Morgunblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 68
68 FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ BRESKA strákasveitin Taka That var ein sú allra vinsælasta í byjun tíunda áratugar síð- ustu aldar. Sveitin kom hvorki meira né minna en sex lögum í fyrsta sæti breska vinsældalist- ans og seldi 10 milljón plötur á ferlinum. Sveitin var mönnuð þeim Jason Orange, Gary Barlow, Mark Owen og Howard Donald að ógleymdum Robbie Willams, sem þó sagði skilið við sveitina áður en hún hætti árið 1996. Lítið hefur spurst til liðsmannanna eftir það, að undanskildum Robbie sem fest hefur sig í sessi sem einn vinsælasti poppsöngvari nú- tímans. Þeir Gary og Mark gældu við sólóferil í kjölfar Take That en árangurinn lét á sér standa. Á dögunum komu liðsmenn Take That sam- an á ný, nær áratug eftir að sveitin hætti, að Robbie undanskildum. Tilefnið var frumsýning á heimildarmynd um kappana en þeir fjór- menningar bættu um betur og tilkynntu að þeir hygðust leggja upp í 11 daga tónleikaferðalag í apríl á næsta ári. Robbie verður einnig fjarri góðu gamni í áætlaðri tónleikaferð en hann hefur ekki gefið frá sér opinbera skýringu á fjarveru sinni. Ekki er ljóst hvort Take That hyggi á áfram- haldandi samstarf að tónleikaferðinni lokinni. Reuters Jason Orange, Gary Barlow, Mark Owen og Howard Donald á blaðamannafundi. Á DÖGUNUM kom út platan Ég skemmti mér þar sem þau Guðrún Gunnarsdóttir og Friðrik Ómar Hjörleifsson flytja þekktar dæg- urlagaperlur. Þau Guðrún og Friðrik hafa sungið mikið saman undanfarin ár en platan er sú fyrsta sem þau gera saman. Á Ég skemmti mér er m.a. að finna samnefnt lag sem hefur verið mikið spilað að undanförnu. Plötunni hef- ur verið vel tekið og er hún í öðru sæti Tónlist- ans og er einnig hástökkvari vikunnar, sína aðra viku á lista. „Við höfum mest verið að syngja lög Ellyjar og Vilhjálms Vilhjálmsbarna,“ sagði Guðrún í samtali við Morgunblaðið. „Við komumst fljótlega að því að við höfðum mjög svipaðan smekk á því hvaða lög okkur finnast skemmtileg. Þessi hugmynd kom því upp að gefa lögin út á plötu og hann Friðrik tók bara af skarið og byrjaði að vinna í því.“ Guðrún segir samstarf þeirra síðastliðin ár hafa gagnast þeim mikið við gerð plötunnar. Diskurinn er uppskeran „Við erum búin að halda tónleika víða um land og erum því í raun búin að kynna þessi lög og okkur svolítið fyrirfram. Við erum búin að plægja jarðveginn vel og diskurinn er upp- skeran,“ segir Guðrún. Þau fengu Ólaf Gauk svo í lið með sér og segir Guðrún það hafa gert gæfumuninn. „Hann á meira að segja tvö lög á plötunni,“ segir Guðrún. „Hann breytti sumum laganna mjög mikið en við báðum hann að breyta öðrum minna heldur hressa frekar aðeins upp á þau,“ bætir hún við, spurð um hvort lögin hljómi í mjög breyttum útgáfum á plötunni að hennar mati. „Okkur fannst þetta bara skemmtilegt,“ segir Guðrún um vinnuferli plötunnar. „Við vorum ótrúlega samtaka með hvaða lög við vildum hafa á plötunni. Þetta eru allt lög sem okkur finnast skemmtileg og vildum hafa með. Mörg þessara laga hafa líka aldrei verið endurgerð og það var svolítið hugsunin hjá okkur að taka lög sem ekki hafði verið end- urgerð áður.“ Þar sem platan inniheldur dæg- urlagaperlur sem heyrðust fyrst fyrir nokkrum áratugum síðan er ekki úr vegi að spyrja Guðrúnu fyrir hverja platan sé ætluð. Ætla þau að end- urvekja áhuga fólks á lögunum eða kynna þau nýrri kynslóð? „Á þessum stutta tíma síðan platan kom út höfum við fundið fyrir áhuga hjá öllum aldurs- hópum,“ segir Guðrún. „Það eru þó mest eldri kynslóð- irnar en við höfum líka fundið fyrir því að krakkar eru spenntir fyrir þessu. Ég hef heyrt marga um tvítugt hafa haft orð á því að þeir ætli að gefa mömmu sinni plötuna í jólagjöf.“ Síðastliðna helgi héldu þau Guðrún og Friðrik útgáfutónleika í Salnum í Kópa- vogi. „Það var æðislega gaman. Vorum með níu manna stórsveit sem lék undir og Ólaf- ur Gaukur stjórnaði eins og herforingi. Það var uppselt á tónleikana í bæði skiptin og það var fólk á öllum aldri,“ segir Guð- rún. „Við vorum spurð um daginn hvenær næsta plata kæmi út svo fólk er greinilega þyrst í þetta,“ bætir hún við og segir það alls ekki ósennilegt að önnur plata með þeim Frið- riki eigi eftir að líta dagsins ljós. „Það er gaman að þó að þessi aldursmunur sé á okkur man hann þessi lög alveg eins og ég. Hann sagðist hafa heyrt þau hjá Gesti Einari á Rás 2,“ segir Guðrún að lokum. Tónlist | Guðrún Gunnars og Friðrik Ómar skemmta sér saman Jólagjöfin handa mömmu Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is Gleðin réð ríkjum við upptökur á plötunni. Nýjasta stafræna teiknimyndaundrið frá Disney. Toppmyndin í USA. „Meistarastykki!“ -F.G.G., Fréttablaðið „Tilvalin fjölskylduskemmtun sem auðgar andann!“ -S.P., Rás 1 „Sjón er sögu ríkari!“ -H.J., Mbl  Þar sem er vilji, eru vopn.  S.V. MBL Þar sem er vilji, eru vopn.  S.V. MBL  H.J. Mbl.  V.J.V. topp5.is Þau eru góðu vondu gæjarnir. Sýnd bæði með íslensku og ensku tali. Þegar maður er þetta lítill verður maður að hugsa stórt. Harry Potter og Eldbikarinn kl. 6 - 8 og 10 B.i. 10 ára Lord of War kl. 5.30 - 8 og 10 B.i. 16 ára March of the Penguins kl. 6 og 8 Litli Kjúllinn kl. 6 Íslenskt tal Tim Burton´s Corpse Bride kl. 10 Gæti vakið ótta ungra barna! FORSÝND KL. 8 Í KRINGLUBÍÓI Take That saman á ný
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.