Morgunblaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2005 43 MINNINGAR erfiðu veikindi sem þú þurftir að glíma við síðustu árin. Við vottum fjölskyldu afa samúð og vonum að þau finni styrk í að minnast hans fyr- ir það sem hann svo sannarlega var, til fyrirmyndar. Elsku ömmu, sem hugsaði svo vel um afa síðustu árin, sendum við okkar hlýjustu strauma og innilegustu samúðarkveðjur, minningin lifir. Heimir, Viðar og Elfa Björk. Þegar eitt líf vaknar, slokknar á öðru það er lífsins gangur. Nú er elsku afi Lalli farinn, það var erfitt að sjá heilsu afa hraka síð- asta árið og að kveðja afa er erfitt en nú hefur hann fengið friðinn sinn og þarf ekki lengur að þjást. Afa verður sárt saknað en minningarnar munu ylja. Hugurinn reikar og ég hugsa um allar góðu stundirnar sem ég átti á Þúfubarðinu hjá afa og ömmu og svo seinna á Hraunvanginum. Þetta eru ljúfar minningar. Á heimili afa og ömmu var og er alltaf notalegt að koma, einhver kyrrð og ró sem um- vefur mann. Afi var alltaf að, ann- aðhvort að vinna í garðinum, húsinu eða að þrífa bílinn. Hann var mikið snyrtimenni og afar vinnusamur. Afi var mikill fjölskyldumaður, hjartahlýr, heiðarlegur, traustur maður með frábæra kímnigáfu. Hann var ríkur í þeim skilningi að hann átti átta börn og yfir tuttugu barnabörn, já, og ekki má gleyma öllum litlu langafabörnunum sem nú fjölgar hratt. Afi var ótrúlega stoltur af hópnum sínum og fylgdist hann vel með hverjum og einum. Það var ósköp ljúft að fá klapp á kollinn frá afa sínum sem var ánægður og stolt- ur af manni þó svo að maður hefði nú ekki gert neitt merkilegt. Hann var eini afinn minn sem ég kynntist og ég hefði ekki getað hugsað mér betri afa. Orð afa um að maður ætti alltaf að koma til dyranna eins og maður er klæddur lýsa persónuleika hans vel, hann var alltaf hann sjálfur og aldrei neitt annað. Ég dáðist að honum fyr- ir það. Að lokum vil ég þakka afa fyrir dýrmætar stundir, alla hjarta- hlýjuna, brjóstsykurinn og húmor- inn hans góða. Blessuð sé minning þín, elsku hjartans afi minn. Elísabet Arnardóttir. Í dag kveðjum við elskulegan afa okkar, Þorlák Sigurðsson, eða afa Lalla eins og við kölluðum hann. Afi var alveg einstakur maður, alltaf svo umhyggjusamur, skapgóður og óeig- ingjarn. Hann margsannaði fyrir okkur bræðrunum máltækið að sælla er að gefa en þiggja, því allar okkar minningar um afa eru á þann veg. Við bræðurnir erum ótrúlega heppnir að hafa átt slíkan mann að og hafa lært af honum ljúfmennsku en um leið ótrúlegt keppnisskap, þegar þurfti til. Alltaf gaf hann okkur miklu meira en við gátum gefið honum í þeim heimsóknum og samverustundum sem við áttum saman. Hann vildi alltaf fá að heyra allt um okkur og það sem var að gerast hjá okkur sama hvernig honum leið. Afi mun alla tíð vera okkur bræðr- um góð fyrirmynd og segir þetta ljóð meira en mörg orð: Þú áttir líf, áttir augnablik. Þú áttir kjark, þú sýndir aldrei hik. Þú áttir styrk, þú hafðir hreina sál. Þú áttir ljós, þú áttir barnsins mál. Þinn tími leið, þú kvaddir lífið skjótt. Það komu él, það dimmdi eina nótt. Þú barðist vel, þú lagðir lífi lið. Þú loksins fannst hjá Guði einum frið. (Höf. ók.) Að lokum viljum við þakka af öllu okkar hjarta fyrir þær minningar sem við eigum í hjarta okkar og munum við varðveita þær alla ævi. Við biðjum Guð að vera með ömmu Betu, fjölskyldunni og öðrum ástvin- um í sorginni. Arnar og Elvar Ægissynir. Lalli afi minn lést hinn 9. desem- ber sl. Það eru mikil forréttindi að hafa átt þennan yndislega og góða mann fyrir afa en hann var mér allt- af svo kær. Söknuðurinn er mikill en minningarnar eru margar og allar jafn ljúfar. Elsku afi, takk fyrir allar ánægju- legu samverustundirnar. Mínar fyrstu minningar af þér eru þegar þú varst að vinna í netagerðinni. Ég hafði svo gaman af að koma til þín í heimsókn og alltaf varstu jafn glaður að sjá mig. Þú laumaðir ætíð að mér beiskum brjóstsykri, þessum stóru í hvítu og bláu bréfunum, sannkallað- ir afamolar. Þú varst mikill snyrti- pinni. Ég held að enginn hafi átt eins snyrtilegan bílskúr og þú, gólfið ætíð nýbónað, allt í röð og reglu. Það voru ófáir í fjölskyldunni sem fengu afnot af bílskúrnum. Ég byrjaði á því að koma með pabba til þín þegar pabbi kom að bóna sinn bíl. Ég mætti að sjálfsögðu með hjólið mitt og bónaði það hátt og lágt. Þegar ég mætti svo með minn eigin bíl þá lánaðir þú mér bóndótið þitt með glöðu geði. Þessar stundir voru mér dýrmætar og með mínum uppáhalds afastundum. Heimili ykkar ömmu var hlýtt og notalegt og þangað var alltaf gott að koma. Ég gleymi aldrei þegar ég til- kynnti þér sem stelpa að ég vildi eiga heima á Þúfubarðinu þegar ég yrði stór og þú minntir mig oft á það. Ég stóð svo við það þegar við Halli keyptum af ykkur húsið, það var stór stund í lífi mínu. Þegar ég tók þá erf- iðu ákvörðun að flytjast búferlum með litlu fjölskylduna mína til Am- eríku þá sáum við Halli okkur ekki annað fært en að selja húsið, eft- irsjáin er mikil en minningarnar góðar. Það var yndislegt að koma heim með litlu gríslingana mína tvo síðastliðið sumar og leyfa þeim að hitta þig áður en þú kvaddir. Nú kveð ég þig, elsku afi, með miklum söknuði og bið ég góðan Guð um að blessa þig og varðveita á nýj- um áfangastað. Eftir erfið veikindi er hvíldin vafalaust góð og ég veit að þú munt vaka yfir okkur öllum. Elsku amma, pabbi og aðrir að- standendur, megi minningin um yndislegan mann verða okkur styrk- ur í þessari miklu sorg. Aldís Sigurðardóttir. Mér er ljúft og skylt að minnast Lalla vinar míns nokkrum orðum. Við vorum næstu nágrannar í ald- arfjórðung en ég þekkti hann frá því ég fyrst man eftir mér og allt til þess er hann dó nú á dögunum. Vináttan var gagnkvæm. Lengst af starfsævi sinnar undi hann á sjónum á síðutogurunum og þá hjá Bæjarútgerð Hafnarfjarðar, en í Hafnarfirði átti hann heima alla tíð. Það voru þrjár systur frá Laugum í Súgandafirði sem héldu suður til Hafnarfjarðar á sínum tíma og kynntust þar þremur ungum mönn- um, sem síðar urðu eiginmenn þeirra. Og rétt eins og þær sjálfar voru eðalstúlkur, voru þessir menn sannkallaðir gulldrengir vegna gæsku þeirra og góðmennsku. Þeir störfuðu við sjómennsku, blikksmíði, landbúnað og skipasmíði. Nú eru þeir „draumaprinsarnir“ allir þrír fallnir frá og ein systranna, móðir þess er þessar línur ritar, lést árið 1989. Hún hét Sigmundína og var maður hennar Hörður Vigfússon, blikksmiður og kunnur söngvari í Firðinum. Þá var það Kristjana. Hennar maki var Ásgrímur Jónsson sem lést fyrir skömmu. Ásgrímur var lengstum bóndi í Selskarði á Álftanesi en mörg síðustu árin starf- aði hann sem skipasmiður hjá skipa- smíðastöðinni „Dröfn“ í Hafnarfirði. Þriðja systirin var Elísabet. Hennar maki var Þorlákur Sigurðsson, lengstum sjómaður á togurum en netagerðarmaður eftir að í land var komið. Nú er hún Beta orðin ekkja líkt og Nanna og Sveina, systirin sem býr á Akureyri. Þannig er því komið systrunum frá Laugum, sem lögðu land undir fót úr 12 systkina hópi. Og þessar samrýndu systur skildu aldrei að. Allar byggðu þær hús á sömu slóð- um með mönnum sínum, svo hvergi var nema 100 skrefa gangur milli þeirra. Þannig urðu litlu stúlkurnar frá Laugum saman eins og forðum á Laugum, saman allan lífsins sjóinn. Munda bjó á Mosabarði og Beta á Þúfubarði. Þegar þær heimsóttu hver aðra fóru þær „heiðina“. Svo bjó Nanna á Móabarði. Þannig varð það svo, að afkomendur þeirra urðu ekki bara frændur og frænkur, held- ur vinir og félagar í leik og starfi og hefur það enst þeim fram á þennan dag. En í þessari grein átti að minnast Lalla, þessa trausta og hugum- prýdda vinar, sem alltaf var tilbúinn að leggja lið eða leyfa mér að aðstoða og læra af. Eðlilega var aldursmun- ur nokkur, en kom aldrei að sök. Til þess féll okkur of vel. Hvort sem var verið að mála innanhúss eða hugsa um húsið utanhúss eða lóðina kring- um það. Alltaf þáði hann hjálpina. Eins var það við hús foreldra minna. Ávallt var Lalli kominn með tól og tæki ef leggja þurfti lið. Lalli þáði alltaf hjálp og var alltaf reiðubúinn að veita hana eftir þörfum. Eftir að ég flutti úr blessuðum Hafnarfirði í blessaðan Súganda- fjörð, kom aldrei fyrir að ég ekki heimsækti ágætu heimilin öll þegar ég átti leið suður. Þar átti ég góðum vinum að mæta. Og þó að heimilin væru þrjú og hver með sitt sérkenni, voru þau eins og eitt þegar á þurfti að halda. Systkinin frá Laugum í Súganda- firði komust öll til manns þó að kotið væri lítið og skepnur fáar. Og af- komendurnir eru fleiri en ég hef tölu á og margir þjóðkunnir á ýmsan hátt. Og þrátt fyrir víðáttur Íslands þjöppuðust þrjár systranna saman á „allsleysinu“ í Hafnarfirði. Þar undu þær glaðar við sitt, og ekki lést þú, „Lalli vinur“, þitt eftir liggja. Ég get aldrei fullþakkað þessi kynni við þetta vina- og frændfólk mitt. Sama á við um stóra afkom- endahópa þessa fólks. Nú er að vísu svo komið, að ekki er hist á hverjum degi, en skipst er á ýmsum kveðjum, spurningum og upplýsingum af já- kvæðri forvitni. Það er ekki slúður eða neikvæð eftirgrennslan, heldur gert af kærleika og umhyggju. Þessi jól mun ég ekki senda jóla- kveðjur né gjafir, eins og reynt hef- ur verið. Þessi jól hugsa ég um Lalla, líf okkar og vináttu, sem í huga mín- um varir enn. Þið, sem hafið vanist því undanfarin jól að fá frá mér gjöf eða kveðju um jólin, misvirðið það ekki. Vonandi koma ný jól eftir þessi. Að lokum. Það eiga margir um sárt að binda. En ég verð að nefna þig, Beta móðursystir. Næsti ná- granni. Guð geymi þig alla tíð. Og börnin ykkar, barnabörnin, vini, ætt- ingja alla og nágranna. Hugurinn er hjá ykkur öllum með tölu. Ég verð ekki viðstaddur, en ég verð „við- staddur“. Kær kveðja. Ævar Harðarson, Suðureyri. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför FANNEYJAR ANDRÉSDÓTTUR frá Þórisstöðum, Gufudalssveit. Magnús Hansson, Kolbrún Þórðardóttir, María Guðmundsdóttir, Gylfi Ólafsson, Jensína Andrésdóttir, ömmu- og langömmubörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og bróður, ADOLFS H. MAGNÚSSONAR skipstjóra, Vestmannabraut 76. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofn- unar Vestmannaeyja fyrir einstaka umönnun og hlýhug. Sólveig Adolfsdóttir, Þór Í. Vilhjálmsson, Kristín M. Adolfsdóttir, Hafsteinn Þ. Sæmundsson, Kristján Á. Adolfsson, Guðríður Óskarsdóttir, Jóna Á. Adolfsdóttir, Páll Jónsson, Guðrún H. Adolfsdóttir, Ragnar Jónsson, Guðmundur A. Adolfsson, Valdís Jónsdóttir, Soffía S. Adolfsdóttir, Þórður Karlsson, Hafdís Adolfsdóttir, Kristján E. Hilmarsson, Þorgerður Arnórsdóttir, Emil Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir færum við öllum sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, EINARS TH. MAGNÚSSONAR. Sérstakar þakkir til Karitasar og líknardeildar L5 á Landspítalanum. Petrína Helga Steinadóttir, Elín Einarsdóttir, Guðmundur Ingi Leifsson, Guðmundur Th. Einarsson, Þórstína Aðalsteinsdóttir, Rósa Einarsdóttir, Ragnar Baldursson, Steinunn Einarsdóttir Egeland, Torstein Egeland, Magnús Th. Einarsson, barnabörn og barnbarnabörn. Hjartans þakkir fyrir samúð og hlýju við andlát og útför móður okkar, INGIBJARGAR H. AGNARS, Austurbrún 4, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Grensás- deildar, Svölunum og Sjúkraliðafélagi Íslands fyrir hlýhug og góða umönnun. Guð blessi ykkur öll. Hólmfríður Júlíusdóttir, Vilborg H. Júlíusdóttir og aðstandendur. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, dóttir og amma, INGIBJÖRG STEFÁNSDÓTTIR, Starengi 28, Reykjavík, sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi að morgni sunnudagsins 18. desember, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 28. desember kl. 13.00. Kristján Daníelsson, Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir, Guðmundur Ólafsson, Dagný Kristjánsdóttir, Jónas B. Jónasson, Silvía Kristjánsdóttir, Ólína Elínborg Kristleifsdóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.