Morgunblaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ólöf Guðjóns-dóttir fæddist í Reykjavík 26. júlí 1959. Hún lést 12. desember síðastlið- inn. Foreldrar hennar eru Guðjón Hafliðason, f. 25. maí 1931, og Jórunn Guðmundsdóttir, f. 23. júní 1929, d. 24 júní 1970. Systkini Ólafar eru Hafliði Sigtryggur, f. 20. júní 1958, Ingi, f. 26. júlí 1959, Heiðar, f. 1. okt. 1961, Hrönn, f. 13. nóv. 1963, og Haukur, f. 17. maí 1966, d. 21. janúar 1998. Hálfsystkini Ólafar sammæðra, Magnúsbörn, eru: Jón, f. 30. okt. 1947, Rut, f. 27. okt. 1948, d. 5. jan. 1949, Einar, f. 20. jan. 1951, d. 16. nóv. 1973, og Rósa Signý, f. 1. okt. 1952. Fósturforeldr- ar Ólafar frá 7 ára aldri eru Margrét Ólafsdóttir, f. 29. sept. 1925, og Bald- vin Stefán Júl- íusson, f. 9. nóv. 1910, d. 10. júní 1991. Árið 1984 giftist Ólöf Ingólfi Birgis- syni, f. 1. apríl 1958. Þau skildu. Börn þeirra eru: Marvin, f. 17. des. 1978, sam- býliskona Geirlaug Jóhannesdótt- ir, f. 12. nóv. 1981, og Þóra Björk, f. 12. maí 1983, sambýlismaður Björn Björnsson, f. 8. apríl 1982. Útför Ólafar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. Elsku mamma mín. Ég trúi því ekki að þú sért allt í einu farin frá mér. Ég kveð þig með svo mikinn söknuð í hjarta. Minningarnar hlað- ast svo upp að maður veit ekki hvar maður á að byrja, hvað á að segja. Þú varst svo góð og hlý. Þú hlóst eins og engill og alltaf gat maður leitað til þín. Þú varst með svo hlý, geislandi augu, góða nærveru og út- geislunin var svo mikil. Allir sem kynntust þér dáðu þig. Alltaf varstu dugleg að segja mér hversu mikið þú elskaðir mig, í hverju einasta samtali. Svo opin, hlý og góð varstu. Mamma mín, í mínum augum varstu og munt alltaf vera fullkomin. Allt við þig var gott þrátt fyrir veik- indin sem hrjáðu þig svo mikið og stjórnuðu lífi þínu og alltaf varstu gullfalleg og geislandi, sama hvað bjátaði á. Alltaf barstu höfuðið með reisn og þú barst af hvert sem þú fórst. Aldr- ei var hægt að sjá að þú ættir við veikindi að stríða. Lífið lék sér svo sannarlega ekki við þig, mamma mín. Ég sakna þín svo sárt, trúi því ekki að þú sért farin frá mér. Ég sakna þess að heyra ekki hlý- lega rödd þína, horfa í geislandi augu þín og gráta í faðmi þínum, heyra hlýleg huggandi orð. Dauðinn gerir svo sannarlega ekki boð á undan sér. Þau voru ófá kvöldin sem við sát- um og hlógum okkur máttlausar yfir hverju sem er. Ég á eftir að sakna þeirra kvölda, sakna þín. Ég trúi því að núna sértu komin á góðan stað og vona að þú hafir loks- ins fundið frið í hjarta þínu, vona að þér líði vel. Þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu og enginn getur fyllt upp sorg- ina og tómið sem býr í mér nú. Þú varst ekki bara fallegasta og besta mamma í heimi, einnig varstu mín besta vinkona og ávallt var ég og mun ég vera stolt af því að vera dóttir þín. Allt það góða í mér, fékk ég frá þér, gullið mitt. Mamma mín, ég kveð þig nú með trega og sorg í hjarta, í þeirri von að við hittumst seinna og ég lofa að gera þig stolta af mér í komandi framtíð, því ég veit þú vakir yfir mér. Ég elska þig og dái, mamma mín. Guð geymi þig, ljósið mitt. Þín dóttir, Þóra Björk. Aðventan er gengin í garð og jól- in, hátíð ljóssins, á næsta leiti. Á þessum tíma leitar hugurinn oftar og sterkar til ættingja og vina en endranær. En lífið hefur sinn gang, það kviknar og það slokknar. Ást- kær systir mín hefur verið kölluð frá okkur og verður borin til hinstu hvílu í dag. Hugurinn leitar til bernskuáranna þegar við vorum sjö ára gömul og send í fóstur til Möggu og Baldurs að Hamarshjáleigu. Það var ekki auðvelt að eignast nýja for- eldra á þessum aldri en ég er örlög- unum þakklátur fyrir að hafa fengið að alast upp með tvíburasystur minni. Þótt við værum að mörgu leyti ólík að eðlisfari vorum við mjög samrýnd, studdum ávallt hvort ann- að gegnum árin og vorum miklir og nánir vinir. Ég var afar stoltur að eiga Ólöfu sem systur sem var gædd miklum mannkostum. Hún var fal- leg með brún og tindrandi augu og hafði sterka útgeislun. Ólöf var skemmtileg og félagslynd og hafði ríka kímnigáfu sem lífgaði oft upp á tilveruna. Hún var einnig einstak- lega gefandi og hlý manneskja og gott að leita til hennar. Greiðvikni og hjálpsemi var mjög ríkjandi eðlis- þáttur í hennar fari því hún vildi allt fyrir alla gera. Það bitnaði ef til vill á öðrum þáttum í hennar skapgerð því hana skorti stundum staðfestu til að takast á við lífið og tilveruna. Hún háði langa og erfiða baráttu við harðsnúinn andstæðing, baráttu sem oft á tíðum var hörð og óvægin og undir lokin var farið að draga af heilsu hennar. Ótímabært fráfall hennar er mikið reiðarslag. Elsku Ólöf mín, hjartans þakkir fyrir allar þær gleðistundir sem við höfum átt saman og allt sem þú hef- ur gefið mér. Ég veit að þú ert kom- in á góðan stað og líður vel í faðmi guðs þar sem við munum hittast síð- ar. Þinn bróðir, Ingi. Elsku hjartans Ólöf mín, fallega Ólöf, mig langar að minnast þín með nokkrum orðum. Ég vil fyrst og fremst þakka þér fyrir að hafa fengið að kynnast þér, svo góð og ljúf sem þú varst. Ég man okkar fyrstu kynni þegar Ásgeir fór með mig í heimsókn til þín þar sem þú bjóst uppi í Breiðholti. Ég varð gjörsamlega heilluð af þér og man ég sagði við Ásgeir: „Mikið ofboðs- lega áttu yndislega systur.“ Heimili þitt var svo fallegt og allt föndrið þitt, puntið og blómin. Ég varð al- gjörlega heilluð og langaði að gera heimilið mitt svona hlýlegt og fal- legt. Ég hef aldrei komist í hálfkvisti við þig. Það var alveg sama hvar þú bjóst, þú gerðir allt svo fallegt í kring um þig. En það sem stendur mest upp úr þessari fyrstu heimsókn fyrir utan skemmtilega spjallið og hláturinn er kaffibollinn sem ég drakk úr. Þú réttir mér lítinn þunn- an kaffibolla, einmitt eins og mér þykir best að drekka úr. Í næstu heimsókn sem var nokkru síðar náð- ir þú í litla þunna bollann og réttir mér og sagðir: „Hrefna, þennan bolla hef ég geymt sérstaklega handa þér.“ Það sem mér þótti vænt um þetta, Ólöf, ég hugsa oft til þess. En þannig varstu alltaf við mig, svo hlý og góð. Þú varst aldrei að bera þín vanda- mál á borð fyrir mig en varst fyrsta manneskjan að hringja í mig í fyrra þegar illa stóð á hjá mér. Mér þykir vænt um þessi símtöl. Þú varst boðin og búin og vildir allt fyrir mig gera. Við töluðum um það að hittast og ætluðum að eiga góða stund í Reykjavík saman, kíkja í föndurbúð- ir og fara á kaffihús. Ólöf, af hverju gerðum við það aldrei? Þú ætlaðir að koma til okkar Ásgeirs og gista ein- hverja helgina, ég man við hlógum að því að Ásgeir yrði löngu sofnaður meðan við myndum spjalla langt fram á nótt. Því það var einmitt það sem við gátum gert, spjallað og hleg- ið, við náðum vel saman. Þó að það hafi ekki komið til komstu þó og eyddir hálfum degi með mér hérna í Háseylunni, ég er þakklát fyrir það og brosi í hjarta mínu af því sem við ræddum. Mikið vildi ég að samveru- stundirnar hefðu verið fleiri. Við Ás- geir ætluðum að heimsækja þig ný- verið en mér fannst tíminn eitthvað naumur og ætlaði að kíkja í næstu bæjarferð. Við hefðum betur farið. Ég hef verið að hugsa það und- anfarna daga að maður ætti nú ekki að vera svona upptekinn af sjálfum sér og gefa sig meira að öðrum, tím- inn er svo naumur. Elsku Ólöf, ég má nú ekki hætta þessum skrifum án þess að segja þér hversu vel gerð og myndarleg börn þú átt. Þó svo að ég þekki þau ekki mikið finn ég hversu góð þau eru og miklir gleðigjafar, þú varst heppin þar. Mikið á ég eftir að sakna þín í jóla- boðinu, hjartans Ólöf, ég vona að þér líði vel og finnir frið í hjarta þínu. Ég óska að ég hefði gefið þér meira. Takk fyrir allt það sem þú gafst mér. Kveðja. Hrefna Tómasar. Fyrir 39 árum síðan vorum við systur staddar inni á herbergisgólfi hjá ömmu og afa á Syðra-Velli. Það stóð mikið til og þessu vildum við alls ekki missa af. Magga frænka í Hamarshjáleigu var að koma með tvíburana sem hún og Baldvin voru búin að taka í fóstur og við vorum viðþolslausar af tilhlökkun að fá þarna tvö frændsystkini á einu bretti og það á besta aldri fyrir okk- ur því þau voru jafngömul annarri okkar. Þarna voru þau komin, Ólöf og Ingi, í nýjum útprjónuðum peys- um og með húfur í stíl og svo feimin að það togaðist varla upp úr þeim orð. Feimnin fór fljótt af þeim og frá þessum fyrsta degi vorum við öll bestu vinir. Við lékum okkur saman dagana langa, annaðhvort í Hammó eða á Velli. Þau áttu lítinn kofa, sem var alveg tilvalinn sem bú og þar lékum við okkur í búleik eða fórum í „í grænni lautu“ eða aðra skemmti- lega leiki. Þetta voru yndislegir dag- ar æskunnar og þau voru góðir og skemmtilegir leikfélagar. Þó þau væru ekki blóðskyld okkur þá voru þau okkur frænka og frændi, þau voru frændsystkinin sem við þekkt- um best og umgengumst mest og sem okkur þykir vænst um. Ólöf var fljótt efnileg húsmóðir og hún var ekki gömul þegar hún var farin að baka með Möggu og hjálpa til við húsverkin. Hún var viljug til verka og fljót að öllu sem hún gerði, verkin hennar voru líka vel unnin. Við gerðum margt saman á þess- um árum. Við fórum á fyrsta hjóna- ballið í Félagslundi saman og eftir það dýrkuðum við hljómsveitina Glitbrá! Við gengum til spurninga hjá séra Valgeiri og fermdumst sam- an og fermingarveislan var sameig- inleg. Við lékum í leikriti í Félags- lundi og sungum á frægustu 17. júní skemmtun sem þar hefur verið hald- in! Frænka, skólasystir, fermingar- systir, vinnufélagi, meðleigjandi, besta vinkona, þetta allt var Ólöf okkur. Að vinna með Ólöfu var alveg meiriháttar, hún var rösk, skipulögð og ósérhlífin og svo ljúf í umgengni að það var alveg unun að fá að vinna með henni. Alltaf í góðu skapi. Svo komu börnin til sögunnar, fyrst Marvin, svo Þóra Björk. Við pössuðum fyrir hver aðra og sátum í heimsóknum hver hjá annarri kvöld- um saman. Nánara gat það varla verið. Svo skildu leiðir, Ólöf flutti til Reykjavíkur og samgangur minnk- aði. Ólöf var yndisleg manneskja, svo hrekklaus, ljúf og glettin, greiðvikin og hjálpsöm og við viljum muna hana eins og hún var á þessum bestu árum. Núna er hún farin, á miðri jólaföstu barst okkur til eyrna lát hennar, hún sem var svo mikið jóla- barn. Í dag eru vetrarsólhvörf, stysti dagur ársins, en daginn mun aftur lengja og það birtir aftur. Við vonum að það birti aftur fyrir ástvini henn- ar, börnin, fósturmóður og systkini. Ólöfu biðjum við blessunar Guðs og þökkum samfylgdina í gegnum árin. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Þóra Bjarney og Anna Dóra Jónsdætur. Þegar samferðamenn hverfa á braut koma oft fram í hugann löngu gleymdar minningar tengdar við- komandi. Við kynnumst fólki á mis- munandi tímum ævinnar og eigum með þeim samleið um lengri eða skemmri tíma. Þannig varð mér innanbrjósts þegar ég frétti andlát Ólafar. Langt er síðan ég hafði séð hana en frétt af henni reglulega hin síðari ár. Það var á fögrum sumardegi 1982 að ég hitti Ólöfu fyrst. Unga stúlku með dökkt hár og leiftrandi brún augu. Ég var á gangi með eigin- manni mínum í grasagarðinum í Laugardal og hitti hana og Ingólf systurson mannsins míns sem kynnti hana sem tilvonandi eiginkonu sína. Það tókust með okkur góð kynni sem vörðu í mörg ár. Þau Ingólfur stofnuðu sitt heimili á Selfossi og þar áttum við margar ánægjustundir. Ólöf og Ingó með börnin sín tvö, Marvin og Þóru, á fal- lega heimilinu sínu. Síðan fluttu þau í Mosfellsbæ og það slitnaði upp úr sambandi þeirra, eins og gengur og gerist. Við héldum áfram að hafa sam- band við Ólöfu og börnin í nokkur ár. Ólöf elskaði börnin sín mikið og vildi veg þeirra sem mestan og allt fyrir þau gera, minnug sinnar eigin æsku. Þegar Ólöf var sjö ára voru hún og Ingi tvíburabróðir hennar tekin í fóstur af yndislegum hjónum á Sel- fossi, Margréti og Baldvin, sem hún bar alla tíð mikinn hlýhug til enda reyndust þau henni alltaf vel. Mar- grét var kletturinn sem aldrei brást og gat Ólöf leitað til hennar hvað sem á bjátaði. Ég man alltaf hvað Ólöf var ósér- hlífin og forkur til vinnu. Hún var mjög hjálpfús og alltaf að spyrja hvort hún gæti ekki gert eitthvað fyrir mig. Hún aðstoðaði mig t.d. við fermingu sonar míns. Mætti snemma og skreytti og raðaði á borð og föt eins og fagmanneskja ein get- ur gert. Gerði hún lítið úr þeirri kunnáttu en sagðist hafa unnið í Skíðaskálanum í Hveradölum og fengið mikla tilsögn þar. Við hitt- umst líka þegar stórviðburðir voru í hennar lífi, brúðkaup þeirra Ingólfs og fermingarveislur Marvins og Þóru. Lífið hennar Ólafar var ekki neinn dans á rósum og það skiptust á skin og skúrir. Ljósin hennar voru þó börnin hennar tvö, en henni þótti óumræðilega vænt um þau. Talaði hún oft um þau við mig og skein ást- úðin úr augum hennar. Í lífsins ólgusjó stóð Ólöf þó aldrei ein því tvíburabróðir hennar og fóstra studdu hana alla tíð og það gerðu börnin hennar líka eftir mætti. Nú er hún farin, en minning henn- ar lifir áfram í hjörtum okkar. Elsku Marvin og Þóra, Ingi og Margrét og fjölskyldan öll. Ykkar missir er mikill. Guð veri með ykkur. Bergþóra og Jóhann. Mig setti hljóða er ég frétti lát hennar Ólafar Guðjónsdóttur vin- konu minnar. Og upp í hugann streymdu minningarnar, minningar er við Ólöf vorum að bardúsa eitt- hvað saman,. Fyrsta minningin frá þeim tíma er þegar ég var dagmamma á Selfossi og var með Marvin, drenginn henn- ar, í pössun. Það byrjaði nú reyndar ekki vel þar sem mér var gefið hressilega á hann af litla drengnum, honum leist ekki betur en svo á þessa konu. Þetta var í rauninni byrjunin á vinskap okkar Ólafar, sem ekki rofnaði en dró smátt og smátt úr heimsóknum okkar hvorrar til annarrar, sjálfsagt vegna þessa eilífa brauðstrits. Er það vissulega ekki síður mín sök, því eftir að ég fór að vinna í Vík, varð tíminn alltaf of stuttur fyrir vinina mína. Því miður gerist það alltof oft að vinskapur rofni vegna mikilla anna eða ímynd- aðra anna. Og oft er það, að vilji er allt sem þarf. Í grenndinni veit ég um vin sem ég á í víðáttu stórborgarinnar. En yfir til vinarins aldrei ég fer enda í kappi við tímann. Sjálfsagt þó veit hann ég vinur hans er, því viðtöl við áttum í símann. En yngri vorum við vinirnir þá, af vinnunni þreyttir nú erum. Hégómans takmarki hugðumst við ná og hóflausan lífróður rerum. „Ég hringi á morgun, ég hugsaði þá, svo hug minn fái hann skilið, en morgundagurinn endaði á að ennþá jókst milĺokkar bilið. Dapurleg skilaboð dag einn ég fékk, að dáinn sé vinurinn kæri. Ég óskaði þess, er að gröf hans ég gekk, að í grenndinni ennþá hann væri. Sjálfur, ef vin þú átt góðan í grennd gleymd́ekki, hvað sem á dynur, að albesta sending af himnunum send er sannur og einlægur vinur. (Höf. ók.) Hún Ólöf kom margar ferðirnar hingað austur til mín, mér til hjálp- ar. Síðasta stóra hjálpin hennar var er ég þurfti í aðgerð, þá var það ekk- ert mál hjá henni að fara í fjósið fyr- ir mig og sjá um heimilið svo og allt annað sem gera þurfti bæði úti og inni. Allt sem hún lagði hönd á var gert í snatri og einstaklega vel af hendi leyst. Hún var snillingur í svo mörgu hún Ólöf. Snillingur við að sauma og svo afskaplega smekkvís. Ég sagði einhvern tíma við hana, að það væri ábyggilega sama hvort hún byggi í höll eða koti, hún væri alltaf búin að gera svo vistlegt og hlýlegt í kring- um sig. Lífið varð henni Ólöfu minni ekki alltaf dans á rósum. Í fleiri ár barð- ist hún við þann sjúkdóm sem svo margir verða að lúta fyrir. Hún var alltaf sama hlýja og góða manneskj- an, hversu mikla erfiðleika sem hún þurfti að ganga í gegnum. Já, Ólafar er sárt saknað hér á Skeiðflöt, nú kemur hún ekki lengur með sitt fallega bros og góða og glaðlega viðmót. Megi Ólöf vinkona mín hvíla í friði. Elsku Þóra, Marvin, Magga og aðstandendur allir, megi góður Guð styðja og styrkja ykkur í sárri sorg. Innilegustu samúðarkveðjur frá okkur á Skeiðflöt. Sæunn Sigurlaugsdóttir. Hún kom frá Löndum. Eða svo sagði hún. Sjö ára komu þau tví- burasystkinin Ólöf og Ingi í sveitina. Þau voru spennandi viðbót við okkar fámenna skólasystkinahóp. Ekki sakaði að fá annað tvíburapar við okkur systur. Einhvern veginn voru flestir ljóshærðir og bláeygir í sveit- inni, en þau voru dökkhærð og með brún augu. Þau fóru í fóstur til Möggu og Baldurs í Hamarshjá- leigu. Þar leið þeim áreiðanlega vel, þar var hlýja en festa. Ólöf bar alltaf mikla virðingu fyrir þeim. Það var yfirleitt talað um þau bæði í einu systkinin. Þó voru þau ólík. Ingi var gífurlega metnaðargjarn og keppti við okkur systur í Elíasi Bjarnasyni. Ólöf var minna fyrir bókina, mikil hannyrðakona, húsleg í sér, hlý og innileg. Þau systkinin fetuðu ólíka vegu á lífsleiðinni. Ég held að í Ólöfu hafi alltaf búið einhver þrá. Það var alltaf eitthvað í henni sem hún réð ekki við. Hún hafði átt viðburðaríka ævi áður en hún kom, átti mörg systkin og hún höndlaði kannski aldrei að lifa í sátt við sitt allt sitt líf. Við urðum vinkonur. Við fórum í gagnfræðadeild á Selfoss og svo flutti fjölskyldan í Hamarshjáleigu þangað. Ég öfundaði hana af því. Hún þurfti þá ekki að þvælast í fjós eins og við hin. Við vorum sjö ferm- ingarsystkinin vorið 1973, þar af tvennir tvíburar. Það þótti sérstakt. ÓLÖF GUÐJÓNSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.