Morgunblaðið - 21.12.2005, Síða 27

Morgunblaðið - 21.12.2005, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2005 27 NÁTTFÖT ætluð konum á breytingaskeiði seljast nú sem heitar lummur, a.m.k. í Bandaríkjunum. Á vef New York Times kemur fram að fimm framleiðendur hafi nú hafið sölu á náttfötum og -kjólum og koddaverum úr sérstöku öndunarefni áþekku því sem notað er í hlaupaföt, og kaupendurnir séu aðallega konur yfir fimm- tugu sem sjálfar hafa upplifað hita- og svitaköst á nóttunni, en þau eru algeng ein- kenni breytinga- skeiðsins. Náttfötin eru úr sér- stöku poly- esterefni sem einnig er notað í föt sem ætluð eru fyrir líkams- rækt. Límast ekki við líkamann Í náttfötin er efnið unnið sér- staklega þannig að það verði mjúkt og líkist bómull. Eig- inleikar efnisins eru þeir að hitinn er tempraður og svita hleypt út en náttfötin límast ekki við eigandann eins og hefðbundin bómullarnáttföt geta gert. Ekki hefur verið sannað að hitaköst á nóttunni trufli næt- ursvefn kvennanna sem fyrir þeim verða en mörgum finnst svo vera og náttfötin eru hönnuð til að bæta nætursvefninn. Rann- sóknir hafa sýnt að stund- um er það öfugt, þ.e. kon- urnar vakna og fá svo hitaköst. Í nýrri rannsókn kemur fram að hitaköst trufla svefninn að- eins fyrri hluta nætur en ekki í REM-svefninum seinni hluta næturinnar. Vísinda- mennirnir mæla því með því að þær sem þjást af hitaköstum stilli hitastigið í herberginu mis- munandi yfir nóttina með ein- hvers konar tímastilli, þ.e. hafi frekar kalt í herberginu fyrstu fjórar klukkustundir nætursvefnsins en hækki svo hitastigið síðari hlutann, líka til að hugsanlegur her- bergisfélagi hríðskjálfi ekki. Náttfötin fyrir kon- ur á breytingaskeiði  KONUR DAGLEGT LÍF ILMVATN kennt við Britney Spears inniheldur efni sem grunur leikur á að geti drepið sæðisfrumur. Þetta kemur m.a. fram á fréttavef Berl- ingske Tidende og vitnað er í könnun á vegum Greenpeace. Ilmvatnið er talið innihalda mýkingarefni sem breytist í líkamanum og verður að efni sem e.t.v. getur verið skaðlegt sæðisfrumum karla. Samkvæmt löggjöf Evrópusambandsins um eiturefni, Reach, er um- rætt efni eitt af þeim sem skipta á út fyrir öruggari valkost. Drepur ilmvatnið sæðisfrumur?  HEILSA Bestu vextir sparireikninga bankans Verðtryggður reikningur Auðvelt og þægilegt að spara reglulega Bundinn þar til barnið verður 18 ára Þú færð Framtíðarreikning í næsta útibúi Íslandsbanka og á isb.is. *3.000 kr. lágmarksupphæð. Framtíðarreikningur fyrir hrausta krakka Flottur Latabæjarbolur í jólapakka fylgir Framtíðarreikningi* H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 4 8 0 0 Glæsilegir skartgripir Laugavegi 15 • sími 511 1900 • www.michelsen.biz

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.