Morgunblaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 41
Í gagnfræðaskólanum voru oft eyð- ur í skóladeginum og oft var þramm- að vesturúr og austurúr og stoppað í sjoppunum þar og við Ólöf byrjuðum að reykja. Hún passaði fyrir Júlla og Gullu og um helgar voru sveitaböll. 15 ára fórum við í útilegu um versl- unarmannahelgi, það var skrautlegt. Ólöf var alltaf hörkudugleg og vann mikið. Vorið sem við vorum 16 ára dreif hún sig til Eyja að vinna í fiski, hún hringdi fljótlega í mig og ég fór líka. Við bjuggum á verbúðunum sumarlangt og þar gerðust mörg ævintýr. Ég sneri heim síðsumars en Ólöf hélt áfram að vinna. Hún var alltaf að keppast í bónus og lagði mikið á sig. Svo fluttum við í bæinn. Ólöf var ein af mörgum vinkonum mínum sem dvaldi tímabundið hjá mér í Blikahólunum. Hvar sem Ólöf dvaldi gerði hún heimilislegt í kring- um sig með dúkum, útsaumi og blómum. Rósa systir hennar bjó við Laugaveginn, bakvið Buxnaklauf- ina. Það var spennandi að koma til Rósu og litla drengsins hennar. Í bænum tók Klúbburinn við. 19 ára eignaðist hún Marvin, hann var skírður í höfuðið á Margréti og Baldvin. Mér þótti það alltaf svo sniðuglega til fundið. Ólöf var fyrst ein með Marvin en svo fóru þau Ingó pabbi hans að búa saman. Síðar kom Þóra Björk. Þau bjuggu um tíma á Selfossi. Þá naut Ólöf sín í húsmóð- ur- og móðurhlutverkinu. Svo skildu leiðir. Ólöf og Ingó skildu og ég heyrði alltaf minna og minna frá henni. Lengi sendum við hvor ann- arri jólakort. Ég sendi alltaf kort á Selfoss til Möggu, því ég vissi ekki alltaf hvar hún bjó. Það liðu oft nokkur ár á milli korta frá Ólöfu, en alltaf var jafn ánægjulegt að frétta af henni. Hún átti við heilsuleysi að stríða og fór vissulega ekki alltaf vel með líkama og sál. Hún á yndisleg börn sem pluma sig vel. Fyrir nokkrum árum ætlaði ferm- ingarhópurinn að hittast, það hafði staðið til lengi. Á síðustu stundu gekk það ekki upp, en við því var ekkert að gera. Við hin setjum okk- ur það að hittast, þótt Ólöfu vanti. Það eru nokkur ár síðan ég sá Ólöfu síðast en það eru ekki skiptin sem fólk hittist sem hafa allt að segja, heldur sá þráður sem er á milli fólks. Á milli okkar Ólafar var alltaf þráð- ur vináttu og væntumþykju. Ég veit henni líður nú vel og er búin að fá lausn frá sínum þrautum. Hún er vonandi líka búin að fá svör við öllu því sem þvældist fyrir henni í lífi hennar og hún skildi aldrei alveg. Hvíl í Guðs friði. Margrét Ívarsdóttir. Elsku Ólöf mín, það var eins og því væri hvíslað að mér að þú værir dáin, ég hringdi í Inga til að spyrjast fyrir um þig og fékk þannig þessar sorglegu fréttir. Mér var mjög brugðið. Yndislega vinkona, við áttum góð- ar stundir saman. Ég man sérstak- lega eftir hlátursköstunum sem við fengum stundum þegar allt gekk vel. Þú áttir falleg heimili og það var alltaf gott að heimsækja þig. Þú varst góð kona, Ólöf mín, máttir ekkert aumt sjá og vildir hjálpa öll- um. Þú áttir oft erfitt, en nú ertu hjá Guði og þá líður þér vel. Marvin, Þóra, Ingi, Margrét og aðrir ættingjar, ég samhryggist ykkur, megi Guð gefa ykkur styrk. Kveðja Guðmunda Ragnarsdóttir. Elsku Ólöf mín, ég á svo bágt með að trúa að þú sért farin. Þú varst alltaf svo góð og hlý við alla í kring- um þig, ég man þegar ég hitti þig fyrst, þá tókstu mér strax opnum örmum. Alltaf vildirðu gera allt fyrir mann, þú varst alltaf svo góð við mig. Þú ert búin að stríða við erfið veikindi svo lengi og ég veit að þér líður betur þar sem þú ert nú. Mér þykir svo vænt um þig, elsku Ólöf mín, og kveð ég þig með söknuði. Elsku Þóra, Marvin og fjölskylda, ég sendi ykkur mínar dýpstu sam- úðarkveðjur, megi guð og englar hans styrkja ykkur á þessum erfiða tíma. Kveðja, Sveinsína Ósk. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2005 41 MINNINGAR ✝ Kristín Daníels-dóttir fæddist í Reykjavík hinn 20. mars 1920. Hún lézt á heimili sínu, Lind- argötu 66 í Reykja- vík, hinn 12. desem- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Áslaug Guð- mundsdóttir handa- vinnukennari, f. í Hafnarfirði 1890, d. 1969 og Daníel Kristinsson búfræð- ingur, f. á Söndum í Dýrafirði 1888, d. 1950. Systkini Kristínar eru Ida Sigríður, f. 1917, Magnús S., f. 1919, d. 2003, Kristinn, f. 1926 og Hjördís Ing- unn kjörsystir, f. 1940. Hinn 22. apríl 1948 giftist Kristín Guðmundi Borgari Svein- bjarnarsyni klæðskerameistara, f. 28. maí 1924, d. 10. janúar 1993. Þau slitu samvistum eftir stutta sambúð. Foreldrar hans voru Sveinbjörn Frið- finnsson iðnrekandi frá Vopnafirði, f. 1891, d. 1988 og Guðrún Guðmunds- dóttir frá Hellatúni í Rangárvallasýslu, f. 1900, d. 1967. Kristín og Guð- mundur eignuðust tvö börn, þau eru: Guðrún, f. 7. janúar 1949, maki Haukur Árnason, f. 1934 og Daníel, f. 9. júní 1950, maki Kristín Márusdóttir, f. 1951. Barnabörn eru 9 og barnabarnabörn eru átta. Kristín starfaði hjá heildversl- un Sverris Bernhöft þar til hún hóf störf hjá Flugmálastjórn um 1960 þar sem hún vann fram að 67 ára aldri. Útför Kristínar fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Ég kveð tengdamóður mína, en útför hennar fer fram í dag. Það er orðið langt síðan ég hitti hana fyrst 1948, er hún og eig- inmaður hennar komu í brúðkaups- ferð til Akureyrar. Þau voru gefin saman 22. apríl 1948. Hún átti ætt- ir að rekja til Stóra-Eyrarlands, sem stóð syðst í núverandi Lysti- garði á Akureyri. Langafi hennar var prestur á Hrafnagili (Daníel Halldórsson). Hann gaf Akureyri kirkjugarð þann, sem enn er not- aður. Leiðir okkar lágu saman aftur fyrir rúmum 20 árum, er við Guð- rún, frumburður hennar, hófum sambúð. Kristín vann hjá flugmála- stjóra sem bókari og hafði unnið þar í áratugi, hjá Agnari Koofoed- Hansen og síðan sporgöngumönn- um hans. Hún fór á eftirlaun við sjötugsaldur. Kristín var mikil hannyrðakona, listsaumur, hekl og aðrar hann- yrðir, sem ég hef lítið vit á. Kristín var mjög geðgóð kona, rökföst og fylgin sér. Ég kveð þig, Kádí tengdamóðir, með djúpum söknuði, Haukur. Elsku amma Kádí, ég er búin að sitja hér lengi og stara á autt blaðið. Mér er hugsað til eins haust- kvölds þegar Elsa bjó á Háteigs- vegi. Hún bauð okkur í kvöldmat. Hún eldaði handa okkur uppáhalds matinn þinn, kjötfars með hvítkáli og kartöflum. Áður en við komum til Elsu bað hún mig um að kaupa hvítkál, sem ég gerði. Þegar til hennar var komið þurftum við að ganga upp nokkrar tröppur. Ég studdi við þig á hægri hönd og í vinstri hönd hélt ég á poka með hvítkáli í, sem þú tókst ekki eftir. Elsa kom út og tók á móti okkur á meðan við gengum rólega upp stigann. Ég leit á Elsu og sagði brosandi: Ég kom með kálhausinn með mér. Amma mín, þú leist á mig furðu lostin og trúðir ekki þínum eigin eyrum hvað ég hafði látið út úr mér. Þú sagðir: Lísa mín, er ég kálhaus- inn sem þú komst með? Þú varst varla búin að sleppa orðinu þegar þú sást pokann sem ég var með í vinstri hönd. Við sprungum allar úr hlátri og áttum í erfiðleikum með að klífa síðustu þrjú þrepin. Ég get ekki annað en hlegið þegar hugur minn reikar til þessa síðdegiskvölds. Elsku amma mín, áður en ég kveð þig langar mig að fara með þér með bæn, sem mér þykir vænt um. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Þín Elísabet. Það er mikill eftirsjá eftir ömmu. Hún var yndisleg kona og frábær félagi og vinur. Hún var glöð og kát í eðli sínu hafði dillandi léttan hlátur, var alltaf vel til höfð og fín og var reyndar mjög falleg kona. Hún sagði mér einusinni að þeg- ar hún var pínulítil í vöggu hefði pabbi hennar byrjað að kalla hana Kádí því hún var alltaf svo kát og þess vegna var hún alltaf kölluð Kádí. Svona mun ég muna hana: Ég hringi bjöllunni hjá henni því ég er að koma í kaffi. Þegar hún kemur loksins til dyra gerum við létt grín að því hvað hún sé orðin gömul og hægfara. Við gerum að gamni okkar og hlæjum og flissum. Hún vill endi- lega að við fáum okkur kaffi og kökur, og ég þigg það alltaf. Hún er heillengi að hella uppá og við tölum svo mikið og höfum svo mik- ið að segja að stundum gleymir hún að kveikja á kaffivélinni, eða gleymir að setja kaffið í hana. Það er voða fyndið og við getum flissað yfir því. Hún vill kenna aldrinum um en ég sannfæri hana um að þetta hljóta að vera genin, því ég er líka svona. Svo tölum við og töl- um og mösum og mölum. Amma heklaði mikið. Hún hekl- aði einhver býsn af dúkum, engl- um, stjörnum og dúllum. Jóla- skraut var heklað, föndrað og perlað. Með svona skrauti skreytti hún jólagjafirnar okkar og í dag á ég svo mikið að það þekur næstum allt jólatréð mitt. Hún hafði oft boðist til að kenna mér að hekla og eitt árið fór ég í tíma til hennar. Hún var ekkert rosalega þolinmóð- ur kennari og við gátum eitthvað brosað að pirringnum, en það end- aði samt mjög vel og í dag er ég prýðisgóður heklari. Hún var mjög stolt af mér þegar ég sýndi henni afraksturinn. Fyrir tveimur mánuðum fór hún í aðgerð þar sem mjöðmin á henni var löguð. Sú aðgerð tók mjög á hana en sex vikum eftir aðgerðina var hún aftur orðin eins og hún átti sér. Þegar hún var á spítalanum sagði hún mér að sér fyndist for- eldrar sínir vera hjá sér. Ég bað hana um kveðju til þeirra, hún skilar henni ábyggilega núna. Ég hitti hana aftur þegar minn tími kemur. Ásta Ágústsdóttir. KRISTÍN DANÍELSDÓTTIR Elskulega amma mín, sár- lega ég sakna þín. Fórst svo fljótt, amma mín, við fjöl- skyldan söknum þín. Hvíl í friði, amma Kádí. Þín Valgerður Helga. HINSTA KVEÐJA Elsku Dísa, nú ertu búin að fá hvíldina sem þú þráðir. Þú ert komin heim til Benna mannsins þíns og Svavars sonar þíns, heim til Jesú. Þú varst búin að vera svo lasin í meira en heilt ár og svo brotnaðir þú og varðst enn þá meira veik. Þú sem varst alltaf svo hress og kát. Ég vil þakka þér fyr- ir öll árin sem við fengum að verða samferða í þessu lífi. Þakka þér fyrir allt sem þú varst mér, alltaf tilbúin að passa börnin okkar Gríms, svo fórnfús og kærleiksrík í verki. Þú áttir ekki auðvelt með að sýna kærleik í orðum, en verkin þín sögðu svo mikið, umhyggja þín fyrir börnunum og barnabörnunum og okkur tengdabörnunum, var svo sýnileg í verkum þínum og frá Benna tengdapabba. Þið voruð mjög samrýnd hjón. Ég er svo þakklát fyrir árin sem við fórum saman á kristileg mót. Þá komst þú alltaf með hveitikökur með þér, og allir fengu að njóta þess með ykkur. Við Grímur áttum mjög ánægjulegar stundir með ykkur og börnin líka. Þú kenndir mér margt mjög gott, sem ég nýti mér enn í dag. Ég man svo vel eftir þér í eld- húsinu, við uppvaskið, þá áttir þú til að að syngja lagið „Þig sem í fjarlægð fjöllin bak við dvelur“. Þú varst með góða söngrödd, svo varstu mjög glæsileg kona og barst þig svo vel alltaf. Þú áttir flottustu kjólana og skóna líka og valdir bara það flottasta. Ég man líka hvað Benni tengda- pabbi var alltaf ástfanginn af þér, það sá maður og heyrði. Nú kveðj- um við þig við Grímur sonur þinn og börnin okkar og barnabörn og þökkum Guði fyrir þig. Við söknum þín nú þegar, en við vitum að við hittumst hjá Jesú á himnum. Það verða miklir fagn- aðarfundir það er ég viss um. ÞÓRDÍS ÞORGRÍMSDÓTTIR ✝ Þórdís Þor-grímsdóttir fæddist í Baldurs- haga í Ólafsvík 13. október 1917. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 8. desem- ber síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Ólafsvíkur- kirkju 17. desem- ber. Hafðu þökk fyrir allt, elsku Dísa mín. Þín tengdadóttir, Kristín. Ég kynntist Dísu fyrst þegar Kristján sonur minn hóf sam- búð með tengdadótt- ur minni Sigrúnu Arnarsdóttur, fóstur- dóttur Dísu. Dísa var hress kona sem hafði gaman af að spjalla um menn og málefni. Hún vildi alltaf vera fín og vel til höfð og leitaði þá gjarnan til Sig- rúnar sem var mjög lagin við að laga á henni hárið, snyrta hana og mála. Þegar Sigrún hafði sinnt henni þannig var hún ákaflega ánægð og glöð. Við hittumst alltaf í fjölskylduboðum hjá Sigrúnu og Kristjáni og eyddum saman mörg- um hátíðum, jólum og áramótum gegnum tíðina. Oft tókum við Dísu með okkur upp í Mosfellsbæ og heim á Hrafnistu aftur, eftir að hún kom þangað. Ég fylgdi henni þá upp á hebergið hennar, sem alltaf var fínt og snyrtilegt. Dísa vildi alltaf hafa þannig í kringum sig og þegar við vorum saman að passa barnabörnin vildi hún helst alltaf vera að snurfusa eitthvað í kringum sig. Dísa var alltaf mjög elskuleg við okkur hjónin og það gladdi okkur hve ánægð hún var með Kristján. Hún átti greinilega líka mjög náið samband við Sig- rúnu og aldrei stóð á Sigrúnu og Kristjáni að aðstoða hana við stórt og smátt. Hún var barnabörnum okkar góð amma og þau sýndu henni mikla hlýju og væntumþykju. Þó að heilsu Dísu hrakaði eitt- hvað síðustu árin var hún alltaf ótrúlega hress og virtist fljót að ná sér þótt eitthvað bæri út af. Dísu leið vel á Hrafnistu og kunni vel að meta það sem þar var í boði fyrir heimafólk. Hún var þá líka í nálægð við Sigrúnu og þær gátu hist oftar en þegar hún bjó fyrir vestan. Ég vil með þessum fáu orðum þakka Dísu góð kynni og vináttu og við hjónin sendum fjölskyldu hennar og vinum einlæg- ar samúðarkveðjur. Minningin lifir um dugmikla og mæta konu. Guð blessi minningu Þórdísar Þor- grímsdóttur. Þrúður Kristjánsdóttir, Búðardal. ✝ Magnús ValurÞorsteinsson fæddist 24. apríl 1937. Hann andaðist á líknardeild Landa- kots 4. desember síðastliðinn. For- eldrar hans voru Þorsteinn Magnús- son, kjötmatsmað- ur, f. 31. október 1901, d. 29. febrúar 1988, og Svanhvít Magnúsdóttir frá Vík í Mýrdal, hús- móðir, f. 25. nóvem- ber 1908, d. 26. febrúar 1990. Systir Magnúsar er Erna, f. 28. apríl 1931. Magnús ólst upp í Reykholti í Mosfellshreppi. Kona Magnúsar er Súsanna Pálsdóttir. Hún á þrjú uppkom- in börn úr fyrra hjónabandi, þau eru: Þorfinnur, í sambúð með Svan- hildi Ólöfu, Páll og Júlíus. Barnabörnin eru Fannar Þór, Þorfinnur Gústaf, Karen Mjöll, Pálmi, Hörður og Ásdís. Útför Magnúsar fór fram frá Grafarvogskirkju 14. desember. Ég fékk í morgun þá dapurlegu frétt að elsku karlinn hann Mangi væri búinn að yfirgefa þennan heim. Það veldur mér sorg að svona góður maður skuli þurfa að fara svona snemma á braut. Mangi hefur reynst mér og mínum mjög vel. Hann gekk syni mínum í afa- stað og stóð sig eins og hetja í því hlutverki. Sennilega hefur hann verið mikil hetja í sínu daglega lífi því að enginn heyrði hann kvarta þó svo að veikindin hafi sjálfsagt verið til staðar í nokkuð langan tíma. Dauðastríð Manga stóð stutt og það er ljósi punkturinn sem ég horfi á í dag, að hann þurfti ekki að þjást lengur. Elsku Mangi afi. Takk fyrir allt sem við höfum átt saman að sælda. Guð geymi þig og eftirlifandi eig- inkonu þína. Guð sér um sína einn dag í einu. Birna Jennadóttir og Þorfinnur Gústaf Þorfinnsson. MAGNÚS VALUR ÞORSTEINSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.