Morgunblaðið - 21.12.2005, Page 38

Morgunblaðið - 21.12.2005, Page 38
38 MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ómar HlíðkvistJóhannsson fæddist í Búðardal 10. janúar 1946. Hann lést á heimili sínu, Ásbúð 31 í Garðabæ, 11. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þuríður Skúla- dóttir, f. 12. mars 1907, d. 11. mars 1998, og Jóhann Bjarnason, f. 18. október 1902, d. 14. desember 1972. Systkini Ómars eru: 1) Bjarni Hlíðkvist, f. 14. apríl 1930, kvæntur Guðnýju Þorgeirsdótt- ur. 2) Una Svanborg, f. 17. apríl 1934. 3) Skúli Hlíðkvist, f. 20. maí 1941, kvæntur Guðrúnu Björns- dóttur. Ómar kvæntist 12. ágúst 1972, Sesselju Hauksdóttur, f. 12. júní 1948. Börn þeirra eru: 1) Haukur Hlíðkvist, f. 19. september 1971, kvæntur Helgu P. Finnsdóttur, f. 20. september 1971. Börn þeirra eru Hrafn Hlíðkvist, f. 5. nóvem- ber 1996, og Hekla Hlíðkvist, f. 22. janúar 2001. 2) Freyja Hlíðkvist, f. 5. febrúar 1973. Dóttir hennar er Salka Hlíðkvist Ein- arsdóttir, f. 9. ágúst 1999. Ómar ólst upp hjá foreldrum sínum, fyrst í Búðardal og síðar í Reykjavík. Hann og Sesselja bjuggu fyrst við Vesturberg í Reykjavík, á Álfta- nesi í tíu ár en frá árinu 1988 í Ásbúð 31 í Garðabæ. Ómar lauk verslunarnámi frá Samvinnuskólanum 1966. Hann starfaði hjá Skipadeild SÍS, sem skrifstofumaður og deildarstjóri frá 1967, aðstoðarframkvæmda- stjóri frá 1973 og framkvæmda- stjóri frá 1985. Hann var fram- kvæmdastjóri Samskipa frá 1991 til 1993. Frá 1994 rak Ómar eigið skipaflutningafyrirtæki, Kvist ehf. Útför Ómars verður gerð frá Vídalínskirkju í Garðabæ í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Pabbi er dáinn, kletturinn í lífi okkar. Hann var svo fallegur maður, yst sem innst, og ég elskaði hann. Svo jarðbundinn en kom mér þó stöðugt á óvart, og ég elskaði hann. Svo stríðinn að það gat gert mig brjálaða, og ég elskaði hann. Svo þrjóskur og þver, eins og ég, og ég elskaði hann. Hann gætti þess stöð- ugt að okkur skorti ekkert, og ég elskaði hann. Svo virðulegur, traust- ur og tignarlegur, gat samt orðið barn þegar hann lék sér við Sölku, Hrafn, Heklu eða Bangsa, og ég elskaði hann. Hann var óendanlega ósérhlífinn, hjálpsamur, fórnfús og örlátur, og ég elskaði hann. Hann pabbi er dáinn, og ég mun alltaf elska hann. Freyja. Kæri afi. Við komum til þess að kíkja á þig. Við þökkum þér innilega fyrir að vera svona góður við okkur. Við vonum að þér líki vel uppi á himninum. Þú varst svo góður að við ákváðum að senda þetta kort til þín. Við komum örugglega oft til þín. Við vonum sérstaklega mikið að Guð verði góður við þig. Salka sagði mér að þú hefðir leyft henni að fá einn súkkulaðimola úr súkkulaðidagatal- inu. Vonum sérstaklega mikið að þú komir oft og kíkir á okkur. Við þökk- um þér fyrir góða samveru. Kveðja. Hekla. Afi var rosalega skemmtilegur og það var gaman að fara með honum út í göngutúr með Bangsa, til dæmis út í Drekaskóg, og út á Spán. Afi var góður. Hann var mjög mikill stríðnispúki. Hann kitlaði mig alltaf. Afi átti alltaf ís, aur, ást, kossa og afakex. Elsku afi, ég hlakka til að sjá þig aftur, hvar sem þú ert. Þín Salka. Besti afi í heimi. Það er leitt að þú sért dáinn. Það var gaman að vera með þér og gaman að leika við þig. Þinn afastrákur, Hrafn. Elsku Ómar. Það er nú einu sinni þannig að öll verðum við fyrir högg- um í lífinu, flest þeirra berum við af okkur, en sum eru svo þung að mað- ur bókstaflega kiknar undan þeim. Þannig varð mér við þegar ég frétti að þú hefðir orðið bráðkvaddur á heimili þínu fyrir nokkrum dögum. Fyrstu viðbrögðin? Doði, vantrú. Þú, Ómar, maður á besta aldri, full- ur starfsorku, sem morgundagurinn bauð alltaf velkominn. Svo þyrmir yfir mann – sorgin, söknuðurinn og – reiðin, já ísköld en máttvana reiðin yfir því að vera sviptur ekki aðeins ástkærum bróð- ur, heldur líka trúnaðarvini því oft var ýmislegt spjallað sem ekki fór lengra. En þetta líður hjá. Á svona stundu leitar hugurinn til upphafsins, þegar við lékum okkur í fjöruborðinu hér vestur í Búðardal. Síðar lá leið okkar til Reykjavíkur, þú þá sjö ára, fyrst á Hringbrautina og svo á Nökkvavoginn. Þá voru unglingsárin gengin í garð með sín- um mörgu yndislegu litum. Aldrei gleymi ég árunum okkar í sitt hvoru kvistherberginu hlið við hlið, þá gekk oft á ýmsu. Við fórum sína leið- ina hvor á námsárunum, þú þá bók- legu á Bifröst. Síðan lá leið þín „upp allan stigann“ innan Skipadeildar SÍS og eftir að þú hættir þar sem framkvæmdastjóri stofnaðir þú þitt eigið sjóflutningafyrirtæki. Ég verð að viðurkenna, Ómar, að oft þótti mér nóg um dugnað þinn og atorku, en árangurinn var líka í samræmi við það. Það mikilvægasta: Þú áttir því láni að fagna að eiga yndislega fjöl- skyldu, eiginkonuna Sesselju og börnin Hauk og Freyju ásamt tengda- og barnabörnunum. Utan um þennan hóp hélst þú þinni dug- andi verndandi hendi og varst svo stoltur af þeim. Nú syrgja þau þann sem þau unna svo heitt. Að lokum, elsku bróðir, manstu þegar við systkinin komum saman í nýja bústaðnum ykkar Settu við Skorradalsvatn nú fyrir nokkrum dögum síðan? Allt lék í lyndi. Við tveir að ræða lífsgátuna yfir grillinu og vorum sammála um hvað við hlökkuðum til efri áranna – en enginn ræður sínum næturstað. Ég gæti haldið lengi áfram að minn- ast liðinna daga en nú heyri ég í huga mér þig segja: „Heyrðu, kæri bróðir, er nú ekki mál að hætta?“ – og því læt ég þessum hugleiðingum lokið. Elsku Setta, Haukur, Freyja og fjölskyldur. Við systkinin, Bjarni, Una, ég og fjölskyldur okkar biðjum góðan Guð að styrkja ykkur í sorg- inni. Minningin um góðan dreng deyr aldrei. Skúli bróðir. Gamall kær vinur er farinn yfir móðuna miklu, til betri heima. Við hjónin vorum svo lánsöm að þekkja Ómar í fjöldamörg ár, og okkur langar í örfáum orðum að þakka honum yndislegar stundir sem við áttum saman. Sérstaklega eru okkur minnis- stæðar allar sumarbústaðaferðirn- ar, en það var orðin hefð hjá okkur að vera uppi í sveit við Alþingiskosn- ingar, og var þá ýmislegt brallað. Þú varst vanalega á grillinu með fína takta og í hvernig veðri sem var! Setta sá um matseðilinn og var hann mjög skrautlegur og frumlegur. Ekki gleymum við heldur ferðinni sem þú bauðst okkur í austur á Skeiðarársand forðum daga, það kunnum við svo sannarlega að meta. Já, það eru frábærar minningar sem við eigum um þig, m.a. um það hversu greiðvikinn þú varst alltaf og kunnir virkilega að sýna samkennd með öðrum. Þín verður sárt saknað. Elsku Setta mín, megi kærleiks- ríkur guð gefa þér og fjölskyldunni ykkar styrk á þessum erfiða tíma. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elínborg og Guðmundur. Stórt skarð er höggvið í frænd- garðinn. Hann Ómar Hlíðkvist ,,frændi“ er fallinn frá. Ómar hefur fylgt okkur systrum frá fæðingu í gegnum hana Settu frænku og eig- um við margar dýrmætar og skemmtilegar minningar frá okkar samverustundum með þeim, sem voru ófáar á æskuárum okkar en fækkaði svo með fjölgandi árum. Ein þeirra er ofarlega í huga okkar núna þegar við sitjum hérna saman og ritum þessa kveðju. Við vorum bara fimm og sex ára skottur og vor- um í fjölskylduferð upp til fjalla. Gist var eina nótt í fjallaskála nokkrum sökum veðurs og gladdi Ómar aðra okkar þá nótt með því að gefa henni mysing sem var uppá- haldið og fékk hún eins mikið af hon- um og hún gat torgað. Þetta er bara eitt af mörgum skiptunum sem Ómar gladdi okkur í gegnum árin. Maður var alltaf velkominn á heimili þeirra Settu og Ómars og alltaf var gaman og gleðilegt að hitta þau. Fjölskylduboðin verða nú aldrei söm án prakkarahlátursins sem hljómaði ætíð þegar Ómar var nærri. Með þessum fátæklegu orð- um kveðjum við yndislegan mann og þökkum honum fyrir samfylgdina. Elsku Setta, Freyja, Haukur, Helga og börn, megi almættið styrkja ykkur á þessum erfiðu tím- um. Júlía og Kristín Guðmundsdætur. Þegar horft er til baka við ótíma- bært fráfall Ómars kemur upp í hugann þakklæti fyrir samstarf og kynni af mörgu góðu fólki, við ýmis verkefni á starfsævinni. Sjálfum finnst mér ég hafa verið einstaklega heppinn með nána samstarfsmenn í gegnum tíðina. Ómar var einn þeirra. Samstarf okkar hófst í ársbyrjun 1977 þegar ég kom til starfa hjá Skipadeild Sambandsins, sem síðar varð Samskip. Ómar var þar aðstoð- arframkvæmdastjóri og hafði mikla reynslu af flutningastarfsemi. Ég vissi fyrir að í hópi nýrra samstarfs- manna var að finna mikla þekkingu og reynslu, en það var ómetanlegt að þar voru einstaklingar sem að auki höfðu vilja og getu til að taka þátt í sameiginlegum stjórnunar- verkefnum sem ráðast varð í. Það er gaman að vinna með áhugasömu og duglegu fólki og það voru skemmti- leg ár framundan. Það var oft mikið um að vera og í mörg horn að líta þegar fjöldi leigu- skipa bættist við fastaflotann til að sinna flutningaþörfinni fyrstu árin. Þá voru stundum um 20 skip í förum samtímis, ýmist hér heima í strand- siglingum, í flutningum til og frá Ís- landi eða milli erlendra hafna. Þá var Ómar í essinu sínu. Hann hafði góða yfirsýn yfir þessi verkefni og alla þá fjölmörgu verkþætti sem huga þurfti að til að flutningakeðjan starfaði eins og best verður á kosið. „Logistik“ og „Transportation man- agement“ eru greinar sem kenndar eru í háskólum víða um heim og er það vel. Ómar hafði ekki átt kost á slíku námi, en það var eins og hann byggi yfir náttúrulegum hæfileikum á þessu sviði, hæfileikum sem ásamt góðri starfsreynslu og skipulögðum vinnubrögðum gerðu honum kleift, með samstarfsmönnum okkar á sjó og landi, að tryggja hverju sinni að hlekkirnir í öllum hlutum flutninga- keðjunnar væru í góðu lagi. En flutningakeðjur, eins og aðrar keðjur, þurfa viðhald og stundum al- gjöra endurnýjun. Það átti við um marga þætti flutningastarfsemi okkar og þurfti að gerast hratt til að auka hagkvæmni og bæta sam- keppnishæfni. Ómar var virkur þátttakandi í undirbúningi, skipulagi og fram- kvæmd þessara breytinga. Breyta þurfti skipulagi almennra vöruflutn- inga, koma á reglubundnum áætl- unarsiglingum til og frá landinu, byggja upp hafnaraðstöðu í Reykja- vík með vöruskemmmum og gáma- aðstöðu, endurskipuleggja frysti- flutninga, flutninga með tankskipum og almenna flutninga innanlands. Endurnýja þurfti allan skipaflotann í takt við aðrar framkvæmdir. Félagið hafði enga fasta bryggju- aðstöðu í Reykjavík og enga fasta vörugeymluaðstöðu við höfnina heldur. Það var því stór áfangi árið 1979 þegar fyrsta skipið, nýbyggt Stapafell, lagðist fánum prýtt að nýjum bryggjukanti við Holtabakka í Reykjavík, þar sem svo var hafin uppbygging á vörugeymslu-, verk- stæðis- og starfsmannaaðstöðu. Umbreytingarverkefnin komu svo til framkvæmda eitt af öðru, skipaflotinn breyttist í takt við þarf- ir markaðarins og reksturinn gekk vel. Það var gott að eiga Ómar að samstarfsmanni og aldrei bar á það skugga þau átta ár sem við störf- uðum saman. Hann var alla tíð ötull og áhugasamur um þau verkefni sem við höfðum sett af stað og hafði mikinn metnað fyrir hönd félagsins og þjónustunnar sem það veitti. Við höfðum ákveðna verkaskiptingu en höfðum daglega samráð hvar sem við vorum staddir, hvort sem var á venjulegum vinnutíma, um kvöld eða helgar. En Ómar hafði ekki bara metnað vinnunnar vegna, hann var ekki síður stoltur af fjölskyldu sinni. Þegar Setta kom með Hauk og Freyju á skrifstofuna man ég hvað hann ljómaði alltaf af gleði og stolti. En nú er sorg þeirra mikil. Ég vil að leiðarlokum þakka fyrir að hafa átt Ómar að vini og sam- starfsmanni. Hann var traustur, heiðarlegur og drenglyndur. Við Haffy vottum Settu, Hauki og Freyju og fjölskyldu þeirra okkar innilegustu samúð og biðjum algóð- an Guð að blessa minningu Ómars. Axel Gíslason. Fréttin af fráfalli Ómars Jóhanns- sonar kom eins og kaldur gustur, enginn aðdragandi, bara búið. Við áttum samleið langa tíð hjá Skipadeild Sambandsins en ekki síð- ustu ár. Framkoma hans var alltaf einlæg og á góðri stund var hann hrókur alls fagnaðar og kunni víst ekki skil á háum og lágum. Menn áttu greiða leið að honum, sem var bæði styrkur hans og e.t.v. veikleiki við stjórn á stóru fyrirtæki. Ferskir vindar blésu þegar hann ungur mað- ur var skipaður aðstoðarfram- kvæmdastjóri hjá Skipadeildinni. Honum fórst það afar vel úr hendi, vann trúnað fólks og gæddi sam- skipti við áhafnir skipa, svo og við- skiptamenn nýju lífi. Árin liðu og ábyrgðin jókst. Hann mætti fyrstur á morgnana og fór síðastur heim á kvöldin. En andstreymi lá í loftinu undir það síðasta og fyrirtæki Sam- bandsins fóru halloka, líka Skipa- deildin sem hét þá orðið Samskip. Leið Ómars lá þá frá borði, líka ýmissa annarra og nýir tímar fóru í hönd, bæði fyrir þá sem hurfu og kannski líka hina sem eftir urðu. Á löngum ferli myndast tengsl milli manna, einhver þráður sem fúnar ekki þótt árin líði. Aðrir voru honum að vísu nánari, en hann sýndi öllum sömu hlýju í daglegu starfi. Síst gleymast minningar frá gömlum dögum þegar Skipadeildin var lítið fyrirtæki miðað við sem síð- ar varð. Þegar fjölskyldur starfs- manna nutu samveru á góðum stundum. Í þeim hópi mun ég ætíð minnast Ómars Jóhannssonar sem á göngunni um lífið gaf okkur hinum af sjálfum sér. Kári Valvesson. Síminn hringir snemma á dimm- um mánudagsmorgni. Vinirnir hringja hver í annan og tilkynna ótímabært fráfall eins úr hópnum. Fyrstu kynni okkar af Ómari voru fyrir meira en 35 árum. Eiginkon- urnar voru skólasystur í Fóstru- skóla Sumargjafar. Þær drifu svo mennina með í hópinn og úr þessu þróaðist fljótt góður vinahópur. Þessi hópur hefur í áranna rás hald- ið vel saman, hist reglulega og ferðast vítt og breitt um landið, sem og erlendis. Fyrstu ferðirnar voru með börnum okkar. Þá var oft gist í tjöldum á ýmsum afskekktum stöð- um hálendisins. Þar naut þekking Ómars og Settu á landinu sín vel. Síðastliðið sumar fórum við til Ítal- íu, en síðasta ferðin, sem farin var í sumar var í nýjan og glæsilegan sumarbústað þeirra Ómars og Settu í Skorradal. Í mörgum þessara ferða komu upp ýmis atvik, sem kölluðu á skjót- ar ákvarðanir. Þar komu bestu eig- inleikar Ómars vel fram. Sama var hvað á gekk, alltaf var hann rólegur og yfirvegaður, en jafnframt snögg- ur til ákvarðana og framkvæmda. Allar hans athafnir einkenndust af ósérhlífni og bjartsýni. Ómar er skyndilega horfinn. Eftir lifir minning um traustan og náinn vin. Góðs vinar er nú sárt saknað. Það er erfitt að átta sig á svona skyndilegu brotthvarfi af þessu til- verustigi, jafnvel þó við vitum vel að þetta er óhjákvæmilegur hluti af lífi okkar hér á jörðinni. Elsku Setta, hugur okkar er hjá þér og fjölskyldu þinni á þessari stundu. Guð gefi ykkur styrk og kjark á þessum erfiðu tímum. Anna og Páll, Edda og Bárður, Guðrún Birna og Ari, Magnea og Bjarni. ÓMAR HLÍÐKVIST JÓHANNSSON Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Skilafrestur Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áð- ur en skilafrestur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virð- ingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandend- ur senda inn. Þar koma fram upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætl- ast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feit- letraður, en ekki í minningargrein- unum. Minningar- greinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.