Morgunblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2005 37
Þingflokkar stjórnarflokk-anna hafa samþykktframlagningu frumvarpsum stofnun hlutafélags
um Rafmagnsveitur
ríkisins. Samkvæmt
frumvarpinu skulu til
hins nýja félags renna
allar eignir RARIK,
skuldir þess, réttindi
og skuldbindingar. Öll
hlutabréf í hlutafélag-
inu skulu vera eign rík-
issjóðs og fer iðn-
aðarráðherra með
eignarhlut ríkisins í
því.
Nú kunna margir að
velta fyrir sér hver sé
tilgangurinn með
frumvarpinu og hvort
ekki sé hér aðeins um
skref að ræða í átt til
einkavæðingar fyr-
irtækisins. Þessu er
fljótsvarað.
Ekki stendur til af
hálfu núverandi rík-
isstjórnar að selja Raf-
magnsveitur ríkisins.
Markmið frumvarpsins er eingöngu
það að breyta rekstrarformi fyr-
irtækisins svo það standi betur að
vígi gagnvart þeirri auknu sam-
keppni á raforkumarkaði sem fram-
undan er. Ef ríkisstjórnir framtíð-
arinnar hafa einkavæðingu RARIK
að stefnumiði sínu geta þær með ein-
földu meirihlutasamþykki Alþingis
framfylgt því, hvort sem RARIK
verður þá áfram ríkisfyrirtæki eða
hlutafélag í eigu ríkisins. Í því frum-
varpi sem nú liggur fyrir er hins
vegar sem fyrr segir skýrt kveðið á
um að öll hlutabréf í fyrirtækinu
verði í eigu ríkissjóðs.
Aukin samkeppni
á raforkumarkaði
Raforkulögin sem samþykkt voru
á Alþingi 2003 stuðla að aukinni
samkeppni í vinnslu og viðskiptum
með raforku. Af þeim sökum er
hlutafélagsformið mun hentugra
form fyrir rekstur RARIK en það
form sem nú er notast við, jafnvel þó
að ríkissjóður verði einn eigandi að
hlutafélaginu. Ábyrgð ríkissjóðs
mun í kjölfarið takmarkast við hluta-
fjáreign en ábyrgð stjórnenda á
rekstri fyrirtækisins aukast til
muna. Jafnframt verður reksturinn
sveigjanlegri. Fjárfestingar og nýj-
ungar í rekstri verða auðveldari í
framkvæmd og fjárhagsleg upp-
bygging fyrirtækisins sem hluta-
félags stuðlar að aukinni hagræð-
ingu og hagkvæmni í rekstri.
Flest önnur orkufyrirtæki hér á
landi hafa valið þann kost að breyta
rekstrarformi sínu yfir í hlutafélags-
form að undanskildum Orkuveitu
Reykjavíkur og Landsvirkjun. Þau
fyrirtæki eru í sam-
eignarfélagsformi. Um
alla Evrópu hefur
svipuð þróun átt sér
stað. Hlutafélags-
formið hefur þar verið
langalgengasta rekstr-
arform orkufyrirtækja
hin síðari ár enda þyk-
ir það henta slíkum
rekstri afar vel.
Verður í þessu sam-
bandi að hafa í huga að
hlutafélagsformið er
mjög fastmótað og
þrautreynt. Í löggjöf
sem um það hefur ver-
ið sett er vel skilgreind
verkaskipting milli
hluthafa- og aðalfunda
(þ.e. eigenda), stjórnar
og framkvæmda-
stjórnar. Þá eru reglur
um endurskoðun og
ársreikningsgerð,
bæði rekstrarreikning
og efnahagsreikning, mjög fastmót-
aðar og skýrar.
Rafmagnsveitur ríkisins –
öflugt hlutafélag í eigu ríkisins
Rafmagnsveitur ríkisins eru
traust og öflugt fyrirtæki. Hjá því
störfuðu í lok síðasta árs 214 starfs-
menn. Fjárhagsstaða RARIK er
einnig góð. Nam eigið fé fyrirtæk-
isins í árslok 2004 tæpum 10,8 millj-
örðum kr. og var veltan hið sama ár
6.431 millj. kr. Rekstrarafgangur
fyrir afskriftir, fjármunatekjur og
fjármagnsgjöld nam 1.507 millj. kr.
og nam rekstrarhagnaður 472 millj.
kr. eftir að afskrifaðar höfðu verið
um 1.067 millj. kr.
Ljóst er að hörð samkeppni er
framundan á raforkumarkaði. Með
opnun raforkumarkaðar um næstu
áramót er stigið enn eitt skrefið
fram á við í þeim efnum en þá geta
landsmenn keypt rafmagn af þeim
sem þeir kjósa helst, hvar á landinu
sem viðkomandi orkusali er. Eykst
þá samkeppni orkufyrirtækja til
muna og til að standast hana verða
fyrirtækin að verða í stakk búin til
að bregðast fljótt við aðstæðum sem
upp kunna að koma hverju sinni.
Ljóst er að miðað við núverandi
rekstrarform verður slíkt erfitt fyrir
Rafmagnsveitur ríkisins.
Rafmagnsveitur
ríkisins hf.
Eftir Valgerði Sverrisdóttur
Valgerður Sverrisdóttir
’Ekki stendurtil af hálfu nú-
verandi rík-
isstjórnar að
selja Rafmagns-
veitur ríkisins. ‘
Höfundur er iðnaðar- og
viðskiptaráðherra.
staklinga,“ sagði Steinunn Valdís. „Það eru ým-
is vandamál tengd þessari hugmyndafræði um
skóla án aðgreiningar þar sem öll börn eiga rétt
á að vera í sínum hverfisskóla. Í 20 manna bekk
þar sem eru kannski fimm einstaklingar með
hegðunarfrávik þá segja kennarar að þeir ráði
einfaldlega ekki við hlutina án þess að fá aðstoð
í formi þroskaþjálfa, fleiri kennara eða fjár-
magns. Ég finn að þetta liggur mikið á mörgum
kennurum. En ég er viss um að þessi hug-
myndafræði er rétt, skóli án aðgreiningar. Ég
held að það þurfi að taka mið af þessum at-
hugasemdum og hugsanlega setja meiri stuðn-
ing í einhverju formi inn í skólana, það þarf
kannski ekki alltaf að vera í formi fjármagns en
það þarf að vera í formi fræðslu og stuðnings
við kennara. Ég finn einnig að það er verið að
kalla eftir samtengingu heilbrigðiskerfisins og
skólakerfisins varðandi þessi veiku börn sem
eru í skólunum.Gegnumsneitt eru nemendur í
grunnskólum Reykjavíkur frábærir krakkar
sem eru að gera góða hluti og finnst gaman í
skólanum. Það er kannski of lítið talað um þá
því það er ákveðin tilhneiging til að tala um það
sem miður fer,“ sagði Steinunn Valdís enn-
fremur.
Steinunn Valdís segist hafa öðlast annan
skilning á einkaskólunum, Waldorf-, Tjarnar-,
Suðurhlíðar-, Ísaks- og Landakotsskóla. „Þessir
skólar eiga það sammerkt að vera litlar einingar
sem halda vel utan um sinn nemendahóp. Þeir
búa ekki alltof vel fjárhagslega en við höfum þó
verið að auka framlag til þeirra á undanförnum
árum. Þessir skólar vinna oft og tíðum með
krakka sem þrífast ekki í þessum stóru hefð-
bundnu hverfisskólum stærðarinnar vegna.
Þetta kom mér ánægjulega á óvart og ég hef
öðlast betri skilning á starfsemi einkaskólanna.“
Börnin fylgjast vel með
Þá segir Steinunn Valdís að margar ábendingar
hafi komið frá börnum um það sem mætti betur
fara, mörg biðji um grasvelli nálægt skólanum
og margir eru uppteknir af umgengni, veggja-
kroti og sínu nánasta umhverfi. Einnig hafi alls
kyns gullkorn verið sögð. „Krakkarnir eru svo
opnir og skemmtilegir og láta allt flakka þannig
að ábendingar hafa verið frá því smæsta upp í
það stærsta. Í einum skóla lenti ég í samræðum
við strák í 10. bekk um áform Landsvirkjunar
um það að kosta námsefni í grunnskólum og það
er því allt milli himins og jarðar sem börnin
velta fyrir sér. Þau fylgjast greinilega mjög vel
með,“ sagði Steinunn Valdís að lokum.
af athugasemdum kennara
ð korti sem hún fékk frá nemendum
ynjar Árni Smárason afhentu kortið.
Morgunblaðið/Ásdís
Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri talaði við nokkra nemendur Norðlingaskóla í heimsókn sinni í gær.
aðir. „Þetta er alveg ótrúlega öflugur
hópur sem hefur unnið að þessari rann-
sókn og það er hörmulegt að horfa upp á
að þurfa að missa allt þetta fólk. Þetta er
vel þjálfað og einbeitt fólk,“ segir Vil-
mundur.
Hann tekur undir það sem Samtök iðn-
aðarins hafa bent á að gengisbreytingar
sem orðið hafa undanfarið jafngildi um
80% launahækkunum, „og það getur auð-
vitað enginn tekist á við það nema að fá
auka fjármagn. Aðstæður í Bandaríkj-
unum eru bara þannig að þeir treysta sér
ekki til að setja auka fjármagn í þetta“.
Vilmundur segir að með aðgerðunum
nú sé verið að grípa inn í gang mála í
tæka tíð. „Það sem við erum að gera er að
koma í veg fyrir að allt sigli í strand og
ekki verði aftur snúið. Með þessum hætti
getum við haldið áfram í öðrum verk-
efnum og tekið upp ný verkefni.“
Gengisbreyting Bandaríkjadals gagn-
vart íslensku krónunni í öldrunarsamningi
Hjartaverndar við bandarísk heilbrigðis-
yfirvöld, frá grunnsamningi 2001 og að
teknu tilliti til viðbótarsamninga 2003 og
2004, þýðir 20–25% gengislækkun.
Mikilvægi hátækniiðnaðar
viðurkennt
Í fréttatilkynningu frá Hjartavernd er
bent á að nágrannaþjóðir okkar hafi við-
urkennt mikilvægi hátækni- og hugvits-
iðnaðar og þá sérstaklega þegar um er að
ræða rannsóknar- og þróunarverkefni þar
sem fjármagnið kemur erlendis frá.
Almennt sé viðurkennt að meðallauna-
kostnaður slíkra verkefna nemi að með-
altali 70% af heildartekjum og um sé að
ræða hámenntaða starfsmenn, í þessu til-
felli allt íslenska skattborgara.
„Eins og Samtök iðnaðarins hafa bent
á, þá endurgreiða norsk stjórnvöld allt að
20% af heildarkostnaði sambærilegra
verkefna, enda lögð áhersla á mikilvægi
þess að rækta hátækni- og hugvitsiðn-
aðinn og sprotafyrirtæki,“ segir í tilkynn-
ingunni.
„Það er ákaflega mikilvægt fyrir há-
tækniiðnaðinn og sérstaklega stofnun eins
og Hjartavernd að gripið verði til þeirra
ráðstafana sem tryggja íslenskum há-
tæknifyrirtækjum sambærilegt rekstrar-
umhverfi og í nágrannalöndunum.“
Hjartavernd er sjálfseignarstofnun og
nýtur styrkja víða að til sinna verkefna.
Hún er vísindastofnun, sem rekin er án
ávinnings um hagnað og hefur það eina
markmið að fjármunir séu nýttir í rann-
sóknir til almannaheilla, segir í tilkynn-
ingu.
erndar sagt upp störfum frá og með deginum í dag
tryggja rekstrar-
tækniiðnaðarins
Morgunblaðið/Árni Sæberg
ndar eiga að sögn forstöðulæknis ekki að koma niður á lokaniðurstöðum hennar.
gir því uppsagnirnar ekki ein-
ll fyrir vinnustaðinn Hjarta-
dur íslenskt samfélag almennt.
hróður Hjartaverndar hafa
og erlendis sé talað um hversu
ndastofnun sé hér á ferðinni og
ð faglegt.
að rannsóknarfólk
nnirnir sem sagt hefur verið
flestir háskólamenntun og eru
slunarmannafélagi Reykjavík-
Læknafélaginu, Félagi íslenskra
fræðinga sem og öðrum fé-
an BHM og Sjúkraliðafélaginu.
þeirra er því fjölbreytt, m.a. er
ða hjúkrunarfræðinga, sjúkra-
æðinga og fólk með tölvuþekk-
gja segir að miðað við ástandið í
heilbrigðiskerfinu sé eftirspurn eftir
starfsfólki á borð við það sem sagt hefur
verið upp hjá Hjartavernd. Það segi þó
aðeins hálfa söguna því starfsfólkið sé
sérþjálfað í rannsóknum. Hún segir því
ekki hægt að segja til um hvort það fái
starf við sitt hæfi miðað við sína þekk-
ingu og reynslu. Fyrirtækin séu að flýja
land vegna óhagstæðrar gengisþróunar.
Bylgja er sannfærð um að Hjartavernd
hafi leitað allra leiða til halda starfinu
óbreyttu áfram. Hins vegar sé það óhag-
stætt gengi sem raski starfseminni þar
sem öldrunarrannsóknin sé unnin fyrir
opinbert, bandarískt fé.
Bylgja segir að starfsfólkið fái stuðn-
ing frá Hjartavernd vegna uppsagnanna
og einnig muni stéttarfélögin veita aðstoð
og trúnaðarmennirnir fylgjast vel með.
nauður að fara úr húsi“