Morgunblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN fyrir sælkera á öllum aldri m- tímarit um jólamat og vín fylgir Morgunblaðinu á morgun SAGAN af forstjóranum sem varð að ráðuneytisstjóra og ráðu- neytisstjóranum sem varð að for- stjóra segir frá því hvernig og undir hvaða kring- umstæðum núverandi ráðuneytisstjóri heil- brigðis- og trygginga- málaráðuneytis (HTR), fyrrum for- stjóri Ríkisspítala, og núverandi forstjóri Landspítala – há- skólasjúkrahúss (LSH), fyrrum ráðu- neytisstjóri fjár- málaráðuneytis voru skipaðir til núverandi starfa. Þessi saga er gott dæmi um hlut- verk einstaklinga inn- an stjórnsýslunnar og hvað þáttur þeirra getur ráðið miklu um bæði framvindu mála í ákvarðana- tökuferlinu og heildarniðurstöðu. Þótt oft sannist hið fornkveðna, „where you stand depends on where you sit,“ eins og sagt er á ensku, eða afstaða þín ræðst af stólnum sem þú situr í, þá getur sú ímynd sem menn hafa um stöðu sína og hlutverk verið býsna þaul- setin, þrátt fyrir stólaskipti. Opinberar stofnanir og útgjald- aráðuneytin hafa t.d. löngum þótt eiga undir högg að sækja í fjár- málaráðuneytinu, valdamesta ráðuneyti ríkisstjórnarinnar. Þar á bæ gengu menn rösklega fram í því að hemja óráðsíu og stjórn- leysi sjúkrahúsanna í Reykjavík á síðasta áratug og innleiddu m.a. nýjar leiðir til að koma böndum á reksturinn, fjárlagarammana. Heldur þótti þeim ráðuneyti heil- brigðismála vera óburðugt og sýna almennt lítið frumkvæði og tilþrif í sínum málaflokki. Þá áttu sjúkrahúsin í Reykjavík enn- fremur mjög á bratt- ann að sækja í við- ureign sinni við HTR. Öllum var ljóst hvað sneri upp og hvað nið- ur í valdastiga kerf- isins. Eftir stólaskiptin er engu líkara en að farmurinn hafi gengið til í lestinni og að við það hafi þungamiðja í yfirstjórn heilbrigð- ismála færst til. Læt- ur nærri að í kjölfar sameiningarinnar hafi óvart orðið til nýtt og afar framsækið ráðuneyti, ráðu- neytið Landspítali – háskóla- sjúkrahús á Eiríksstöðum. Það sjúkrahús sem áður mátti lúta fyr- irmælum ráðuneytanna og laga starfsemi sína að sífellt þrengri fjárlagarömmum hefur nú snúið vörn í sókn og leggur til að fjár- veitingavaldið lagi framlög sín að nýju greiðslufyrirkomulagi, svo- kölluðu DRG-kerfi. Geri aðrir betur við endurreisn manna og mórals eftir þrenginga- og nið- urlægingartímabil síðasta áratug- ar. En vandinn er ekki sá að hér hafi orðið til öflug og framsækin stofnun sem nú býður ríkinu þjón- ustu sína, heldur sú röskun sem orðið hefur á valdajafnvæginu milli sjúkrahússins og þeirrar stofnunar sem á að fara með stefnumörkun og skipulag heilbrigðismála í landinu, þ.e. HTR. Þar við bætist að aðild Íslands að EES 1993 hefur sett skipulags- hlutverki HTR vissar skorður. Með EES komu aukið aðgengi einstaklinga að fjármagni til fjár- festinga og kröfur um samkeppni og frelsi í viðskiptum sem nú hafa opnað læknum ný tækifæri. Áhrif aðildar Íslands að EES, sameining sjúkrahúsanna og nú sköruleg framganga LSH er orðinn einn mesti áhrifavaldur við mótun ís- lenska heilbrigðiskerfisins. Við sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík hefur þrengt meira og meira að sérfræðilæknum innan LSH. Og þar sem ekki er í annað sjúkrahús að venda á höfuðborg- arsvæðinu þá er annaðhvort að flytja úr landi eða „fara út í bæ“. Í hinu nýja umhverfi EES hafa sérfræðilæknar í vaxandi mæli getað fjárfest sjálfir í nýrri tækni, flutt starfsemi sína á eigin stofur og sent Tryggingastofnun ríkisins reikninginn. Ekki er séð fyrir end- ann á þessari þróun sbr. nýlegar fréttir af óánægðum læknum á LSH sem þykir enn frekar að sér þrengt innan sjúkrahússins. Þessa þróun hef ég kallað „stefnurek“ þar sem ekki var að finna staf um fyrirkomulag á þjón- ustu sjálfstætt starfandi sér- fræðilækna utan sjúkrahúsa í lög- um um heilbrigðisþjónustu. Þessi starfsemi þar sem saman fer hlut- verk læknis og athafnamanns í ís- lensku atvinnulífi hefur myndast við „einkarekstrarskrið“ og er orðin varanlegur þáttur í heil- brigðisþjónustu landsmanna. Op- inbert kerfi sem mótar sig sjálft án afskipta stjórnvalda er ávísun á stefnurek. Á meðan hið „nýja ráðuneyti“ á Eiríksstöðum ýtir beint og óbeint undir slíkt stefnu- rek sitja menn í gamla ráðuneyt- inu inn við Vegmúla og skrifa sagnfræði, þ.e. uppfæra lög um heilbrigðisþjónustu svo þau megi endurspegla sem best þá starf- semi sem fram fer hverju sinni. Á Íslandi ríkir almenn pólitísk samstaða um að heilbrigðisþjón- usta skuli áfram fjármögnuð og greidd úr sameiginlegum sjóði landsmanna, þ.e. ríkissjóði. Þá virðist einnig ríkja nokkuð breið pólitísk samstaða um að það sé af hinu góða að mismunandi aðilar komi að framkvæmd þjónust- unnar. Ef stjórnvöld vilja áfram hafa þetta tvennt að leiðarljósi og jafnframt standa vörð um: a) gæði og jöfnuð í heilbrigðisþjónustu, b) kennslu og þjálfun heilbrigð- isstarfsmanna, c) þróun þekkingar og vísinda og d) hagkvæmni í rekstri og aðhald við ráðstöfun fjár, þá þarf að koma til víðsýnni og markvissari yfirstjórn heil- brigðismála en fram til þessa. Þar þarf að fara saman sú blanda af forsjá og nútíma stjórnunar- og skipulagsaðferðum sem tekur mið af þekkingu á öllum þáttum heil- brigðiskerfisins og skilningi á því hvernig einstaka þættir þess tengjast og mynda það gangverk kerfisins sem hefur áhrif á gæði, öryggi, afköst og kostnað. Landspítali – háskólasjúkrahús: Sjúkrahús eða nýtt ráðuneyti? Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir fjallar um stjórnun heilbrigðis- kerfis og myndun sjúkrahúsa ’Þar þarf að fara samansú blanda af forsjá og nútíma stjórnunar- og skipulagsaðferðum sem tekur mið af þekkingu á öllum þáttum heilbrigð- iskerfisins og skilningi á því hvernig einstaka þættir þess tengjast og mynda það gangverk kerfisins sem hefur áhrif á gæði, öryggi, af- köst og kostnað.‘ Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir Höfundur er stjórnsýslufræðingur, MSc, PhD.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.