Morgunblaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Í LESBÓK Morgunblaðsins 17.
desember birtist viðtal við þrjá að-
alhöfunda „Íslenskrar tungu“, ný-
útkomins málfræðirits í þremur
bindum. Í hluta við-
talsins beinir blaða-
maður umræðunni frá
ritinu og að stöðu ís-
lenskrar tungu nú um
stundir. Hluti inn-
gangs að því umræðu-
efni er að Lesbók-
armaður segist hafa
skynjað svolítinn
kæruleysistón í grein
sem ég skrifaði í
Morgunblaðið á degi
íslenskrar tungu og
hið sama hafi honum
fundist um leiðara
blaðsins sama dag.
Ég tel nauðsynlegt að gera at-
hugasemd við það sem að mér snýr
í þessum ummælum enda hef ég
unnið við málræktarstörf hátt í tvo
áratugi og stýri núna opinberri
málræktarstofnun. Ég óttast að
þeir sem lesa viðtalið en hafa ekki
kynnt sér grein mína mánuði fyrr,
eða muna ekki lengur efni hennar,
taki ályktun blaðamanns góða og
gilda.
Blaðamaður tekur í áðurnefndu
viðtali upp stuttan kafla úr grein
minni til stuðnings ályktun sinni og
er sá kafli alveg slitinn úr sam-
hengi eins og fram kemur hér á
eftir. Í tilvitnaðri klausu er hið ís-
lenska 300.000 manna málsamfélag,
í landi þar sem íslenska er eina op-
inbera málið, borið saman við ann-
að jafnstórt í minnihlutastöðu og
bent á að staða íslensku sé hér
miklu sterkari en væri hún minni-
hlutatunga í öðru landi þar sem
annað mál væri þjóðtunga.
Grein mín á degi íslenskrar
tungu hét „Íslensk tunga: staða og
form“ og var þar gerð tilraun til að
skýra, m.a. með dæmum, að þegar
fjallað væri um málstefnu hér á
landi sem annars staðar í heim-
inum væri gagnlegt að gera grein-
armun á stöðu tungumáls og formi
þess. „Á stöðu og formi er viss eðl-
ismunur sem hér er
reynt að skýra með
því að víkja að nær-
tækum úrlausn-
arefnum í íslenskri
málrækt.“ Síðan eru
hugtökin staða og
form útskýrð hvort í
sínu lagi og byrjað á
því fyrrnefnda.
Bent er á að staða
tiltekins tungumáls í
samfélagi ráðist eink-
um af því hvern sess
það skipar í stjórn-
sýslu, atvinnu- og
menningarlífi og meðal þess sem
miklu máli skipti sé hvort tungu-
mál sé ríkismál eða minnihlutamál í
viðkomandi samfélagi en það atriði
geti skipt meira máli en fjöldi mál-
notenda. Því næst fylgir sam-
anburðurinn sem tekinn var orðrétt
upp í Lesbókinni en lesendur Les-
bókarviðtalsins fengu þar sem sé
enga skýringu á því í hvaða sam-
hengi hann stendur í grein minni.
Næsta klausa í grein minni var
svona: „Huga mætti að því hvort
þörf er á að verja stöðu íslensku
sem opinbers máls á Íslandi enn
frekar en nú er með lagasetningu
eða jafnvel stjórnarskrárbreyt-
ingu.“ Því næst er sagt frá þings-
ályktunartillögu um það efni og
ábendingu Íslenskrar málnefndar
til stjórnarskrárnefndar. Þessu
næst er minnt á að sú afstaða er
almenn hér á landi að íslenska
skuli áfram vera aðaltungumálið
hér á landi og að um ókomin ár
verði hægt að nota hana við allar
aðstæður. Auk stjórnvalda beri hér
forystumenn í atvinnu- og menn-
ingarlífi ríka ábyrgð og þetta sé
sameiginlegt metnaðar- og hags-
munamál alls samfélagsins.
Síðari hluti greinar minnar
fjallaði um hinn meginþáttinn, þ.e.
form tungumáls. Sá hluti hefst
svona: „Með því [formi] er einkum
átt við málnotkun og málkerfi en á
það orka innri og ytri kraftar sem
valdið geta breytingum á því. Mikið
hagræði er að því fyrir samfélagið
að sem mest festa sé á forminu.
Það á ekki hvað síst við þegar
kemur að frágangi ritmáls.“ Þetta
er skýrt frekar og síðan er minnt á
að Íslendingar hafi sett sér að
varðveita íslensku eins og hægt er í
núverandi mynd og að megintil-
gangur varðveislunnar sé að við-
halda því samhengi sem er í ís-
lensku ritmáli frá upphafi.
Lokahluti greinarinnar fjallaði um
að þótt nokkuð fastar reglur séu til
um form og frágang íslensks rit-
máls megi lengi gott bæta og
minnt er á væntanlega stafsetning-
arorðabók með ýtarlegum ritregl-
um en með þeim verður m.a. reynt
að taka af skarið um ýmis efni sem
enn eru á reiki að ástæðulausu í
alls kyns textum sem sjást op-
inberlega.
Andsvar
Ari Páll Kristinsson gerir
athugasemd vegna viðtals við
þrjá aðalhöfunda „Íslenskrar
tungu“ í Lesbók Morgunblaðs-
ins
’Ég óttast að þeir semlesa viðtalið en hafa ekki
kynnt sér grein mína
mánuði fyrr, eða muna
ekki lengur efni hennar,
taki ályktun blaða-
manns góða og gilda. ‘
Ari Páll Kristinsson
Höfundur er forstöðumaður
í Íslenskri málstöð.
JÓLIN 1989 voru góð jól. Þessi
jól afgreiddi ég á kassa og raðaði í
hillur, var kominn í hátíðarskap
löngu fyrir jól. Fyrr á árinu höfð-
um við opnað fyrstu Bónusversl-
unina og viðtökur landsmanna
glöddu mig og sýndu mér jafn-
framt fram á að það var virkileg
þörf fyrir lágvöruverðsverslun á
Íslandi. Þessi fyrsta
Bónusverslun í Skútu-
voginum, tæpir 400
fermetrar, var alltaf
troðfull út úr dyrum
þannig að við sáum
strax mikla þörf fyrir
aðra slíka. Sú varð
enda raunin áður en
árið var liðið. Þannig
hefur þetta síðan
gengið, eftirspurnin
og aðsóknin hefur
kallað á fjölgun versl-
ana undir merki Bón-
uss.
Við lögðum metnað okkar í að
selja ódýrt og verðkannanir sýndu
að það gekk vonum framar. Bónus
hafði strax veruleg áhrif á lífskjör
almennings og forystumenn verka-
lýðshreyfingarinnar sögðu þá, og
sumir segja meira að segja enn, að
ekkert hafi skilað almenningi betri
kjörum á undanförnum áratugum
en framlag Bónuss til lækkaðs
verðlags í landinu. Verslanir Bón-
uss eru nú orðnar 24 talsins á
landinu öllu og fleiri eru á leiðinni.
Það sem ég er einna stoltastur
af er að okkur skuli hafa tekist að
lækka verðlag á öllu landinu til
hagsbóta fyrir alla neytendur. Það
skiptir mig miklu máli að geta boð-
ið sama verð í öllum Bónusversl-
unum, sama hvar á landinu þær
eru, og því var kærkominn sá heið-
ur sem mér var sýndur á dögunum
þegar ég fékk fyrstur manna verð-
laun ísfirskrar alþýðu, viðurkenn-
ingu sem veita skal þeim sem stutt
hefur mannlíf og byggð á Ísafirði.
Þrátt fyrir það að verslanir Bónuss
hafi stækkað og breyst á þeim
bráðum 17 árum sem við höfum
starfað er enn til staðar metnaður-
inn og eldmóðurinn til þess að gera
eins vel og okkur er unnt fyrir
fólkið í landinu. Fólkið hefur valið
Bónus og við erum þakklát fyrir
það traust sem okkur
er sýnt af fjölskyldum
þessa lands á hverjum
degi. Við stöndum
undir þessu trausti
með því að hafa í tæp
17 ár undantekning-
arlaust boðið lægsta
verðið á markaðnum.
Þegar fyrsta Bón-
usverslunin var opnuð
var álagning kaup-
manna almennt 30–
40%. Í dag er álagn-
ing Bónuss að með-
altali innan við og í
kringum þriðjung þess. Þessum ár-
angri náðum við með því að hafa
einfaldleikann í fyrirrúmi og leggja
meira upp úr því að bjóða góða
vöru ódýrt frekar en innréttingar
og ytra útlit. Þessi hugsun skilaði
okkur árangri frá fyrsta degi og
með þessu móti höfum við skilað
ótrúlegum kjarabótum til almenn-
ings í þessu landi. Við getum gert
betur eins og allir, alltaf. Við gæt-
um boðið neytendum miklu meira
úrval af matvöru á lægra verði. Við
búum hins vegar við opinbert
haftakerfi sem kemur í veg fyrir
það að við getum flutt inn ódýra
vöru og selt hana ódýrt áfram til
neytenda. Landbúnaðarvörur eru
ofverndaðar með innflutnings-
tollum og vörugjöldum. Enginn
hagnast á þessu ótrúlega kerfi –
hvorki bændur né neytendur og
því þarf að breyta svo að við get-
um verið samanburðarhæf við aðr-
ar Evrópuþjóðir. Við megum held-
ur ekki gleyma því að um 10–12%
af verði á vöru út úr búð eru flutn-
ingsgjöld.
Árið 1948 voru fyrstu jólin sem
ég var við störf í verslun – epla-
lyktina lagði um alla búð og með
henni kom hátíðarstemning og
jólaskapið. Eplin voru dýr og urðu
sumir að láta sér nægja lyktina.
Úrval af ávöxtum, grænmeti og
annarri ferskvöru er margfalt í dag
miðað við þá. Við aukum við úrval-
ið í hverjum mánuði og lögum það
að því sem viðskiptavinir okkar
vilja hverju sinni. Þetta samspil –
góðar vörur á besta fáanlega verð-
inu – er það sem viðskiptavinir
okkar kunna að meta og á meðan
við finnum þennan mikla stuðning
við það sem við erum að gera er
engin ástæða til þess að breyta.
Nú ganga í garð 57. jólin mín í
verslun, hef bara misst úr ein jól
síðan 1948 – og sjaldan eða aldrei
hefur mér fundist jafngaman að
taka þátt í jólaundirbúningnum og
nú. Jólin 2005 verða góð jól en
næstu jól gætu orðið enn betri fyr-
ir neytendur. Til þess að svo geti
orðið þurfa stjórnvöld að rétta al-
menningi sáttarhönd og aflétta inn-
flutningshöftum á matvöru og aðra
nauðsynjavöru.
Jólin 1989–2005
Jóhannes Jónsson fjallar
um verslun og jólahald ’ Það sem ég er einnastoltastur af er að okkur
skuli hafa tekist að
lækka verðlag á öllu
landinu til hagsbóta fyr-
ir alla neytendur.‘
Jóhannes Jónsson
Höfundur er kaupmaður í Bónus.
ÍSLENDINGAR halda gjarnan
á lofti stöðu sinni meðal þjóða
heimsins. Á ótrúlega mörgum svið-
um náum við árangri sem skilar
okkur í fremstu röð – ekki bara í
fegurð. Langoftast er þetta árang-
ur sem við erum stolt
af, en eitt heimsmetið
er gjörsamlega óþol-
andi fyrir íslenska
skattgreiðendur. Það
er heimsmet okkar í
styrkjum til landbún-
aðar. Og um liðna
helgi varð því miður
ljóst, að frá fundi Al-
þjóðaviðskiptastofn-
unarinnar WTO í
Hong Kong er ekki
að vænta samninga,
sem neyði Íslendinga
til að afsala sér þess-
um vafasama heiðri.
Yfirlýsingar for-
manns Sjálfstæð-
isflokksins
Í tengslum við
fundinn í Hong Kong
í síðustu viku gaf for-
maður Sjálfstæð-
isflokksins út þá yf-
irlýsingu, að
Íslendingar væru til-
búnir til að aflétta
tollum af landbún-
aðarvörum, að vísu
með því skilyrði að
eitthvað fengist í
staðinn. Það eru
tímamót að Sjálf-
stæðisflokkurinn taki af skarið
með þessum hætti. Ég hef aldrei
skilið þá mótsögn í stefnu flokksins
að telja öllum atvinnugreinum öðr-
um en landbúnaði hollast að starfa
á frjálsum markaði. Kominn er
tími til að flokkurinn verði sjálfum
sér samkvæmur hvað þetta varðar.
Milljarða framfærsla frá neyt-
endum og skattgreiðendum
Ein atvinnugrein getur ekki gert
þá kröfu að henni sé haldið gang-
andi með árlegum beinum styrkj-
um skattgreiðenda uppá 8–12
milljarða, allt eftir því hvernig
menn vilja skilgreina styrki. Því til
viðbótar kemur síðan markaðs-
verndin, sem neytendur greiða
beint yfir búðarborðið og fulltrúar
Hagfræðistofnunar og Samtaka
verslunarinnar hafa sagt á síðustu
dögum að kosti Íslendinga 30–40%
hærra matvöruverð.
Frumkvæði
Sjálfstæðisflokksins
Umbætur í landbúnaði sem miða
að aukinni markaðsvæðingu eru
ekki auðveldar, hvorki hér né ann-
ars staðar. Pólitísk áhrif hags-
munasamtaka bænda eru langt
umfram það sem eðlilegt getur tal-
ist og eiga þau vafalaust rætur í
hugmyndum um, að ræktun jarðar
og búfénaðar sé göfugri og upp-
runalegri iðja, en það sem fram fer
á mölinni. Það má rétt vera, en
réttlætir ekki þann reikning sem
okkur er sendur árlega.
Formaður Sjálfstæðisflokksins
hefur lýst sínum sjónarmiðum.
Sjálfstæðisflokkurinn er líka eini
stjórnmálflokkurinn, sem hefur
burði til að taka á jafn flóknu og
pólitískt erfiðu máli. Alþýðu-
samband Íslands, samtök atvinnu-
lífsins og neytenda kalla á umbæt-
ur, við því þarf að bregðast.
Mjólk er góð
Landbúnaðarráðherra slær úr
og í að hætti Ragnars Reykáss –
segist tilbúinn til að setja „stýri-
hóp í málið“, en segir um leið í
Morgunblaðinu sl. mánudag „að
hann sé því ekki fylgjandi að
breytingar verði gerðar á tollum
og ríkisstuðningi nema í kjölfar al-
þjóðasamninga, sem krefjast slíkra
breytinga“. Sem sagt, sem fyrr;
mjólk er góð.
Bændur komi með
Þeir aðilar, sem vilja
breytingar þurfa að
taka höndum saman
og sýna bændum fram
á í opinberri umræðu
að núverandi staða
gengur ekki og að þeir
verði að koma með í að
vinda ofan af þessu
fráleita kerfi. Byrja á
því að fella niður tolla
á fáum árum, draga úr
og loks leggja af alla
framleiðslustyrki, alla
framleiðslustýringu.
Þetta gerðu Ný-
Sjálendingar allt í einu
og þeirra landbúnaður
lifði af. Ég hef þá trú á
gæðum íslenskra land-
búnaðarafurða að Ís-
lendingar vilji ekki án
þeirra vera og greiði
það verð sem upp
verður sett, verð sem
endurspeglar raun-
verulegan fram-
leiðslukostnað. Vafa-
laust myndi
framleiðslan eitthvað
dragast saman vegna
innflutnings, en það er
eðli alþjóðlegrar verkaskiptingar,
sem við viljum ekki vera án og er
einn lykilþáttur velmegunar okkar.
Á móti kemur að í öðrum greinum
ýtir samkeppni undir nýsköpun og
af hverju ætti það ekki að gerast í
landbúnaði einnig?
Fordæmi og forysta Mjólku
Þeim sem óttast um framtíð ís-
lensks landbúnaðar utan hins sov-
éska kerfis má benda á mjólk-
urfyrirtækið Mjólku, sem hefur
brotist út úr miðstýringar- og
styrkjakerfi landbúnaðarins af
miklu hugrekki. Það er vonandi að
ekki verði brugðið fæti fyrir fyr-
irtækið með því að reyna að
hneppa það í fjötra millifærslna og
reglusetningar íslensks landbún-
aðar, eins og fréttir voru af í liðinni
viku. Það er fráleitt að fyrirtæki,
sem vill standa á eigin fótum og ut-
an landbúnaðarkerfisins, eigi að
skila því sama kerfi bæði trúnaðar-
upplýsingum og verðtilfærslu-
gjaldi.
Ekki bíða eftir öðrum þjóðum
Eftir árangursleysi Hong Kong-
fundarins um annað en niðurfell-
ingu útflutningsbóta, er hætta á að
íslensk stjórnvöld leggi árar í bát
og bíði eftir næstu samningalotu í
þessum 150 ríkja hópi, lotu sem
enginn veit hvernig fer. Ef við telj-
um markaðsvæðingu landbúnaðar-
ins æskilega, er engin ástæða til að
bíða. Við eigum að sýna, að and-
stætt öðrum Evrópuþjóðum getum
við rekið landbúnað á heilbrigðum
grunni með sama hætti og sjávar-
útveg, en í Evrópusambandinu
nýtur hann víðast ríkisstyrkja.
Sjálfstæðisflokk-
urinn í forystu
fyrir umbótum
í landbúnaði
Bolli Thoroddsen fjallar um
landbúnaðarmál og stefnu
Sjálfstæðisflokksins
Bolli Thoroddsen
’Sjálfstæðis-flokkurinn er
eini flokkurinn
sem hefur burði
til að breyta úr-
eltu landbún-
aðarkerfi, hann
hefur tekið for-
ystu með yfirlýs-
ingum formanns
flokksins.‘
Höfundur er formaður Heimdallar og
einn frambjóðenda Sjálfstæðisflokks-
ins til borgarstjórnar í Reykjavík.