Morgunblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN KONAN frá heimaþjónustunni bíður. Hún er búin að hringja dyrabjöllunni tvisvar. Hún veit að gamla konan er lengi að svara. Hún er orðin ófær til gangs og stundum ekki komin á fætur þegar hún kemur. Hún bíður stund. Hringir í þriðja sinn. Þegar ekki er svarað tekur hún farsímann og hringir í síma- númer gömlu kon- unnar. Enginn svarar. Hún hefur ekki farið út úr húsi í langan tíma. Það hlýtur eitthvað að hafa komið fyrir. Hún hringir í nákominn ættingja sem hefur lykil að íbúðinni. Hann bregður við og er kominn eftir um 10 mínútur. Gamla konan liggur hreyfingarlaus á gólfinu. Ætting- inn talar til hennar. Hún lítur upp. Áttar sig þó ekki hvar hún er en telur að hún hafi dottið. Ættinginn beygir sig niður að henni og segir að það verði að kalla á sjúkrabíl. Undan því verði ekki vikist. Hún geti ekki legið þarna á gólfinu. Eftir smá fortölur samþykkir hún það. Í hönd fór rannsókn á sjúkra- húsinu og í ljós kom að gamla konan var bæði mjög máttfarin og veik. Á sneiðmynd sáust ummerki eftir smávægilegar heilablæðingar þótt minnið væri smám saman að koma til baka. Afleiðingar af öðr- um sjúkdómi sem fyrir löngu hafði dregið úr hreyfigetu hennar hurfu þó ekki. Minnisglöpin ekki heldur að fullu þótt hún þekki fjölskyldu sína og vini á ný og spjallaði við þau í heimsóknartímum. Með lyfjameðferð og góðri aðhlynningu á sjúkrahúsinu í nokkrar vikur lagaðist heilsufar hennar nokkuð og hún gat farið í föt á nýjan leik. Hún þurfti því heilsu sinnar vegna ekki að dvelja lengur á bráðadeild. Þá hófust vandræðin fyrir alvöru. Í vistunarmati kom skýrt fram að hún gæti ekki búið ein og nauð- synlegt væri að hún fengi dvöl á þjónustustofnun. Raunar kæmi ekki til greina að útskrifa hana af sjúkrahúsinu til þess að fara aftur heim í íbúðina sína. Ef til vill gerði hún sér ekki fulla grein fyrir því sjálf hvort hún ætti að fara heim í íbúðina sem hún hafði búið í síðustu þrjá áratugina eða í íbúð- ina sem hún hafði bú- ið í áratugina þar á undan, sem er í fullu samræmi við áhrif af minnisbresti. Eftir því sem dagarnir á sjúkrahúsinu urðu fleiri varð hún einnig afhuga því að fara aft- ur heim en áhugi hennar vaknaði á því sem hún hafði aldrei hugsað til áður, að komast á dvalar- eða hjúkrunarheimili fyrir eldra fólk. Þessi staða varði í nokkrar vik- ur án þess að til tíðinda dragi. Gamla konan var áfram á bráða- deildinni og beið þess sem verða vildi þegar haft var samband við ættingja hennar og þeim tilkynnt að hún yrði útskrifuð og send heim í íbúðina sína. Hún ætti rétt á heimaþjónustu og hugsanlega dagvistun í einhverju af dagvist- arskjólum borgarinnar. Ekki var lengur rætt um heilsufarsmatið þar sem fram kom að hún gæti ekki búið ein. Henni hafði að sögn hjúkrunarfræðinga á deildinni vaxið svo heilsa og kraftur að það væri ekkert mál fyrir hana að búa ein og fara daglega á milli veru- staða þótt til þess þyrfti bæði hjólastól og akstursþjónustu fyrir fatlaða. Ástæður þessara snöggu um- skipta fólust ekki í mannvonsku á spítalanum. Þvert á móti reyndu þeir sem þar ráða ríkjum að gera hvað þeir gátu til að forða því að hún yrði send heim í íbúðina sína ófær um að búa ein. Ástæðan var einfaldlega sú að engin vistunar- úrræði reyndust fyrir hendi. Ástæða þess að þessi saga er rakin hér er að hún sýnir hvernig ástand er í málefnum gamals fólks hér á landi. Samfélagið er vanbúið til þess að takast á við þær skyld- ur sem það hefur við það fólk sem búið er að skila lífsstarfi sínu þeg- ar heilsa þess krefst meiri að- hlynningar en hægt er að veita á heimilum þess. Talið er að byggja verði allt að 1.300 hjúkrunarrými hið allra fyrsta sem þýðir með öðrum orðum að þau hefðu flest þurft að vera risin nú þegar. Einn- ig er talið að hátt á fjórða hundrað einstaklingar búi við brýna þörf fyrir hjúkrunarrými líkt og sá ein- staklingur sem vitnað var til hér í byrjun. Af hverju er ekki hægt að byggja dvalar- og hjúkrunarheim- ili fyrir þá sem lokið hafa lífsstarfi sínu. Ástæðan er einföld. Til þess skortir fjármagn eða öllu heldur vilja til þess að beina ákveðnu fjármagni í þann farveg. Talið er að fjóra til fimm milljarða þurfi árlega á núgildandi verðlagi sé miðað við rekstrarkostnað og dag- gjöld til þess að útrýma biðlistum eftir plássi á hjúkrunarheimilum. Sú upphæð samsvarar um 1% af innheimtum tekjuskatti á ári eða nokkurn veginn helmingi þeirrar lækkunar tekjuskatts sem fyr- irhuguð er um næstu áramót. Fréttir af biðlistum. Fréttir af fólki í heimahúsum sem tæpast getur dvalið þar lengur. Sögur af Sólvangi. Saga roskinnar konu og annarra sem líkt er ástatt um lýsa þessu ástandi. Þegar komið er að dvalarþjónustunni birtist hin óbrú- anlega gjá. Hvernig verður farið yfir hana. Það er verkefni stjórn- valda að gefa gamla fólkinu hlut- deild í uppgangi samfélagsins. Líka þeim sem þurfa á umönnun þess að halda að starfsdögum loknum. Jafnvel þótt það kosti 1% af tekjum ríkissjóðs af tekjuskatti. Eða að þeir sem afla þjóðfélaginu tekna taki á móti aðeins minni tekjuskattslækkun um áramótin en ætlað var. Er tekjusamfélaginu um megn að sjá af þessu? Tekjusamfélagið og gamla fólkið Þórður Ingimarsson fjallar um málefni aldraðra ’Talið er að byggjaverði allt að 1.300 hjúkr- unarrými hið allra fyrsta sem þýðir með öðrum orðum að þau hefðu flest þurft að vera risin nú þegar.‘ Þórður Ingimarsson Höfundur er blaðamaður. ÞEGAR þetta er skrifað er nákvæm- lega mánuður síðan Morgunblaðið birti grein mína „Opið bréf til alþingismanna – afrit til þjóðarinnar“. Þetta opna bréf ásamt athyglisverðri frétt frá Ríkisútvarp- inu var á sama tíma einnig sent í tölvu- pósti til allra þing- manna skv. net- fangaskrá Alþingis. Svars var óskað. Bréf mitt vakti at- hygli alþingismanna á sívaxandi fólksflutn- ingum úr austri inn í Vestur-Evrópu og þeim félagslegu, fjár- hagslegu og atvinnu- legu vandamálum sem af þeim hafa sprottið. Trúar- bragðadeilur, kynþáttadeilur og gagnstæð menningarleg viðhorf og venjur, svo og hryðjuverkaógnin hafa flækt málin og gert þau erf- iðari. „Opna bréfið“ var ætlað til að vekja athygli alþingismanna á þessum vandamálum og nauðsyn þess að endurskoða reglur á Ís- landi áður en það verður um seinan því barnaskapur er að halda að ekki fari eins hér á landi. Einnig að fá fram skýra afstöðu hvers þing- manns í þessu veigamikla máli. Bréfi mínu til þingmanna lauk ég með orðunum: Svars, er greini frá afstöðu og fyrirætlunum, er óskað frá hverj- um og einum á baldur@lands- menn.is. Afrit af svörunum verður birt í greinasafni www.lands- menn.is – sem afrit til þjóðarinnar. Þar sem nú er liðinn mánuður frá birtingu bréfsins geri ég ekki ráð fyrir fleiri svörum en þegar hafa borist. Skemmst er frá því að segja að af 63 þingmönnum svöruðu að- eins þrír. Ég leyfi mér að kalla það skort á kurteisi við þjóðina alla þar sem ljóst var að svör þeirra yrðu birt opinberlega á vefsetri mínu – sem afrit til þjóðarinnar. Hér er fjallað um alvarlegt mál sem taka þarf af- stöðu til – hver sem hún svo verður. Það er ábyrgðarleysi að sitja með hendur í skauti þegar fyrirsjáanleg eru stórmál sem ljóst er að geta í framtíðinni haft mikil áhrif á ís- lenskt þjóðlíf. Nöfn og svör þess- ara þriggja þingmanna má finna í greinasafni á www.landsmenn.is undir greinarheitinu: „Rýr svör frá þing- mönnum“. Þar má einnig finna: a) Opna bréfið sem birtist í Morgun- blaðinu 24. október sl. og þingmönnum var jafnframt sent. b) Athyglisverða frétt RÚV frá 11. febr- úar 2004 sem þingmönnum var send um svipað leyti. c) Lista yfir þingmenn og net- föng, póstföng og símanúmer þeirra svo þú, lesandi góður, getir sjálfur haft við þá samband um þetta mál og önnur. d) Greinina „Schengen – van- metin hætta“ ásamt myndum og fylgiefni – sem birtist í Morg- unblaðinu 19. júlí sl. og fjallar um innflytjendavandamál í Evrópu. 3) Greinina „Schengen – nei takk“ sem birtist í Morgunblaðinu 24. september 1999. Ég hvet þig, ágæti lesandi, til að kynna þér umræddar greinar og annað aðgengilegt efni um sama mál, og mynda þér skoðun á því. Ég vil gjarnan heyra frá þér á baldur@landsmenn.is um þetta og önnur þjóðfélagsmál. Sama hlýtur að gilda um alþingismenn – þeir eru jú trúnaðarmenn okkar. Rýr svör alþing- ismanna við „opnu bréfi“ Baldur Ágústsson segir frá undirtektum alþingismanna við opnu bréfi til þeirra Baldur Ágústsson ’Skemmst erfrá því að segja að af 63 þing- mönnum svör- uðu aðeins þrír.‘ Höfundur er fv. forstjóri og frambjóð- andi í forsetakosningum 2004. bald- ur@landsmenn.is BANN reykinga á veitinga- húsum og skemmtistöðum er mik- ilvægt skref í átt að aukinni heilsu- vernd og bættri siðmenningu þjóðarinnar. Frjáls- lyndi flokkurinn styð- ur rétt Íslendinga til að anda að sér reyk- lausu lofti á öllum stöðum opnum al- menningi. Á vordögum álykt- aði meirihluti mið- stjórnar Frjálslynda flokksins á þá vegu að lagatillaga um bann við reykingum á veit- ingahúsum og skemmtistöðum væri í samræmi við stefnu flokksins um verndun réttar þeirra sem reykja ekki til að anda að sér hreinu lofti. Fyrir rúmum 2 árum reið New York-borg á vaðið, fyrst stórborga, að banna reykingar innan dyra í öllum matsölu-, veitinga- og skemmtistöðum. Ég bjó þar á þeim tíma og man að það var tals- verður uggur í borgarbúum um að þetta myndi koma illa niður á við- skiptum umræddra staða en þessi aðgerð var keyrð í gegn fyrst og fremst á þeirri forsendu að starfs- fólk þessara staða væri í verulegri hættu af skaðsemi óbeinna reykinga og ætti rétt á því að starfa á reyklausum vinnustað. Michael Bloomberg borg- arstjóri kom banninu í framkvæmd af mikilli festu og myndarbrag. Hvað gerðist svo? Varð hrun á við- skiptum í borginni? Nei, innan við mánuði frá því að bannið tók gildi var fjöldi gesta á veitinga- og skemmti- stöðum sá sami og áður. Ánægja meirihlutans (sem reykir ekki) með þessa staði var líka stórum aukin. Starfsfólk þurfti ekki að vaða reyk og fólk með astma gat leitað sér vinnu á þessum stöðum. Til langs tíma mun minnkaður kostnaður við þrif og viðhald á húsnæði og hreinsun fatnaðar, bæta rekstrarafkomu í veitinga- rekstri. Eftir smá byrjunarskjálfta í mönnum reyndist þetta lítið mál í einni stærstu borg heims. Þeir einu sem kvörtuðu voru íbúar húsa í grennd við skemmtistaði því að skvaldur frá reykingafólki af göt- unni truflaði næturfriðinn. Meira að segja Írar sem eru þekktir fyrir að elska sína vímu- gjafa hafa tekið upp reyk- ingabannið. Það hefur skilað þeim árangri að um 14% færri reykja nú en fyrir bannið. Í raun undrar mig það ekki því að sá ávani að reykja með notkun áfengis á skemmti- stöðum hefur orðið til þess að margir byrja að reykja eða falla eftir að hafa haldið sér reyklaus- um. Þegar svo margir reykja í kringum mann og athöfnin verður félagsleg, er það mun nærtækara að freistast til að reykja en við reyklausar aðstæður. Í september sl. var ég í Osló og þar er einnig bann við reykingum á matsölu- og veitingastöðum. Það var ólíkt skemmtilegra að setjast niður í reyklausu umhverfi og fá sér bjór þar en í Reykjavík og maður naut þess að borða góðan mat án ertandi tóbaksfýlu… og viti menn, maður angaði ekki eins og ofbrenndur sviðakjammi þegar maður kom heim á hótelið. Nú liggur fyrir tillaga þar sem það á að gefa veitingahúsum og ferðamannaþjónustunni tvö ár til aðlögunar áður en reykingabann verði sett á. Eftir hverju er verið að bíða? Eru íslenskir veit- ingamenn svo svifaseinir að þeir þurfi tvö ár til að aðlagast sam- þykktinni? Ég efast stórlega um það. Tekur svona langan tíma að hanna bannskiltin? Eru stjórnvöld hrædd um að málið verði óvinsælt hjá kjósendum eða styrktaraðilum stjórnarflokkanna og vilja bíða fram yfir kosningar? Hver er ástæða þessarar tregðu? Er hálft ár ekki nóg? Ég skora á stjórnvöld að beita sér fyrir þessu máli hið fyrsta og leyfa ferðamönnum að njóta íslenska ferska loftsins sum- arið 2006 hindrunarlaust. Reykingabann á öllum al- menningsstöðum innandyra Svanur Sigurbjörnsson fjallar um reykingabann á veitingastöðum ’Eru íslenskir veit-ingamenn svo svifa- seinir að þeir þurfi tvö ár til að aðlagast sam- þykktinni?‘ Svanur Sigurbjörnsson Höfundur er læknir og situr í mið- stjórn Frjálslynda flokksins. Hulda Guðmundsdóttir: „Ég tel að það liggi ekki nægilega ljóst fyrir hvernig eða hvort hinn evangelísk- lútherski vígsluskilningur fari í bága við það að gefa saman fólk af sama kyni …“ Birgir Ásgeirsson: Opið bréf til vígslubiskups Skálholtsstiftis, biskups Ís- lands, kirkjuráðs og kirkju- þings. Jakob Björnsson: Útmálun helvítis. „Álvinnsla á Íslandi dregur úr losun koltvísýr- ings í heiminum borið saman við að álið væri alls ekki framleitt og þyngri efni not- uð í farartæki í þess stað, og enn meira borið saman við að álið væri ella framleitt með raforku úr eldsneyti.“ Þorsteinn H. Gunnarsson fjallar um rjúpnaveiðina og auglýsingu um hana, sem hann telur annmarka á. Eggert B. Ólafsson: Vega- gerðin hafnar hagstæðasta tilboði í flugvallarrútuna. Örn Sigurðsson: Bornir eru saman fjórir valkostir fyrir nýjan innanlandsflugvöll. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.