Morgunblaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Atvinnuauglýsingar „Au pair“ í Lúxemborg Íslensk fjölskylda í Lúxemborg óskar eftir „au pair“, 19 ára eða eldri, frá byrjun janúar 2006 til að gæta tveggja barna (4 og 7 ára). Þarf að hafa bílpróf og vera reyklaus. Umsónir sendist á mogm@pt.lu. Raðauglýsingar 569 1100 Fundir/Mannfagnaðir Aðalfundur! Aðalfundur Sjómannafélags Reykjavíkur verður haldinn 29. desember kl. 17.00 í Skip- holti 50d. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. 3. Önnur mál. Trúnaðarmannaráð Sjómannafélags Reykjavíkur. Tilkynningar Ráðstefna um norræna skólaþróun án hindrana Stokkhólmi 16.-17. febrúar 2006 Landsskrifstofa Nordplus / Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins auglýsir hér með eftir þátttak- endum til að sækja norræna ráðstefnu 200 þátttakenda frá öllum Norðurlöndunum. Fyrir hverja Ráðstefnan er ætluð skólastjórnendum leik-, grunn- og framhaldsskóla, starfsmönnum fræðsluskrifstofa og annarra leiðandi aðila í menntamálum. Þema Á ráðstefnunni verður boðið upp á fjórar mál- stofur sem í megin atriðum eru tengdar efni þriggja tengslaráðstefna sem haldnar voru fyrir norræna kennara veturinn 2005-2006: Fyrstu stig lestrarnáms. Gæði í iðnnámi. Heilsa og heilbrigði. Pisarannsóknin og árangur í finnsku skóla- starfi. Boðið verður upp á áhugaverða fyrirlestra í tengslum við kynningar kennara og skóla- stjórnenda sem markvisst hafa unnið að skólaþróun innan ofangreindra sviða. Hvar og hvenær Stokkhólmi 16.-17. febrúar 2006. Ráðstefnan fer fram á dönsku, norsku og sænsku. Frá Íslandi er boðið 15 þátttakendum. Ráðstefnan er haldin af Internationella Pro- gramkontoret, aðalumsjónaraðila Nordplus Junior. Fargjald og hótel er greitt af Nordplus Junior. Skráning fer fram hjá Landsskrifstofu Nordplus / Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins á slóðinni http://www.ask.hi.is/page/ skolathroun Umsóknarfrestur er til 10. janúar 2006. Bækur Bækur til sölu Bergsætt 1-3, V-Skaftfellingar 1-4, Skútustaðaætt, Nokkrar Ár- nesingaættir, Arnardalsætt/Eyrardalsætt 1-4, Deildartunguætt 1-2, Fremrahálsætt 1-2, Ættarskrá Bjarna Hermannssonar, Ættar- skrá Bjarna Þorsteinssonar, Stokkseyringasaga 1-2, Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi, Kollsvíkurætt, Staðarbræður og Skarðssystur, Gimli Saga, Kortasaga Íslands I-II, Íslensk- Norsk ordbok, Oldnordish ordbok E. J. 1863, Lexicon Poeticum 1860, Fritzner ordbok 1-3, Islandske Analer until 1578, Mímir 1-24, Þjóðsögur Jóns Árnasonar 1-6, Skb. Spor í sandi, ljóð (Steinn Steinar), Roðskinna, Með flugu í höfðinu. Upplýsingar í síma 898 9475. Auglýsing Breyting á aðalskipulagi Borgarbyggðar í Borgarnesi og deiliskipulag við Borgar- braut 59 í Borgarnesi. A: Tillaga að breyttu aðalskipulagi Borgar- byggðar 1997—2017, verslunar- og þjónustusvæði við Borgarbraut 55, 57 og 59, Borgarnesi. Bæjarstjórn Borgarbyggðar auglýsir hér með tillögu að breytingum á aðalskipulagi Borgar- byggðar 1997-2017, samkvæmt 2. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Breytingarnar felast í því að verslunar- og þjón- ustusvæði við Borgarbraut 55, 57 og 59 er breytt úr svæði fyrir verslun og þjónustu í blandaða byggð fyrir verslun, þjónustu, stofn- anir og íbúðabyggð. Jafnframt verði hámarks- nýtingarhlutfall á þessu svæði 1.5 í stað 1. Bæjarstjórn Borgarbyggðar mun taka að sér að bæta það tjón, er einstakir aðilar kunna að verða fyrir vegna breytingarinnar. Breyting á aðalskipulagi verður til sýnis á bæj- arskrifstofu Borgarbyggðar frá 21.12. 2005 til 12.01. 2006. Frestur til að skila inn athuga- semdum rennur út 12.01. 2006. B: Tillaga að deiliskipulagi við Borgarbraut 59 í Borgarnesi. Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingar- laga nr. 73/1997 m.s.br., auglýsist hér með til- laga að deiliskipulagi við ofangreint skipulag. Um er að ræða lóð undir íbúðir. Deiliskipulag verður til sýnis á bæjarskrifstofu Borgarbyggðar frá 21.12. 2005 til 19.01. 2006. Frestur til athugasemda vegna deiliskipulags rennur út 2.02. 2006. Athugasemdir við skipulögin skulu vera skrif- legar og berast á Bæjarskrifstofu Borgarbyggð- ar, Borgarbraut 11, 310 Borgarnesi. Hver sá, sem ekki gerir athugasemdir við tillög- urnar fyrir tiltekinn frest til athugasemda, telst samþykkur þeim. Borgarnesi, 15.12. 2005. Bæjarverkfræðingur Borgarbyggðar. Félagsstarf Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Raðauglýsingar sími 569 1100 Röng mynd MEÐ frétt um brautskráningu frá Verkmenntaskólanum á Akureyri, í Morgunblaðinu í gær, birtist röng mynd. Hér kemur mynd frá útskrift- inni sl. laugardag og eru hlutaðeig- andi beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Morgunblaðið/Páll A. Pálsson Nemendur sem útskrifuðust frá Verkmenntaskólanum á Akureyri á laugardag ásamt skólameistara. LEIÐRÉTT FRÉTTIR ÓLAFUR Jó- hann Ólafsson rithöfundur styrkir annað árið efnalitlar íslenskar fjöl- skyldur í gegnum starf Fjölskyldu- hjálpar Ís- lands. Að þessu sinni færði Ólafur Jó- hann Fjölskylduhjálp Íslands 250 hamborgarhryggi sem munu verða afhentir til 250 efnalítilla fjölskyldna miðviku- daginn 21. desember. Gaf 250 hamborgar- hryggi Ólafur Jóhann ÞRÍR voru fluttir á sjúkrahús eft- ir fjögurra bíla árekstur í Kópa- vogi til móts við Smáralind á fjórða tímanum í gær. Bílarnir óku hver aftan á annan, þrír fólks- bílar og einn pallbíll. Ökumenn tveggja bílanna hlutu slæma bakáverka, og farþegi í einum bílnum slasaðist á fæti, að sögn lögreglunnar í Kópavogi. Lög- reglan telur að áreksturinn megi rekja til þungrar umferðar. Fjögurra bíla árekstur Á ÁRLEGUM jólafundi Dauf- blindrafélags Íslands 9. desember sl. færði stjórn Minningarsjóðs Mik- kalínu Friðriksdóttur og Kristjáns Oddssonar Dýrfjörð Daufblindra- félagi Íslands 915.000 kr. að gjöf. Daufblindrafélag Íslands var stofnað árið 1994 og er tilgangur þess að vinna að hagsmuna- og menningarmálum daufblindra. Myndin er tekin við afhendingu gjafarinnar: Haukur Ársælsson, Jens Evertsson, Bergur Jónsson, Birgir Dýrfjörð, Fjóla Björk Sig- urðardóttir og Guðlaug Erlends- dóttir. Morgunblaðið/Þorkell Styrkja Dauf- blindra- félagið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.