Morgunblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2005 45 UMRÆÐAN EFTIR að hafa fylgst með flestum umræðum og lesið nánast allar blaðagreinar um fram- tíð innan- og utanlands- flugs Íslendinga, þótti mér grein Odds Björns- sonar rithöfundar undir fyrirsögninni; „Völlur útí mýri“ sem birtist í Morgunblaðinu 13. nóvember sl. sér- staklega athyglisverð og gerð skil með þeim hætti að alþingismenn ekki síður en alþjóð ættu að skoða. Nú hafa bandarísk yfirvöld látið frá sér heyra hver afstaða þeirra er varðandi varnarsamninginn og ber mikið í milli. Það er allavega ljóst að við Ís- lendingar verðum að taka við verulegum kostnaði til millilanda- flugsmála á næstu ár- um. Þá er einnig aug- ljóst að fyrr eða síðar verður Vatnsmýrin nýtt til annarra hluta en undir flugvöll. Fróð- legt væri að vita hver reksturskostnaður Reykjavík- urflugvallar er í dag annars vegar og hins vegar Keflavíkurflugvallar og síðan lauslega áætlun kostnaðar ef íslenska ríkið yfirtekur rekstur flug- vallarins í Keflavík. Nú styttist óðum í að fram- kvæmdir við seinni hluta tvöföldunar Reykjanesbrautar hefjist og allir sem ekið hafa finna muninn svo ekki sé minnst á lækkaða slysatíðni. Bifreiðaeign lands- manna er orðin slík að umferðarkerfi í gegn- um höfuðborgina er gjörsamlega sprungið, jafnvel svo að hættu- ástand getur auðveld- lega skapast. Frestum því um- ræðu um byggingu nýs flugvallar um sinn og tökum höndum saman um að hraða fram- kvæmdum við var- anlega lausn umferð- armála á höfuðborgar- svæðinu og tengingu út á landsbyggðina. Mörg svæði hafa verið tilnefnd til flugvallargerðar ef til flutnings kæmi, þau hlaupa varla öll frá okkur næsta áratug- inn, þó samkeppni um uppbyggingu versl- unarmiðstöðva og stór- hýsa eigi sér engin takmörk. Flugvallamálin í stuttu máli Birgir Guðnason fjallar um flugvallamálin Birgir Guðnason ’Mörg svæðihafa verið til- nefnd til flug- vallargerðar ef til flutnings kæmi, þau hlaupa varla öll frá okkur næsta áratuginn …‘ Höfundur er málarameistari í Keflavík. VIÐ launþegar og neytendur megum ekki gleyma þeim sem eiga virkilega undir högg að sækja í samfélaginu, bönkunum. Ég heillast af fyrirhyggju bank- anna okkar, sem ávaxta peningana sína vel með okurvöxtum, sem vart þekkjast ann- ars staðar í nágranna- löndunum. Ef bank- arnir hætta óvænt að græða peninga eru þeir alls ekki á flæðiskeri staddir, vegna þess að þeir eru tryggðir gegn efnahagssveiflum, með svokallaðri verðtrygg- ingu. Auðvitað á að verð- tryggja alla peninga sem bankarnir fá, það er vitað að bankarnir eru alltaf á barmi gjald- þrots, þeir eiga svo bágt greyin. Ég held að það sé búið að stofna bankareikning þeim til stuðnings, sem allir geta lagt inn á. Því mið- ur hef ég ekki efni á því núna að gefa bankanum aukalega, vegna þess einfaldlega að það gleymdist að verðtryggja launin mín og það sem ég átti aukalega áð- ur fer í að borga verðtryggingu sem leggst ofan á lánin mín. Mér skilst að það megi ekki verðtryggja laun hins almenna launþega, öryrkja eða elli- lífeyrisþega, sem hlýtur þá að vera vegna þess að þessir hópar þola efnahagssveiflur miklu betur en bankarnir. Það hafa greinilega allir nóg að bíta og brenna nema bankarnir þegar sult- arólin herðir að! Er það bara ég, eða hegða bankarnir sér eins og ofdekraðir taugasjúk- lingar þegar afnám verðtryggingar ber á góma? Snúum okkur nú að þeim sem virkilega hafa það gott hérna, öryrkjum. Stundum blöskrar mér. Það virð- ist hreinlega vera eitt- hvað bogið við þetta allt saman. Hvernig getur staðið á því að öryrki fær mörg hundruð þúsund króna bakreikning frá launagagreiðanda sín- um? Ef launagreiðand- inn, í þessu tilviki Tryggingastofnun, of- greiddi trygging- arþega sínum, er þá mál öryrkjans að leið- rétta þau mistök með því að neita sér um að lifa, sérstaklega þegar haft er í huga að viðkomandi er á lágmarksframfærslu og er stöðu sinnar vegna ófær um að auka tekjur sínar. Fengu olíufurstarnir sem stálu úr vösum okkar allra bakreikning upp á margar milljónir, sem þeir þurftu að greiða persónulega úr eigin vasa, fyrir allt svindlið? Ég veit ekki betur en að fyrirtækin sjálf hafi greitt þetta fyrir þá, og þeir séu ennþá, flestir, í góðum störfum, lausir við bakreikninga, sem aðeins öryrkjar hafa einkaleyfi á. Ef öryrkinn situr við sama borð og olíufurstarnir, sem hann gerir ekki, hann rændi engan og er ekki búinn að brjóta af sér, er þá ekki réttast að vinnuveitandi ör- yrkjans, ríkið, borgi brúsann, eins og olíufélögin gerðu fyrir greyið ol- íufurstana? Nei, raunin er sú að yf- irvöld ætla taka jólapeninginn af ör- yrkjanum, á meðan olíufurstarnir eyða og spenna eins og þeim einum er lagið. Svo ég undrist enn meir vill svo til að ég hef beðið lengi eftir því að matvörukarfan mín lækki í samræmi við hækkandi gengi krónunnar. Samkvæmt mínu reikningsdæmi kostar minna að kaupa innfluttar matvörur eftir að krónan hækkaði umtalsvert, þar af leiðandi á mat- vara að lækka í hlutfalli við hækk- andi gengi krónunnar. Það er deg- inum ljósara, samkvæmt mínum kokkabókum, að þegar krónan lækk- ar kemur lækkunin tafarlaust fram í neysluverði og matvörukarfan mín verður dýrari. Þeir sem flytja fisk- inn út úr landinu segja jafnframt að þeir fái minna verð fyrir hann núna! Er þá ekki rétt hjá mér að þeir sem flytja vörur til okkar gætu jafnvel kvartað yfir því að við fáum vöruna þeirra á betri kjörum núna, eða eru þeir á villigötum? Hver fær þessi bættu kjör? Getur einhver skýrt út reikningsdæmið fyrir mig? Ég spyr að lokum: Er eitthvað bogið við þetta, eða er það bara ég? Er eitthvað að? Ívar R. Jónsson fjallar um fjármál banka og launþega ’Svo ég undristenn meir vill svo til að ég hef beð- ið lengi eftir því að matvörukarf- an mín lækki í samræmi við hækkandi gengi krónunnar.‘ Ívar R. Jónsson Höfundur er framhaldsnemi við HÍ og unglingaráðgjafi. Í TILEFNI nýtil- kominnar reynslu minnar, sé ég mig til- neydda til þess að rita nokkur orð um ágæti fyrrum sveitarfélags míns, Árborgar. Í haust fluttum ég og tvö börn mín, á leik- skólaaldri, frá Selfossi. Ástæðan var sú að ég var að byrja nám við skóla úti á landi. Ég flutti aðeins aðsetur okkar þar sem ég hugð- ist búa í íbúð minni á Selfossi komandi sum- ar, vinna á Selfossi og nýta mér dag- mæður eða leikskóla Árborgar fyrir börnin á meðan. Þar sem ég er námsmaður vissi ég að ég þurfti ekki að flytja lögheimili mitt, þar sem námsmenn eru und- anskildir reglum um lögheimili. Engu að síður kom upp vandamál varðandi það vegna leikskóladvalar barnanna minna. Þar sem ég er ein- stæð og með fleiri en eitt barn, á ég rétt á ákveðnu mótframlagi vegna leikskólagjalda frá sveitarfélagi mínu. Árborg er hins vegar eitt af mjög fáum sveit- arfélögum sem neita að taka þátt í mótfram- lagi til þeirra sem stunda nám annars staðar en í eigin sveit- arfélagi. Flest öll sveit- arfélög landsins eru hreinlega með gagn- virka samninga sín á milli um þessi mál en ekki Árborg. Hvers vegna? Það er stefna þeirra. Einfalt virðist vera. En það flækir málin alveg heilmikið fyrir mig og aðra námsmenn með börn sem hyggjast mennta sig meira. Nám á háskólastigi er ekki í boði í Árborg þannig að þeir sem vilja mennta sig meira, neyðast til að flytja í flestum tilfellum. Þessir ein- staklingar eru búnir að borga þjón- ustugjöld til sveitarfélagsins til þess að njóta þeirrar þjónustu sem í boði er og hafa sennilega hugsað sér að nýta hana milli anna, samanber dag- mömmur og leikskóla sem þarf að fara á biðlista fyrir til að geta nýtt auk þess að hafa heimilislækni á svæðinu og félagsþjónustu alls kon- ar. Þessir einstaklingar eiga kannski líka fasteign á svæðinu sem flækir gerð skattskýrslu til muna þar sem þeir þurfa að flytja lögheimili fram og til baka á örfárra mánaða fresti. En það sem mér þótti einna verst við þessa aðstöðu, var hversu illa gekk að fá almennileg svör frá félags- máladeild og öðrum þeim sem ég hafði samband við. Það virtust vera einhver sam- antekin ráð um að svara sem minnstu til að gefa sem minnst tæki- færi til rökræðna eða breytingu á svörum. Það var jafnvel oftar en einu sinni sem ég fékk ekki svar við tölvupósti sem ég hafði þó verið beð- in um að senda fremur en að spyrja í gegnum síma. Að lokum fékk ég svör, en eins og áður sagði, einföld og óhnikandi. Þegar ég spurði hvort staðan væri þá sú að ég yrði ann- aðhvort að flytja lögheimili mitt á nokkurra mánaða fresti eða borga himinhá leikskólagjöld til að geta haldið lögheimili mínu í Árborg, var svarið: ,, Já, eða þú getur prufað að senda bréf til bæjarstjórnar til þess að þetta verði tekið upp einu sinni enn! Ég get hins vegar ekki lofað já- kvæðum viðbrögðum.“ Nú hef ég flutt lögheimili mitt og nýt ákveðinnar þjónustu í því sveit- arfélagi. Viðbrögðin sem ég hef fengið þar eru til fyrirmyndar og hef ég jafnvel hugleitt að flytja alfarið meðan á námi stendur. Þangað til í haust hef ég verið mjög ánægð með að búa á Árborgarsvæðinu og var mjög sátt við þá ákvörðun mína að kaupa fasteign þar eftir að ég eign- aðist börnin. Í dag er hins vegar mjög fátt sem togar í mig aftur til Árborgar eftir þessi leiðinlegu við- brögð sem ég átti alls ekki von á frá sveitarfélagi sem er í stöðugum vexti og virðist vera umhugað um að fá til sín fleiri íbúa. Mér finnst mikilvægt að þetta komi fram þar sem atriði eins og leikskólagjöld geta haft mikið vægi í ákvörðun um flutning á nýjan stað og einnig vegna þess að það er mik- ilvægt að fjölskyldufólk viti hverju það á von á ef það ætlar sér að búa í Árborg en vera í námi annars stað- ar. Þetta er málefni sem mér finnst að bæjarstjórn Árborgar eigi að taka til alvarlegrar endurskoðunar, sérstaklega ef hugmyndin er að laða að menntað fólk í framtíðinni. Lögheimili og menntun Eyrún Björg Magnúsdóttir fjallar um félagsþjónustu í Árborg ’Það sem mér þóttieinna verst við þessa að- stöðu var hversu illa gekk að fá almennileg svör frá félagsmáladeild og öðrum þeim sem ég hafði samband við.‘ Eyrún Björg Magnúsdóttir Höfundur er nemi.                              !"#$%      &%%!      '      ()*+,-./01./*2*3454521*634761*156+815915+     ()*+,-./01./*2*3454521*634761*+7156+81591  !"#  (*109:;061+,<=*4>+4+ $ %"&' ()*+,-./01./*2*3454521*634761*81591 /561*2<17603.0)*2/5:3*.49*&!%% /56/*4553*-77/0)?45535;+94732,3*1.+9*@A@,,,-9/ (B*4*(*10@CCC:44+ @(/564*D:44+3.1@+9*4(+,)(/4.+94?,1*@.+E+E01! %F %% (&(&' 1+,7<=+4  +,<=*51*/0*;./0   )*+,-. /0,,+
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.