Morgunblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ AUSTURLAND Neskaupstaður | Í síðustu viku voru þemadagar í Nesskóla þar sem fengist var við orku, vináttu og börn jarðar. Mismunandi aldursstig fengust við mis- munandi þemu. Unglingarnir unnu með orkuna og fóru m.a. að skoða framkvæmdir við Fljótsdals- virkjun. Yngstu börnin unnu með verkefni tengd þjóðarbrotum nemenda í Nesskóla, en í skólanum eru nemendur frá 12 þjóðlöndum. Krakkarnir á mið- stigi unnu með vináttuna og sendu m.a. öllum fyr- irtækjum bæjarins vinakort. Í lok þemavikunnar var haldin sýning þar sem af- rakstur vikunnar var kynntur fyrir bæjarbúum. Margt var að skoða og sjá á sýningunni og m.a. var hægt að kaupa vinauppskriftir af þessum stöllum, Elísabetu Ýrr Steinarsdóttur og Dagnýju Ástu Rún- arsdóttur. Allur ágóði af sölu vinauppskriftanna rennur til fé- lagasamtakanna Vinir Indlands. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Vinauppskriftir til sölu Neskaupstaður | Sam-vinnufélag útgerðar-manna í Neskaupstað hefur ákveðið að gefa gervigras á nýjan knatt- spyrnuvöll í Neskaup- stað auk girðingar í kring um völlinn. Ætl- unin er að leggja gervi- grasið á gamla mal- arvöllinn. Þessi höfðinglega gjöf kemur sér mjög vel þar sem nú- verandi grasvöllur verð- ur aflagður, en hin nýja stóra frystigeymsla Síldarvinnsl- unnar, sem nú er verið byggja, nær inn á hann. Nýi völlurinn verður í hjarta bæjarins og auðveldar því æf- ingasókn, sérstaklega yngri flokk- ana frá því sem verið hefur, en grasvöllurinn sem nú er úr leik var í útjaðri bæjarins. Ætla má að þessi stórgjöf Samvinnufélags út- gerðarmanna nemi tugum millj- óna. Stórgjöf frá SÚN Breyting Hér á gervigrasvöllurinn að vera. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Fáskrúðsfjörður | Laugardaginn 26. nóvember hætti Viðar Sigurbjörnsson kaupmaður verslunarrekstri, en þá lokaði hann verslun sinni Hinni búð- inni á Fáskrúðsfirði Viðar byrjaði verslunarferil sinn hjá kaupfélaginu ungur að árum. Hann hóf svo að versla sjálfur á Fáskrúðsfirði árið 1961, í litlu húsi á Búðavegi 13 og hlaut verslun hans nafnið Viðarsbúð. Í fyrstu af- greiddi Viðar viðskiptavini sína yfir borðið, en seinna breyttist búðin í litla kjörbúð. Eftir að verslunartími var gefinn frjáls og smærri verslanir viku fyrir stórverslunum, hætti Viðar rekstri Viðarsbúðar en opnaði í stað- inn Hina búðina að Skólavegi 50. Þar seldi hann fatnað, gjafavöru, hann- yrðavörur og ýmislegt fleira ásamt því að bjóða upp á ljósatíma. Var þar lengi eitt mesta úrval gjafavöru á öllu Aust- urlandi og þótti Viðar standa sig vel í innkaupum á varningi. Nú hefur Hinni búðinni verið lokað og þar með lýkur 44 ára samfelldum verslunarrekstri Viðars á Fáskrúðsfirði. Hann er nú um sjötugt og segir mál til komið að hvíla sig á erlinum. Lokar eftir 44 ár í verslunarrekstri Álversstrompur | Flutninga- skipið Happy Ranger lagðist að ál- vershöfninni í annað skipti liðna helgi og hafði um borð lofthreins- istrompinn fyrir álverið. Voru hlut- ar lofthreinsistrompsins og fleiri forsamsettar einingar vestari loft- hreinsistöðvarinnar affermd. Strompurinn er í fimm hlutum og vegur neðsta einingin 90 tonn, önn- ur 140 tonn, þriðja 60 tonn, fjórða 56 tonn og sú efsta 39 tonn. Loft- hreinsistöðin er smíðuð á Spáni og í Portúgal. Hún kemur í tilbúnum einingum sem eru settar saman á svæðinu. Þessi sending er önnur í röðinni en sú fyrsta kom 1. nóvember. Þriðja og síðasta sending loft- hreinsistöðvarinnar er svo áætluð í apríl á næsta ári. Grafarholt | Nýr leikskóli var formlega tekinn í notkun í Graf- arholti í gær, en þá afhenti Stein- unn Valdís Óskarsdóttir börnum og starfsliði leikskólann, og börnin þökkuðu að sjálfsögðu fyrir með söng. Skólinn hefur hlotið nafnið Reynisholt. Sigurlaug Einarsdóttir, nýr leik- skólastjóri á Reynisholti, segir að á leikskólanum verði lögð sérstök áhersla á snertingu, jóga og slökun, en það var einmitt efni MA- ritgerðar Sigurlaugar. „Við leggj- um áherslu á þessa þætti, verðum með léttar snertingar, jóga og jógaleiki. Eftir áramótin verður starfsmönnum boðið upp á jóga, og vonandi stefnum við á það að bjóða foreldrum að vera þátttakendur með okkur í jóganu,“ segir Sig- urlaug. „Við munum líka nýta okk- ur náttúruna, þetta er skóli sem staðsettur er í einstöku umhverfi, í trjálundi við Reynisvatnið.“ Gengur vel að manna stöður Ágætlega hefur gengið að manna stöður á Reynisholti, en þar verða 60-70 börn á þremur deildum. Tvær deildir eru þegar farnar að taka við börnum, en deildin með yngstu börnunum verður tekin í notkun eftir áramót. Starfsfólkið tínist inn á næstunni og í vetur, og þrír nýútskrifaðir deildarstjórar bætast í hópinn í vor. Erfiðlega hefur gengið að manna stöður á leikskólum í Reykjavík, sérstaklega í Grafarholti og Graf- arvogi, en Sigurlaug segist ekki hafa skýringu á því hvers vegna henni hafi gengið vel að manna stöður í nýja leikskólanum. „Nú veit ég ekki hvað það er sem veldur því, hvort það er að þetta er lítill leikskóli, eða hvort það er hug- myndafræðin sem vekur athygli.“ Jóga í boði í leikskólanum Reynisholti í Grafarholti Morgunblaðið/Ómar Afhending Stefán Jón Hafstein, formaður menntaráðs Reykjavíkur, afhendir Sigurlaugu Einarsdóttur, leik- skólastjóra á Reynisholti, leikskólann, en hún tók við honum fyrir hönd samstarfsfólks síns og nemenda. Hafnarfjörður | Jólaþorpið hefur nú verið opnað á ný í miðbæ Hafnar- fjarðar, en það er útimarkaður sem er opinn um helgar þar sem selt er ýmislegt sem tengist jólunum. Markaðurinn hefur verið starfrækt- ur fyrir jólin undanfarin ár, en í ár er hann kominn á nýuppgert Thorsplan við verslunarmiðstöðina Fjörð. Margt var um manninn í jólaþorp- inu um síðustu helgi, veðrið skartaði sínu fegursta og börn og fullorðnir fylgdust með því þegar ljósin á jóla- trénu voru tendruð. Jólaþorpið er opið allar helgar til jóla frá 12–18, og til kl. 22 á Þorláksmessu. Fjölmargir sækja Jólaþorpið heim Álftanes | Stofnaður hefur verið að- gerðahópur til að vekja umræðu um skipulagstillögu meirihluta bæjar- stjórnar Álftaness á miðbæjarsvæði sveitafélagsins. Hefur verið opnaður nýr vefur aðgerðahópsins á slóðinni www.betribyggd.net. Segja forsvarsmenn hópsins tillögu meirihlutans umdeilda, en veruleg andstaða við hana hafi komið í ljós í undirskriftasöfnun. Tillagan liggi nú fyrir til samþykktar og skammur tími gefist því til andmæla. Efna samtökin til opins húss í Haukshúsum næstu helgi, 3.–4. desember, milli kl. 13 og 17, þar sem rætt verður um skipu- lagsmál og hvernig megi hafa áhrif á miðbæjarskipulagið, og munu undir- skriftalistar liggja frammi. Aðgerðahópur gegn miðbæj- arskipulagi Seltjarnarnes | Fjölskyldur á Sel- tjarnarnesi sem eiga börn hjá dagfor- eldrum og í leikskóla munu njóta systkinaafsláttar af leikskólagjöldum hér eftir, en hingað til hefur systk- inaafsláttur ekki verið veittur vegna barna hjá dagforeldrum, að því er fram kemur í frétt frá bæjarfélaginu. Afslátturinn hefur verið veittur vegna barna á leik- og grunnskóla þannig að fjölskyldur hafa notið af- sláttar af leikskólagjöldum eða gjöld- um fyrir Skólaskjól. Fjölskylda með tvö börn, annað á leikskóla en hitt í grunnskóla sem nýtir Skólaskjól, fær þannig 25% afslátt fyrir annað barnið, og fjölskyldur með þrjú börn fá 50% afslátt fyrir það þriðja. Það sama á við ef börnin eru á sama skólastigi. Systkinaaf- sláttur vegna dagforeldra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.