Morgunblaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2005 25 MINNSTAÐUR SUÐURNES Keflavíkurflugvöllur | Geir H. Haarde utanríkisráð- herra og Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra kveiktu á vetnisrafali við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli í gær. Rekstur rafalsins verður hluti af tilraunaverkefni verkfræðideildar Bandaríkja- hers með vetni sem varaafl. Íslendingar og Bandaríkjamenn standa sameigin- lega að þessum hluta tilraunverkefnisins sem gert er ráð fyrir að standi yfir í eitt ár. Fram kemur í tilkynn- ingu frá utanríkisráðuneytinu að markmið hennar er að kanna áreiðanleika vetnisrafals sem varaafls í breytilegri veðráttu. Tekið var mið af íslensku veð- urfari og reynslu Íslendinga af vetnistilraunum við staðarvalið. Vetnisrafallinn verður ræstur tvisvar á sólarhring og framleiðir raforku fyrir ljósabúnað við flugstöðina. Utanríkisráðuneytið annaðist undirbúning verkefn- isins hér á landi í náinni samvinnu við iðnaðarráðu- neytið og Íslenska NýOrku. Íslensk NýOrka annast rekstur vetnisrafalsins við flugstöðina í samstarfi við bandaríska verkfræði- og rannsóknasetrið og Logan- Energy. Kveikt á vetnisrafali við Flugstöð Leifs Eiríkssonar Gangsetning Geir H. Haarde gangsetur vetnisrafal- inn. Viðstödd voru Jón Björn Skúlason, Valgerður Sverrisdóttir og Höskuldur Ásgeirsson. Tilraunir með vetni sem varaafl Sandgerði | Búmenn hafa afhent þrjár fyrstu íbúðirnar í Vörðunni, miðbæjarhúsinu í Sandgerði. Íbúð- irnar eru á þriðju hæð hússins en áður hefur verið flutt inn í tvær íbúðir á vegum Sandgerðisbæjar, á fyrstu og annarri hæð. Unnið er af krafti við frágang á öllum hæð- um. Skrifstofur bæjarins verða væntanlega fluttar þangað í næsta mánuði ásamt annarri starfsemi. Ingibjörn Jóhannsson, lengst til vinstri á myndinni, Þórhallur Gíslason og Sólmundur Jóhanns- son tóku við lyklavöldunum síðast- liðinn föstudag ásamt Huldu Sig- urðardóttur, konu Sólmundar. Þórhallur Gíslason er fyrrum skipstjóri og hafnarvörður við Sandgerðishöfn. Hann kvaðst ánægður með að flytja í íbúð þar sem hann hefur gott útsýni yfir höfnina, innsiglinguna og ná- grenni hennar enda var höfnin og sjórinn vinnustaður hans í um 65 ár. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Flutt inn í íbúðir í miðbæjarhúsinu Útsýni yfir höfnina Hrunamannahreppur | Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfis- ráðherra staðfesti í gær aðalskipulag Hrunamannahrepps til ársins 2015. Það gerði hún við athöfn sem hrepps- nefndin efndi til í hátæknifjósinu í Hrepphólum. Ísólfur Gylfi Pálmason sveit- arstjóri segir að undirbúningur að gerð nýs aðalskipulags fyrir hreppinn hafi hafist á árinu 2003. Arkitekta- stofa Gylfa Guðjónssonar tók að sér sérfræðivinnuna. Síðar var ákveðið að fresta skipulagningu afréttar- svæða vegna deilna um eignarhald og virkjanamála. Sá þáttur bíður betri tíma, að sögn sveitarstjórans. Nýtt hverfi á Flúðum Jafnframt hefur verið deiliskipu- lagt nýtt íbúðarhverfi á Flúðum, Austurhof. Þar er gert ráð fyrir tíu íbúðarhúsum. Ísólfur Gylfi segir greinilegt að mikil þörf sé fyrir þess- ar lóðir og á von á að fleiri sæki um en unnt verði að úthluta. Vinna við gatnagerð er þegar hafin. Umhverfisráðherra heimsótti í ferðinni nokkur fyrirtæki og stofn- anir í sveitarfélaginu, meðal annars verksmiðju Límtrés. Undirritun að- alskipulagsins var látin fara fram í hátæknifjósinu hjá hjónunum Ástu Oddleifsdóttur og Ólafi Stefánssyni í Hrepphólum til að kynna framtaks- semi bænda og fjósbygginguna sem er frá Límtré. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Í fjósinu Thelma Þöll Þorbjörnsdóttir lék á fiðlu í fjósinu í Hrepphólum. Við hlið Sigríðar Önnu Þórðardóttur sitja Magnús Jóhannesson og Ísólfur Gylfi Pálmason og á bak við þau standa hreppsnefndarmennirnir Eiríkur Ágústs- son, Unnar Gíslason, Þorsteinn Loftsson, Ragnar Magnússon og Sigurður Ingi Jóhannsson. Ráðherra staðfesti aðal- skipulag í hátæknifjósi Eftir Sigurð Sigmundsson Þórshöfn | Listrænir hæfileikar fólks njóta sín oft vel á aðvent- unni þegar hver jólaskreytingin er annarri fegurri og ljósadýrð- in lýsir upp skammdegið. Ekki hafa allir tíma til að sinna útiskreytingum en þá er gott að eiga hjálpsama vini, svo góða að þeir setja jafnvel upp jólaseríur fyrir félagana í miðju annríki jólanna. Sveitarstjórinn á Þórshöfn, Björn Ingimarsson, er svo lánsamur að eiga einmitt svona vini en þeir drifu upp úti- seríu á húsið hans meðan Björn og fjölskylda voru í burtu. Serían var svokölluð slanga, reyndar með nokkrum ljós- lausum pörtum og hún var hengd á „listrænan“ hátt neðan í þakbrúnina. Krúsidúllur voru gerðar á hana með gulu og rauðu einangrunarlímbandi og voru „lista“mennirnir Guð- mundur Hólm og Jónas Jó- hannsson ánægðir með hand- verk sitt en serían hafði fyrr á árum prýtt Geirinn, bát Jónasar. Kona Björns, Sigrún Jóna Óskarsdóttir, varð fyrri til að líta dýrðina augum því Björn var væntanlegur heim seinna um kvöldið og hún var ekki í vafa um að hann yrði himinlif- andi yfir framtaki vinanna, enda voru allir í götunni löngu búnir að setja upp útiseríu nema hann. Félagarnir tveir biðu spenntir eftir heimkomu Björns og vænt- anlega hjartnæmum viðbrögðum hans yfir góðverkinu. Fjögurra ára dóttir þeirra hjóna, Karen Ósk, hafði þó annað um málið að segja þegar hún leit dýrðina augum: „Þetta er ljótt, mamma!“ Björn reyndist svo glaður yfir framtaki vina sinna að hann sagðist aldrei myndu taka ser- íuna niður. Runnu þá tvær grím- ur á félagana og ljótur svipur kom á nágrannakonuna. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Vinir Jónasi Jóhannssyni og Guðmundi Hólm leist ekki nema miðlungi vel á hversu ánægður vinur þeirra, Björn Ingimarsson, var með skreytinguna sem þeir settu á hús sveitarstjórans, að honum for- spurðum. Björn er hér á milli hrekkjalómanna. Vinargreiði á aðventu Eftir Líneyju Sigurðardóttur LANDIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.