Morgunblaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2005 25
MINNSTAÐUR
SUÐURNES
Keflavíkurflugvöllur | Geir H. Haarde utanríkisráð-
herra og Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra
kveiktu á vetnisrafali við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á
Keflavíkurflugvelli í gær. Rekstur rafalsins verður
hluti af tilraunaverkefni verkfræðideildar Bandaríkja-
hers með vetni sem varaafl.
Íslendingar og Bandaríkjamenn standa sameigin-
lega að þessum hluta tilraunverkefnisins sem gert er
ráð fyrir að standi yfir í eitt ár. Fram kemur í tilkynn-
ingu frá utanríkisráðuneytinu að markmið hennar er
að kanna áreiðanleika vetnisrafals sem varaafls í
breytilegri veðráttu. Tekið var mið af íslensku veð-
urfari og reynslu Íslendinga af vetnistilraunum við
staðarvalið. Vetnisrafallinn verður ræstur tvisvar á
sólarhring og framleiðir raforku fyrir ljósabúnað við
flugstöðina.
Utanríkisráðuneytið annaðist undirbúning verkefn-
isins hér á landi í náinni samvinnu við iðnaðarráðu-
neytið og Íslenska NýOrku. Íslensk NýOrka annast
rekstur vetnisrafalsins við flugstöðina í samstarfi við
bandaríska verkfræði- og rannsóknasetrið og Logan-
Energy.
Kveikt á vetnisrafali við Flugstöð Leifs Eiríkssonar
Gangsetning Geir H. Haarde gangsetur vetnisrafal-
inn. Viðstödd voru Jón Björn Skúlason, Valgerður
Sverrisdóttir og Höskuldur Ásgeirsson.
Tilraunir með
vetni sem varaafl
Sandgerði | Búmenn hafa afhent
þrjár fyrstu íbúðirnar í Vörðunni,
miðbæjarhúsinu í Sandgerði. Íbúð-
irnar eru á þriðju hæð hússins en
áður hefur verið flutt inn í tvær
íbúðir á vegum Sandgerðisbæjar,
á fyrstu og annarri hæð. Unnið er
af krafti við frágang á öllum hæð-
um. Skrifstofur bæjarins verða
væntanlega fluttar þangað í næsta
mánuði ásamt annarri starfsemi.
Ingibjörn Jóhannsson, lengst til
vinstri á myndinni, Þórhallur
Gíslason og Sólmundur Jóhanns-
son tóku við lyklavöldunum síðast-
liðinn föstudag ásamt Huldu Sig-
urðardóttur, konu Sólmundar.
Þórhallur Gíslason er fyrrum
skipstjóri og hafnarvörður við
Sandgerðishöfn. Hann kvaðst
ánægður með að flytja í íbúð þar
sem hann hefur gott útsýni yfir
höfnina, innsiglinguna og ná-
grenni hennar enda var höfnin og
sjórinn vinnustaður hans í um 65
ár.
Morgunblaðið/Reynir Sveinsson
Flutt inn í íbúðir í miðbæjarhúsinu
Útsýni yfir höfnina
Hrunamannahreppur | Sigríður
Anna Þórðardóttir umhverfis-
ráðherra staðfesti í gær aðalskipulag
Hrunamannahrepps til ársins 2015.
Það gerði hún við athöfn sem hrepps-
nefndin efndi til í hátæknifjósinu í
Hrepphólum.
Ísólfur Gylfi Pálmason sveit-
arstjóri segir að undirbúningur að
gerð nýs aðalskipulags fyrir hreppinn
hafi hafist á árinu 2003. Arkitekta-
stofa Gylfa Guðjónssonar tók að sér
sérfræðivinnuna. Síðar var ákveðið
að fresta skipulagningu afréttar-
svæða vegna deilna um eignarhald og
virkjanamála. Sá þáttur bíður betri
tíma, að sögn sveitarstjórans.
Nýtt hverfi á Flúðum
Jafnframt hefur verið deiliskipu-
lagt nýtt íbúðarhverfi á Flúðum,
Austurhof. Þar er gert ráð fyrir tíu
íbúðarhúsum. Ísólfur Gylfi segir
greinilegt að mikil þörf sé fyrir þess-
ar lóðir og á von á að fleiri sæki um en
unnt verði að úthluta. Vinna við
gatnagerð er þegar hafin.
Umhverfisráðherra heimsótti í
ferðinni nokkur fyrirtæki og stofn-
anir í sveitarfélaginu, meðal annars
verksmiðju Límtrés. Undirritun að-
alskipulagsins var látin fara fram í
hátæknifjósinu hjá hjónunum Ástu
Oddleifsdóttur og Ólafi Stefánssyni í
Hrepphólum til að kynna framtaks-
semi bænda og fjósbygginguna sem
er frá Límtré.
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Í fjósinu Thelma Þöll Þorbjörnsdóttir lék á fiðlu í fjósinu í Hrepphólum. Við hlið Sigríðar Önnu Þórðardóttur sitja
Magnús Jóhannesson og Ísólfur Gylfi Pálmason og á bak við þau standa hreppsnefndarmennirnir Eiríkur Ágústs-
son, Unnar Gíslason, Þorsteinn Loftsson, Ragnar Magnússon og Sigurður Ingi Jóhannsson.
Ráðherra staðfesti aðal-
skipulag í hátæknifjósi
Eftir Sigurð Sigmundsson
Þórshöfn | Listrænir hæfileikar
fólks njóta sín oft vel á aðvent-
unni þegar hver jólaskreytingin
er annarri fegurri og ljósadýrð-
in lýsir upp skammdegið.
Ekki hafa allir tíma til að
sinna útiskreytingum en þá er
gott að eiga hjálpsama vini, svo
góða að þeir setja jafnvel upp
jólaseríur fyrir félagana í miðju
annríki jólanna. Sveitarstjórinn
á Þórshöfn, Björn Ingimarsson,
er svo lánsamur að eiga einmitt
svona vini en þeir drifu upp úti-
seríu á húsið hans meðan Björn
og fjölskylda voru í burtu.
Serían var svokölluð slanga,
reyndar með nokkrum ljós-
lausum pörtum og hún var
hengd á „listrænan“ hátt neðan
í þakbrúnina. Krúsidúllur voru
gerðar á hana með gulu og
rauðu einangrunarlímbandi og
voru „lista“mennirnir Guð-
mundur Hólm og Jónas Jó-
hannsson ánægðir með hand-
verk sitt en serían hafði fyrr á
árum prýtt Geirinn, bát Jónasar.
Kona Björns, Sigrún Jóna
Óskarsdóttir, varð fyrri til að
líta dýrðina augum því Björn
var væntanlegur heim seinna
um kvöldið og hún var ekki í
vafa um að hann yrði himinlif-
andi yfir framtaki vinanna, enda
voru allir í götunni löngu búnir
að setja upp útiseríu nema hann.
Félagarnir tveir biðu spenntir
eftir heimkomu Björns og vænt-
anlega hjartnæmum viðbrögðum
hans yfir góðverkinu. Fjögurra
ára dóttir þeirra hjóna, Karen
Ósk, hafði þó annað um málið að
segja þegar hún leit dýrðina
augum: „Þetta er ljótt,
mamma!“
Björn reyndist svo glaður yfir
framtaki vina sinna að hann
sagðist aldrei myndu taka ser-
íuna niður. Runnu þá tvær grím-
ur á félagana og ljótur svipur
kom á nágrannakonuna.
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Vinir Jónasi Jóhannssyni og Guðmundi Hólm leist ekki nema miðlungi
vel á hversu ánægður vinur þeirra, Björn Ingimarsson, var með
skreytinguna sem þeir settu á hús sveitarstjórans, að honum for-
spurðum. Björn er hér á milli hrekkjalómanna.
Vinargreiði á aðventu
Eftir Líneyju Sigurðardóttur
LANDIÐ