Morgunblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2005 51 MINNINGAR ✝ Sigríður ErlaÞorláksdóttir fæddist í Hafnarfirði 27. sept. 1928. Hún lést á St. Jósefsspít- ala í Hafnarfirði 24. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru þau María Jóna Jakobsdóttir frá Sæ- bóli í Aðalvík, f. 15. ágúst 1900, d. 1971, og Þorlákur Guð- laugsson frá Fells- koti í Biskupstung- um, f. 1. febrúar 1903, d. 1982. Fyrstu árin ólst Sigríður upp í Hafnarfirði en 1936 fluttu foreldr- ar hennar að Hlébergi í Garða- hreppi. 1945 fluttu þau í hús sem foreldrar hennar byggðu á Öldu- götu 31 í Hafnarfirði. Sigríður gekk í barnaskóla Hafnarfjarðar og síðar í Flensborgarskólann. Systkini hennar eru Eyþór, f. 1930, og Katrín, f. 1936, látin. Hinn 17. júlí 1948 giftist Sigríður Kjartani Steinólfssyni, f. 10. októ- ber 1926, d. 1999. Þau eignuðust sex börn. Þau eru: Erla María, f. 1946; Jóhanna, f. 1948, d. 2004, gift Brynjari Erni Bragasyni; Þórir, f. 1949, kvæntur Unni Sveinsdóttur; Birgir, f. 1951, kvæntur Arnþrúði Björns- dóttur; Þorlákur, f. 1958, kvæntur Önnu Maríu Pétursdóttur; og Guðmundur, f. 1970, kvæntur Guð- rúnu Svövu Viðars- dóttur. Barnabörnin eru nítján, og barna- barnabörnin eru einnig nítján talsins. Sigríður vann verslunarstörf þau ár sem hún var útivinnandi. Hún starfaði mikið að félagsmálum, var í Slysavarnafélaginu Hraunprýði ásamt því að vera í Sinawik Garða- bæ og formaður Sinawik Garðabæ en varð síðar formaður Landssam- bands Sinawik. Einnig starfaði hún með eiginmanni sínum við Kiwan- isklúbbinn Setberg í Garðabæ. Þau hjónin höfðu gaman af því að ferðast og fóru margar ferðir bæði innanlands og utan. Þau áttu lítinn sælureit við Laugarvatn og dvöldu þar oft á sumrin. Sigríður Erla verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Sigríður Erla alltaf kölluð Sigga eða Sigga amma kvaddi okkur sem eftir erum aðfararnótt fimmtudags- ins síðastliðinn eftir snarpa baráttu við sjúkdóm sem fellt hefur svo marga, og er skemmst að minnast dóttur hennar Jóhönnu sem lést langt fyrir aldur fram 19. júní 2004. Þær mæðgurnar eru núna saman á öðru tilverustigi. Þar hittir Sigga einnig Kjartan eiginmann sinn sem lést fyrir nokkrum árum. Ég kynntist Siggu fyrir átta árum þegar ég og dótturdóttir hennar Maja rugluðum saman reytum, fyrst var ég nú bara hissa því hún hét sama nafni og mamma mín Sigríður Erla. Strax frá fyrstu kynnum tók Sigga mér og börnunum mínum þrem frá fyrra sambandi afskaplega vel og hefur ætíð farið vel á með okk- ur og hún komið fram við börnin mín sem væru þau hennar eigin barna- barnabörn. Þegar við Maja hófum sambúð var Sigga orðin ein og varð mér strax ljóst hversu vænt henni þótti um ömmu sína og leið ekki sú vika án þess að hún hefði áhyggjur af henni og þegar Sigga varð að leggjast inn á spítala alvarlega veik fyrir aðeins nokkrum mánuðum tók hún það mjög nærri sér. Maja fór fínlega í það í byrjun að stinga upp á því öðru hverju að bjóða ömmu sinni í mat. Sigga varð fljótt fastur matargestur á heimili okkar og oftar en ekki var það ég sem eld- aði og betri matargest hef ég ekki haft enda minnist ég þess aldrei að hún hafi sett út á matinn eða mat- reiðsluna og þakklæti hennar var einlægt og kom beint frá hjartanu, enda var það orðið svo að það var ekki síður ég sem stakk uppá því að við byðum ömmu hennar í mat og oft var það með svo stuttum fyrirvara, bara hringt og spurt hvort hún vildi koma í mat núna, alltaf var hún tilbú- in að koma í heimsókn sagði bara já takk ég fer í kápuna og bíð niðri, komið bara og sækið mig. Hún þurfti ekkert að taka með sér, inniskóna skildi hún eftir hjá okkur fyrir löngu og hún var ekkert að láta aðra vita af sér, aðeins að skreppa í mat en það kom fyrir að við sátum að spjalli með rauðvínsglas eða líkjörsstaup langt fram eftir kvöldi og stundum svo lengi að farið var að óttast um hana þar sem ekkert hefði náðst í hana allt kvöldið. Það hafði skapast sú hefð í fjöl- skyldu Maju að allir komu saman heima hjá Siggu í litlu íbúðinni á Sól- vangi á aðfangadagskvöld, þar bauð hún uppá heimatilbúinn fromage, ís, kaffi og gos, barna- og barnabörn hennar opnuðu pakkana sína þar og var þá ansi fjörugt. Þetta var alveg nýtt fyrir mig sem alist hafði upp við rólegt aðfangadagskvöldi með fjöl- skyldunni og var ég lengi að venjast þessu. Íbúðin hjá Siggu var orðin allt of lítil eða réttara sagt fjöldinn í fjöl- skyldunni var orðinn allt of mikill fyrir svona jólaboð heima hjá henni, þannig að það lá beinast við um jólin 2002 eftir að við Maja fluttum í stærra húsnæði að Sigga héldi jóla- boðið sitt heima hjá okkur og þar hefur það verið síðan. Þau verða skrítin jólin í ár og þá sérstaklega fyrir afkomendur Siggu sem eru ald- ir upp við þessa hefð. Maju eiginkonu minni, tengda- móður minni Erlu Maju, bræðrum hennar Tóta, Bigga, Láka, Gumma, tengdasyni Siggu Binna og fjöl- skyldum þeirra votta ég mína inni- legustu samúð. Haukur Ragnarsson. Kæra Sigga. Hér sit ég heima í sófanum og læt hugann reika. Ég man fyrsta sumarð okkar í San Feliu á Costa Brava, það var árið 1991 þegar við kynntumst, Kjartan þú og ég. Við fórum í langar gönguferðir eftir breiðum göngugötum þorpsins og tíminn leið rólega a ströndinni í sólbaði á gullbrúnum sandinum. Þarna leið þér vel og hafðir ekki eins mikla verki í bakinu. Á þessum tíma gátum við ekki tal- að mikið saman þar sem við töluðum sitt tungumálið hvor. Sumarið á eftir breyttist allt. Eftir að ég hafði dvalið fyrsta árið mitt á Íslandi var ég farin að babla þó nokkuð á íslensku og þið skilduð mig af því að ykkur þótti vænt um mig. Þið veittuð mér mik- inn stuðning og urðuð mínir bestu vinir og eftir því sem dagarnir og ár- in liðu varð sambandið nánara. Eyþór fór með okkur um alla Katalóníu og við fjögur saman ferð- uðumst um Andalúsíu. Þið þrjú hafið kennt mér að elska landið ykkar Ís- land. Við höfum hlegið, talað og grát- ið saman og hugsað um liðnar stund- ir og persónur sem okkur voru kærar, eða einfaldlega einhver smá- atvik sem okkur komu í hug hverju sinni. Á milli okkar myndaðist sam- band sem þessi aðskilnaður getur ekki rofið. En síðastliðið sumar var öðruvísi, þú hafðir ekki löngun til að gera neitt og vildir helst vera heima og hvíla þig, en vildir samt að við Eyþór vær- um hjá þér eins og hægt var. Ég sakna þín og réttar sagt ég sakna ykkar beggja. Ég veit núna að þið Kjartan eruð saman og undirbúið að taka á móti okkur þegar við hvert af öðru hefjum ferðina til ykkar. Að lokum vil ég segja ykkur aftur að þið hafið verið mínir bestu og kærustu vinir. Hasta luego. Maria Teresa Bellés. Kveðja frá Sinawik Garðabæ Hér verður ekki rakinn æviferill Sigríðar Erlu Þorláksdóttur eða Siggu eins og hún var ávallt kölluð, heldur er hér kvödd með virðingu og þakklæti ein okkar virkasta fé- lagskona. Hún var ein af stofnendum Sinawik Garðabæjar og gegndi margvíslegum trúnaðarstörfum inn- an klúbbsins og var meðal annars í stjórn Landssambands Sinawik og var þar formaður eitt kjörtímabil. Hún var traust og farsæl í sínum störfum fyrir þessa klúbba. Sigga var hress og skemmtileg. Í skoðunum sínum gat hún verið föst fyrir en aldrei þannig að það hallaði á aðra. Það var gott og gaman að vera samvistum við hana hvort heldur var á fundum klúbbsins eða annars stað- ar. Í maí 1999 missti hún eiginmann sinn Kjartan Steinólfsson eftir langt og erfitt veikindastríð og fyrir rúmu ári Jóhönnu dóttur sína. Eftir þann missi var eins og heilsu hennar hrak- aði, kannski hafa sorgin og söknuð- urinn verið henni of þungbær. Sigga var mjög dul og flíkaði ekki tilfinningum sínum, aldrei heyrði ég hana tala um líf sitt eða tilfinningar sínar, en maður sá hvað henni leið. Við Sinawiksystur vottum börnum hennar og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð, einnig samúðarkveðj- ur til Eyþórs bróður hennar. Ég veit þú heim ert horfin nú, og hafin þrautir yfir, svo mæt og góð, svo trygg og trú, svo látlaus, falslaus reyndist þú ég veit þú látin lifir. (Steinn Sigurðsson.) Blessuð sé minning Sigríðar Erlu. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Elín Sigurjónsdóttir. SIGRÍÐUR ERLA ÞORLÁKSDÓTTIR Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn Skilafrestur Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Minningar- greinar Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.350 kr. á mann. Perlan ERFIDRYKKJUR Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELFRIEDE KJARTANSSON, verður jarðsungin frá Ríkissal Votta Jehova, Hraunbæ 113, Reykjavík, laugardaginn 3. des- ember kl. 11.00. Jarðsett verður að Skarði í Landssveit sama dag kl. 15.00. Örn Svavarsson, Kristín Ólafsdóttir, Droplaug Mathiesen, barnabörn og barnabarnabarn. Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, tengdasonur, afi og langafi, JÓN VALGARÐ GUÐJÓNSSON, Hvítingavegi 12, Vestmannaeyjum, lést mánudaginn 28. nóvember. Guðlaug Sigríður Gunnarsdóttir, Ásdís Hansen, Annfinn Hansen, Marta Jónsdóttir, Gústaf Ólafur Guðmundsson, Sigurbjörg Jónsdóttir, Gunnar Þór Friðriksson, Valgarð Jónsson, Ólöf Eirný Gunnarsdóttir, Sigurbjörg Sóley Böðvarsdóttir, afabörn og langafabörn. Elskulegur faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, ADOLF H. MAGNÚSSON skipstjóri, Vestmannabraut 76, lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja aðfara- nótt þriðjudagsins 29. nóvember. Útförin auglýst síðar. Sólveig Adolfsdóttir, Þór Í. Vilhjálmsson, Kristín M. Adolfsdóttir, Hafsteinn Þ. Sæmundsson, Kristján Á. Adolfsson, Guðríður Óskarsdóttir, Jóna Á. Adolfsdóttir, Páll Jónsson, Guðrún H. Adolfsdóttir, Ragnar Jónsson, Guðmundur A. Adolfsson, Valdís Jónsdóttir, Soffía S. Adolfsdóttir, Þórður Karlsson, Hafdís Adolfsdóttir, Kristján E. Hilmarsson, Þorgerður Arnórsdóttir, Emil Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, JAN EYÞÓR BENEDIKTSSON, Naustabryggju 12, Reykjavík, lést þriðjudaginn 29. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Jóhanna Þ. Bjarnadóttir, Benedikt Garðar Eyþórsson, Þórður Jóhann Eyþórsson, Arnar Eyþórsson, Lára G. Vilhjálmsdóttir, Agnes Eyþórsdóttir, Ólafur Þór Zoega, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, GRÍMA SVEINBJÖRNSDÓTTIR, Hlíðarvegi 8, Kópavogi, lést á heimili sínu mánudaginn 28. nóvember. Útförin fer fram frá Digraneskirkju fimmtudaginn 8. desember kl. 13.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Styrktarfélag krabbameins- sjúkra barna. Stefnir Helgason, Birna Stefnisdóttir, Aðalsteinn Steinþórsson, Brynja Sif Stefnisdóttir, Agnar Strandberg, Sigurður Hrafn Stefnisson, Hekla Ívarsdóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.