Morgunblaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2005 33
MENNING
Textar við jólalögin, hvortheldur það eru jólapop-plögin, jólabarnalögin eða
jólasálmarnir, geta verið æði mis-
jafnir. Á meðan sumir textar eru
svo fagrir að augun fyllast af
tárum við að heyra nokkur orð,
kalla aðrir fram blendnari tilfinn-
ingar.
Eins og fleiri hefur sú sem þetta
ritar ekki lagt sig sér-
staklega eftir að hlusta á
jólalögin á útvarps-
stöðvunum í ár, frekar
forðast þau ef eitthvað
er. Því er maður kannski ekki með
alla textana á hreinu, en sumu
gleymir maður einfaldlega ekki frá
ári til árs. Ekki vegna þess að
snilldin sé svo mikil, heldur vegna
þess að sumum textabrotum gleym-
ir maður einfaldlega ekki. Hvernig
væri til dæmis hægt að gleyma
orðasambandinu „ryksugan á gólf-
inu“, sem sungið er af innlifun í
jólalagi? Eða þeim „snjó“ og
„krap“, sem „séu“ utandyra meðan
ryksugað er í hátíðaskapi?
Það er líka hægt að setja uppkynjagleraugun þegar sum
jólalögin eru sungin, sérstaklega
barnalögin. Til dæmis veit ég að
Léttsveit Reykjavíkur hefur gert
það; konurnar í kórnum syngja
ekki bara „Hann fékk bók en hún
fékk nál og tvinna“, heldur fær
stúlkan núna ekkert útsaumsdót
þegar erindið er endurtekið –
„Hann fékk bók en hún fékk ekki
minna“. Greinilega meðvitaðar
konur þar á ferð.
Það held ég að sé ágætt, þó ef til
vill sé ekki hægt að breyta öllum
textum. Þannig er erfitt að breyta
„Nú skal segja“ sem sungið er í
jólatrésdansi barna um allt land, þó
að klisjukenndar staðalímyndir –
sem undirrituð telur að séu börnum
alls ekki hollar – ráði þar ríkjum.
Það má kannski benda stelpunum á,
að þær geti líka sparkað í bolta, og
strákunum á að þeir megi vagga
brúðu. Og börnunum á að pabbi
þarf ekki lengur að örvænta yfir
því að geta ekki gefið mömmu kjól,
því flestar mæður geta keypt hann
fyrir eigin peninga nú til dags. Og
allt það.
En kannski er það algjör óþarfa
viðkvæmni.
Í Bandaríkjunum hefur veriðsamið ógrynni af skemmtilegum
jólalögum sem borist hafa hingað
til lands, og oft verið færð í íslensk-
an búning. Þau fjalla mörg hver um
jólasvein sem ferðast um með
hreindýr fyrir sleða sínum og kem-
ur niður um skorstein um það bil á
miðnætti á jólanótt. Í raun er ekk-
ert að því að erlendum jólahefðum
sé lýst hér á landi, jafnvel í lögum
við íslenska texta.
Hins vegar spyr maður sig hvort
ekki mætti staðfæra suma af text-
unum. Um daginn heyrði ég á ís-
lensku sungið um jólasvein sem
kæmi um miðnæturbil, með vísun
í aðfangadagskvöld. Það koma
engir íslenskir jólasveinar
um miðnæturbil á að-
fangadagskvöld – Kerta-
sníkir kemur síðastur að-
faranótt aðfangadags, eins og
öll íslensk börn vita. Jólagjaf-
irnar á aðfangadagskvöld eru
frá ættingjum og vinum, ekki
óskilgreindum jólasveini í
rauðum búningi sem festist
í strompinum. Hefði ekki
mátt semja textann með
þetta í huga?
Og hver er þessi Rúdolf, sem er
með rautt nef? Kemur þetta hrein-
dýr okkur eitthvað við? Sumir
borða meira að segja hreindýr-
asteik á aðfangadagskvöld.
Í Fréttablaðinu í gær voru nokkr-ir einstaklingar spurðir hvaða
jólalag færi mest í taugarnar á
þeim. „Jólahjól“ og „Ef ég nenni“
fengu tvö atkvæði hvort, og fleiri
lög voru nefnd. Segir það ekki sitt
um jólalögin, að það sé áhugavert
að spyrja þessarar spurningar?
Fyrir tveimur árum keypti ég
mér jólageisladisk, des. með Gunn-
ari Gunnarssyni. Ástæðan var sú,
að vinkona mín benti mér á hve
þægilegt það væri að hlusta á jóla-
lög án texta. Gunnar er nefnilega
píanóleikari, og skilar jólalögunum
af stakri prýði. Enginn hnoð-
kenndur texti þar á ferð, bara lögin
sjálf. Þó getur maður ekki gleymt
sumum textunum, og raular þá því
undir píanóleiknum hans Gunnars,
með góðu eða illu …
Þeir eru samt alls ekki allirslæmir, jólalagatextarnir. Þótt
textinn sé kannski ekkert tíma-
mótaverk í bókmenntum, finnst
mér „Gleði- og friðarjól“ til dæmis
fallegt jólalag, með rétta boðskap-
inn. „Nú er Gunna á nýju skónum“
er stórskemmtilegt, þótt mamma sé
„enn í eldhúsinu“. Og jafnvel – jafn-
vel örlar á tilhlökkunartilfinningu
við að heyra orðið „hátíðarskap“.
Ryksugan á gólfinu …
’Og hver er þessi Rúd-olf, sem er með rautt
nef? Kemur þetta hrein-
dýr okkur eitthvað við?
Sumir borða meira að
segja hreindýrasteik á
aðfangadagskvöld.‘
AF LISTUM
Inga María Leifsdóttir
ingamaria@mbl.is
MEXÍKÓSKI listmálarinn Frida
Kahlo naut ekki mikillar lýðhylli á
erfiðri æfi sem lauk langt um aldur
fram fyrir 51 ári. Undanfarin miss-
eri hefur vegur hennar hins vegar
vaxið mjög með útgáfu bóka og
ekki síst kvikmynd um líf hennar,
þar sem Salma Hayek fór með aðal-
hlutverkið. Á dögunum kom svo
þessi brúða á markað í heimalandi
listakonunnar.
Kahlo er meðal annars þekkt fyr-
ir að hafa á sínum tíma skotið
skjólshúsi yfir Leon Trotskíj þegar
Stalín hrakti hann í útlegð frá Sov-
étríkjunum.
Reuters
Frida Kahlo í brúðulíki
Leki-göngustafir
fyrir þá sem gera kröfur
Verð frá kr. 4.990.-