Morgunblaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2005 49 DAGBÓK Við förum alltaf út að morgni annars í jól-um og komum síðan heim annaðhvort30. eða 31. desember,“ segir HeimirRíkarðsson, handboltaþjálfari, spurður um för íslenska landsliðsins, skipað leikmönnum 17 ára og yngri, til Þýskalands á milli hátíðanna. Heimir segir að þetta sé í ellefta sinn sem Ísland sé með í mótinu. „Þetta kom þannig til á sínum tíma að ég var tekinn við þjálfun unglingalands- liðsins og var að leita að verkefunum fyrir liðið. Ég rakst á þetta mót og hafði samband og úr varð að við fórum út og síðan hef ég farið tíu sinnum – og fer núna í ellefta sinn. Ég er sá eini sem hef alltaf farið enda eldast leikmennirnir upp úr liðinu,“ sagði Heimir. „Þjóðverjarnir tóku vel í beiðni mína fyrir ára- tug og síðan þá erum við komnir í nokkurs konar áskrift. Þjóðverjar vilja endilega fá okkur á þetta mót og bjóða okkur alltaf enda eru þeir ánægðir með okkur. Mótið er haldið í bæ sem heitir Merzic og er skammt frá Saarbrücken, að- eins um 20 mínútna keyrsla þar á milli. Mótið er haldið í Merzic en liðin gista flest í Saarbrücken. Þar þekkjum við orðið ágætlega til, höfum alltaf verið á sama hótelinu en ég hef samt ekki alltaf fengið sama herbergið,“ segir Heimir og segist fylgjast ágætlega með öllum breytingum sem orðið hafa þarna síðasta áratuginn með því að koma þar einu sinni á ári – og alltaf á sama tíma. Leikið er í tveimur fjögurra liða riðlum og leikur íslenska liðið við Dani á þriðjudaginn 27. desember. Daginn eftir verða tveir leikir, við Sviss fyrir hádegi og Pólland eftir hádegi. Á fimmtudeginum verða einnig tveir leikir, fyrst er krossspil og síðan leikið um sæti. „Þetta er nokk- uð strembið alltaf því þetta er fjögurra nátta ferð og strákarnir spila fimm leiki á þeim tíma. Í riðlunum eru leiknar 2x25 mínútur en það er síð- an fullur leiktími síðasta daginn. Við finnum þeg- ar við erum í okkar fyrstu leikjum að mótherj- arnir eru í betri leikæfingu, hafa keyrt á milli landa og spilað á meðan við erum að leika okkar fyrstu leiki,“ segir Heimir. Hann er ánægður með móttökurnar í Þýska- landi og talsvert er fylgst með mótinu og um 500 áhorfendur á leikjunum. „Fyrst þegar ég fór hafði maður mestar áhyggjur af því hvort ein- hver tæki á móti okkur. Nú þarf maður þess ekki. Það er mjög vel að þessu staðið og strák- arnir hafa gott af þessu. Við höfum orðið í þriðja sæti og oft nærri því að morgni að komast í úr- slitaleikinn. Þarna hafa margir stigið sín fyrstu skref, eins og til dæmis Guðjón Valur Sigurðsson og Róbert Gunnarsson. Þeir léku á sínum tíma í Hela-Cup eins og mótið er kallað,“ segir Heimir. Íþróttir | Árlegt handboltamót fyrir táninga í Þýskalandi milli hátíðanna Farið út annan dag jóla í 11 ár  Heimir Ríkarðsson er Reykvíkingur í húð og hár, „eða eigum við ekki að segja það“ eins og hann orðar það sjálfur. Hann er aðalvarðstjóri hjá lögregluembættinu í Reykjavík. Hann er einhleypur. Heimir hef- ur um margra ára skeið verið á fullu í kring um handknattleik og var lengi þjálfari hjá Fram. Í vetur er hann aðstoðarþjálfari meistaraflokks Vals auk þess að sjá um þjálfun annars og þriðja flokks félagsins. Aukin heldur er hann landsliðsþjálfari hjá 19 ára liði pilta og 17 ára liði. Ekkert auglýsingagildi UNDANFARIN ár hafa Bón- usverslanirnar haft það fyrir sið að styrkja öryrkja í jólamánuðinum með því að senda þeim gjafabréf til að geta verslað fyrir mat fyrir hátíð- arnar! En nú er þessu allt í einu hætt án nokkurra skýringa! Þetta skýtur svolítið skökku við, því að um leið og þeir hætta þessu eru þeir að lofa hundruðum milljóna til stofnana úti í heimi, auðvitað vita allir að þeir sem þar er verið að styrkja þurfa svo sannarlega á því að halda, en er þetta bara sýnd- armennska til að fá auglýsinguna fyrir fyrirtækið? Spyr sá sem ekki veit. Og þessir herramenn eins og Jón Ásgeir Jóhannesson komu til veislu- haldanna, á margra milljóna króna bíl og var þess getið að hann væri bara einn af mörgum eðalvögnum í hans eigu. Ekki virðist vanta pen- ingana á því sviði, og ekki dugði minna en forsetasetrið til að halda þessa veislu, og fá þar með það aug- lýsingagildi sem því fylgir. Því að þessar gjafabréfasendingar til öryrkja í gegnum árin hafa farið hljótt og þar er ekkert auglýs- ingagildi við að hafa, en þakklætið og góður hugur sem öryrkjar hafa hugs- að til verslananna og Jóhannesar Jónssonar hefur verið mikill. Enn og aftur skýtur þetta mjög skökku við að þeir sem virkilega þurfa á þessu að halda í jólamán- uðinum hér heima til að geta haldið svona sæmilega gleðileg jól fái nú ekkert á meðan að ausið er til þess- ara erlendu stofnana. Væri ekki nær að hugsa aðeins til þeirra sem minnst mega sín hér heima, en ekki að hugsa bara um að fá auglýsinguna fyrir gjafmildi til þessara útlendu stofn- ana? Með von um að Jóhannes og fé- lagar sjái nú að sér og láti eitthvað lítilræði af hendi rakna til öryrkja eins og undanfarin ár, skrifa ég þessa grein! Með kærri þökk fyrir það sem gert hefur verið fyrir öryrkja af hendi Jó- hannesar og félaga undanfarin ár. Einn af öryrkjunum sem sér ekki fram á að halda þokkaleg jól! Pálmar Smári Gunnarsson, Sléttuvegi 9, Rvík. Elvis er týndur í Kópavogi ELVIS, sem er 4 ára fress, ógeltur, grábröndóttur og ómerktur, týndist frá Digranesheiði 4 en þangað er hann nýfluttur. Hann bjó áður á Kópavogsbraut 78 og gæti því verið á leiðinni þangað. Þeir sem vita um hann hafi samband í síma 690 6956. Músí er týnd í Breiðholti MÚSÍ, kisan okkar, týndist 16. des. í Norðurfelli, Efra-Breiðholti. Hún er lítil og nett af síamskyni, ljósbrún með svartar lappir, svart trýni og eyru en hvít fremst á loppunum og með hvítan blett á trýni. Hún gæti hafa lokast inni í bílskúr og er fólk beðið að athuga í skúrana sína. Hún er með appelsínurauða ól og rautt merkispjald. Þeir sem vita um Músí eru vinsamlega beðnir að hafa sam- band í síma 567 8210, 860 7013 eða 616 6618. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is BÓKAKAFFIÐ er að þróast út í heilsusamlega neyslu á sérstöku engiferseyði sem nýtur mikilla vinsælda á meðal gesta sem líta inn í nýopnað Listasetur Lafleur, að sögn umsjónarmannsins Bene- dikts S. Lafleur. Þar getur al- menningur sest niður og íhugað eða litið í bók og fengið sér hollt seyði í jólastressinu eða kaffi með konfekti. Næst á dagskrá eru tveir viðburðir í Listasetri Lafleur: Kötlugos, sem nær hámarki kl. 20.30 í kvöld, en þar getur fólk tryggt sér eintak af nýútkominni bók um öll Kötlugosin eftir Wern- er Schutzbach, sem hefur fengið fálkaorðuna fyrir skrif sín um náttúru Íslands. Gosið mun einnig eiga sér stað í Brydebúð í Vík í Mýrdal á sama tíma með miklum látum og hátíðarhöldum. Næsta hátíð mun síðan verða á Þorláksmessu, en þá verður opið á Listasetri Lafleur til miðnættis. Bækur verða seldar á vildarverði. Boðið verður ókeypis upp á skötu- rétt að hætti Lafleur og auðvitað engiferseyðið góða og annað góð- gæti. Jón Sigurðsson píanisti leik- ur nokkur sígild lög, þ. á m. eigin útsetningu á verkum tangómeist- arans Piazzola. Hann kynnir einn- ig nýútkominn geisladisk. Kötlugos á Listasetri Lafleur Innihaldið skiptir máli Marimekko flytur um áramót úr IÐU húsinu að Laugarvegi 7. 30-40% afsláttur af öllum fatnaði til jóla. Vönduð jólagjöf á góðu verði. STÓRÚTSALA V/FLUTNINGA Opið til kl. 22 öll kvöld til jóla Gjafakort í jólapakkann hennar Lækjargata 2a s. 511-5001 opið 09 - 22 alla daga Hunda- og kattaspil Time square klukka Músamottur Skissu- og dagbækur Myndaalbúm Mikið úrval af skemmtilegri gjafavöru Silkiljós Málverk Til sölu málverk eftir eftirtalda listamenn: • Jóhannes Kjarval, Landslag 110x108 cm. • Jón Stefánsson, Landslag 98x68 cm. • Þórarinn B. Þorláksson, Landsslag 38x25,5 cm. Upplýsingar í síma 662 0988.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.