Morgunblaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT VERKFALL jarðlesta- og strætó- stjóra í New York lamaði almenn- ingssamgöngur í borginni í gær og neyddust milljónir manna því til að leita annarra leiða til að komast til og frá vinnu. Þetta er í fyrsta sinn í aldarfjórðung sem verkfall lamar almenningssamgöngur í New York en hatrammar deilur hafa staðið milli stéttarfélags og samgöngu- yfirvalda í borginni og fóru samn- ingaviðræður út um þúfur fyrr í gær. Fyrir vikið voru lestarstöðvar þar sem venjulega er múgur og margmenni galtómar, eins og sjá má á myndinni. Það var hins vegar kalt í New York og þó að margir færu ferða sinna á tveimur jafn- fljótum eða hjólandi nýttu margir sér líka þjónustu leigubíla. Sum fyr- irtæki komu síðan upp rútubíla- ferðum fyrir starfsfólk sitt. Verkfall lamaði samgöngur í New York Reuters E vo Morales, sem lýst hefur yfir sigri í forsetakosningunum í Bólivíu á sunnudag, fór lofsam- legum orðum um Fídel Castro Kúbuleiðtoga í sjónvarpsviðtali á mánudagskvöld. Morales, sem er leiðtogi kóka-ræktenda og fátækra indíána í heimalandi sínu, sagði í við- tali við kúbanska sjónvarpið að með sigrinum í forsetakosningunum hefði gamall draumur sinn ræst. „Ég vil segja ykkur frá því að í ár hefur mig dreymt um að ganga til liðs við Fídel og kúbönsku þjóðina í baráttunni gegn heims- valdasinnunum. Nú hef ég tækifæri til að taka þátt í þessari baráttu með honum, í leit að friði og félagslegu réttlæti,“ sagði Morales. Forsetinn verðandi bar lof á Castro og kúb- önsku þjóðina fyrir að hafa þolað áratugalangt viðskiptabann Bandaríkjanna gagnvart Kúbu. Kvaðst hann vona að Bandaríkjamenn myndu í fyllingu tímans aflétta því. „Við Kúbani, ríkis- stjórn landsins og leiðtoga þess vil ég segja þetta: Þakka ykkur fyrir að hafa sýnt þjóðum Rómönsku-Ameríku og heiminum öllum hvernig á að stjórna og hvernig verja ber heið- ur og fullveldi. Kúbönsku þjóðinni færi ég sér- staka byltingarkveðju.“ Í gær höfðu lokatölur í forsetakosningunum enn ekki verið birtar en búist var við að það yrði gert um kvöldið að staðartíma. Þegar helmingur atkvæða hafði verið talinn í gær- kvöldi hafði Morales fengið 51,1% en helsti keppinautur hans, íhaldsmaðurinn Jorge Quiroga, hefur þegar viðurkennt ósigur sinn. Samkvæmt frétt netútgáfu bólivíska dagblaðs- ins La Razón í gærkvöldi mældist fylgi við Morales 53,9% á landsbyggðinni en 49,3% í þéttbýli. Fái Moraels ekki tilskilinn meirihluta at- kvæða er fullvíst að þing landsins muni kjósa hann forseta í samræmi við ákvæði stjórnar- skrárinnar og hann verði þannig fyrstur ind- íána til að gegna þessu embætti í 180 ára sögu Bólivíu sem sjálfstæðs ríkis. Þing kemur á hinn bóginn ekki saman fyrr en 22. janúar og þá tekur nýr forseti við. Segir „eiturlyfjastríðið“ yfirvarp Bandaríkjamanna Morales, sem er 46 ára, er ákafur andstæð- ingur utanríkisstefnu Bandaríkjastjórnar og segir „heimsvaldasinna“ fara fyrir henni. Hann hefur boðað að fátækum indíánum verði á ný leyft að rækta kókablöð til einkaneyslu en blöð kóka-runnans eru einnig notuð til að framleiða eiturlyfið kókaín. Hafa þessi áform Morales vakið litla hrifningu ráðamanna í Bandaríkjunum, sem lýst hafa yfir „eitur- lyfjastríði“ og uppræta vilja ræktun kóka- plöntunnar í álfunni. Morales telur aftur á móti að „eiturlyfjastríðið“ sé aðeins yfirvarp; tilgangurinn með því sé fyrst og fremst sá að tryggja Bandaríkjamönnum hernaðaraðstöðu í ríkjum Rómönsku Ameríku. Morales sagði hins vegar í gær að hann stefndi ekki að óheftri kókarækt í landinu. Sagðist hann fylgjandi því að borið væri undir þjóðaratkvæði á svæðum þar sem framleiðslan væri mest hvernig takmarka bæri hana. Virt- ist hann m. ö. o. þeirrar hyggju að þetta bæri einungis að bera undir kóka-ræktendur, sem nefnast á spænsku „cocaleros“. Morales boðar og þjóðnýtingu náttúruauð- linda og virðist hafa hug á að þrengja að er- lendum olíu- og gasfyrirtækjum, sem tekið hafa til starfa í landinu á undanliðnum árum. Hann tók þó fram á mánudag að ekki væri í ráði að gera eigur þeirra upptækar en bætti við að „ný-frjálshyggjan“ svonefnda yrði „bor- in til grafar“ í Bólivíu. Ýmsir sérfræðingar um málefni Bólivíu halda því fram að Morales muni þurfa að ganga til samstarfs við erlendu fyrirtækin ætli hann sér að uppfylla loforð sín um stórbætt kjör alþýðu manna í landinu. Í Bólivíu búa um níu milljónir manna og teljast 63% þeirra draga fram lífið undir fátæktarmörkum. Morales hefur einnig kunngjört að hann hyggist efna til stjórnlagaþings og „endur- stofna ríkið“. Ný stjórnarskrá muni m.a. kveða á um jafnstöðu allra þjóðfélagshópa. Indíánar eru í meirihluta í Bólivíu en hafa öldum saman sætt mismunun og útskúfun. Almenn sátt ríkir um að ný stjórnarskrá sé nauðsynleg en deilt er um inntak hennar. Úrslit héraðsstjórakosninga ráða miklu um stöðu Morales Evo Morales hefur ekki farið dult með aðdá- un sína á þeim Fídel Castro og Hugo Chávez, forseta Venesúela, sem báðir eru í litlum met- um á meðal ráðamanna í Washington. Hefur hann gjarnan brugðið fyrir sig slagorðum, sem minna mjög á þá félaga. Margir sérfræðingar um stjórnmál Bólivíu segja þó að Morales kunni að neyðast til að sýna meiri sveigjanleika og hagsýni þegar hann tekur við forsetaembættinu. Bólivía skiptist í níu héruð og hafa þau nú fengið stóraukna sjálfstjórn. Á sunnudag voru jafnframt kjörnir héraðsstjórar („prefectos“) en fram til þessa hefur forseti landsins skipað þá. Að þessu leyti hefur því orðið grundvallar- breyting á stjórnkerfi landsins. Ekki er fylli- lega unnt að leggja mat á stöðu nýja forsetans fyrr en úrslit liggja fyrir í héraðsstjórakosn- ingunum en þeir verða áhrifamiklir á þingi landsins, einkum í öldungadeild þess. Þá lá samsetningin á þingi Bólivíu enn ekki fyrir í gær en ljóst virtist þó að fulltrúar MAS- hreyfingar Morales hefðu víða hlotið mikið fylgi. Úrslitin í þing- og héraðsstjórakosning- unum munu ráða miklu um möguleika Morales til að koma á þeim róttæku breytingum, sem hann boðar í heimalandi sínu. Gera má ráð fyr- ir umtalsverðri fyrirstöðu, einkum í héruðum í austurhluta landsins. Morales segir drauma sína hafa ræst Boðar baráttu með Fídel Castro Kúbuforseta gegn „heimsvaldasinnunum“ Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is Reuters Evo Morales, sigurvegari forsetakosning- anna í Bólivíu á sunnudag, ræðir við frétta- menn í höfuðvígi sínu, borginni Cochabamba í samnefndu héraði í landinu miðju. Vínarborg. AFP, AP. | Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri í Kali- forníu, krefst þess að borgaryfir- völd í Graz í Austurríki gefi íþrótta- leikvanginum í borginni nýtt nafn en leikvangurinn hefur borið nafn ríkisstjórans honum til heiðurs. Kemur ákvörðun Schwarzenegg- ers, sem ólst upp í Graz, í kjölfar harðrar gagnrýni á þá ákvörðun hans að náða ekki Stanley „Tookie“ Williams í síðustu viku, en dauða- dómi yfir Williams var framfylgt í kjölfar ákvörðunar ríkisstjórans. Schwarzenegger, sem á að baki farsælan feril í kvikmyndum í Bandaríkjunum, samþykkti árið 1997 að lána leikvanginum í Graz nafn sitt en Schwarzenegger er þekktasti sonur borgarinnar. Í kjölfar aftökunnar á Williams hefur Schwarzenegg- er hins vegar verið gagnrýnd- ur í Austurríki og er jafnvel far- in af stað undir- skriftasöfnun í því augnamiði að endurnefna leikvanginn í Graz. Schwarzen- egger segir í bréfi til Siegfried Nagl, borgarstjórans í Graz, að sú gagnrýni, sem hann hefur mátt þola í Austurríki hafi valdið honum vonbrigðum. Sagðist hann hafa ákveðið að endurskoða ákvörðun sína frá 1997, enda sé líklegt að hann eigi eftir að þurfa að taka af- stöðu til fleiri náðunarbeiðna í rík- isstjóratíð sinni í Kaliforníu. „Til að forða yfirvöldum í Graz frá frekari vandræðum þá afturkalla ég hér með heimild til að nota nafn mitt í tengslum við þennan leikvang,“ sagði Schwarzenegger í bréfi sínu. Enn virtur og dáður í Graz Schwarzenegger sagði einnig að hann myndi ekki lengur heimila að nafn hans yrði notað til að auglýsa Graz fyrir ferðamönnum. Þá hefur hann endursent „sæmdarhring“ sem honum var veittur 1999. Segir hann í bréfi sínu til Nagl að „þar sem áhrifamenn í Graz virðast ekki lengur samþykkja mig sem einn úr þeirra röðum þá hefur þessi hring- ur misst allt gildi fyrir mig. Hann er nú þegar kominn í póst“. Og í samtali við Kronen Zeitung í gær sagði Schwarzenegger að Graz myndi ekki hafa neinn ama af ákvörðunum ríkisstjóra Kaliforníu framar „því að formlega er ekkert lengur sem tengir okkur“. Nagl sagðist hins vegar í gær ætla að reyna að fá Schwarzenegg- er til að endurskoða afstöðu sína. Hann gagnrýndi vinstri flokkana í Graz, sem eru í stjórnarandstöðu, fyrir að hafa staðið fyrir „vand- ræðalegum farsa“ með yfirlýsing- um sínum, málið hefði skaðað ímynd Graz. Og Nagl fullyrti að flestir í Graz væru stoltir af Schwarzenegger. Jafnaðarmaður- inn Kurt Flecker sagði Schwarzen- egger hins vegar hafa skaðað eigin ímynd, ekki ímynd Graz. Ekkert vit væri í því að „vegsama mann sem styður dauðarefsingar“. Rýfur tengslin við Graz Arnold Schwarzenegger Belgrad. AP. | Réttarhöld hófust í Bel- grad í gær yfir fimm liðsmönnum serbneskrar lögreglusveitar, „Sporðdrekanna“ svokölluðu, sem sakaðir eru um að hafa tekið sex Bosníu-múslíma af lífi í Srebrenica 1995. Aftökurnar voru festar á myndband en myndband þetta vakti sterk viðbrögð þegar það var sýnt í serbnesku sjónvarpi fyrr á þessu ári. Leiðtogi sveitarinnar, Slobodan Medic, sýndi enga iðrun er hann ávarpaði dómara í Belgrad. Sagði hann að ef hann hefði vitað að mynd- bandið yrði sýnt opinberlega hefði hann „drepið eins og kanínu“ her- manninn sem tók myndirnar. Allt að átta þúsund Bosníu-músl- ímar voru drepnir þegar hersveitir Bosníu-Serba tóku Srebrenica í júlí 1995. Um er að ræða versta fjölda- morð í Evrópu frá því í síðari heims- styrjöld. Söguleg réttarhöld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.