Morgunblaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2005 19
ERLENT
Glymur hanskar
4.900 kr.
Langjökull
skíðahanskar
6.900 kr.
Mjúkar
gjafir
Flatey húfa
2.400 kr.
Surtsey húfa
2.400 kr.
www.66north.is
BENJAMIN Netanyahu fór með sig-
ur af hólmi í leiðtogakjöri Likud-
flokksins og þar með lauk umskiptum
sem lýst hefur verið sem „mikla-
hvelli“ í stjórnmálum Ísraels. Póli-
tíska landslagið hefur gerbreyst á
rúmum mánuði og áhrif hvellsins
koma ekki að fullu í ljós fyrr en í þing-
kosningum sem fram fara 28. mars.
Netanyahu var kjörinn leiðtogi
Likud í stað Ariels Sharons forsætis-
ráðherra sem sagði sig úr flokknum
og stofnaði nýjan miðflokk, Kadima,
21. nóvember. Áður hafði Shimon
Peres beðið auðmýkjandi ósigur fyrir
Amir Peretz, verkalýðsforingja af
gamla skólanum, í leiðtogakjöri
Verkamannaflokksins 10. nóvember.
Tveir af þremur stærstu flokk-
unum eru því undir forystu nýrra
leiðtoga og sá þriðji er aðeins mán-
aðar gamall nú þegar hundrað dagar
eru til kosninga.
Margir þingmenn og ráðherrar
Likud hafa gengið til liðs við flokk
Sharons og Verkamannaflokkurinn
hefur misst Shimon Peres sem ætlar
að sitja í ríkisstjórn nýja flokksins
komist hann til valda í kosningunum
eins og flest bendir til.
Smærri flokkar hafa einnig látið á
sjá eftir pólitísku hamfarirnar. Þeirra
á meðal er Shinui, sem aðhyllist ver-
aldarhyggju í stjórnmálum og fékk 15
þingsæti í síðustu kosningum. Hon-
um er nú aðeins spáð fimm sætum.
Óvissan magnaðist enn um helgina
þegar Ariel Sharon var fluttur á
sjúkrahús vegna vægs heilablóðfalls.
Kjósendur voru þá minntir á að þeir
taka talsverða áhættu með því að
veðja á glænýjan flokk sem stendur
og fellur með einum manni sem er á
78. aldursári og heilsutæpur.
Skoðanakannanir, sem gerðar voru
á mánudag, benda þó til þess að veik-
indi Sharons hafi ekki haft áhrif á
fylgi Kadima. Flokknum er nú spáð
39–42 þingsætum og Verka-
mannaflokknum 21–22. Likud fékk 40
þingsæti í síðustu kosningum en er
nú aðeins spáð þrettán.
Hafa færst til vinstri
Í stjórnmálum Ísraels hefur oft
mikið gengið á en ólíklegt er að lands-
menn hafi áður orðið vitni að þvílíkum
umskiptum á svo skömmum tíma.
„Það er afar óvenjulegt að þrír
flokkar skuli stefna að því að fá
minnst 20-25 þingsæti í kosningum,“
hafði fréttastofan AFP eftir ísraelska
fréttaskýrandanum Yossi Alpher.
Haim Ramon, fyrrverandi þing-
maður Verkamannaflokksins, líkti
pólitísku hamförunum við „mikla-
hvell“. Hann telur umskiptin eðlileg-
ar afleiðingar breytts pólitísks and-
rúmslofts í Ísrael og meðal
Palestínumanna eftir að Mahmoud
Abbas varð leiðtogi þeirra við fráfall
Yassers Arafats.
„Síðasta árið hefur allt stjórn-
málakerfið færst til vinstri – það út-
skýrir kjör Peretz og stofnun
Kadima,“ sagði Ramon, sem hefur
gengið til liðs við flokk Sharons. „Lik-
ud hefur ekki færst til hægri, heldur
er það Sharon sem hefur breyst eins
og þorri almennings.“
Sharon var eitt sinn álitinn harð-
línumaður og lengra til hægri í
stjórnmálunum en nokkur annar for-
sætisráðherra í sögu Ísraels. Hann
hefur lagað sig að breyttum að-
stæðum, fer nú fyrir miðjumönnum,
en harðasti hægrikjarninn situr eftir í
Likud.
„Hefur litlu að fagna“
Amotz Asa-El, dálkahöfundur
Jerusalem Post, sagði að Netanyahu
gæti ekki gert sér vonir um sigur í
þingkosningunum og helsta verkefni
hans yrði að afstýra enn meira fylg-
istapi. „Netanyahu hefur litlu að
fagna. Þótt hann hafi komist til valda
í hesthúsinu hafa pólitísku gæðing-
arnir, sem það var þekkt fyrir, fælst
og verkefni Netanyahus til 28. mars
verður að finna þá og smala þeim
saman.“
Fréttaskýrandinn Sima Kadmon
tók í sama streng í grein á fréttavefn-
um ynetnews.com og sagði að Sharon
hefði verið bænheyrður með kjöri
Netanyahus. Auðveldara yrði fyrir
forsætisráðherrann að kljást við Net-
anyahu en Silvan Shalom utanrík-
isráðherra, sem varð í öðru sæti í leið-
togakjörinu, og tengja hann við
róttæk hægriöfl.
Netanyahu er 56 ára og fór fyrir
Likud í þingkosningum árið 1996
þegar flokkurinn bar sigur úr býtum.
Hann beið hins vegar mikinn ósigur
fyrir Verkamannaflokknum þremur
árum síðar þegar Ehud Barak varð
forsætisráðherra.
Netanyahu hefur sakað Sharon um
að hafa látið undan herskáum hreyf-
ingum Palestínumanna með því að
kalla ísraelska herliðið á Gaza-
svæðinu heim. Hann hefur lofað að
gefa ekki hernumin svæði á Vest-
urbakkanum eftir nema Ísraelar
samþykki það í þjóðaratkvæða-
greiðslu. Sharon hafnaði þjóðar-
atkvæði um brotthvarfið frá Gaza.
Ariel Sharon bænheyrður
með kjöri Netanyahus?
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
Reuters
Benjamin Netanyahu með eiginkonu sinni í gær þegar tilkynnt var að hann
hefði verið kjörinn leiðtogi Likud-flokksins í Ísrael.
Washington. AFP. | Vinsældir George
W. Bush Bandaríkjaforseta hafa vax-
ið samkvæmt nýjum fylgistölum en
Bush hefur undanfarið haldið uppi
markvissum
vörnum fyrir
stefnu sína í mál-
efnum Íraks og
þykir það skýra
fylgissveifluna.
47% Banda-
ríkjamanna segj-
ast nú ánægðir
með störf hans en
hlutfallið var
aðeins 39% í byrj-
un nóvember.
Eftir sem áður er meirihluti
Bandaríkjamanna ósáttur við störf
forsetans, eða 52% þeirra sem tóku
þátt í könnun The Washington Post
og ABC-sjónvarpsstöðvarinnar.
Lítil breyting meðal
demókrata
Í könnuninni var spurt sérstaklega
um það hvernig fólk teldi forsetanum
hafa til tekist varðandi Íraksmálin og
voru 46% ánægð með Bush í þeim
efnum, það er 10 prósentustigum
meira en í nóvember. 56% segja for-
setann standa sig vel í baráttunni
gegn hryðjuverkum, það hlutfall var
48% í nóvember.
Fram kom í frétt The Washington
Post að það væri einkum íhaldsmenn
og repúblikanar sem væru ánægðari
með Bush en áður, lítil breyting hefði
orðið meðal miðjumanna, hófsamra
og demókrata.
Niðurstöður könnunar CNN/USA
Today benda á hinn bóginn ekki til að
sveifla hafi orðið á fylgi Bush í kjölfar
ræðuhalda hans, sú könnun sýnir að
aðeins 41% Bandaríkjamanna telja
hann standa sig vel í embætti.
Vinsældir
Bush
aukast
George W. Bush