Morgunblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Í heimsókn hjá Land Rover við Eastnor-kastala Bílar á morgun „HUGMYNDIN er sú að fáninn verði látlaust tákn um lýðveldið Ísland í þingsalnum,“ segir Guðmundur Hallvarðsson, þingmaður Sjálfstæð- isflokks, sem í fimmta sinn hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þings- ályktunar um að þjóðfáni Íslendinga skuli vera í þingsal. Tillagan hefur ekki hlotið brautargengi og segir Guðmundur það gjörsamlega óskilj- anlegt. Meðflutn- ingsmenn hans að tillögunni í ár eru tólf þingmenn Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Framsóknar- flokks. Á meðfylgjandi mynd má sjá hvar Guðmundur hef- ur hugsað sér að koma fánanum fyrir. „Fáninn mun vera aðeins til hliðar við skrifara þingsins og um fimm gráðu halli mun vera á stöng- inni,“ útskýrir Guðmundur. „Þarna mun svo fáninn blasa við, bæði þeim sem koma upp á áhorfendapalla þingsins og þeim sem horfa á sjón- varpsútsendingar frá þinginu. Þarna mun hann blasa við sem okk- ar tákn um lýðræðið og sjálfstæði þjóðarinnar.“ Guðmundur segir að hugmynd sín um fánann í þingsal hafi kviknað á vormánuðum árið 2000. Þá sat hann úti á skrifstofu þingsins, í Blöndals- húsinu, og var nýbúinn að horfa á fréttir frá útlöndum. Hann segir að í fréttunum hafi birst myndir frá er- lendum þjóðþingum þar sem þjóð- fáni var við ræðupúlt. Hann hafi því velt því fyrir sér hvers vegna ís- lenski fáninn hefði aldrei verið inn- an Alþingishússins. „Af þessu tilefni sendi ég forsætisnefnd þingsins bréf sem tók málið fyrir í ein þrjú skipti en ekkert gerðist.“ Í kjölfarið samdi Guðmundur sína fyrstu þingsálykt- unartillögu um að þjóðfáni Íslend- inga skyldi vera í þingsal Alþingis. Hann segir að viðbrögð manna við tillögunni hafi verið misjöfn; flestir þingmenn hafi verið henni sammála, en nokkrir hafi ekki séð ástæðu til að samþykkja hana. Tillagan hefur farið í fyrstu umræðu og þaðan í nefnd, en aldrei til síðari umræðu. Guðmundur segir að ákveðins misskilnings hafi gætt varðandi til- löguna. Til að mynda hafi Halldór Blöndal, þáverandi forseti þingsins, haldið því fram í viðtali við Morg- unblaðið að fáninn ætti, skv. hug- myndinni, að vera úti í horni, eða nota ætti hann sem glugga- eða veggtjald. Þá hafi Björn Th. Björns- son listfræðingur haldið því fram í blaðagrein að fáninn ætti, skv.tillög- unni, að drúpa yfir ræðustól forseta þingsins. „Þetta er mikill misskilningur,“ ítrekar Guðmundur, sem hefur látið gera meðfylgjandi mynd til að koma í veg fyrir frekari misskilning. Hann segir að síðustu að þjóðfáninn hafi átt níutíu ára afmæli í júní sl. og bæt- ir við: „En hvernig í ósköpunum má það vera að fánanum hafi verið út- hýst úr Alþingishúsinu í níutíu ár?“ Af hverju hefur fánan- um verið úthýst í 90 ár? Guðmundur Hallvarðsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks Samkvæmt tillögunni verður fáninn til hliðar við borð skrifara þingsins. Guðmundur Hallvarðsson STEINGRÍMUR J. Sigfússon, for- maður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, segir að viðbrögð stjórnvalda við upplýsingum um meint ólöglegt fangaflug bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, um íslenska lofthelgi og íslenska flugvelli séu heldur daufleg. Össur Skarphéðins- son, þingmaður Samfylkingarinnar, tekur í sama streng. Þeir segja að ekkert nýtt hafi komið fram á fundi utanríkismálanefndar þingsins og fulltrúa utanríkisráðuneytisins í há- deginu í gær. Siv Friðleifsdóttir, varaformaður nefndarinnar, segir hins vegar að nefndarmenn hafi fengið greinar- góðar upplýsingar frá fulltrúum ráðuneytisins um viðbrögð stjórn- valda við fyrrgreindum upplýs- ingum. Fundurinn var haldinn að frumkvæði Sivjar. „Við fengum greinargóðar upplýsingar frá emb- ættismönnum utanríkisráðuneytis- ins, en þeir geta ekki svarað því frek- ar en aðrir hvort fangar hafi verið í þessum vélum. Það er enn óljóst.“ Siv, sem er í Íslandsdeild Evrópu- ráðsins, segir að ráðið sé að rann- saka meint ólöglegt fangaflug og að það hafi kallað eftir upplýsingum að- ildarríkja, þ.á m. Íslands, um löggjöf og fleira sem snertir þau mál. Ísland eigi að skila skýrslu til ráðsins fyrir 21. febrúar nk. Af þeim ástæðum m.a. hafi hún óskað eftir fundinum í gær. Siv er á því að viðbrögð íslenskra stjórnvalda í þessum málum hafi verið viðunandi og vel það. Þau hafi m.a. óskað eftir upplýsingum frá flugmálayfirvöldum um það hvort tilteknar flugvélar, sem tengjast ólöglegu fangaflugi, hafi lent hér á landi. Þá hafi fulltrúar íslenskra stjórnvalda rætt við fulltrúa Banda- ríkjastjórnar og óskað eftir upplýs- ingum um þessi mál. Svör þeirra síð- arnefndu hafi þó ekki reynst fullnægjandi, eins og fram kom m.a. í umræðum á Alþingi fyrir skemmstu. „Það er alrangt að viðbrögð ís- lenskra stjórnvalda hafi verið lakari en annarra ríkja,“ segir hún og bætir því við að málið verði áfram til skoð- unar hjá þinginu. Umfangsmeiri rannsókn í öðrum ríkjum Steingrímur J. Sigfússon gagn- rýnir m.a. að enn hafi ekki borist fullnægjandi svör frá bandarískum stjórn- völdum um það hvort flugvélar á vegum CIA hafi flogið með fanga til pyntingar um íslenska lofthelgi eða nýtt sér íslenska flugvelli í slíkum ferðum. Hann telur að íslensk stjórnvöld geti brugðist við með ýmsum hætti. „Þau hafa sjálfstæða rannsóknar- og upplýsingaskyldu í þessu máli. Þau geta ekki bara treyst á það að fá svör frá skúrkinum sjálfum, Bandaríkjastjórn.“ Hann telur m.a. að herða eigi eftirlit með vélum sem hingað koma og hafi verið nefndar í tengslum við leynilega fangaflutninga CIA. „Ýmsir aðilar s.s. tollayfirvöld og flugmálayfirvöld ættu að vera á fullu í þessu máli, og stjórnvöld líka,“ bætir hann við. Össur Skarphéðinsson telur að fyrir liggi upplýsingar sem bendi til ólöglegs fangaflugs um íslenska loft- helgi. „Ég tel að það liggi fyrir upp- lýsingar sem benda til þess að það hafi verið mun grófari misnotkun á íslenskri lögsögu en annarra þjóða, að því leyti að hér hafi farið fleiri flugvélar en annars staðar. Þess vegna eiga Íslendingar að taka miklu harðar á þessu en aðrir.“ Hann segir að svo virðist sem ýmis önnur ríki hafi sett af stað umfangsmeiri rann- sókn á þessum málum en Ísland. Telja viðbrögð stjórn- valda heldur daufleg Utanríkismálanefnd þingsins fundar um fangaflug Eftir Örnu Schram arna@mbl.is Góður fundur, segir varaformaður nefndarinnar Siv Friðleifsdóttir Steingrímur J. Sigfússon Össur Skarphéðinsson ÞINGMENN Samfylkingar og Vinstri grænna fögnuðu frumvarpi dómsmálaráðherra, Björns Bjarna- sonar, um heimilisofbeldi á Alþingi í vikunni. Björn mælti þá fyrir frum- varpinu en með því er m.a. lagt til að lögfest verði í almennum hegningar- lögum sérstök refsiþyngingarástæða þegar um heimilisofbeldi er að ræða. Fram kom í máli ráðherra að frum- varpið væri liður í aðgerðum dóms- og kirkjumálaráðuneytisins gegn heimilisofbeldi. Skref í rétta átt Tveir þingmenn stjórnarandstöðu tóku þátt í fyrstu umræðu um frum- varpið, þau Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, og Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar. Kolbrún kveðst í samtali við Morgunblaðið líta á frumvarpið sem eitt lítið skref í bar- áttunni gegn heimilisofbeldi. „Ég fagna þessu skrefi,“ segir hún. „Við þurfum hins vegar að gera meira.“ Hún telur að m.a. þurfi að skoða lagaákvæði um nálgunarbann, því það þjóni ekki tilgangi sínum. Enn- fremur vill hún að lögreglan hafi skv. lögum heimild til að fjarlægja ofbeld- ismanninn af heimili sínu, þegar hann ógnar lífi og limum fjölskyld- unnar. Þá telur hún nauðsynlegt að hugað verði vel að þeim börnum sem verða fyrir heimilisofbeldi. Til að mynda þurfi að byggja upp fé- lagslegt net í kringum fjölskyldur of- beldismanna. Ágúst Ólafur segir frumvarp ráð- herra til bóta. „Ég tel hins vegar að við hefðum átt að ganga lengra og setja sérstakt lagaákvæði sem tæki heildstætt á heimilisofbeldi,“ útskýr- ir hann, sem reyndar hefur lagt fram tillögu um það efni á Alþingi. „Þetta snýst ekki bara um að þyngja refs- ingarnar eins og frumvarp ráðherra miðar að heldur snýst þetta líka um að ná utan um sérstöðu heimilisof- beldis. Það er best gert með sérstöku lagaákvæði [í hegningarlögum] sem tekur mið af því að þetta er ofbeldi sem getur verið langvarandi, and- legt, líkamlegt og kynferðislegt og á sér stað innan veggja heimilisins.“ Nýtt frumvarp á leiðinni Fram kom í máli ráðherra að inn- an ráðuneytisins væri verið að vinna að enn frekari aðgerðum gegn heim- ilis- og kynferðisofbeldi. Hann hefur m.a. falið Ragnheiði Bragadóttur prófessor að endurskoða ákvæði al- mennra hegningarlaga um nauðgun, kynferðisbrot gegn börnum og vændi. Frumvarp þess efnis verður, að sögn ráðherra, lagt fram á Alþingi síðar í vetur. Frumvarpið um heimilisofbeldi, sem hann mælti fyrir í vikunni, er byggt á tillögum refsiréttarnefndar. Í því er m.a. lagt til að eftirfarandi grein bætist við 70. grein almennra hegningarlaga, en í þeirri grein eru nefnd atriði sem hafa áhrif á refsi- hæðina: „Hafi verknaður beinst að karli, konu eða barni sem eru ná- komin geranda, og tengsl þeirra þykja hafa aukið á grófleika verkn- aðarins, skal að jafnaði taka það til greina til þyngingar refsingunni.“ Frumvarpinu var að lokinni fyrstu umræðu vísað til allsherjarnefndar þingsins. Fagna frumvarpi um heimilisofbeldi Eftir Örnu Schram arna@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.