Morgunblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2005 21 ERLENT ANGELA Merkel, kanslari Þýska- lands, sagði í gær, í fyrstu ræðu sinni á þingi frá því að hún hófst til valda, að ríkisstjórn hennar myndi koma Þýskalandi á ný í fremstu röð á efnahagssviðinu. „Við viljum skapa skilyrði fyrir því að Þýskaland geti komist í hóp þriggja fremstu ríkja Evrópu [hvað hagvöxt varðar] innan tíu ára,“ sagði kanslarinn. Merkel tók við embætti kanslara í liðinni viku og fer fyrir stórri sam- steypustjórn Kristilega demókrata- flokksins (CDU/CSU) og Jafnaðar- mannaflokksins (SPD). Þjóðverjar glíma við djúpstæðan efnahags- vanda og mikið atvinnuleysi, sem mælist nú 11%, auk þess sem óger- legt hefur reynst að ná tökum á hallarekstri ríkissjóðs. „Við ætlum að koma vinnumark- aðinum í annað og betra horf, við ætlum koma skólum okkar og há- skólastofnunum í fremstu röð í heiminum, við ætlum að ná tökum á hallarekstri á ríkissjóði og bæta heilbrigðis-, eftirlauna- og umönn- unarkerfið,“ sagði Merkel í ræðu sinni, sem þingheimur hafði beðið með nokkurri eftirvæntingu. Upp- skar hún klapp er hún lét þessi orð falla. Fjölgun starfa verður mælikvarðinn Merkel bar lof á Gerhard Schrö- der, fyrrum kanslara, fyrir viðleitni hans til að minnka velferðarkerfið og koma á umbótum á vinnumark- aði. Hún bætti við að þrátt fyrir þetta hefði fjöldi þeirra, sem glímdu við langtímaatvinnuleysi, aldrei ver- ið meiri í sögu sambandslýðveldisins Þýskalands. Bætti hún við að fjölg- un starfa yrði sá mælikvarði, sem lagður yrði á árangur ríkisstjórnar hennar. Vel færi á því að „ríkis- stjórn aðgerða“ væri við völd „í landi hugmyndanna“. Stór sam- steypustjórn tveggja ólíkra flokka skapaði „óvænt tækifæri“ til að bera fram ýmsar grundvallarspurningar, sem til framfara væru fallnar. Stjórnarflokkarnir hefðu sameinast um „heiðarlega greiningu“ á stöðu mála í Þýskalandi og dregið af henni skýrar ályktanir. Ríkisstjórn Merkel hefur þegar samþykkt að draga úr beinum stuðningi við húsnæðiskaupendur, hafin er vinna við að fækka und- anþágum frá skattgreiðslum og kanslarinn greindi frá því í gær að eftirlaunaaldur yrði hækkaður í áföngum. „Skrefin“ hljóta að teljast allmörg því í ráði er að hækka hann í 67 ár á árunum 2012 til 2035. Merkel er 51 árs. Hún er fyrst kvenna til að gegna embætti kansl- ara. Jafnframt er hún fyrsti stjórn- málamaðurinn úr austurhluta lands- ins, þar sem kommúnistar ráku forðum Alþýðulýðveldið Austur- Þýskaland, sem fer fyrir ríkisstjórn Þýskalands. „Þorum að auka frelsið“ Í ræðu sinni vék Merkel að lífinu austan Berlínarmúrsins og kvaðst aldrei hafa vænst þess að henni ætti eftir að auðnast, áður en hún næði eftirlaunaaldri, að kynnast sam- félaginu vestan hans. „Frelsið er það sem mest hefur komið mér á óvart á lífsleiðinni,“ sagði kanslar- inn og hvatti Þjóðverja til að feta áfram frelsisbrautina. „Við skulum þora að auka frelsið,“ („Lasst uns mehr Freiheit wagen“) sagði Merk- el og vísaði, að sögn þýska tímarits- ins Der Spiegel, til samhljóða um- mæla Willys heitins Brandts kanslara. Merkel lýsti yfir því að auka bæri tækifæri almennings til að láta drauma um aukna hagsæld rætast. Í þessu efni vísaði hún til stöðu sinnar og spurði hverjum dottið hefði í hug að kona myndi í ár hljóta æðsta embættið í stjórnmálakerfi Þýskalands. „Eitt er ljóst: við ber- um öll ábyrgð á þeirri staðreynd að við nýtum ekki tækifæri okkar til fullnustu. Léttum nú bremsunum af hagvextinum … Sýnum fram á að það sé gerlegt,“ sagði kanslarinn. „Látum ekki kúga okkur“ Í upphafi ræðu sinnar fjallaði Merkel um Susanne Osthoff, þýsk- an starfsmann hjálparsamtaka, sem er á valdi mannræningja í Írak. „Við munum ekki láta kúga okkur,“ lýsti hún yfir en ræningjar Susanne Ost- hoff hafa hótað að myrða hana slíti stjórn Merkel ekki öll tengsl við stjórnvöld í Írak. Sagðist Merkel fordæma mannránið í nafni stjórnar og þings. „Við megum ekki gefa eft- ir í baráttunni við hina alþjóðlegu hryðjuverkaógn,“ sagði Merkel og kvað baráttu hermdarverkamanna beinast gegn „kjarna siðmenningar vorrar“. Kanslarinn lagði ríka áherslu á að „víðsýni og umburðarlyndi“ ein- kenndi samfélag Þjóðverja. Kvað hún „opna og heiðarlega“ viðræðu við múslíma mikilvæga. Hún for- dæmdi hins vegar svokölluð „heið- ursmorð“ og nauðungargiftingar ísl- amskra stúlkna og lýsti yfir því að þessi fyrirbrigði yrðu aldrei liðin í Þýskalandi. Sameiginlegt gildismat Í utanríkismálum sagði Merkel að Þjóðverjar og Bandaríkjamenn ættu „sameiginlegt gildismat“. Hún kvaðst þess fullviss að Bandaríkja- stjórn myndi bregðast fljótt og vel við áhyggjum Evrópuþjóða af meintu fangaflugi og meintum leynilegum rekstri fangelsa á veg- um bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. Þjóðverjar hygðust ekki „þegja“ þegar mannréttindi væru brotin og gilti einu hverjir ættu í hlut. Lýsti hún og þeirri skoðun sinni að þjóðir Evrópusambandsins ættu að líta á sig sem „sjálfsörugga“ samstarfsmenn Bandaríkjamanna. Þýskaland í fremstu röð á næstu 10 árum Reuters Angela Merkel flytur fyrstu „kanslara-ræðu“ sína á þingi í Berlín í gær. Merkel kom víða við í ræðunni en mál sitt hóf hún með því að fjalla um Sus- anne Osthoff, sem mannræningjar í Írak hafa á valdi sínu. Angela Merkel kanslari segir að fjölgun starfa verði mælikvarðinn á árangur ríkisstjórnar sinnar Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is Lexus GS300 F. skráð. 03/2001, ek. 49.000 km Vél: 3000cc s.sk. Litur: Silfurgrár Verð: 3.000.000 kr. Tilboðsverð: 2.700.000 kr. Áhyggjulaus og örugg bílaviðskipti - strangt skoðunarferli, 14 daga skiptiréttur, ókeypis skoðun eftir 1000 km, allt að 1 árs ábyrgð. Skoðaðu úrvalið á Nýbýlavegi 6, eða hringdu í 570 5400. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 30 44 6 11 /2 00 5 Lexus GS430 F. skráð. 03/2001, ekinn 96.000 km Vél: 4300cc Litur: Silfurgrár Verð: 3.050.000 kr. Tilboðsverð: 2.750.000 kr. Lexus IS200 F. skráð. 06/2004, ekinn 23.000 km Vél: 2000cc s.sk. Litur: Silfurgrár Verð: 2.360.000 kr. Lexus IS200 Sport F. skráð. 04/2003, ekinn 50.000 km Vél: 2000cc s.sk. Litur: Silfurgrár Verð: 2.360.000 kr. Lexus RX300 Luxury/sóllúga F. skráð. 08/2002, ekinn 51.000 km Vél: 3000cc s.sk. Litur: Dökkblár Verð: 3.330.000 kr. Lexus LS430 President F. skráð. 05/2002, ekinn 48.000 km Vél: 4300cc Litur: Silkigrænn Verð: 4.520.000 kr. Tilboðsverð: 3.990.000 kr. Sannkallaðir eðalvagnar Lexus IS200 F. skráð. 10/2004, ekinn 13.000 km Vél: 2000cc s.sk. Litur: Silfurgrár Verð: 2.500.000 kr. Lexus RX300 EXE F. skráð. 08/2004, ekinn 20.000 km Vél: 3000cc s.sk. Litur: Gylltur Verð: 4.590.000 kr. Sjá nánar á www.lexus.is - Notaðir Lexus bílar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.