Morgunblaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Gyrði Elíasson Safn nýrra smásagna eftir Gyrði Elíasson, þann óviðjafnalega stílsnilling. Eilífsdalur • Hús á tveimur hæðum • Keðjuverkun Bók eftir bók • Að heyra blýant detta • Silfurnefið • Píanóið• Teljósin • Fuglaveiðar • Bílhræið • Heimurinn er einn • Skrifherbergið • Flugleiðin til Halmstad • Morgunn í Vesturbænum • Fuglamál- arinn frá Boston • Týnda Grimmsævintýrið • Vetrarhótel • Trésmíðaverkstæðið • Vatnaskil • Berjasaftin • Flyglakaupmaðurinn • Homo pastoralis • Draumagleraugun • Sumarbókin „Smásögur Gyrðis eru einfaldlega með því besta sem er skrifað.“ Skafti Þ. Halldórsson, Mbl. edda.is – Úlfhildur Dagsdóttir um bækur Gyrðis „Aldrei minna en meiriháttar“ ÞORSTEINN Pálsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, hefur beðist undan því að ritstýra bók um þing- ræðisregluna og sögu hennar frá 1904. Hann greindi forsætisnefnd Alþingis frá þessari ákvörðun sinni í bréfi til nefndarinnar, fyrr í mán- uðinum. Sólveigu Pétursdóttur, for- seti Alþingis, þykir þessi ákvörðun miður og segir að Þorsteinn sé vissu- lega hæfur til verksins. Hún hefur skipað dr. Þorstein Magnússon, stjórnmálafræðing og forstöðumann á skrifstofu Alþingis, í ritnefnd bók- arinnar í stað nafna síns Pálssonar. Halldór Blöndal, fyrrverandi for- seti Alþingis, átti frumkvæðið að því að bókin yrði rituð og fór þess á leit við Þorstein að hann ritstýrði verk- inu og ritaði það að meginhluta. „Þegar Halldór Blöndal fór fram á þetta við mig í fyrrahaust fannst mér það áhugavert,“ útskýrir Þor- steinn Pálsson, „en ég setti fram það skilyrði um að það yrði að vera góð samstaða vegna þess að verkefnið er þess eðlis. Síðan samþykkti forsæt- isnefnd Alþingis að fara í þetta verk- efni og fela mér það. Það kom hins vegar í ljós í umræðum um þetta seint í október að ekki var um þetta samstaða á Alþingi og að ákvörðun forsætisnefndar naut ekki óskoraðs stuðnings í þinginu. Þar með lá fyrir að það væru brostnar forsendur fyr- ir því að ég kæmi að málinu. Það lá fyrir að ég myndi ekki gera þetta ef ágreiningur yrði í þinginu.“ Í bréfi sínu til forsætisnefndar gerir hann grein fyrir þessum sjón- armiðum. Hann vísar til umræðna á Alþingi í lok október sl. en þar átöldu þingmenn stjórnarandstöð- unnar þá ákvörðun Halldórs að fela Þorsteini að sjá um verkið. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingar- innar og málshefjandi umræðunnar, sagði m.a. að þótt Þorsteinn væri mætur maður og lögfræðingur að mennt, þá væri hann, að því er virt- ist, byrjandi í fræðiskrifum. Aðrir þingmenn stjórnarandstöðunnar, sem til máls tóku, og Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsókn- arflokksins, töluðu á svipuðum nót- um. Einstaka þingmenn vitnuðu einn- ig til ályktana stjórnar Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslu- gagna, stjórnar Sagnfræðinga- félagsins og stjórnar Fróða, félags sagnfræðinema við Háskóla Íslands, en þær sögðu m.a. að óeðlilegt væri að leita ekki til fræðimanna sem hefðu stundað rannsóknar á um- ræddu sviði. Þorsteinn segir í bréfi sínu að í þingumræðunni hafi komið í ljós að einhugur forsætisnefndarinnar, um að fela honum verkið, hafi ekki endurspeglast á Alþingi sjálfu. „Um- ræðan varpaði þeim skugga á ákvörðun forsætisnefndarinnar að forsendur voru þar með brostnar fyrir því að ég ætti þar hlut að máli í samræmi við það sem fyrir lá af minni hálfu þegar málaleitan Al- þingis var borin fram.“ Verði ekki safn fræðigreina Forsætisnefnd Alþingis fjallaði um bréf Þorsteins á fundi sínum í fyrradag. Sólveig Pétursdóttir segir að nefndin hafi þar samþykkt að halda verkinu áfram. Jafnframt bók- aði nefndin þá samþykkt sína að rit- stjórn verksins yrði þriggja manna, í stað tveggja, og að forseta þingsins yrði falið að skipa þriðja manninn sem hefði menntun í stjórnmála- fræði. Sólveig ákvað í kjölfarið að skipa dr. Þorstein Magnússon stjórnmála- fræðing í nefndina, eins og áður sagði. Fyrir voru í nefndinni þau Ragnhildur Helgadóttir, lektor í stjórnskipunarrétti við Háskólann í Reykjavík, og Helgi Skúli Kjartans- son, prófessor í sagnfræði við Kenn- araháskóla Íslands. Að sögn Sólveig- ar er ritnefndinni ætlað að skipta með sér verkum og velja sér for- mann. Í bókun forsætisnefndarinnar er ritnefndinni falið að gera tillögu um hvernig staðið verði að ritun bók- arinnar. Sömuleiðis er ritnefndinni sjálfri ætlað að leggja „fram skerf til ritunar bókarinnar, en [forsætis- nefnd] hvetur jafnframt til þess að ritnefnd kanni áhuga annarra fræði- manna til að skrifa um nánar tiltekin atriði um þingræðisregluna, sögu hennar og framkvæmd,“ eins og seg- ir í bókuninni. Sólveig segir að þarna sé hafður sami háttur á og við ritun þúsund ára sögu kristni á Íslandi, en það rit- verk kom út fyrir nokkrum árum að tilhlutan Alþingis. „Ég legg áherslu á að hugmyndin er ekki sú að þetta verði safn fræðigreina, heldur heild- stætt verk í höndum ritnefndarinn- ar,“ segir hún. Sólveig kveðst aðspurð ekki eiga von á öðru en að full samstaða eigi eftir að ríkja um þetta verk hér eftir. „Ég hef enga trú á þetta mál fái ein- hverja gagnrýni. Þetta eru ákaflega hæfir einstaklingar sem skipa rit- nefndina.“ Hún segir að lokum um umrædda ákvörðun Þorsteins að „orð á Alþingi séu greinilega dýr“. Þorsteinn Pálsson biðst undan því að ritstýra bók um þingræðisregluna Segir forsendur brostnar fyrir aðkomu sinni Eftir Örnu Schram arna@mbl.is Þorsteinn Pálsson Sólveig Pétursdóttir FASTEIGNASKATTUR á íbúða- húsnæði í Reykjavík lækkar um tæp 22% á næsta ári, úr 0,32% í 0,25%, og kemur lækkunin til vegna mikilla hækkana á fasteignaverði. Þetta var samþykkt í borgarstjórn í gær. Lóðaleiga verður óbreytt, 0,08% af lóðamati. Markmiðið er að borgin taki ekki til sín óvenju mikla hækkun á tekjum vegna hækkunar á húsnæðisverði, eins og Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri kynnti í umræðu um fjárlög borgarinnar. Álögð upphæð hækki því aðeins um sem samsvarar hækkun byggingarvísitölu, eða um 5% að jafnaði. Fasteignaskatturinn er reiknaður sem hlutfall af fast- eignamati íbúðarhúsnæðis, en sam- kvæmt úrskurði yfirfasteignamats- nefndar hækkar fasteignamat íbúðarhúsnæðis í sérbýli um 35% milli áranna 2005 og 2006. Hækkunin var minni í fjölbýli, eða 30%. Álagning á atvinnuhúsnæði verð- ur óbreytt, eða 1,32%. Fasteignaskattar lækka um 22% í borginni FRAMFARAHÁTÍÐ starfsfólks taugalækningadeildar B-2 á Land- spítala – háskólasjúkrahúss Foss- vogi og fulltrúa félaga taugasjúk- linga fór fram í gær. Hátíðin var haldin til þess að fagna stærra og betra húsnæði dagdeildar tauga- lækningadeildar, gjöfum til deildarinnar og yfirlýsingu um samstarf LSH og félaga taugasjúk- linga og var Jón Kristjánsson heil- brigðisráðherra viðstaddur hana. Jónína H. Hafliðadóttir, deildar- stjóri á taugalækningadeild, greindi frá stækkun húsnæðis deildarinnar. Hún sagði að dag- deild taugalækningadeildar hefði flutt í stærra og betra húsnæði 30. nóvember síðastliðinn. Hún er nú á deild A-2 í Fossvogi og þar verður rými fyrir sex sjúklinga í ýmiss konar meðferð. Göngudeild hjúkr- unar fyrir taugasjúklinga verður áfram í gamla húsnæði dagdeildar- innar, fyrir framan deild B-2. „Það hefur átt sér stað mikil endurskipu- lagning á ferli og starfsemi bæði innan taugadeildar og dagdeildar og markmiðið er að veita sjúkling- um markvissari og betri þjónustu og stytta legutíma á legudeildum,“ sagði Jónína. Þá afhentu fjögur félög, Heila- heill, MND-félagið, MG-félagið og Parkinsonsamtökin á Íslandi, deild- inni gjafir fyrir 1,3 milljónir króna. Um er að ræða tvær Ivac vökvadæl- ur, sérútbúið borð fyrir hjúkrunar- vörur og til lyfjagjafa, lífsmarka- mæli og tvo hvíldarstóla fyrir nýtt hvíldar- og slökunarherbergi á taugalækningadeild B-2. Guðjón Sigurðsson, formaður MND- félagsins tók til máls og lýsti meðal annars ánægju sinni með stækkun taugalækningadeildarinnar. Þakk- aði hann stjórnendum sjúkrahúss- ins góða samvinnu. Sú fyrsta sinnar tegundar Ennfremur var á hátíðinni í gær undirrituð viljayfirlýsing um sam- starf Landspítala – háskólasjúkra- húss og félaga taugasjúklinga og var heilbrigðisráðherra vottur að undirrituninni. Samstarfsyfirlýs- ingin er sú fyrsta sinnar tegundar en þau félög sem undirrituðu hana eru MND félag Íslands, MG-félag Íslands, MS- félag Íslands, Heila- heill, Lauf – landssamtök áhuga- manna um flogaveiki og Parkinson- samtökin. Magnús Pétursson, forstjóri LSH, sagðist meta afar mikils þátt- töku og samstarf líknarfélaga og allra þeirra samtaka sem tengdust sjúkrahúsinu. Þau léttu sjúklingum dvöl og oft starfsmönnum einnig. Þetta mætti bæði rekja til gjafa fé- laganna en einnig til þátttöku þeirra í starfi sjúkrahússins. Magn- ús sagði að stjórnendur LSH hefðu sett sér það markmið á næsta ári að rækta samskiptin við samtök, líknarfélög og ýmsa velunnara. Því væri yfirlýsingin nú fagnaðarefni. Jón Kristjánsson sagði að með undirritun samstarfsyfirlýsingar- innar væri verið að formfesta sam- starf og samvinnu nokkurra félaga og Landspítala – háskólasjúkra- húss. „Hér er enn ein staðfestingin á hinu góða sambandi sem grasrót- in hefur við heilbrigðisstofnanir í landinu, líknarfélög og sjúklinga- félög,“ sagði heilbrigðisráðherra og bætti við að þetta ætti áreiðan- lega eftir að verða til góðs í þjón- ustu við þessa hópa fólks og aðra. Morgunblaðið/RAX Heilbrigðisráðherra var meðal gesta sem fylgdust með undirritun viljayfirlýsingarinnar á LSH í gær. Framfarahátíð á taugalækningadeild B-2 á LSH Samstarf LSH og félaga taugasjúklinga staðfest Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.