Morgunblaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR LÖGREGLAN hefur bannað Menntaskólanum við Sund að standa fyrir böllum fyrir nemendur fram á vor í kjölfar óláta og drykkju á tveim- ur böllum í haust og vetur. Rektor skólans er ósáttur við aðferðir lög- reglu og segir að lögreglan hafi ekki fylgt stjórnsýslulögum. Skólaslit voru í Menntaskólanum við Sund í gær, og í ræðu sinni vakti Már Vilhjálmsson rektor máls á stjórnsýsluákvörðun Lögreglustjór- ans í Reykjavík um að ekki megi halda skólaböll í skólanum fram á vor, en það hafði vakið athygli nem- enda að ekkert lokaball var haldið í ár. Í samtali við Morgunblaðið sagði Már að þrátt fyrir að hann hafi veru- legar athugasemdir við ákvörðun lögreglu, og það ferli sem leiddi til hennar, hafi hann ákveðið að kæra hana ekki, enda sé ljóst að bannið sé viðleitni lögreglu til þess að berjast gegn unglingadrykkju og góðra gjalda vert að reynt sé að berjast gegn henni. „Vandinn liggur í ákveðnu hömlu- leysi og skorti á eftirliti í foreldra- húsum. Þar fer drykkjan fram. Ekk- ert áfengi kemst inn á skemmti- staðina en krakkarnir virðast hella í sig áður en inn er farið. Hér þurfa foreldrar að koma að málum, skólinn getur ekki stýrt því hvað gerist í heimahúsum en mér hefur fundist óvenjulítill kraftur í forvarnarstarfi utan skólanna síðastliðin tvö til þrjú árin,“ segir Már. Kvartaði yfir málsmeð- ferð við ráðherra Í stað þess að kæra ákvörðunina ákvað Már að fara þá leið að senda Birni Bjarnasyni, dómsmálaráð- herra, bréf vegna málsins þar sem kvartað var undan málsmeðferð lög- reglu. Í kjölfarið átti hann samtal við ráðherra, sem hafði einnig rætt við Lögreglustjórann í Reykjavík, þar sem farið var yfir málið. Í framhald- inu segir Már að ákveðið hafi verið að hann fundaði með lögreglu til þess að ræða málið, og hugsanlegar lausnir á því. Sá fundur hefur ekki verið tíma- settur, og því stendur bann lögreglu á það að haldnar séu skemmtanir í Menntaskólanum við Sund. Aðdrag- andinn að þeirri ákvörðun lögreglu- stjórans að banna böll í skólanum má rekja til óláta og drykkju sem komið hefur upp á böllum skólans frá því í haust. Már segir vissulega nokkuð til í gagnrýni á böllin, en þetta séu með stærri böllum sem haldin séu í menntaskólum hér á landi og gangi þó yfirleitt vel. Vandræðin hófust strax á fyrsta skólaballi vetrarins, busaballsins svokallaða, sem haldið var skömmu eftir skólabyrjun í haust. Þar var mikið um ölvun og brutust út slags- mál bæði innan dyra og utan. Már segir að ljóst sé að það ball hafi farið afar illa fram, og verið skólanum og nemendum til skammar. Í kjölfarið voru settar strangar reglur um böll við skólann. Í kjölfarið var haldið lítið ball, sem fór vel fram. Á næsta stóra balli, hinu svokallaða ’85 balli sem haldið var snemma í nóvember, var áberandi mikil ölvun og troðningur fyrir utan skemmtistaðinn, þó nem- endur hafi ekki verið með áfengi inni á skemmtistaðnum. Ófagleg og illa unnin skýrsla Eftirlitsmenn frá lögreglu fylgjast með skólaböllum framhaldsskólana, og í kjölfarið var skrifuð skýrsla um ástandið á ballinu. Hún var birt rekt- or í lok nóvember, og á sama tíma var honum tilkynnt um þá ákvörðun lög- reglunnar að banna skólanum að halda fleiri skólaböll fram á vor. Már segir það ekki í samræmi við stjórn- sýslulög að skólinn hafi ekki fengið tækifæri til þess að gera athuga- semdir við innihald skýrslunnar áður en tekin er ákvörðun um bann. Már gerir athugasemdir við inni- hald skýrslunnar, sem hann segir ófaglega og illa unna. Þar sé m.a. fjallað um mál sem komi skólanum ekki við og öllu ægi þar saman. Það sé t.d. fjallað um að val á skemmti- staðnum sé óheppilegt, og hann sé of nálægt íbúabyggð og hávaði of mikill. Það segir Már að komi þessu skóla- balli einfaldlega ekki við, enda stað- urinn með skemmtanaleyfi og skól- inn hafi fengið leyfi til að halda þar skemmtun fyrir svo marga nemend- ur. Einnig er í skýrslunni gagnrýnd sú mikla ölvun sem var meðal nem- enda, en Már segir ljóst að skólinn geti ekki borið ábyrgð á því sem nemendur gera í heimahúsum, ölv- uðum krökkum sé þó ekki hleypt inn á böll. Hvenær vorar hjá lögreglustjóra? Þrátt fyrir annmarka á meðferð málsins hjá lögreglu segir Már að hann hafi ákveðið að kæra ekki ákvörðun lögreglunnar. Hann telji þó ljóst að ákvörðunin stangist á við meðalhófsreglu og ekki sé gætt jafn- ræðis, enda hafi hann ekki heyrt af því áður að lögreglan banni skólum að halda skólaböll. Einnig bendir hann á orðalag í bréfi Lögreglustjórans í Reykjavík sé afar loðið, þar komi fram að ákveð- ið hafi verið að hafna eða synja öllum skemmtunum á vegum MS fram til vors 2006. Í fyrsta lagi sé ekki skil- greint hvað sé átt við með skemmt- unum, og einnig sé afar óljóst hve- nær bannið eigi að enda, hvenær lögregla telji að vorið sé komið. Lögreglustjórinn í Reykjavík bannar skólaböll í Menntaskólanum við Sund Rektor segir lögreglu ekki fara að stjórnsýslulögum Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN fengi 55,7% atkvæða í borgar- stjórnarkosningum yrði kosið nú, samkvæmt könnun Gallup sem unnin var fyrir stuðningsmenn Björns Inga Hrafnssonar, sem sækist eftir fyrsta sætinu á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík í prófkjöri. Framsóknarflokkurinn mælist í könnuninni með 4,8% fylgi, sem er rúm tvöföldun á fylgi frá því í sambærilegri könnun Gallup í september, þegar flokkurinn mældist með 2,3% fylgi. Þrátt fyr- ir þessa fylgisaukningu næði Framsóknarflokkurinn ekki inn manni yrðu þetta niðurstöður kosninganna. Samfylkingin mælist með 25,3% fylgi í könnuninni, og Vinstrihreyf- ingin – grænt framboð með 12,3%. Aðeins 1,7% sögðust myndu kjósa Frjálslynda flokkinn ef kosið yrði nú og næði flokkurinn því ekki inn manni frekar en Framsóknarflokk- urinn. Í könnuninni var einnig spurt hversu vel eða illa fólk treysti Birni Inga til þess að gegna starfi borgarstjóra. Um 47% neituðu að taka afstöðu, en af þeim sem tóku afstöðu sögðust um 31,5% treysta honum mjög eða frekar vel til starfsins. Af öllum þeim sem tóku þátt í könnuninni sögðust því um 16,7% treysta Birni Inga mjög eða frekar vel til þess að gegna starfi borgarstjóra. Fleiri vilja í prófkjör en ætla að kjósa flokkinn Spurt var um hvort þátttakend- ur teldu líklegt að þeir tækju þátt í prófkjöri, og sögðu 6,7% að það væri mjög eða frekar líklegt. Það er 1,9 prósentustigum hærra en hlutfall þeirra sem sögðust myndu kjósa flokkinn ef kosið væri nú. Hringt var í samtals 1.525 borg- arbúa á aldrinum 18–75 ára, og voru þeir valdir af handahófi úr þjóðskrá. Hringt var á tímabilinu 11. nóvember til 12. desember, og var svarhlutfallið um 58%. Ný könnun á fylgi flokkanna í borgar- stjórnarkosningum Sjálfstæð- isflokkur- inn með 56% fylgi Í UMRÆÐUM um framtíðarsam- göngur milli lands og Eyja hafa verið kynntir til sögunnar ýmsir möguleikar, s.s. jarðgöng, ferjusigl- ingar, loftpúðaferjur, loftskip og nú síðast ferjulægi við Bakkafjöruhöfn sem kynnt var fyrir samgöngu- ráðherra á mánudag. Enn einn kosturinn er ótalinn, en þar er um að ræða manngerða eyju með hafn- araðstöðu skammt úti fyrir suður- strönd landsins með brúartengingu við landið. Hallgrímur Axelsson verkfræðingur telur nauðsynlegt að hafa þennan möguleika með í um- ræðunum og telur manngerða eyju, hér eftir nefnd Landey, hafa ýmsa kosti fram yfir Bakkafjöruhöfn. „Hugmynd Siglingastofnunar um Bakkafjöruhöfn gerir ráð fyrir höfninni í landi rétt vestan við Markarfljót, en erfiðleikarnir sem gætu steðjað að slíku mannvirki eru stöðugur sandburður meðfram ströndinni,“ segir Hallgrímur. „Ennfremur tel ég varasamt að fara út í hafnargerð á þessum stað vegna hættu á jökulhlaupi með til- heyrandi jaka- og aurburði. Landey þyrfti því að vera vestar, t.d. suð- austan við Hvolsvöll. Munurinn á manngerðri eyju og ferjulægi upp við land, yrði sá að ekki þyrfti að hafa jafnmiklar áhyggjur af sand- burði fyrir innsiglinguna í eynni. Að sjálfsögðu þyrfti að byggja brimvarnargarða eins og við hafn- argerð almennt. Vafalaust yrðu það talsverð mannvirki. Það ber þó að hafa í huga að slíkar framkvæmdir eru margfalt auðveldari nú en þær voru á árum áður.“ Eyjan staðsett 1–2 km úti fyrir landi Hallgrímur telur að velja þyrfti Landey stað um 1–2 km úti fyrir landi og hæð hennar yrði a.m.k. 4 metrar til að verjast brimi. Hall- grímur tekur fram að hugmynd um Landey er ekki hans eigin og hefur hann heyrt hana nefnda hjá Sigl- ingastofnun. „Landey yrði margfalt ódýarari en jarðgöng milli lands og Eyja. Ennfremur yrði rekstr- arkostnaður mun minni en við ferjuhöfn upp við suðurströndina. Það fer þó eftir því hvað ákveðið yrði að fara út í mikla landfyllingu við eyna og hversu stór höfnin yrði. Ég ímynda mér aðallega að í Land- ey yrði hafnarsvæði ásamt gáma- svæði og vöruhúsi. Landmegin við brúna, á Suðurlandsundirlendinu, er síðan nánast ótakmarkað bygg- ingarland. Erlendis þar sem gerðar hafa verið svona eyjur, t.d. í Japan, hefur á einni þeirra a.m.k. verið lagður flugvöllur og því til viðbótar eru uppi hugmyndir um að skipu- leggja sumardvalarstaði á slíkum manngerðum eyjum,“ segir Hall- grímur. „Ég hef ekki skoðað þennan möguleika ofan í kjölinn en varpa hugmyndinni aðallega fram þar sem ég tel hana þess virði að hún sé rædd. Mér finnst jafnvel að sam- gönguyfirvöld ættu að skoða þenn- an möguleika eins og hvern annan.“ Sandburður ekki áhyggjuefni í Landey Tölvugerð mynd af Landey og nánasta umhverfi. Fremst er suðurströnd landsins og gengur brú þaðan út í eyna. Úti við sjóndeildarhring glittir í Vestmannaeyjar og er hugmyndin sú að ferjur gangi milli Eyja og Landeyjar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.