfirmanni ímyndarsmíðar og al- mannatengsla í fyrirtækinu/ smáríkinu Mónakó ekki þótt skipta öllu máli hverju Albert ætl- aði að vekja athygli á. Aðalatriðið væri að fá nú reglulega jákvæða umfjöllun hjá öfgafullum umhverf- issinnum. Hjartnæmar lýsingar á áhuga furstans á náttúruvernd, sem mun hafa kviknað í ferð til Svalbarða, skortir ekki í greininni áður- nefndu. „Eitt sinn vorum við á litlum árabát og þá rak Albert fursti allt í einu augun í gamalt fiskinet sem skolað hafði upp á ströndina. Hann stökk strax út úr bátnum og byrjaði að hreinsa til sjálfur.“ Síðar er sagt frá því að loftslags- breytingar gætu valdið því að „í Síberíu yrði sífreri“ sem kemur varla mörgum á óvart. Stór hluti Síberíu er þegar hluti af sífrera- svæðum norðurslóða og hefur ver- ið í mörg þúsund ár. En óborg- anlegt er að lesa næstu setningu í grein sænska blaðamannsins. „Þetta hefur þegar gerst í Holly- wood-myndinni The Day after To- morrow þar sem Dennis Quaid var í aðalhlutverki.“ Einmitt. Þetta hefur þá eig- inlega gerst, allavega í sýnd- arveruleikanum. Þetta minnir mann á frægan atburð á níunda áratugnum þegar Ronald Reagan, þáverandi Bandaríkjaforseti, vitn- aði í ummæli manns sem hann nafngreindi. En gallinn var að þessi maður var ekki og hafði aldr- ei verið til, hann var persóna í bíó- mynd. Mörgum andstæðingum Reagans fannst forsetinn sanna með þessu að hann væri veru- leikafirrt flón sem lifði og hrærðist enn í heimi Hollywood og hann væri því ófær um að gegna mesta valdaembætti í heimi. En hvað á að segja um þá sem vitna í bíómyndir frá Hollywood til að rökstyðja heimsendaspár sín- ar? Á að taka mark á þeim? Þotuliðið til bjargar Líklega hefur yfirmanni ímyndar- smíðar og almannatengsla í fyrirtækinu/smáríkinu Mónakó ekki þótt skipta öllu máli hverju Albert ætlaði að vekja athygli á. VIÐHORF Kristján Jónsson kjon@mbl.is ÞAÐ VAR fyrir ári sem góður hópur nemenda Verkmenntaskólans á Akureyri þurfti að velja hvert skyldi halda í hina árlegu utanlands- ferð þá um vorið. Hefðbundnir staðir voru nefndir í bland við óhefðbundna og stefndi allt í að þessi hefð- bundna Miðjarð- arhafsferð yrði farin; Spánn og Grikkland voru nefnd í þessu samhengi. Ný ferðaskrifstofa, Trans-Atlantic, bauð hins vegar upp á dá- lítið sem hvorki hóp- urinn né ég hafði séð áður. Svokallaða „All inclusive“ ferð til Playa Del Carmen, sem er lítill bær rétt sunnan við Cancun- borg í Mexíkó. Þetta var eitthvað sem vert var að skoða nánar; nýr staður, spennandi og framandi um- hverfi sem skólakrakkar á Íslandi eru ekkert að „skreppa“ til eins og hægt er í dag með Miðjarðarhafið. Og spennandi var það, því þessi nýja ferðaskrifstofa lenti í þvílíkum átökum í að sanna sig að ég hef ekki séð annað eins. Það er þekkt í verðbréfabraski að „tala upp“ verðmæti hlutabréfa svo þeir sem eiga bréfin, geti selt þau með hagnaði. Slíkt er að sjálfsögðu ólöglegt ef ekkert annað býr að baki, en hitt er ekki síður til, en það er að „tala niður“ heilt fyrirtæki. Þar sem rýrð er kastað á rekstur þess og starfsmenn þess gerðir vafasamir í alla staði. Í daglegu tali kallast þetta baktal eða „niðurtal“ á samkeppnisaðila og er því miður ekki eins ólöglegt og fyrra athæfið. Í nákvæmlega þessu lenti ferða- skrifstofan og í því ljósi ætluðum við að hætta við ferðina eins og nokkrir skólar í rauninni gerðu, en eftir töluverða skoðun á þátt- um eins og réttindum nemendanna, öryggi þeirra þarna úti, hót- elaðstöðu þeirra, flug- félaginu og öðru því sem nemendurna snerti, lét- um við slag standa. Og var einhver eft- irsjá í því? Svar: Nei. Alls engin. Þarna úti beið okkar hótel í þvílíkum gæða- flokki sem ég hef ekki séð við Miðjarðarhafið. Maturinn var í hæsta gæðaflokki og aðstaða til afþrey- ingar sömuleiðis. Ljóst er að Mexíkanarnir eru vanir að þjónusta kröfuharða Bandaríkjamenn enda er þetta svæði (Yucatan-skaginn) beint suður af Flórídaskaganum. Allt þjónustustigið er miðað við þessar kröfur og það get ég sagt að við það var staðið fullkomlega. Eitt var það sem olli mér þó áhyggjum áður en við fórum, en það var þetta „All inclusive“ í bæði mat og drykk, sem felur í sér að hægt er að neyta matar og drykkjar á hót- elsvæðinu hvenær sem er sólar- hringsins án gjalds. Hafði ég áhyggjur af því að nemendur myndu eiga erfitt með að setja sér mörk sjálfir í þessum efnum sem öðrum, ekki síst þar sem sjö aðrir skólar voru á svæðinu. Reyndust áhyggjur mínar ástæðulausar í alla staði og voru nemendur til fyrirmyndar í öll- um atriðum, bæði þeir sem voru á mínum vegum og þeir sem voru án kennara eða fylgdarmanna frá öðr- um skólum. Því megnið af þessu unga og flotta fólki var komið til að njóta al- mennrar gestrisni Mexíkananna eft- ir bestu getu; við t.d. skoðuðum pýramídana í Citzen Itza, kynnt- umst menningu Mayanna betur og betur, syntum með höfrungunum, fórum í fjallaferðir, skruppum í tvo daga til Kúbu og við versluðum og versluðum hvort sem var á markaði eða í verslunum sem standa jafnvel Kringlunni framar í gæðum og verði. Í stuttu máli var ferðin til Mexíkó ein sú besta sem ég hef farið og get mælt með bæði landi og þjóð, sem og þeim hjá ferðaskrifstofunni Trans-Atlantic því þau lögðu sig öll fram til að okkur liði vel og nytum ferðarinnar til hins ýtrasta, og það var nákvæmlega það sem við gerð- um. Við allt var staðið, fullkomlega! Mexíkó – alger draumur Hilmar Friðjónsson fjallar um skólaferð til Mexíkó ’Megnið af þessu ungaog flotta fólki var komið til að njóta almennrar gestrisni Mexíkananna eftir bestu getu.‘ Hilmar Friðjónsson Höfundur er kennari. NOKKUR umræða varð í fyrra um alþjóðlegan samanburð á náms- árangri í grunnskólum. Íslendingar komu bærilega út úr þeim sam- anburði. Hins vegar stóðu Finnar öðrum framar og varð það eðlilega til þess að skoða málið nánar. Sendinefndir fóru til Finnlands til þess að leita að hvað Finnar gera betur en aðrir. Margt hefur sjálfsagt komið í ljós, en op- inberlega hefur varla verið skýrt frá öðru en því að finnskir kenn- arar séu menntaðri en íslenskir. Þeir útskrif- ist úr háskóla með meistaragráðu, en ís- lenskir kennarar með BA-gráðu. Þetta skýri góðan árangur Finn- anna. Nú er þess að geta að skólaganga finnskra kennara er ekki lengri í árum en íslenskra. En náminu er öðruvísi hagað. Þetta leiðir hug- ann að því að brýnt er orðið að stytta grunn- og framhaldsskólanám hér á landi, en lengja háskólanámið eftir þörfum. Gunnlaugur Júlíusson hagfræð- ingur skrifar grein í Mbl. hinn 7. okt. sl. og skýrir frá því að hann hafi verið á ferð í Finnlandi og fengið tækifæri til þess að kynna sér grunnskóla. Þar hafi hann verið fræddur um að hver kennslustund stæði í 40 mínútur og 15 mínútur væru milli kennslustunda, frímín- útur. Þetta, ásamt ýmsu öðru sem hann rakti í grein sinni, vakti athygli mína, þar sem ég var einmitt stadd- ur í Finnlandi þá dagana og fylgdist meðal annars með skólagöngu tveggja grunnskólabarna. Í þeim skóla var hver kennslustund 45 mín- útur og frímínútur mjög mislangar og engar á milli fyrstu tveggja kennslustundanna. Nú er engin ástæða til að efa að Gunnlaugur skýri rétt frá því sem hann sá og heyrði. En þetta segir aftur á móti að ekki er öllu hagað á sama veg í öllum grunnskólum í Finnlandi og reyndar ekki á Íslandi heldur, sbr. þær upplýsingar sem koma fram hjá Gunnlaugi. Sú ályktun sem hann degur um að sú tilhögun stunda- skrár sem hann til- greinir að sé í Finn- landi kunni að leiða til betri námsárangurs, og geti skýrt mismuninn á námsárangri á Íslandi og í Finnlandi, stenst því varla. Þegar umræðan um skólamál í Finnlandi stóð sem hæst í fyrra skrifaði Bryndís Schram, sem þá bjó í Finnlandi, grein í Mbl. og kynnti viðhorf finnsks skólamanns. Skólamaðurinn til- greindi tíu atriði, að mig minnir, sem gætu valdið því að finnskt skólastarf skarar fram úr. Þar á meðal að agi væri í hávegum hafður, börnin væru áhugasamari um námið og foreldrar fylgdust náið með námi þeirra. Hann skýrði ekki hvernig þessu væri náð fram. En það gerði Bryndís. Hún upplýsti að nemendur, sem ekki næðu til- skildum árangri, féllu og yrðu að sitja aftur í sama bekk. Þegar ég las þetta fannst mér vera komin skýr- ing á flestu því sem hinn finnski skólamaður hafði til málanna að leggja. Sennilega yrði ekki mikill munur á árangri íslenskra og finnskra grunnskóla ef meiri áhersla væri lögð á námsárangur á Íslandi. Nemendur flyttust ekki milli bekkja nema með því að ná lágmarks- árangri. Um þetta sannfærðist ég svo enn betur í haust. Íslensk telpa, sem settist í grunnskóla í Finnlandi, var frædd um að hún gæti fallið. Við- brögð hennar voru þessi: „Nú verð ég að standa mig! Annars verð ég aftur í sama bekk.“ Það er einmitt þetta viðhorf sem getur skipt sköp- um um námsárangur. Sum börn þurfa ekki sérstaka hvatningu til að ná árangri, en önnur þurfa hennar við. Keppni um að ná ákveðnum ár- angri að vori minnkar líkur á ýmiss konar vandamálum, ekki síst aga- vandamálum. Í Morgunblaðinu hinn 30. okt. sl. er grein sem fjallar um heyrn- arskemmdir, eftir dr. Valdísi Ingi- björgu Jónsdóttur. Þar stendur meðal annars: „Sú atvinnustétt sem þarna er í einna mestri hættu er kennarar, einkum vegna þeirra starfsskilyrða sem þeim eru búin. Kennari er í raun gangandi hátalari sem nemendur verða að geta heyrt í, en vegna hávaða og fjarlægðar er ekki nóg að rödd kennara sé hætta búin heldur er líka hætt við að nem- endur heyri ekki það sem kennarinn er að segja. Ég er ekki neinn sérfræðingur í finnskum skólamálum eftir nokk- urra daga viðkynningu. En þó má fullyrða að það sem þarna er lýst gæti alls ekki gerst í finnskum grunnskóla, og er varla mjög al- gengt í íslenskum skólum heldur. Þó að þar sé engan veginn steinhljóð í kennslustundum virðist vera lögð höfuðáhersla á, og því fylgt eftir, að nemendur verði ekki fyrir truflun við námið frá öðrum nemendum. Í Morgunblaðinu hinn 2. nóv. sl. er grein eftir Lís Ruth Kjart- ansdóttur kennaranema um aga- vandamál grunnskólanema. Þar seg- ir meðal annars: „Tekið var viðtal við kennara, sem sögðu að stundum tæki það bara tuttugu mínútur að fá nemanda til þess að fara úr skónum og taka upp bækur sínar og tuttugu mínútur eru frekar langur tími þeg- ar kennslustundin er bara fjörutíu mínútur í heildina.“ Mér segir svo hugur, eftir það sem ég sá og heyrði, að í Finnlandi hefði kennarinn í slík- um tilvikum hafið kennslu strax í upphafi kennslustundarinnar, en agavandamálið hefði verið leyst utan kennslustofu. Að mörgu þarf að hyggja. Nú verð ég að standa mig Árni Benediktsson fjallar um skólamál ’Keppni um aðná ákveðnum árangri að vori minnkar líkur á ýmiss konar vandamálum…‘ Árni Benediktsson Höfundur er fv. framkvæmdastjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.