Morgunblaðið - 01.12.2005, Side 20

Morgunblaðið - 01.12.2005, Side 20
20 FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT HVAÐ SKIPTIR ÞIG MÁLI ÞEGAR ÞÚ SELUR EIGNINA ÞÍNA? VIÐ BJÓÐUM: DP FASTEIGNIR ERU BYGGÐAR Á GRUNNI OG ÞEKKINGU DP LÖGMANNA Fasteignasalan DP FASTEIGNIR er í Félagi Fasteignasala. - Heiðarleg og vönduð vinnubrögð. - Persónulega þjónustu. - Þekkingu. - Þrír löggiltir fasteignasalar starfa hjá DP FASTEIGNUM. ÞAÐ er vetrarlegt um að litast á jarðskjálftasvæðunum í Pakistan en þar hefur snjónum kyngt niður síðustu daga. Vegna kuldans hafa innlagnir á sjúkrahús þrefaldast og er oftast um að ræða fólk, sem fengið hefur lungnabólgu í hrá- blautum og köldum tjöldum. Talið var, að vetrarhörkurnar gætu orðið þúsundum og jafnvel tugþúsundum manna að bana en heldur hefur dregið úr þeim ótta. Er kominn aukinn gangur í hjálparstarfið og framlög frá erlendum ríkjum og al- þjóðastofnunum hafa einnig aukist. Reuters Veturinn eykur á eymdina París. AFP. | Franska stjórnin til- kynnti í gær, að á næsta ári yrði hleypt af stokkunum alþjóðlegri sjón- varpsstöð, fréttastöð, sem ætlað er að keppa við CNN og BBC. Verður hún að hálfu í eigu franska ríkisins. Jacques Chirac, forseti Frakk- lands, sagði á ríkisstjórnarfundi í gær, að Frakkar yrðu „að vera í fremstu röð í hinni alþjóðlegu ímynd- arkeppni og þess vegna tel ég, að við eigum að vera með alþjóðlega frétta- stöð“. Nýja fréttasjónvarpsstöðin, CFH, verður rekin af stærstu, einkareknu sjónvarpsstöðinni í Frakklandi, TF1, og franska ríkissjónvarpinu, sem verður jafnframt burðarásinn í starf- seminni. Til að byrja með verður sjónvarpað til Evrópu, Afríku og Mið-Austurlanda en síðar til Asíu, Rómönsku-Ameríku og Norður-Am- eríku Sjónvarpað verður allan sólar- hringinn og gert er ráð fyrir, að fréttalestur á ensku verði í fjórar klukkustundir og hugsanlega bætt við arabísku og spænsku. Frönsk gildi og heimssýn Chirac sagði, að markmiðið væri að „kynna um allan heim frönsk gildi og sýn okkar á heiminn“. Hefur Chirac unnið að þessu máli í fjögur ár eða síðan í febrúar 2002 þegar hann talaði um nauðsyn þess, að Frakkar kæmu með mótleik við CNN og BBC. Fékk hugmyndin byr undir báða vængi eft- ir innrásina í Írak en þá voru margir franskir embættismenn óánægðir með fréttaflutning CNN og BBC af henni. Þá voru margir Frakkar líka óhressir með fréttaflutning erlendra sjónvarpsstöðva af óeirðunum í París og víðar og fannst sem verið væri að segja, að ekki aðeins öll borgin, held- ur allt landið logaði stafna á milli. Frakkar ætla að keppa við CNN og BBC Montreal. AP, AFP. | Bandaríkjastjórn hefur sætt harðri gagnrýni á tíu daga ráðstefnu á vegum Sameinuðu þjóð- anna um loftslagsbreytingar í heim- inum eftir að fulltrúi stjórnarinnar tilkynnti að hún léði ekki máls á nein- um bindandi samningum um tak- markanir á útblæstri gróðurhúsa- lofttegunda eftir að Kyoto-bókunin fellur úr gildi árið 2012. Á ráðstefn- unni í gær voru samþykktar reglur um framkvæmd bókunarinnar. Yfir 8.000 umhverfisverndarsinn- ar, vísindamenn og fulltrúar um 180 ríkja sitja ráðstefnuna sem er haldin í Montreal í Kanada. Bill Hare, fulltrúi umhverfis- verndarsamtakanna Greenpeace, sagði að afstaða Bandaríkjastjórnar væri helsta umkvörtunarefni fulltrú- anna á ráðstefnunni. „Þegar menn ganga hérna um ráðstefnusalinn heyra þeir fulltrúa segja að fjölmörg mál séu á dagskrá en aðeins eitt raunverulegt vandamál, Bandarík- in,“ sagði Hare. Samkvæmt Kyoto-bókuninni, sem tók gildi í febrúar, eiga 35 helstu iðn- ríki heims að minnka útblástur gróð- urhúsalofttegunda um 5,2% á árun- um 2008–2012 miðað við árið 1990. Rætt um allt að 30% minni útblástur Gert er ráð fyrir því að umhverf- isráðherrar um 120 ríkja mæti á ráð- stefnuna í næstu viku til að ræða hversu mikið eigi að draga úr út- blæstri gróðurhúsalofttegunda eftir árið 2012. Rætt hefur verið um að minnka útblásturinn um allt að 30% fyrir árið 2020. 140 ríki hafa staðfest bókunina og er þetta í fyrsta skipti sem fulltrúar þeirra koma saman til að setja reglur um framkvæmd hennar frá því að samkomulag náðist um hana árið 1997. Útblástur gróðurhúsalofttegunda er hvergi meiri en í Bandaríkjunum og þarlend stjórnvöld samþykktu ekki Kyoto-bókunina. Stjórn George W. Bush Bandaríkjaforseta segir m.a. að bókunin sé of dýr í fram- kvæmd og krefst þess að hratt vax- andi iðnveldi eins og Kína og Indland dragi einnig úr útblæstri lofttegunda sem valda gróðurhúsaáhrifum. Hörð gagnrýni á stjórn Bush London. AFP. | Bresk nefnd, sem falið var að skoða eftirlaunamálin og um- bætur á þeim, leggur til, að eftir- launagreiðslur ríkisins verði hækk- aðar og eftirlaunaaldurinn einnig og verði 68 ár. Adair Turner, formaður nefndar- innar, segir, að óhjákvæmilegt sé að gera hvort tveggja, að hækka eftir- laun og eftirlaunaaldur, og vill nefndin, að það verði gert í áföngum fram til 2050. Nú fara karlmenn í einkageiranum á eftirlaun 65 ára en konur 60 ára. Ríkisstjórnin samdi hins vegar nýlega við opinbera starfsmenn, að þeir gætu farið á eft- irlaun sextugir. Hefur sá samningur vakið mikla óánægju meðal framá- manna í atvinnulífinu og verið harð- lega gagnrýndur. Eftirlaun frá breska ríkinu eru nú um 8.900 kr. á viku fyrir einstakling en 14.200 kr. fyrir hjón. Telur nefnd- in nauðsynlegt að hækka þau og binda launavísitölu en ekki vísitölu verðlags. Það var ríkisstjórnin, sem skipaði nefndina, en eftirlaunakerfið stefnir í þrot verði ekkert að gert. Reiknað hefur verið út, að 2050 muni eftir- launaþegum hafa fjölgað um 50% og þá verði eftirlaunagreiðslurnar mið- að við óbreytt ástand verða komnar niður í 10% af almennum launum. Eftirlaun og eftir- launaaldur hækki Tel Aviv. AP. | Shimon Peres, fyrrverandi leið- togi Verka- mannaflokksins í Ísrael, ákvað í gær að ganga til liðs við hinn ný- stofnaða stjórn- málaflokk Ariels Sharons for- sætisráðherra. Peres, sem er fyrrverandi for- sætisráðherra, 82 ára að aldri, beið auðmýkjandi ósigur fyrir Amir Peretz í leiðtogakjöri í Verka- mannaflokknum fyrir skömmu. Er hann skýrði frá ákvörðun sinni í gær, sagði hann, að hann teldi Sharon manna líklegastan til að semja um frið við Palestínumenn. Ákvörðun Peres er mikill sigur fyrir Sharon en sagt er, að Peres ætli að berjast fyrir flokk Sharons, Kadima eða „Áfram“, í kosningun- um í mars næstkomandi án þess þó að ganga í hann formlega. Hann verður því ekki í framboði sjálfur en mun fá ráðherraembætti beri flokkur Sharons sigur úr býtum eins skoðanakannanir gefa til kynna. Peres til liðs við Sharon Shimon Peres París. AFP. | Rithöfundur í Frakk- landi hefur vegið að einni af helstu hetjum landsins í nýrri bók með því að lýsa Napóleon Bónaparte sem harðstjóra, hópmorðingja og fyrirmynd Adolfs Hitlers. „Hundrað og fjörutíu árum fyrir helförina var til einræðisherra, sem vonaðist til að stjórna heim- inum og hikaði ekki við að bæla niður hluta mannkynsins,“ segir Claude Ribbe í bókinni „Glæpur Napóleons“ sem kemur út í dag. Ribbe tíundar meint grimmd- arverk á valdatíma Napóleons í Frakklandi 1799–1815. Hann segir keisarann hafa „útrýmt“ hópum blökkumanna á nýlendueyjum Frakka og komið á kynþáttaað- skilnaði. Ribbe er sjálfur blökku- maður og á sæti í mannréttinda- nefnd sem franska stjórnin skipaði. Ribbe segir að hermenn Napóleons á eyjunni Haítí, sem var þá nýlenda Frakka, hafi byrj- að „umfangsmiklar þjóðernis- hreinsanir“ árið 1802 til að bæla niður uppreisn þræla. Í bókinni er stuðst við skrif- legar frásagnir nokkurra liðsfor- ingja í her Napóleons og Ribbe skrifar að franskir hermenn hafi m.a. beitt brennisteinsdíoxíði til að kæfa þræla sem haldið var í lest- um skipa. Hermennirnir eru einn- ig sagðir hafa fengið fyrirmæli um að myrða alla blökkumenn yfir tólf ára aldri. „Það er engin furða að Napóleon skuli hafa verið fyr- irmynd Mussolinis, sem skrifaði leikrit honum til dýrðar, eða Hitlers, sem hyllti hann með kveðjunni „heill Napóleon“ í París 28. júní 1940,“ skrifar Ribbe. „Sagnfræðingar vita um allar staðreyndirnar í bókinni en líta framhjá þeim af ásettu ráði.“ Ribbe og hreyfingar í fyrrver- andi nýlendum Frakka tóku höndum saman um að vekja at- hygli á grimmdarverkunum fyrir hátíðarhöld í Frakklandi á morgun í tilefni þess að tvær aldir verða þá liðnar frá frægasta sigri Napóleons, orrustunni við Auster- litz, þegar her hans sigraði her- sveitir keisara Austurríkis og Rússlands. Napóleon sagður fyrirmynd Hitlers Adolf Hitler Napóleon Bónaparte Washington. AFP. | Þúsundasta aftak- an í Bandaríkjunum frá því að dauðarefsingar voru teknar upp þar að nýju árið 1976 verður að öllum lík- indum síðar í vikunni. Fangi, sem hafði verið dæmdur fyrir morð, var tekinn af lífi með banvænni sprautu í Ohio í fyrradag og þar með höfðu 999 fangar verið teknir af lífi á þeim 29 árum sem liðin eru frá því að hæstiréttur Bandaríkj- anna heimilaði dauðarefsingar að nýju. Taka átti fanga í Virginíu, Robin Lovitt, af lífi í gær en Mark Warner ríkisstjóri ákvað á síðustu stundu að breyta dauðadómnum í lífstíðarfang- elsi án möguleika á reynslulausn. Lovitt var dæmdur fyrir morð á manni með skærum árið 1998. Rík- isstjórinn kvaðst hafa mildað dóminn vegna þess að starfsmaður dómstóls hefði eytt morðvopninu áður en hægt var að ljúka DNA-rannsókn- um. Líklegt er að þúsundasta aftakan fari fram í Norður-Karólínu eða Suð- ur-Karólínu þar sem aftökur eru fyr- irhugaðar á morgun. Þúsund- asta aftak- an nálgast

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.