Morgunblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
VEGNA umræðu
um Hringbraut, 1.
áfanga Sundabrautar,
mislæg gatnamót,
stofnbrautir í stokk-
um, flugvöll, mið-
borg, stjórnlausa út-
þenslu byggðar og
ráðaleysi borg-
arstjórnar Reykja-
víkur í skipulags-
málum leggur
undirritaður til að
sveitarfélög á höf-
uðborgarsvæðinu taki
yfir stofnbrautir inn-
an sveitarfé-
lagamarka sinna með
faglegri ábyrgð og
tilheyrandi tekju-
stofnum.
Frá 1950 hefur
gætt vaxandi geð-
þótta við úthlutun
vegafjár á kostnað
byggðar á höfuðborg-
arsvæðinu. Uppsafn-
aður vandi þar er
mikill og birtist m.a.
í auknum umferð-
artöfum, streitu,
óhöppum, heilsutjóni
og alvarlegum slysum.
Í Samgönguáætlun til 2014 og í
Svæðisskipulagi til 2024 er reikn-
að með að þetta ófremdarástand
versni, að afkastageta gatnakerf-
isins minnki, meðalhraði umferðar
lækki og tímasóun og bifreiða-
kostnaður allra vegfarenda aukist
frá því sem nú er, langt umfram
áætlaða fjölgun íbúa.
Á höfuðborgarsvæðinu er nú
þegar fjöldi umferðarmannvirkja
sem eru vanhugsuð, illa hönnuð,
óskilvirk og landfrek, þar sem
arðsemi er lág og þar sem beitt er
fráleitum dreifbýlislausnum, sem
eiga ekkert erindi inn í þétta
borgarbyggð.
Með yfirtöku stofnbrautanna
verður nýting fjármuna betri og
veruleg hagræðing og sparnaður
fást með sameiningu rekstrarein-
inga og samræmingu á skipulagi,
forgangsröðun, tímasetningu og
útfærslu framkvæmda og viðhaldi
og rekstri umferðarmannvirkja.
Gæði skipulags og mannvirkja
aukast því sameiginleg gatna-
málastofnun sveitarfélaganna
verður hæfari en núverandi veg-
haldarar til að sérhæfa sig í um-
ferðarlausnum, sem hæfa höf-
uðborg 21. aldar. Nýleg mannvirki
og áætlanir á höf-
uðborgarsvæðinu sýna
að ekki verður haldið
lengra á núverandi
braut.
Áhrif yfirtökunnar á
heildarskipulag höf-
uðborgarsvæðisins
verða jákvæð því for-
ræði sveitarfélaganna
yfir stofnbrautunum
er forsenda þess að
draga úr neikvæðum
áhrifum af vítahring
bílasamfélagsins og
stöðva stjórnlausa út-
þenslu byggðar.
Skipting fram-
kvæmdafjár verður
réttlátari. Höfuð-
borgarbúar, sem nú
eru um 2/3 lands-
manna, geta ekki búið
við það lengur að fá í
sinn hlut minna en
fjórðung fram-
kvæmdafjár.
Sveitarfélög á höf-
uðborgarsvæðinu búa
í sameiningu yfir
nægilega öflugum inn-
viðum til að taka ábyrgð á þessum
málaflokki og skilyrði skapast fyr-
ir auknu samstarfi þeirra á öðrum
sviðum.
Þessi stjórnkerfisbreyting er
réttlætismál. Hún leiðir til einfald-
ari og skilvirkari verkaskiptingar
ríkis og sveitarfélaga en aukið
sjálfsforræði þeirra færir okkur
nær fyrirkomulagi á Norðurlönd-
unum og víðast í Evrópu og Norð-
ur-Ameríku, að um 70% opinberra
framkvæmda og þjónustu sé á for-
ræði sveitarfélaga í stað 30% eins
og nú er.
Samfélagið losnar við neikvæð
áhrif af annarlegum sjónarmiðum
ríkisvaldsins, sem nú birtast m.a. í
viðleitni þess til að festa flugvöll í
Vatnsmýri í sessi og í ótækum
skipulags- og umferðarlausnum,
m.a. við þverun Kleppsvíkur,
færslu Hringbrautar og í áformum
um Hlíðarfót.
Sjá greinargerð á mbl.is
Stofnæðar
höfuðborgar
Örn Sigurðsson fjallar um
samgöngu- og skipulagsmál
í Reykjavík
Örn Sigurðsson
’Á höfuðborg-arsvæðinu er nú
þegar fjöldi um-
ferðarmann-
virkja, sem eru
vanhugsuð, illa
hönnuð, óskil-
virk og land-
frek …‘
Höfundur er arkitekt.
UMRÆÐAN um samræmd stúd-
entspróf og styttingu náms til stúd-
entsprófs hefur vart farið framhjá
neinum, allra síst framhalds-
skólanemum. Málið
snýst um að stytta
námstíma til stúdents-
prófs um eitt ár, það er
fækka framhalds-
skólaárunum úr fjórum
í þrjú og skella sam-
ræmdum prófum á
verðandi stúdenta.
Greinarhöfundur er
sjálf skráð í tvö sam-
ræmd stúdentspróf nú
fyrir jólin. Ráðuneyti
menntamála hefur gef-
ið það út að enginn
muni útskrifast nema
þreyta að minnsta
kosti tvö samræmd próf af þremur.
En það heimskulega við þessi próf
er að nóg er að sitja innan við tíu
mínútur af tæplega fjögurra stunda
próftíma og skila undirrituðu próf-
blaði og ná þar með prófinu með 5,0 í
einkunn. Auk þess eru engin sjúkra-
próf. Annaðhvort verður nemandi að
mæta veikur í prófið eða lengja
skólagöngu sína um hálft til eitt ár,
því eins og áður sagði útskrifast eng-
inn nema hafa þreytt þessi sam-
ræmdu próf. Benda má á að lands-
fundur Sjálfstæðisflokksins 2005
lagði til að samræmd stúdentspróf
yrðu lögð niður. Menntamálaráð-
herra hefur því ekki stuðning eigin
flokks í þessum efnum.
Ráðherra hefur ákveðið að stytta
námstíma til stúdentsprófs og telur
íslenska námsmenn alveg jafnvel í
stakk búna til að ljúka stúdentsprófi
eftir þrettán ára skólagöngu líkt og
jafnaldrar þeirra á Norðurlöndum.
Þar tel ég hann hafa fullkomlega
rétt fyrir sér. En hvar er rétt að
hefja styttinguna? Ráðherra vill
byrja á öfugum enda en þannig
skerðist námið. Nú hef ég klárað
þrettán ár af mínum fjórtán til stúd-
entsprófs og hef því nokkuð góða
hugmynd um hvað má laga, hvað
hafi verið óþarft eða erfitt og hvað
ekki. Það tel ég einnig aðra nem-
endur hafa og þá kennara sem vinna
við að koma fjórtán ára þekkingu í
hausinn á okkur. En ráðherra hefur
viljað koma þessu í gegn og telur sig
vita betur en allur sá fjöldi nemenda,
kennara og foreldra sem mótmælt
hafa þessum aðgerðum. Ráðherra
segist hafa heimsótt flesta fram-
haldsskóla landsins og hlýtt á skoð-
anir nemenda, kennara og skóla-
stjórnenda og tekið þátt í
kappræðum um þessi mál. En hvort
hann hafi raunverulega lagt eyrun
eftir óskum og tillögum þeirra er
stór spurning. Er ekki
kominn tími til að
menntamálaráðherra
skoði málið í heild?
Ef þetta nær fram að
ganga getur það haft
alvarlegar afleiðingar í
för með sér.
Í fyrsta lagi hefur
ráðherra haldið því
fram að með þessum
breytingum minnki
brottfall úr framhalds-
skólum. Hvaða rök eru
fyrir því? Eins og ég fæ
best séð mun það ein-
ungis aukast. Ekki
ráða allir nemendur við sama hraða.
Þess vegna meðal annars hefur verið
boðið upp á val. Síðastliðin ár hefur
vinna með námi færst í aukana.
Nemendur verða að standa straum
af kostnaði við námsbækur og skóla-
vist því ekki hafa allir foreldrar efni
á að kosta nám barna sinna. Með því
að þjappa náminu saman í þrjú ár
hafa nemendurnir ekki tíma til að
sinna bæði námi og vinnu og ef þeir
vinna ekkert geta þeir ekki borgað
skólagönguna. Vítahringur, ekki
satt?
Í öðru lagi mun þetta valda því að
sérstaða skólanna hverfur. Eins og
er hafa nemendur á mótum grunn-
skóla og menntaskóla val. Þeir geta
valið sér skóla með bekkjakerfi eða
áfangakerfi allt eftir áhugasviði,
metnaði og félagslegum þörfum. Í
hverjum skóla er fjöldi brauta sem
nemendur hafa úr að velja. Verði
þeim fækkað verður menntunin ein-
hæfari. Nú er ætlast til að allir
verðandi stúdentar þreyti sama
prófið en til þess að það sé réttlátt
verða þeir að hafa hlotið sömu
menntun. Bera á saman kunnáttu
nemanda sem leggur áherslu á tón-
list á tónlistarbraut og kunnáttu
nemanda sem leggur áherslu á
stærðfræði í stærðfræðideild. Verzl-
unarskólinn býður upp á við-
skiptafræði með áherslu á við-
skiptaensku en MR býður upp á
fornmáladeild með áherslu á bók-
menntaensku og grísku og latínu.
Með nýrri námskrá, sem mennta-
málaráðuneytið gefur út í tilefni
þessara breytinga, rúmast þessi sér-
hæfing ekki.
Menntamálaráðherra vill meina
að með því að flytja nokkra áfanga
úr framhaldsskólunum niður í
grunnskólana muni ekki eiga sér
stað skerðing á námi. Enn og aft-
ur … í stað þess að byrja á neðstu
bekkjum grunnskóla og færa sig of-
ar byrjar ráðherra á vitlausum enda.
Allmargir grunnskólakennarar
þyrftu þá endurmenntunar við. Ætli
það kosti ekki einhverja fjármuni?
Þar sem grunnskólarnir eru í hönd-
um sveitarfélaganna varpar ríkið
með þessu ábyrgð sinni gagnvart
nemendum yfir á þau sem sitja því
uppi með nauðsynlegar breytingar á
öllu grunnskólakerfinu.
Eins og skýrsla, sem mennta-
málaráðuneytið sendi frá sér um
kostnað við rekstur framhaldsskól-
anna, sýnir græðir ríkið milljónir
með því að skerða menntun á fram-
haldsskólastigi. Ekki er þó í skýrsl-
unni talað um sparnað heldur „já-
kvæð fjárhagsleg áhrif“ sem koma
munu fram eftir árið 2016. Þrátt fyr-
ir það neitar menntamálaráðherra
að viðurkenna að peningarnir komi
málinu við. Þeir eru bara aukaatriði.
En eins og við nemendurnir sjáum
það erum við aukaatriðið í málinu.
Við eigum ekki lengur kost á úrvals-
menntun nái þetta fram að ganga. Af
framangreindu er ljóst að steypa
skal alla Íslendinga í sama mótið.
Menntakerfið verður staðlað og mið-
stýrt.
Mér þykir vænt um skólann minn
og hefðirnar sem í honum hafa skap-
ast. Ég valdi hann af því að ég taldi
hann bjóða upp á menntun og fé-
lagslíf sem hæfði mér. Ég vildi
bekkjarkerfi fremur en áfangakerfi
og ég veit að ég mun aldrei sjá eftir
þessu vali. Ef þér, hæstvirtum
menntamálaráðherra, þykir jafn-
vænt um bekkjarkerfið og hefðirnar
í skólanum þínum, Menntaskólanum
við Sund, eins og þú sagðir í viðtali í
Kastljósi á dögunum, til hvers væri
þá að breyta þeim? Leyfðu börn-
unum okkar að njóta sömu fríðinda í
menntamálum og við höfum notið.
Stöðlun og miðstýring
menntamálaráðherra
Guðrún Arna Jóhannsdóttir
fjallar um styttingu náms til
stúdentsprófs ’Við eigum ekki lengurkost á úrvalsmenntun
nái þetta fram að
ganga.‘
Guðrún Arna
Jóhannsdóttir
Höfundur er í 6. bekk í MR.
TILLÖGUR menntamálaráð-
herra um styttingu stúdentsprófs
eru villigötur. Nálgunin er röng
enda hugsuð út frá árum en ekki
einingum. Meginmálið er að fleiri
útskrifist fyrr með stúdentspróf og
að námstími almennt verði styttri.
Það markmið styð ég heilshugar
og að því eigum við að stefna en
tillaga ráðherra felur í sér skerð-
ingu náms og að inntak mennt-
unarinnar verði rýrara en það sem
nú er.
Tvær tillögur slæmar
Fram hafa komið tvær tillögur
að styttingunni síðastliðin þrjú ár.
Sú fyrri sem var á vegum Tómasar
Inga Olrich var afleit.
Enda var hún grafin
djúpt ofan í skúffunni
þegar Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir
tók við embætti
menntamálaráðherra.
Síðari skýrslan var
talsvert betri en nálg-
unin áfram röng, enda
allt lagt upp úr því að
skera eitt ár af, spara
tvo milljarða og 18% í
rekstri skólanna.
Fækka stöðugildum
framhaldsskólakennara um 150 og
gengisfella að hluta námið. Án
þess að hlusta á raddir og viðhorf
skólasamfélagsins enda hafa kenn-
arar bæði í grunnskólum og fram-
haldsskólum lagst nokkuð harka-
lega gegn tillögunum. Eins og
Samfylkingin hefur gert frá Tóm-
asartillögunni haustið
2003.
Námstímann
á að stytta
Ég styð sjálfur
markmiðið um að
stytta námstíma til
stúdentsprófsalmennt
um eitt ár. Nálgun
ráðherrans er hins-
vegar að mínu mati
alröng og það sem
veldur eru m.a. bekkj-
arskólarnir. Áfanga-
skólarnir eru að útskrifa nem-
endur eftir fimm, sex og sjö anna
nám og Hraðbrautin býður upp á
tveggja ára stúdentspróf. Því er sú
nálgun að skera þurfi ár af skól-
anum með tilheyrandi gengisfell-
ingu á náminu vitlaus aðferð.
Þróunin er að eiga sér stað og
hana á að styðja og efla með ýms-
um ráðum. T.d. því að færa fram-
haldsskólann til sveitarfélaganna
sem þá rækju þrjú fyrstu skóla-
stigin og samfellan á milli þeirra
yrði þá mun auðveldari.
Annaðhvort er að breyta bekkj-
arkerfisskólunum í áfangakerf-
isskóla eða leyfa þeim að halda
sínum fjórum árum og þróa áfram
styttinguna í gegnum áfanga-
skólana með flæði á milli grunn-
skólana og þeirra. Líkt og gert
hefur verið árum saman í nokkrum
grunnskólum um land allt. T.d. í
Grunnskólanum á Hvolsvelli með
frábærum árangri.
Menntamálaráherra er einfald-
lega á rangri braut. Aðferðin er
röng. Það er ekkert stórmál að
fjölga þeim verulega sem útskrif-
ast fyrr með aukinni samfellu á
milli grunn- og framhaldsskóla.
Það að nálgast menntunina í
gegnum hólf og ár er rangt. Það
eru einingarnar og flæðið sem
skiptir máli. Hvað síðan með verk-
og listnámið? Það á að efla og
bæta en ekkert er minnst á það í
tillögunum.
Gæði náms og þarfir nemenda
Þetta snýst allt um þarfir nem-
enda og gæði náms. Einstaklings-
miðað, fyrsta flokks nám. Sumum
hentar að ljúka á sex önnum, með
því að hefja framhaldsskólanám í
grunnskóla að hluta. Aðrir þurfa
sínar átta annir. Þannig á þetta
líka að vera. Stytting sem felst í
niðurskurði á náminu um eitt ár er
vond aðferð og lítur út sem hreinn
sparnaður á peningum. Þó það sé
sjálfsagt ekki málið.
Markmiðið hlýtur að vera að
stytta námstímann en ekki að
skerða stúdentsnámið eða geng-
isfella. Ekki að spara, fækka störf-
um og skera niður. Sérstaðan við
íslenska framhaldsskólann er fjöl-
breytileiki á milli skóla og hann
eigum við að varðveita og efla.
Skólarnir eru hver með sínu sniði.
Það eru mikil verðmæti og því
megum við ekki fórna.
Stytting námstíma á að byggjast
á því að gæði námsins aukist, skól-
arnir haldi stöðu sinni og þeir
batni við breytinguna. Það eiga að
vera forsendurnar fyrir breyting-
unum.
Stytta, Þorgerður – ekki skerða
Björgvin G. Sigurðsson
fjallar um tillögur mennta-
málaráðherra um styttingu
náms til stúdentsprófs
’Þróunin er að eiga sérstað og hana á að styðja
og efla með ýmsum ráð-
um. T.d. því að færa
framhaldsskólann til
sveitarfélaganna.‘
Björgvin G. Sigurðsson
Höfundur er þingmaður
Samfylkingarinnar.
Fáðu úrslitin
send í símann þinn