Morgunblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR AF viðtölum við nokkra skólastjórn- endur í framhaldsskólum á höfuð- borgarsvæðinu og fleiri má ráða að fjöldi nemenda, í sumum tilvikum yf- irgnæfandi meirihluti, hafi gengið út eftir að klukkustund var liðin af sam- ræmdu stúdentsprófi í íslensku í morgun. Nemendur máttu sitja við prófin í um fjórar klukkustundir. Fulltrúar Námsmatsstofnunar eru viðstaddir prófin en hjá stofn- uninni fengust þær upplýsingar að ekki væri sérstaklega haldið til haga upplýsingum um hversu langan tíma nemendur gæfu sér til að leysa próf- in. 80–90% gengu út í Versló Þórunn Elísabet Bogadóttir, for- seti Nemendafélags Verzlunarskóla Íslands, telur að að líklega hafi 80– 90% nemenda skólans sem tóku prófið gengið út eftir klukkustund í mótmælaskyni. Hún hafi heyrt að þátttakan hafi hugsanlega verið minni í öðrum framhaldsskólum en víða hafi um helmingur gengið út. Í gær fóru framhaldsskólanemar á fund Þorgerðar Katrínar Gunnars- dóttur menntamálaráðherra og af- hentu henni lista með undirskriftum þar sem þess er krafist að prófin verði lögð af. Telur Þórunn að um þúsund nemendur hafi skrifað undir en hún hafði í gær ekki nákvæma tölu um það. Aðspurð sagði Þórunn að ráðherra hefði svarað nemendum á svipaðan hátt og áður hefði komið fram í fjölmiðlum, þ.e. að allir yrðu að fara að lögum og að tekið yrði tillit til mótmælanna. Nemendur hefðu þá bent á að samkvæmt lögum nægði að mæta í prófið. Meira borið á málstað nemenda Um 200 nemendur Verzlunarskól- ans þreyttu prófið að þessu sinni. Ingi Ólafsson aðstoðarskólastjóri sagði að í upphafi hefðu um 25–30 nemendur setið í hverri stofu en eftir eina klukkustund hefðu flestir staðið upp og algengt hefði verið að 2–3 sætu áfram. Í Flensborg gengu um 20 af þeim 30 sem þreyttu prófið út eftir klukkustund og sagði Magnús Þor- kelsson aðstoðarskólastjóri að það hefði í raun komið sér á óvart að svo margir skyldu þó sitja áfram við prófið. Í fjölmiðlum hefði mun meira borið á málflutningi hagsmunaráðs nemenda gegn prófunum en lítið rætt við þá sem hafa fært rök fyrir þeim s.s. Námsmatsstofnun. Það mætti a.m.k. segja að stofnunin og menntamálaráðherra hefðu ekki kynnt sína hlið nægilega vel til að andæfa þessari miklu bylgju sem hefði farið af stað. Elísabet Siemsen, áfangastjóri Fjölbrautaskólans í Garðabæ, var ekki viðstödd þegar klukkustund var liðin af próftímanum en hún hefði þó heyrt að flestir hefðu a.m.k. verið farnir eftir um tvær klukkustundir. Bjarni Gunnarsson, konrektor Menntaskólans í Reykjavík, hafði ekki upplýsingar um hvort margir hefðu gengið út eftir klukkustund. 19 voru skráðir í prófið, um 10% af ár- ganginum. Frekar myndi reyna á hvort nemendur sætu við í ensku- prófinu dag og stærðfræðiprófinu á morgun. Mjög margir gengu út eftir eina klukkustund Fyrsta samræmda stúdentsprófið var haldið í gær í framhaldsskólum landsins Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís Flestir nemendur í Flensborg skrifuðu ekkert á prófblaðið en biðu rólegir eftir því að mega skila prófinu. ALÞJÓÐLEGI alnæmisdagurinn er í dag 1. desember. Einkunnarorð dagsins næstu fimm árin er „Stönd- um við loforð okkar, stöðvum al- næmisfaraldurinn!“ Alnæmissamtökin á Íslandi hafa fetað í fótspor ýmissa systur- samtaka og valið einkunnarorð fyr- ir alþjóðlega alnæmisdaginn 2005 „Hreinskilni – víðsýni“. Vísar það jafnt inn á við sem út á við. Það sem af er árinu hafa sex ein- staklingar greinst HIV-jákvæðir hér á landi. Í nágrannalöndum okk- ar hefur nýgreining HIV-smits auk- ist hin síðustu ár. Víða um heim er alnæmi gífurlegt vandamál, svo sem í Afríku sunnan Sahara, en HIV-smit breiðist mjög hratt úr bæði í Austur-Evrópu, á Indlandi og í Kína. Að vanda verður opið hús hjá Alnæmissamtökunum 1. desem- ber. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti milli kl. 16 og 19. Sex greindir HIV-jákvæðir FARIÐ er að bera á búðahnupli í meiri mæli en venjulega og er þar árstíðabundin sveifla á ferðinni enda að jafnaði mest um hnupl á aðvent- unni. Í gær var lögregla kölluð til sjö sinnum vegna slíkra mála sem urðu í verslunum víðs vegar um bæinn. Þá eru ótalin þau tilvik þar sem ekki hefur verið hringt í lögregluna. Varðstjóri hjá lögreglunni segir þó verslunareigendur vera farna að taka harðar á búðahnupli með því að kalla til lögreglu oftar en áður. Búðahnupl eykst í jólaverslun ÞÓRIR Karl Jónasson, fatlaður ökumaður, lagði í gær fram kæru hjá lögreglu vegna líkamsárásar fyrir framan Europris í Skútuvogi í fyrradag. Samkvæmt frásögn hans sparkaði maður á pallbíl í magann á honum eftir að hafa lagt í bílastæði fatlaðra og skeytt engu um athugasemdir Þóris varðandi það. Þórir, sem er fyrrverandi for- maður Sjálfsbjargar á höfuðborg- arsvæðinu, segir félagið munu taka þessi mál alvarlega fyrir og tekur sem dæmi af framkvæmda- stjóra Sjálfsbjargar á höfuðborg- arsvæðinu sem ekki gat lagt í stæði fatlaðra vegna átroðnings annarra við verslun í bænum. „Það versta er að það er ekkert eftirlit með þessu. Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu ætlar að fara fram á að fenginn verði maður í eftirlit með þessu og að sektir verði hækkaðar til að unnt verði að borga eftirlitsmanninum. Sem dæmi má nefna að við Holtagarða, þar sem Bónus og Rúmfatalager- inn eru, eru átta stæði fyrir fatl- aða. Ekki er óalgengt að 6–7 stæði séu upptekin af fólki sem ekki er með P-merki.“ Var boðin lögregluaðstoð Geir Jón Þórisson, yfirlögreglu- þjónn í Reykjavík, áréttar í tilefni af frétt Morgunblaðsins í gær þar sem sagt er að Þóri hafi verið tjáð að búið væri að loka fyrir skýrslu- tökur þangað til klukkan 8 næsta morgun þegar hann hringdi í lög- reglu eftir atvikið með það fyrir augum að kæra, að Þórir hafi hringt í upplýsingasíma lögreglu. Hann hafi ekki greint sérstaklega frá málinu heldur aðeins gert al- menna fyrirspurn, þ.e. ef hann vildi leggja fram kæru í líkams- meiðingarmálum, hvernig hann ætti að bera sig að. Honum hafi verið bent á að almennt væri tekið við kærum á virkum dögum frá kl. 8 til 16. Hann hafi verið spurður hvort hann vildi að lögreglan kæmi strax til hans og tæki málið og gerði skýrslu. Hann kvað ekki þörf á því og það kæmi honum betur að koma á lögreglustöð dag- inn eftir. Samningur við Bílastæðahús „Við höfum gert verklagssam- komulag við Bílastæðasjóð um að taka á bifreiðalagningum á merkt- um bílastæðum öryrkja og menn fá sekt fyrir það. Bílar eru þó ekki teknir með krana nema enn frek- ari ástæða þyki til,“ segir Geir Jón. „Það er mjög mikið um að menn noti þessi stæði og við erum mjög ósáttir við það. Menn eru mjög kærulausir í þessum efn- um.“ Hann segir að meintur árásar- maður í málinu frá því á þriðjudag verði kallaður fyrir lögreglu að lokinni skýrslutöku brotaþola og málið sett í farveg hjá lögreglu. Notkun á bílastæðum fatlaðra Árásin kærð til lögreglu FEÐUR barna sem fæddust á árinu 2004 taka að jafnaði aðeins fjóra daga í fæðingarorlof umfram þriggja mánaða sjálfstæðan rétt sinn. Það merkir að mæður taka að jafnaði sex mánuði í fæðing- arorlof en feður þrjá mánuði. Feð- ur tóku í fyrra að meðaltali 94 daga í fæðingarorlof en mæður að meðtaltali 182 daga. Þetta kemur fram í nýrri töflu í Staðtölum TR fyrir árið 2004. Í Staðtölum kemur einnig fram að útgjöld vegna fæðingarorlofs og fæðingarstyrks jukust um 19% milli áranna 2003 og 2004. Á síð- asta ári voru útgjöldin samtals 6,6 milljarðar króna. Konur fengu greidda 3,7 milljarða en karlar 2,9 milljarða. 85% karla taka fæðingarorlof Alls fengu 3.699 feður barna fæddra 2004 greiðslur vegna fæð- ingarorlofs og hefur fjölgað um 11% frá árinu 2001. Fædd börn á árinu voru rúmlega fjögur þúsund og af þessum tölum má því ráða að um 85% feðra þessara barna taki fæðingarorlof. Samkvæmt lögum á hvort for- eldri um sig sjálfstæðan og ófram- seljanlegan rétt til greiðslna í fæð- ingarorlofi í allt að þrjá mánuði. Foreldrar eiga þar að auki sameig- inlegan rétt til greiðslna í þrjá mánuði til viðbótar sem annað for- eldrið getur tekið í heild eða þeir skipt á milli sín. Samkvæmt tölum frá árinu 2004 tekur móðirin sam- eiginlegu mánuðina nánast óskipta. Fáir feður taka meira en þrjá mánuði í fæðingarorlof SJÓÐFÉLAGAR í Almenna lífeyr- issjóðnum hafa samþykkt samein- ingu við Lífeyrissjóð lækna, en áður höfðu sjóðfélagar í Lífeyrissjóði lækna samþykkt sameininguna í al- mennri atkvæðagreiðslu. Sameinaður sjóður verður fimmti stærsti lífeyrissjóður landsins með eignir sem nema rúmum sextíu milljörðum króna um næstu ára- mót. Sjóðfélagar eru um 25 þúsund og eru í sjóðnum meðal annars arkitektar, tæknifræðingar, tónlist- armenn, tæknifræðingar og nú læknar. Aðild að sjóðnum er öllum opin. Sameining samþykkt ♦♦♦ TOLLGÆSLAN og lögregla á Eski- firði lögðu hald á rúmlega hálft tonn af frystum matvælum um borð í tveimur íslenskum fiskiskipum á Eskifirði í fyrrakvöld. Skipin voru að koma frá Færeyjum en matvælin fundust við reglubundið eftirlit. Tólf menn úr áhöfn skipanna hafa játað á sig smyglið. Að sögn lögreglunnar á Eskifirði er um að ræða óunnið fugla-, nauta- og svínakjöt. Kjötið, sem fannst fal- ið á milli þilja í skipunum, var ætlað til eigin nota. Hald lagt á hálft tonn af matvælum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.