Morgunblaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 48
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn GRETTIR, EKKI HREYFA ÞIG. ÞAÐ ER FLUGA ÞARNA ÞESSI SETNING ÞJÓNAÐI NÁVKÆMLEGA ENGUM TILGANGI SVONA SLÁÐU BARA FLUGUNA PABBI ER HEIM- SPEKINGUR HANN SEGIR AÐ LÍFIÐ SÉ EINS OG GOLF ÞAÐ ER SATT VERST AÐ Í LÍFINU ÞÁ ER ÉG ALLTAF AÐ SLÁ ÚR SANDGRYFJUM JÁ, VEL OG VAN- DLEGA PABBI, HEFURÐU ÍHUGAÐ TILLÖGU MÍNA UM AÐ FÁ SKÍÐALYFTU Í GARÐINN ÞAÐ ER KOMINN TÍMI TIL AÐ ÉG SEGI ÞÉR LEYNDARMÁLIÐ AÐ BAKI LÖNGU OG FARSÆLU HJÓNABANDI ÆSKA OG GOTT ÚTLIT HVERFA MEÐ TÍMA, ÞANNIG AÐ ÞAÐ ER NAUÐSYNLEGT AÐ KUNNA AÐ BAKA LJÚFFENGA SÚKKULAÐIKÖKU SJÁIÐ ÞIÐ, PÚDDLUHUNDURINN ÚR HLÍÐNISSKÓLANUM SENDI MÉR BRÉF OG ÞIÐ SEM HÉLDUÐ AÐ HENNI VÆRI ILLA VIÐ MIG. ÉG ÆTLA AÐ LESA BRÉFIÐ EFTIR MATINN ÞETTA ER STAÐFESTING Á NÁLGUNARBANNI GRÍMUR HÚN VILL ENDILEGA FÁ AÐ HENGJA EINA AF MYNDUNUM SÍNUM UPP Í STOFUNNI MYNDIN ER HRÆÐILEGA LJÓT EN ÉG VILL EKKI SEGJA NEITT, ÞAÐ GÆTI SÆRT TILFINNINGAR HENNAR EN ÞÁ ER GOTT AÐ EIGA BÖRN ÓGEÐSLEGA ER ÞETTA LJÓTT! GERIÐ ÞAÐ, TAKIÐ HANA NIÐUR ÉG HEF ALDREI VERIÐ SVONA ÞREYTTUR EF ÉG SOFNA HÉRNA ÞÁ DETT ÉG NIÐUR ÉG VERÐ AÐ FÆRA MIG... ...Á ÖRUGGAN STAÐ ÉG ÆTLA BARA AÐEINS AÐ HALLA MÉR Dagbók Í dag er miðvikudagur 21. desember, 355. dagur ársins 2005 Víkverji er að reynaað komast í jóla- skap en enn sem kom- ið er er ýmislegt sem hefur komið í veg fyrir það. Í fyrsta lagi er það snjóleysið. Því miður er ekki lengur hægt að treysta á hvít jól, síst á suðvest- urhorninu, og þessir endalausu umhleyp- ingar; rigning, slydda og snjókoma til skipt- is, eru farnir að pirra Víkverja þessa dimm- ustu daga ársins. Enn eru bernskuárin fyrir norðan í fersku minni þegar snjó- skaflarnir náðu oftar en ekki undir þakskegg og hoppað var fram af svölum af annarri hæð niður í skafl- ana. Þetta er eitthvað sem flest börn nútímans fara á mis við. Það er varla að þau fái nægan snjó til að búa til snjókarl. Snjóleysið angrar Víkverja af annarri ástæðu. Líkt og margir lét hann fyrstu föl vetrarins reka sig út á dekkjaverkstæði að setja nagla- dekkin undir. Að undanförnu hafa naglarnir spænst upp í rigning- arsuddanum og samviskubitið nagað Víkverja yfir því að vera að menga umhverfið. Samt tímir hann ekki að skipta aftur því snjórinn gæti komið á morgun! Var Veð- urstofan ekki að fá ein- hverjar nýjar og betri græjur sem geta redd- að þessu?! Annað angrar Vík- verja varðandi jóla- undirbúninginn en það er dagsetning jólanna að þessu sinni. Í sjálfu sér lítið hægt að gera við því, annað en að tuða og skammast. Heil vinnuvika er fram að jólum og margir virðast af þeim sökum hafa frestað undirbúningnum, talið að allt væri hægt að gera síðustu vikuna; kaupa inn, skrifa jólakort, pakka gjöfum og þrífa híbýlin. Þetta á eftir að koma mörgum um koll og Víkverji óttast að hann verði í þeim hópi. Einhver sálfræðingur myndi sennilega kalla þetta jóla- stress og ef svo er munu margir falla með andlitin ofan í matardiskinn á aðfangadagskvöld, eins og ágæt sjónvarpsauglýsing VR hefur minnt okkur óþægilega á. Hvað sem þessu tuði Víkverja líð- ur þá ganga jólin í garð, eflaust rauð í flestum landshlutum, og þá er bara að finna rétta jólaandann, telja upp á tíu, anda með nefinu og slaka á. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is        Tónlist | Tónleikanefnd Háskóla Íslands býður til hádegisjólatónleika í and- dyri aðalbyggingar háskólans í dag kl. 12.15. Þar flytur nýr kór háskóla- stúlkna jólaverkið „Ceremony of carols“ eftir Benjamin Britten. Elísabet Waage leikur á hörpu og stjórnandi er Margrét Bóasdóttir – einnig nemandi við HÍ. Þetta er síðasti prófdagur og því jólaglaðningur til nemenda og starfsfólks háskólans ásamt gestum og í lokin syngja allir saman tvö jólalög. Stúlkurnar eru alls 27 og engir nýgræðingar í söng; hafa allar margra ára kórreynslu t.d. í Unglingakór Selfosskirkju og Unglingakór Hallgrímskirkju. Nú fær Háskólinn að njóta söngkrafta þeirra. Morgunblaðið/Ómar Jólasöngur í Háskóla Íslands MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.600 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: „Trúið á ljósið meðan þér hafið ljósið, svo að þér verðið börn ljóssins.“ (Jh. 12, 36.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.