Morgunblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÍÞRÓTTA- og Ólympíusamband Íslands stóð fyrir fjármálaráðstefnu 11. nóvember sl. Þetta var fjórða fjármálaráðstefnan sem ÍSÍ heldur en við tókum þá ákvörðun á sínum tíma að hafa árlega fjármálaráð- stefnur til að kasta ljósi á rekstur hreyfingarinnar, skapa umræðu og veita aðhald. Á fyrstu tveimur fjármálaráð- stefnunum, 1999 og 2001, kom í ljós að reksturinn var almennt í nokkuð góðu jafnvægi, nema þá hjá bolta- greinunum – knattspyrnu, hand- knattleik og körfuknattleik. Augljóst var að rekstur þar var alls ekki í nógu góðu lagi, mikil skuldasöfnun og menn greinilega búnir að eyða um efni fram. Í framhaldi af þeim ráðstefnum varð mikil umræða um reksturinn almennt. Á nýafstaðinni ráðstefnu kynntum við tölur sem sýna að vatnaskil eru að verða í rekstri íþróttahreyfing- arinnar, vonandi til framtíðar. Mjög ákveðnar breytingar hafa átt sér stað í rekstrinum. Sé litið yfir nokk- urra ára tímabil má sjá að fátíðar eru sveiflur í rekstri, eins og var áð- ur. Skuldasöfnun er hætt að stærstum hluta og hreyfingin hefur hafist handa við að taka á fortíðarvanda sínum. Ég segi fortíðarvanda vegna þess að þegar rýnt er í skuldastöðu félaga og þá sér- staklega aðalstjórna, kemur í ljós að skuldir aðalstjórna hafa minnkað um rúmar 200 milljónir á milli áranna 2002 og 2004. Að- alstjórnirnar hafa á undanförnum árum ver- ið sá aðili sem hefur þurft að taka á yf- irkeyrslum deilda, stofna skila- nefndir og standa fyrir end- urskipulagningu reksturs deildanna í samræmi við ábyrgð sína en sam- kvæmt dómi Hæstaréttar ber að- alstjórn ábyrgð á fjármálum deilda. Úrvinnslutölur ÍSÍ byggjast á starfsskýrslum, sem eru lykiltölur sendar ÍSÍ. Þær tölur eru ekki end- urskoðaðar en veita samt nokkra innsýn í reksturinn og auðvelda samanburð á milli sambandsaðila. Skoð- aðar voru lykiltölur úr rekstri og peningaleg staða reiknuð út. Hug- takið peningaleg staða, sem er veltufé gagn- vart skuldum, hefur verið notað í stað þess að skoða eignir á móti skuldum vegna þess að oftast eru íþróttamann- virki ekki söluvara sem hægt er að fara með á fasteignasölu og selja upp í skuldir. Íþróttamannvirkjum fylgja kvaðir af hálfu sveitarfélags og oft er enginn lóðaleigusamningur fyrir hendi. Heildarvelta íþróttahreyfing- arinnar 2004 nemur um 7 milljörðum króna. Skuldir voru 2,5 milljarðar en voru 3,1 milljarður á árinu 2002. Eignirnar námu 10 milljörðum en námu 7,5 milljörðum árið 2002. Pen- ingaleg staða var neikvæð á árinu 2002 um 1,8 milljarða króna, þ.e. íþróttahreyfinguna vantaði 1,8 millj- arða til að greiða upp allar skuldir sínar en var neikvæð um 1 milljarð króna á árinu 2004. Þarna er sann- arlega mikil bæting. Afar erfitt er að gera samanburð á milli íþróttagreina svo vel sé þar sem sérsambönd, héraðssambönd, íþróttabandalög og íþrótta- og ung- mennafélög eru jafn ólík og þau eru mörg. Því getur verið erfitt að al- hæfa um stöðu einstakra greina eða bera þær saman. Þrátt fyrir að jákvæð teikn séu á lofti, er enn langt í land að rekst- urinn sé í góðu jafnvægi. Vandi stóru boltagreinanna hefur minnkað en er enn fyrir hendi. Þar sligar ennþá of hár kostnaður tengdum þátttöku í efstu deildum félögin t.d leikmannagreiðslur. Þó að flestar aðrar greinar séu í góðu jafnvægi al- mennt, verður áfram afar erfitt að reka íþróttahreyfinguna svo frómt sé frá sagt. Við munum áfram byggja starf okkar á framlagi sjálf- boðaliða. Við munum áfram þurfa á auknum framlögum fyrirtækja í landinu að halda og við munum áfram þurfa að berjast fyrir því að sveitarfélögin auki enn frekar þátt- töku sína og framlög til íþróttafélag- anna og að ríkisvaldið komi með myndarlegri hætti en nú er að rekstri ÍSÍ og sérsambandanna. Við þurfum að halda áfram að upplýsa um stöðu þessara mála inn- an íþróttahreyfingarinnar, ekki á neikvæðan hátt heldur á faglegan hátt og skapa umræðu og vettvang um mögulegar leiðir til þess að rekstur okkar sé stöðugt í skoðun og gangi vel. Við þurfum líka að halda áfram að auka fræðslu og miðla upplýsingum því að endurnýjun í forystusveit íþrótta- og ungmennafélaga og í raun sambandsaðila allra er mjög hröð og nýir aðilar sem stöðugt eru að taka við þurfa að fá góðar upplýs- ingar svo þeir eyði ekki kröftum sín- um í að finna upp hjólið á ný. Ég er ekki viss um að hinn almenni borgari átti sig á því hversu gríðarlega tíma- frekt starf er að vera forystumaður í íþróttafélagi í dag og hversu mikið þetta fólk gefur af tíma sínum. Ef þeir tímar væru teknir saman og reiknaðir í upphæðir næmi það framlag ófáum milljörðum. Íþrótta- hreyfingin verður einnig að taka reglulega upp umræðu á öllum stig- um starfsins um stjórnskipulag sitt, fjölda félaga, deilda, íþróttahéraða, heildarsamtaka. Innan ÍSÍ eru í dag um 1000 starfseiningar, sem er ótrú- legur fjöldi í jafn fámennu landi sem Ísland er. Þrátt fyrir allt sem að ofan er talið á heildarmarkmiðið samt ekki að vera það að reka sig með peninga- legum hagnaði. Hagnaðurinn er fyrst og fremst fólginn í fólkinu og starfinu sem við innum af hendi í samfélaginu. Fjármál íþróttahreyfing- arinnar – Hægur bati Stefán Konráðsson gerir grein fyrir fjárhagsstöðu íþróttahreyfingarinnar Stefán Konráðsson ’Mjög ákveðnarbreytingar hafa átt sér stað í rekstrinum. ‘ Höfundur er framkvæmdastjóri ÍSÍ. VEGNA skrifa undanfarið um væntanlegt miðbæjarskipulag á Álftanesi, tel ég mig knúna til að svara þeim rangfærslum og ásök- unum sem fram hafa komið um málið. Meirihluti bæjar- stjórnar hefur verið ásakaður um að hlusta ekki á vilja íbúa og ætla að þvinga í gegn ómögulegt skipulag. En hver er sannleik- urinn í þessu máli? Ég vil hér stuttlega rekja vinnuferlið við skipu- lagningu á miðsvæði Álftaness. Tvö íbúaþing hafa verið haldin á kjör- tímabilinu, hið fyrra 15. mars 2003 og hið seinna 16. október 2004. Þar komu fram áherslur sem íbúar vilja varð- andi miðbæinn sinn og tekið var að sjálfsögðu tillit til. Á seinasta vetri fól bæjarráð með einróma sam- þykkt sinni Sigurði Einarssyni, arkitekt Batteríinu ehf. að móta þemaskipulag miðsvæðis. Skipulagsnefnd samþykkti síðan einróma að þemaskipulagið yrði kynnt bæjarbúum. Á fundi 11. mars 2005 hlýddu rúmlega 100 manns á kynningu arkitektsins á frumhugmynd sinni. Þemað var þá kynnt sem fyrstu hugmyndir að skipulagi miðsvæðisins til að skapa grundvöll til skoðanaskipta og um- ræðna. Skipulagsnefnd stóð fyrir opnu húsi 9. júní og 1. september 2005 þar sem arkitekt og nefnd- armenn voru á staðnum til að ræða við gesti um skipulagið, svara fyr- irspurnum og taka við ábendingum. Á tímabilinu frá maílokum til októ- berloka voru tillögur að skipulaginu hengdar upp í íþróttamiðstöð og á skrifstofu sveitarfélagsins að Bjarnastöðum. Á þessu sést að mikið samráð hefur verið haft við íbúa og mikið lagt í að kynna allar tillögur og breytingar. Það segir sig sjálft, að er erfitt að gera öllum til hæfis, jafnvel í litlu sveitarfélagi eins og á Álftanesi eru óskirnar misjafnar, einhverjir vilja eins til tveggja hæða byggð, á meðan aðrir vilja 10 hæða turna og stór græn svæði á milli. En áhersla hefur verið lögð á að mæta þörfum flestra, svo flestir geti verið sáttir. Skipulag miðsvæðis gerir ráð fyrir lágreistri byggð eins til þriggja hæða húsa. Byggðin er dregin að miðju frá umferð- aræðum, til að tryggja sem besta hljóðvist. Aðalgatan liggur í sveig frá hringtorgi að Álftanesskóla, þessi leið hefur verið sér- staklega hönnuð með tilliti til umferðarör- yggis, sérfræðingar í umferðarörygg- ismálum hafa bent á að aukin hætta er á hraðakstri þar sem um gengumkeyrslu er að ræða. Við aðalgötuna er gert ráð fyrir bygg- ingu þjónustumiðstöðvar fyrir eldri borgara í samvinnu við Eir. Þessi staðsetning á þjónustumiðstöðinni hefur verið gagnrýnd af nokkrum íbúum Álftaness, í Víkurfréttum 24. nóv. má lesa í viðtali við Berglindi Libungan og Bjarna Berg „Hvar í veröldinni sérðu elliheimili sem að- albyggingu í miðbænum?“ Er ekki kominn tími til að hætta svona fornaldarhugsunarhætti og vanvirð- ingu við eldri borgara? Er ekki kominn tími til að setja eldri borg- ara í fyrsta sæti? Sannleikurinn er sá að eldri borgarar vilja ekki láta setja sig út í horn, þeir vilja vera þar sem lífið er. Hópur frá Álftanesi fór um miðj- an október til að skoða þjónustu- miðstöðvar eldri borgara í Dan- mörku, þar á meðal var ný þjónustumiðstöð eldri borgara í Skovlunde, sem byggð er á að- altorgi bæjarins. Íbúarnir voru mjög ánægðir með þessa staðsetn- ingu, þeir sátu við gluggana og gátu fylgst með lífinu á torginu. Eins var stutt í alla þjónustu. Á Álftanesi er gert ráð fyrir bygg- ingu stjórnsýsluhúss og bókasafns í tengingu við þjónustumiðstöð Eir- ar. Markmiðið er að stutt sé í alla þjónustu og að líflegt verði í nýja miðbænum okkar, þar sem allar kynslóðir geta átt sína menningar- miðstöð. Við í Sjálfstæðisfélaginu höfum margoft óskað eftir því að fulltrúar Álftaneshreyfingarinnar komi fram með sínar tillögur til að við getum samræmt þær, en þeir hafa hafnað allri samvinnu. Í staðin létu þeir útbúa sitt eigið skipulag og vilja láta kjósa á milli tillagna. Það merkilega er, að skipulag það sem þeir létu útbúa, er með sama magn íbúða og sömu hæð húsa. Samt kalla þeir tillögu Sjálfstæðisfélags- ins „blokkarbyggð“ en sína tillögu lágreista byggð. Aðalmunurinn á tillögunum er að Álftaneshreyfingin hefur sett eldri borgarana út í horn, sett þvergötu í gegnum hverfið, sem eykur mjög á umferð- arhraða, að lokum er síki í gegnum hverfið með 10 brúm yfir. Öll vinna Álftaneshreyfing- arinnar virðist einkennast af því að sætta sig ekki við samvinnu, heldur að vera einráðir, helst með látum. Nýjasta útspilið er að hvetja íbúa til að fella þá tillögu sem nú hefur verið auglýst. Kristján Sveinbjörns- son, bæjarfulltrúi Álftaneshreyfing- arinnar og oddviti Samfylking- arinnar á Álftanesi, hefur núna sent út fjöldapóst til íbúa Álfta- ness, þar segir hann: „Skipulögð hefur verið hernaðaráætlun til að stöðva endanlega afgreiðslu.“ Við sem héldum að við værum kosin til að þjóna íbúunum, ekki til að fara í stríð. Ég treysti því, að íbúar Álftaness séu skynsamir og kynni sér vel það ferli sem hefur verið í gangi og hvað er rétt í málinu áður en þeir taka afstöðu. Við viljum öll búa í bæjarfélagi sem við getum verið stolt af. Allar fundargerðir eru að- gengilegar á heimasíðu sveitarfé- lagsins www.alftanes.is Álftanes – Staðreyndir um miðbæjarskipulag Sigríður Rósa Magnúsdóttir fjallar um miðbæjarskipulag á Álftanesi ’Ég treysti því, að íbúarÁlftaness séu skyn- samir og kynni sér vel það ferli sem hefur verið í gangi og hvað er rétt í málinu áður en þeir taka afstöðu.‘ Sigríður Rósa Magnúsdóttir Höfundur er formaður bæjarráðs Álftaness. FREGNIR berast sífellt víða að af landinu um fjölgun refa og aukinn ágang af þeirra völdum. Sagt er að mófugli hafi fækkað mjög um Vest- firði. Norðlendingar kvarta. Í sum- arbústaðabyggðum sunnanlands sér fólk gjarnan til refa í næsta nágrenni og saknar söngfugla. Á Austur- landi er ógerlegt orðið að hafa æðarvörp í friði nema þeirra sé gætt nótt sem dag. Hefðbundin gömul vörp sem aldrei voru vöktuð hafa hrein- lega horfið. Refaskyttur eystra sem sinnt hafa grenja- vinnslu á vorin á vegum sveitarfélaga hafa ekki lengur undan og grenj- um fjölgar. Auk þekktra óðala bætast við ný á nýjum stöðum og nýju grenin finnast oft ekki fyrr en síðsumars, þegar yrðlingar hafa komist upp. Þótt mörg sveit- arfélög verji nokkru fé til refaveiða og fái þá mótframlag frá um- hverfisstofnun (rík- issjóði) eru inn á milli sveitarfélög sem sinna því ekki og eru því refn- um griðlönd og uppeld- isstöðvar. Því fyr- irkomulagi þarf að breyta. Frá upphafi Íslandsbyggðar var refurinn talinn réttdræpur allt árið. Hann gat, einkum áður fyrr, unnið mikinn skaða á búfé og keppti við manninn um lífsbjörgina. Refaveiðar voru þakklátt verk og verðlaunað. Auk grenjavinnslu á vorin stunduðu bændur vetrarveiðar meira og minna. Góðar skyttur fóru gjarnan í næsta hérað þegar búið var að hreinsa í heimasveitinni. En tófan hélt velli og vel það. Búum og bændum hefur nú fækkað, eyðibyggðir stækkað og tóf- an nýtur aukins frelsis. Afkastamikill ræningi Refurinn er afkastamikill ræningi. Einn var t.d. skotinn á leið heim á greni með þrettán þrastarunga í kjaftinum. Flestir farfugla okkar búa við þau kjör að fæða refinn með eggj- um sínum og ungum og landið hljóðn- ar. Hver sá sem sér æðarvarp sem refur hefur heimsótt gleymir ekki þeirri átakanlegu ringulreið. Á vet- urna þegar farfuglar eru farnir er rjúpan ein upp til fjalla aðalfæða refs- ins. Rjúpnaskyttur sem og aðrir hafa kom- ið þar að sem rjúpur höfðu leitað skjóls í fönn og endað líf sitt allar í kjafti tófu sem hafði þefað þær uppi og gengið á röðina. En fjallarefurinn er hluti íslenskrar nátt- úru. Hann var hér fyr- ir landnám og á sinn rétt. Mörgum finnst hann prýði. En önnur dýr eru einnig fögur og þau eiga einnig rétt. Hreindýrin eru vissu- lega fögur. Með hæfi- legum veiðum er þó fjöldi þeirra takmark- aður svo að þau gangi ekki of nærri nátt- úrunni. Refurinn þarf einmitt þess konar að- hald. Fækkum ref, fjölgum rjúpu Rjúpnaveiðar eru nú takmarkaðar og miðað við að rjúpn- astofninn þoli að veiði- menn veiði í jólamat- inn fyrir sig og fjölskyldu sína en ekki meir. Refastofninn er hins vegar stór og lifir á rjúpunni að miklu leyti. Virðist skynsamlegt að hvetja til jafn- vægis með auknum refaveiðum. Því er lagt til að veiðimenn megi fá auk venjulegra verðlauna sérstakan ,,refakvóta“ til rjúpnaveiða t.d. 20–30 rjúpur fyrir hvern veiddan ref að vetri. Má ætla að hver refur veiði mun meir en þann fjölda yfir veturinn auk alls hins sem hann rænir á vorin og sumrin. Þannig gætu rjúpna- skyttur stuðlað myndarlega að verndun rjúpnastofnsins og í leiðinni verndað margar aðrar fuglategundir sem auðga landið. Veiðimenn mættu hafa virðingu af refaveiðum. Þær eru áskorun og vandaverk. Rjúpnaskyttur á refaveiðar Ingólfur S. Sveinsson fjallar um fjölgun refa og áhrif þess á fuglalíf ’Refastofninner hins vegar stór og lifir á rjúpunni að miklu leyti. Virðist skyn- samlegt að hvetja til jafn- vægis með auknum refa- veiðum.‘ Ingólfur S. Sveinsson Höfundur er læknir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.