Morgunblaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 56
56 MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Ástin lífgar
þig við.
KING KONG kl. 5 - 7 og 9 b.i. 12 ára
Harry Potter og eldbikarinn kl. 6 og 9 b.i. 10 ára
Ferðalag keisaramörgæsanna kl. 6
Noel kl. 8
Lord of War kl. 9 b.i. 16 ára
Green Street Hooligans kl. 10 b.i. 16 ára
Reese
Witherspoon
Mark
Ruffalo
FRÁ ÓSKARSVERÐ
LAUNALEIKSTJÓRANUM PETER JACKSON
E.P.Ó. / kvikmyndir.com
V.J.V. / topp5.is
S.V. / Mbl.
A.B. / Blaðið
Ó.H.T / RÁS 2
Stattu á þínu og
láttu það vaða.
S.U.S. / XFM 91,9
NÝJASTA geislaplata Íslensku
dívanna var tekin upp á jóla-
tónleikum í Grafarvogskirkju í
desember 2004. Þær nutu þar full-
tingis Stórhljómsveitar Frostrósa,
félaga úr Karlakórnum Fóst-
bræðrum, Léttsveitar Reykjavíkur
og Kammer- og stúlknakórs Bú-
staðakirkju.
Íslensku dívurnar leika á plöt-
unni þekkt jólalög. Sum eru gömul
þjóðlög en önnur í nýrri kantinum.
Það hefur sennilega verið feikna
góð stemning á þessum tónleikum.
Auðvelt er að heyra góðan hljóm
Grafarvogskirkju þegar hlustað er
á. Þó þykir mér það alltaf snúinn
slagur að koma lifandi tónleikum
vel til skila á geisladiski. Það tekst
ágætlega í þetta sinn. Fyrst má
nefna hljómsveitina sem kemur
sínu ákaflega vel á framfæri, stór-
brotnar útsetningar Karls O. Ol-
geirssonar njóta sín vel. Kórinn,
sem er reyndar samsettur, fylgir
hljómsveitinni svo vel eftir að
stundum virðist sem tónlistin sé
fyllt heilögum anda. Hún fer upp í
hæstu hæðir með tilheyrandi
lúðraþyt.
Söngkonurnar standa sig allar
með prýði, þótt bresti megi heyra
einstaka sinnum, en ekki er við
öðru að búast á lifandi plötu eins
og þessari. Það er einna helst að
þær falli í skuggann af viðamiklum
útsetningum hljómsveitar og kórs.
Það eina sem mér þótti virkilega
leiðinlegt var að reka mig á nokkr-
ar innsláttarvillur, bæði framan á
og inni í bókinni. Mér þykir útgáfa
á geisladiski vera tilefni til próf-
arkalesturs.
Mér þótti vænt um að heyra lag
Ingibjargar Þorbergs um jólakött-
inn, það er eitt af þessum hressu
og skemmtilegu íslensku jólalög-
um sem gott er að heyra á dimmri
aðventu. Einnig er upphafslag
plötunnar, „Á aðventu“, skemmti-
legt, kannski vegna þess að það er
eitt af þessum lögum sem kemur
fyrir hvar sem er og allir þekkja.
Þetta er fínasta jólaplata. Ég
mæli þó með góðum hljómflutn-
ingstækjum eða heyrnartólum til
að hlusta á hana. Reyndar gæti
hún líka verið ágætis undirspil á
meðan jólamaturinn er eldaður, en
til þess að njóta hennar til fulls er
gott að hækka í græjunum.
„Auðvelt er að heyra góðan hljóm Grafarvogskirkju þegar hlustað er á,“
segir m.a. í dómi.
Fín jólaplata
TÓNLIST
Íslenskur geisladiskur
Íslensku dívurnar með geislaplötuna
Frostrósir III. Íslensku dívurnar eru að
þessu sinni þær Guðrún Árný Karlsdóttir,
Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Margrét Eir
Hjartardóttir, Regína Ósk Óskarsdóttir
og Védís Hervör Árnadóttir. Gestasöngv-
ari er Matthías Matthíasson. Lögin eru
eftir Ingibjörgu Þorbergs, Þorvald Bjarna
Þorvaldsson, Sigvalda Kaldalóns, Myk-
ola D. Leondovych, Sven Gundersen, Jan
Vincents Johnessen, Jester Hairston,
Chris de Burgh, Mel Torme, Adolphe
Adams auk þýskra, franskra og enskra
þjóðlaga. Ljóðin eru eftir Davíð Þór Jóns-
son, Kristján Hreinsson, Hauk Ágústs-
son, Unni Ösp Stefánsdóttur, Valdimar
Briem, Jóhannes úr Kötlum, Ólaf Gauk
Þórhallsson, Andreu Gylfadóttur, Einar
Sigurðsson, Sigurð Björnsson og Helga
Hálfdánarson. Um tónlistarstjórn og út-
setningar sá Karl O. Olgeirsson. Ívar
Ragnarsson og Kári Eyþórsson sáu um
hljóð á tónleikum en um hljóðupptöku sá
Axel Árnason. Garðar Cortes var hljóm-
sveitarstjóri. 2112 gefur út.
Íslensku dívurnar – Frostrósir III
Helga Þórey Jónsdóttir
HIN ÁRLEGA Sólstöðuhátíð
þungarokkara verður haldin á vetr-
arsólstöðum, í kvöld. Hátíðin er nú
haldin í sjötta sinn en fram koma
hljómsveitirnar Forgarður helvítis,
Sólstafir, Potentiam, Momentum,
Gjöll, Elegy og Atrum.
Forgarður helvítis hefur hafið
upptökur á nýrri breiðskífu en fyrri
breiðskífa þeirra, Gerningaveður,
mun koma út hjá lítilli grískri útgáfu
snemma á næsta ári. Hljómsveitin
Sólstafir er nýbúin að gefa út nýja
breiðskífu, Masterpice of Bitterness,
hjá Spikefarm útgáfunni í Finnlandi.
Gjöll samanstendur af Jóhanni, fyrr-
um meðlimi Reptilicus og nú í Pro-
duct 8, og Sigga pönk sem þenur
raddbönd í Forgarði helvítis. Gjöll
mun kynna efni af breiðskífu sem
kemur út hjá Ant-Zen útgáfunni í
þýskalandi snemma á næsta ári.
Dauðarokkssveitin Elegy leikur hér
á sínum fyrstu tónleikum en sveitin
skartar einum gítarleikara úr For-
garði helvítis.
Rokkað á
vetrarsól-
stöðum
Sólstafir leika á Sólstöðuhátíðinni í kvöld.
Hátíðin hefst klukkan 19 og ætti
að vera lokið upp úr klukkan 23.
Hún er haldin í Tónlistarþróun-
armiðstöðinni við Hólmaslóð 2.
Aðgangseyrir er 500 krónur og
aldurstakmark er ekkert.
JÓLATÓNLEIKAR Útvarps X
verða haldnir í kvöld á NASA en
þessir tónleikar hafa verið fastur
liður í starfsemi útvarpsstöðv-
arinnar sem er á sveiflutíðninni
97,7, undanfarin átta ár. Eftirfar-
andi fréttatilkynning barst frá
stjórnendum stöðvarinnar í tilefni
af tónleikunum í kvöld og hér birtist
hún í heild sinni.
Fréttatilkynning X-ins:
„Til þeirra er málið varða;
Háttvirt mótframlög, grein-
ingadeildir, Páll Magnússon og aðr-
ir sem krókinn maka. Áhugi ykkar
á íslenskri jaðartónlist hefur vakið
mikla athygli tónlistaráhugamanna
um allan heim.
Á tímum frjáls flæðis á vöru,
þjónustu, fjármagni og frelsis til at-
vinnu og búseturéttar, hefur borið á
því að litli kærleikurinn hafi orðið
útundan á kostnað skyrsslettinga,
þeirra sem það eiga.
Það kemur ef til vill spánskt fyrir
sjónir en það er heill heimur fyrir
utan glugga ykkar, heill heimur og
það er enginn snjór í Afríku þessi
jólin. Enginn.
Stigið því út úr þessum falska
veruleika og fyllið hjörtu af kær-
leika, auðmýkt og síðast en ekki síst
tilhlökkun. Að því loknu er öllum
velkomið að stíga fæti inn á veit-
ingastaðinn Nasa við Austurvöll,
gamla Sigtún, miðvikudaginn 21.
desember þar sem X-mas 2005 tón-
leikahátíðin verður haldin, gegn
vægu gjaldi.
Ekki verður þetta einungis ein-
stakt tækifæri til að friða litlu pen-
ingagræðgina í hjörtu mannanna í
samfélaginu, heldur líka guð-
dómlegt tækifæri á að heyra og sjá
eftirfarandi hljómsveitir taka á móti
jólunum á sinn einlæga hátt;
Bob Justman, Bootlegs, Brain
Police, Cynic Guru, Deep Jimi and
the Zep Creams, Dikta, Dr. Mr. and
Mr. Handsome, Dr. Spock, Hjálm-
ar, Jan Mayen, Jeff Who, Númer
Núll, Rass, Sign
Að sjálfsögðu er sótsvörtum al-
múganum auðvitað velkomið að
koma því aðgangseyrir er að lág-
marki 977 kr., en öllum er auðvitað
frjálst að borga meira því allur
ágóði tónleikanna rennur til For-
eldrahúss sem hugsar um mikilvæg-
ari hluti en gengi hlutabréfa og
sterkt gengi krónunnar.“
Undir tilkynninguna er svo ritað:
Útvarp X, á sveiflutíðninni 97,7 &
EGO sjálfsafgreiðslubensínstöðvar.
Með hjörtun sín á réttum stað.
Tónlist | X-mas jólatónleikarnir haldnir til styrktar Foreldrahúsi
Sótsvörtum almúg-
anum einnig boðið
Morgunblaðið/ÞÖK
Jeff Who? er á meðal þeirra sem troða upp á X-mas á NASA í kvöld.
X-mas á NASA í kvöld. Dyr opnast
kl. 19 og fyrsta hljómsveit stígur á
svið kl. 20. Lágmarks aðgangs-
eyrir er 977 krónur.