Morgunblaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 346. TBL. 93. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Og hver er þessi Rúdolf, sem er með rautt nef? | Af listum 33 Úr verinu | Ísberg og Icebrit sameinast  Nýr Seigur  Hákarla- lýsi undirstaðan  Enginn ríkur af rækjuvinnslu Íþróttir | SR með sterkan hóp á svellinu og utan þess  Sigur hjá Gummersbach www.postur.is 21.12. er síðasti öruggi skiladagur á jólakortum og -pökkum innanlands! JAFNAN er bjart yfir ungviði landsins og virðist vart máli skipta þó að í dag séu vetr- arsólstöður og stysti dagur árs- ins. Í Almanaki Háskóla Íslands kemur fram að tíminn frá sól- aruppkomu til sólarlags í Reykja- vík er 4 klst. og 8 mínútur en svartsýnir geta tekið gleði sína því nú tekur daginn að lengja að nýju. Í huga margra léttir snjóföl lundina í svartasta skammdeginu og samkvæmt jólaveðurspá Veð- urstofunnar er líklegt að jörð hvítni víða um land næstu daga, þótt ekki sé búist við mikilli of- ankomu. Góðar líkur eru á því að íbúar á Norður- og Austurlandi fái hvít jól í ár en sunnan- og vestanlands er hins vegar búist við hlýindum á aðfangadagskvöld og jóladag einkum sunnan- og vestanlands, með súld og rign- ingu í Reykjavík. Morgunblaðið/RAX Skemmtilegt í skammdeginu Úr verinu og Íþróttir í dagMisjafnir textar jólalaganna ÁKVEÐIÐ hefur verið að fækka um 3.500 manns í herliði Banda- ríkjamanna í Afganistan næsta vor, að sögn stjórnvalda í Washington í gær. Um 19.000 bandarískir her- menn eru nú í Afganistan en þeir berjast þar gegn talíbönum og al- Qaeda. Nýlega ákvað Atlantshafsbanda- lagið, NATO, að fjölga um 6.000 manns í friðargæsluliðinu undir stjórn bandalagsins (ISAF). Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær þrennt réttlæta ákvörðun sína: Styrkur afganskra stjórnarhersveita hefði aukist, framfarir hefðu orðið á sviði stjórnmála Afgana með kjöri nýs þings og NATO hefði samþykkt að fjölga friðargæsluliðum. „Við verð- um eftir sem áður með mikið lið í landinu,“ sagði Rumsfeld. Ráðist á friðargæsluliða Þrír ítalskir friðargæslumenn særðust lítillega í gær er gerð var sjálfsmorðsrárás í Herat í vestan- verðu Afganistan. Þrír óbreyttir borgarar særðust einnig, þar af einn alvarlega. Heimildarmenn breska ríkisútvarpsins, BBC, segja að talíb- anar geri nú markvisst árásir á ISAF-menn til að hræða Evrópu- þjóðir frá því að taka að sér aukið hlutverk í liði NATO í Afganistan. Fækka í herliði Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is ÞÆR launahækkanir sem Kjaradómur ákvað að forseti, ráðherrar, alþingismenn o.fl. fengju um næstu áramót, auk þeirra hækkana sem þeir hafa fengið á árinu, eru ekki í samræmi við mælingar Hagstofunnar eða kjararannsóknarnefndar á launahækkunum annarra hópa í þjóðfélaginu, segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðu- sambands Íslands. Kjaradómur ákvað í gær að laun forseta Íslands hækkuðu um 6% frá áramótum, og laun ráðherra og annarra alþingismanna hækkuðu um rúm 8%. Laun þeirra hækkuðu síðast 1. júlí sl. um 2%, en áð- ur höfðu þau hækkað um 3% í byrjun árs 2005. Gylfi sagði í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi að hann hefði ekki náð að kynna sér for- sendur Kjaradóms, en ljóst væri að hækkunin sem þingmenn og forseti hafa fengið á árinu væri hærri en sést hefði hjá öðrum hópum. Bendir Gylfi á að þegar hækkun á launum þing- manna frá janúar 2005 til janúar 2006 sé reiknuð saman nemi hún 13,65%. Þar sé innifalin sú 2,5% hækkun sem almennir launamenn fái hinn 1. jan- úar. Þegar sú tala sé dregin frá standi eftir 11,12% hækkun. Almennir launamenn fengu 3% hækkun hinn 1. janúar 2005, og að viðbættu launaskriði um 2–3% sé hækkunin á bilinu 5–6%. Hækkun hjá félagsmönnum ASÍ 5,6% Hjá félagsmönnum ASÍ er því hækkunin á árinu samtals 5,6%, segir Gylfi. Hækkanir þingmanna séu því um tvöfalt hærri en hækkanir ASÍ-félaga á sama tímabili. „Ég þekki engar upplýsingar um launaþróun á almennum markaði hjá neinum hópi sem nálgast þessar hækkanir. Ég veit ekki hvaða viðmiðun Kjaradómur sækir sér, en hann sækir það í það minnsta ekki í gögn Hagstofunnar eða gögn kjara- rannsóknarnefndar,“ segir Gylfi. Garðar Garðarsson, formaður Kjaradóms, segir að það sem valdi hækkun umfram þau 2,5% sem al- mennir samningar geri ráð fyrir sé að þeir hópar sem miðað sé við hafi verið að fá hækkanir sem þeir hópar sem Kjaradómur úrskurði laun fyrir hafi ekki fengið. „Þetta eru fleiri en einn hópur eftir því hver á í hlut, þetta á sér allt saman samsvörun í launaflokk- um kjaranefndar,“ segir Garðar. „Eina launahækk- unin eru þessi 2,5%, að öðru leyti er þetta bara að- lögun að launaflokkum. Þetta er ekki neitt sem við erum að ákveða, þetta er eitthvað sem aðrir hafa ákveðið og við verðum að taka tillit til, og leiðrétta laun kjaradómsmanna með tilliti til þess.“ Framkvæmdastjóri ASÍ um hækkun Kjaradóms á launum þingmanna og forseta Meiri launahækkanir en sést hafa hjá öðrum hópum Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is  Laun forseta hækka | 4 Vín. AFP. | Ríkisstjórinn í Kali- forníu, Arnold Schwarzenegger, er mjög ósáttur við fyrrverandi landa sína í Graz í Austurríki en hann ólst upp í borginni. Þar hafa menn gagnrýnt Schwarz- enegger fyrir að staðfesta í vik- unni dauðadóm. Nú hefur hann beðið yfirvöld í Graz um að gefa íþrótta- leikvangi, sem nefndur var í höf- uðið á honum, nýtt nafn. | 18 Ósáttur við íbúa Graz
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.